Vísir - 13.06.1977, Page 17
VÍSIR
: s- - •
Sumargisting
á Blönduósi
í sumar veröur starfrækt
gistiheimili f Kvennaskól-
anum á Blönduósi. Sigurlaug
Eggertsdóttir húsmæörakenn-
ari veitir gistiheimilinu for-
stöðu eins og undanfarin sum-
ur.
Gistiheimiliö veröur opnaö
17. júni og er opiö fram i sept-
ember. Þar er hægt að fá 1-4
manna herbergi og margvis-
legar veitingar.
—SG
Orlofsheimili
BSRB
á Staðarfelli
Bandalag starfsmanna rikis
og bæja hefur tekiö Hús-
mæðarskólann á Staöarfelli i
Dalasýslu á ieigu i sumar. Þar
verður rekið orlofsheimili frá
24.júni fram til 2. september.
Leigðar verða út ibúðir og
tveggja manna herbergi mið-
að við vikudvöl. Skrifstofa
BSRB veitir allar nánari upp-
lýsingar.
___________ —SG
Góð gjöf til aldraða
Húsmæðraskólafélag Hafnar-
fjarðar hefur ákveðið að hætta
starfsemi, en það var upphaflega
stofnað til að vinna að byggingu
húsmæðraskóla i Firðinum.
Félagið hefur nú gefið Styrktar-
félagi aldraðra i Hafnarfirði allar
eigur sinar um 1,4 milljnir króna.
A sameiginlegum fundi stjórn-
ar félaganna fyrir skömmu af-
henti frú Ólafia Valdemarsdóttir,
fyrsti formaður Húsmæðraskóla-
félagsins gjöfina, en Kjartan
Jóhannsson veitti henni viðtöku.
Færir stjórn Styrktarfélagsins
gefendum alúðarþakkir fyrir
þessa stórhöfðinglegu gjöf.
SG
Mó kaupa fyrir 14
þúsund í Fríhöfninni
Ferðamenn mega nú flytja út
og inn úr landinu islenska pen-
inga allt að fjórtán þúsund krón
ur, þó ekki i seðlum að verðgildi
yfir eitt þúsund krónur.
Viðskipti við Frihöfnina á
Keflavikurflugvelli með
islenskum peningum mega þó
Fyrir skömmu var opnuö ný
veitingastofa aö Laugavegi 22 og
nefnist hún Kirnan. Innréttingar
eru mjög nýstárlegar og eru bás-
ar afmarkaöir I lltil hús sem eiga
aö minna á gamla sveita'-
bæi. Gylfi S. Guðmundsson
framkvæmdastjóri Kirnunnar
sagöi I samtali viö Vfsi, aö veit-
Frá Hornafirði hefur mennta-
málaráðherra fengið bréf sem
undirritað er af 638 manns er lýsa
yfir mikilli óánægju með mót-
tökuskilyrði sjónvarps og útvarps
þar á staðnum.
f bréfinu segir að þau hafi lengi
verið léleg, en aldréi eins og
ekki nema hærri upphæð en sjö
þúsund krónur við brottför eða
komu til landsins i hvort sinn.
Verður tekin upp áritun á brott-
fararkort farþega um kaup
þeirra i Frihöfninni til eftirlits.
Notkun islenskra ávisana i Fri-
höfninni er ekki lengur heimil.
—SG
ingastofan væri rekin I samvinnu
viö Skrinuna á Skólavörðustfg. 1
Kirnunni er hægt aö fá kaffi og
bakkelsi allan daginn ásamt grill-
rettum ýmis konar og auk þess er
boöið uppa rétt dagsins. Opiö er
frá átta á morgnana til klukkan 23
aökvöldi alla daga vikunnar. Sæti
er fyrir um 50 manns. —SG
undanfarið og virðist fara hrið-
versnandi. Vilja hornfirðingar
ekki sætta sig við að greiða sama
afnotagjald, og þeir sem búa við
örugg skilyrði til móttöku. Þess
er krafist að hafist verði handa
um úrbætur hið bráðasta.
—SG
i W>4HMt <mm jm
\ V
*■ V
Maöurinn hér á myndinni
heitir AC. Karunananda Avt,
og et indverji. Hann veröur
staddur á Islandi dagana
14.-22. júni og heldur nokkra
fyrirlestra á vegum Ananda
Marga. GA
Enga
samninga
Landhelgissamtökin hafa
sent frá sér frétt þar sem þess
er krafist að ekki veröi gerðir
neinir samningar viö erlenda
aöila um fiskveiöiheimildir I
fiskveiöilögsögu okkar. Einnig
er þess krafist að rányrkja á
miðunum við landið verð;
stöðvuð og bent á að þorri
vinnandi fólks á Islandi lifir
beint eða óbeint af fiskveiöum
eöa fiskvinnslu.
Varaö er sérstaklega við
ásælni EBE og almenningur
hvattur til að koma í veg fyrir
slikt.___________—SG
Vil raunhœfar
kjaraviðrœður
„Flokksstjórn Alþýðuflokksins
lýsir undrun sinni yfir þeirri
tregðu, sem atvinnurekendur
hafa sýnt á að hefja raunhæfar
viðræður við verkalýðsfélögin um
nýja kjarasamninga.
Svo segir meðal annars i álykt-
un flokksstjórnar Alþýðuflokks-
ins frá 8. júni. Hvatt er til þess að
nú þegar verði tekist á við megin-
atriði kjaradeilunnar og atvinnu-
rekendur og rikisvald leggist á
eitt um að verða við réttmætum
kröfum launþega. Þá telur
flokkstjórn Alþýðuflokksins að
áfram verði að láta fulla atvinnu
sitja i fyrirrúmi i allri efnahags-
stefnu og verði að gera sérstakar
ráðstafanir til að tryggja ungu
fólki atvinnu, þar á meðal skóla-
fólki. —SG
Skólavist erlendis
Samband islenskra náms-
manna erlendis (SINE) hvetur
alla sem hyggja á nám erlendis
að draga ekki lengur að gera
þær ráöstafanir sem til þarf.
Hjá sumum skóium erlendis er
nú stutt eftir af umsóknarfrest-
inum.
Umsóknareyðublöð skóla og
garða mun vera unnt að nálgast
i flestum erlendum sendiráðum
á Islandi. SINE mun aðstoða
nýliða eins og áður og hefur
skrifstofu i Félagsheimili
stúdenta við Hringbraut, simi
25315 kl. 13-15 mánudaga til
fimmtudaga.
Stjórn SINE vill benda nýlið-
um og öðrum námsmönnum á,
að frestur til að sækja um haust-
lán hjá Lánasjóði islenskra
námsmanna er 15. júli. Þeir
sem ekki sækja um fyrir þann
tima, munu engin námslán fá
fyrr en eftir nýár.
—SG
Hornfirðingar sjá ekki né heyra
e^ager^-
Eyjagötu 7, örfirisey
Reykjavik símar 14093—13320
HUSTJOLD - TJOLD
TJALDHIMNAR - SÓLTJÖLD
TJALDDÝNUR.
Framleiðum allar gerðir af tjöldum é hag-
stæðu verði m.a.
5-6 manna:
3 manna:
4-5 manna:
Hústjöld:
kr. 25.270.-
kr. 19.432.-
kr. 37.600- m/ himni
kr. 68.820.-
— Seljum einnig ýmsan tjaldbúnað t.d.
— Sólstóla, kælibox, svefnpoka og leiktjöld
Komið og sjáið tjöldin uppsett i hinum nýju
glæsilegu húsakynnum að Eyjagötu 7 örfiris-
ey.
Póstsendum um allt land.
Laus staða
Staöa bókavaröar i Háskólabókasafni er laus til umsókn-
ar.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna rfkisins.
Umsóknir, ásamt ftarlegum upplýsingum um námsferil
og störf, skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu,
Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 7. júli nk.
Menntamálaráöuneytiö,
7. júni 1977.
Söluskattsgreiðendur
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á
þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir mai-
mánuð er 15. júni. Ber þá að skila skattin-
um til innheimtumanna rikissjóðs ásamt
söluskattsskýrslu i þririti.
Fjármálaráðuneytið,
10. júni 1977.
Útboð
Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum
i lagningu dreifikerfis í Keflavik 3. á-
fanga.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hitaveitu Suðurnesja Vesturbraut 10 A
Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun
h.f. Álftamýri 9, Reykjavik, gegn 10.000
kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða verður auglýst siðar.