Vísir - 13.06.1977, Síða 24

Vísir - 13.06.1977, Síða 24
86611 bílakaupum P. STEFÁNSSON HF. SÍÐUMÚLA 33 SÍMI 83104 83105 ( m m niNH sparar L i J W- - w THORNYCROFT bátavélar b— d rannsóknir í Kópavogi — svonefnt „Hafsteinshús" ó að vera 1200 fermetrar Ahugamenn um sálarrann- súknir eru nú I þann veginn að ráöast i byggingu sálarrann- sóknarmiöstöövar eöa ööru nafni Hafsteinshúss, viö Smiöjuveg i Kópavogi. Þegar er byrjaö aö grafa fyrir húsinu, en þaö á aö vera 1173 fermetrar aö stærö. Bæjarráö Kópavogs sam- þykkti aö leyfa byggingu Haf- steinshúss viö Smiöjuveg þann 18. janúar siöastliöinn. Þegar fundargerö bæjarráðs um málið kom til kasta bæjarstjórnar, var borin fram tillaga um að ekki yröi fallist á byggingu hússins á lóðinni viö Smiðjuveg nema til kæmi veruleg minnkun þess frá þeim hugmyndum sem þá væru uppi, en sú tillaga var felld. Þann 10. febrúar var fjallað um bygginguna i byggingar- nefnd Kópavogsbæjar og var hún samþykkt með fyrirvara eldvarnareftirlitsins. Raf- magnsveitunnar og heilbrigöis- nefndar. Eigendur hússins munu sleppa viö aö greiöa öll gatnageröargjöld og er þaö, aö sögn Björgvins Sæmundssonar bæjarstjóra f Kópavogi, venja, þegar f hlut eiga samtök sem þessi. Mjög fullkomin aöstaða Hafsteinshúsið verður á einni hæð, en undir hálfur kjallari vegna þess að byggingin mun standa i hæð, en undir veröur hálfur kjallari vegna þess að byggingin mun standa i hæð. í kjallaranum verða meöal ann- ars tveir salir, Haraldar Niels- sonar saiur og Jónasar Þor- bergssonar salur. Þá verður þar einnig einhver rannsókHaraö- staöa fyrir sálarrannsóknar- menn. Uppi verður svo að eitthvaö sé nefnt stór samkomusalur, salur Einars Kvaran og húsvarðari- búð. Einnig verða þar herbergi og fbúðir fyrir gesti sálarrann- sóknarmanna, svo sem miðla, sem koma þangaö utan af landi eða frá útlöndum. Auk þess verður i húsinu fundarsalur, upptökuherbergi og loks veit- ingasalur sem liklega verður að einhverju leyti opinn almenn- ingi. — AHO OLL OKUTÆKI SMÁOG STÓR s P. STHFÁNSSON HF . N) HVERFISGÖTU103 SÍMI 26911 (0, Fimm konur í hópi ölvunor- bílstjóra Margir tóku áhættuna um helgina og settust undir stýri eftir að hafa smakkað vin. Lögreglan i Reykjavík tók 15 öku- menn vegna meintrar öivunar við akstur frá föstudagskvöldi til sunnudagskvölds. ökumennirnir voru misjafn- lega mikið ölvaðir, af sumum fannst aöeins dauf vínlykt, en aðrir áberandi drukknir. Af þess- um 15 voru fimm konur. Lögreglan f Kópavogi tók þrjá ökumenn vegna njeintrar ölvunar við akstur og Hafnarfjarðarlög- reglan tvo. A Akureyri voru einn- ig tveir menn teknir af sömu or- sökum. —SG SLASAÐ- IST í ÁFLOGUM Ungur maður höfuð- kúpubrotnaði i áflogum i Kópavogi á laugardag- inn. Hann var þegar fluttur i sjúkrahús og mun liðan hans vera góð eftir atvikum. Atburður þessi átti sér staö við verslun,sem er viö Hjallabrekku. Þrir piltar um tvftugt voru þar á göngu er að bar ungan mann sem býr þar skammt frá. Atöikhófust af einhverjum orsökum milli éins þremenninganna og piltsins. Hin- ir tveir höfðust ekki að um sinn, en blönduöu sér sfðan f slaginn í þeim tilgangi aö stöðva átökin. Pilturinn misskildi tilganginn og hörðnuöu átökin.Fór svo, aö hann reiddi stein f höfuö þess, er hann haföi byrjað að kljást viö, með þeim afleiðingum, að sá hné niður með brotna höfuðkúpu. Máliö er f rannsókn. —SG Landslið islendinga i knattspyrnu undir forystu Tony Knapps gerir það ekki endasleppt. Á laugardag bætti lið- ið enn einni skrautf jöður í hatt sinn með því að sigranorður-ira á Laugardalsvellinum að viðstöddu miklu fjölmenni. Sjá íþróttafréttir bls. 13 til 14. Úrsfít handtökumálsins ekki fyrr en í haust? Handtökumafiö veröur ekki afgreitt frá embætti rikissak- sóknara á næstunni. i samtali við Visi sagði saksóknari, að fyrst yrði athugað, hvort það tengdist öðrum málum þar sem Haukur Guðmundsson kemur við sögu. Eins og Vlsir skýrði frá fyrir nokkrum dögum, hefur Stein- grimur Gautur Kristjánsson lokið rannsókn sinni á hand- tökumálinu og sent það rfkis- saksóknara. Þórður Björnsson rikissak- sóknari sagöi i samtali viö Visi að hann gerði ráð fyrir, aö kannað yröi, hvort þaö tengdist fleiri málum. Þau mál eru kæra Arnar Clausen hæstaréttarlög- manns á hendur Hauki og Kristjáni Péturssyni vegna meintrar ólöglegrar handtöku tveggja varnarliðsmanna. Rannsókn lauk fyrir skömmu i þvi máli, og það er komið til saksóknara. Siöan er beiðni Hauks og Kristjáns um opinbera rannsókn vegna skrifa dagbláðsins Timans fyrir all- nokkru þar sem þeir voru bornir þungum sökum. Sú rannsókn fór fram í Sakadómi Reykjavfkur og niðurstaða hennar var send saksóknara. Siðast er það svo hið svokallaða tékkamál Hauks Guðmundssonar, sem ekki hef- ur veriö rannsakað. Þykkar bækur. Þegar siöast-nefnda máliö hefur borist til saksóknara verður tekin ákvörðun um, hvort málin verða öll tekin i einu eða hvert fyrir sig. Má þvi alveg eins búast við að ákvörð- un liggi ekki fyrir fyrr en með haustinu. Þegar byrjaö var á rannsókn handtökumálsins var lögð mikil áhersla á að hraða henni en siöar dró mjög úr hrað- anum eftir því sem á leið. Rikissaksóknari sagði málskjöl i þessum málum vera einar 500 blaðsiður, nánast þykkar bækur og það tæki tima að lesa þetta alit. —SG Prófkjör sjálfstceðis- manna í Rangárþingi: EGGERT HAUKDAL HLUTSKARPASTUR Eggert Haukdal, bóndi, varð efstur i prófkjöri sjálfstæðis- manna IRangárþingium heigina. Hlaut hann 367 atkvæði. Annar varð Jón Þorgilsson með 317 at- kvæði, Sigurður Óskarsson þriðji með 133atkvæði, og Hálfdán Guð- mundsson varð f jórði með 130 at- kvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 23. A kjörskrá voru 1037 manns, þ.e. flokksbundnir og yfirlýstir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins, og atkvæði greiddu 970. Er það nálægt 93% þátttaka, en kosningin er ekki bindandi, þar sem enginn frambjóðanda hlaut 45% atkvæða eöa meira. Enn er því ekki endanlega ljóst hver verður arftaki Ingólfs Jóns- sonar sem frambjóðandi sjálf- stæöismanna úr Rangarþing við næstu alþingiskosningar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.