Vísir - 24.06.1977, Blaðsíða 2

Vísir - 24.06.1977, Blaðsíða 2
I'ISIR spytí ( i Reykjqvik } Eru foreldrar þinir allt- af i góðu skapi? Kristján Jón Hjaitalin, kallaöur Nonni: Já, alltaf. Nei, þau skamma mig aldrei. Ég er svo þægur. Asa Sif Árnadóttir: Þau skamma mig aldrei, ekki heldur þegar ég er óþekk. tda ómarsdóttir: JáNei, þau skamma mig stundum ef ég er óþekk . Ég er stundum óþekk uppi rúmi. Ég á stóran bangsa og stóra bók lika. Ingvi Ingólfsson: Já, Ég er aldrei óþekkur. Alltaf góöur Aron Hjartarson: Einu sinni þeg- ar ég var litill braut ég blómavas- an hennarmömmu. Þá var pabbi ekki i góðu skapi. Föstudagur 24. júní 1977 VISIR Jassvakning með vikuleg tónlistarkvöld í sumar: Frá slöasta tónlistarkvöldi Jassvakningar. Hljómsveitin Tfvolí leikur frumsamda rokktónlist. — segir Jónatan Garðarsson, formaður Jassvakningar „Við byrjum núna á mánu- daginn 27. júni meö tónlistar- kvöld aö Frikirkjuvegi 11 og ráögert er aö reyna aö halda þessu úti vikulega i sumar,” sagöi Jónatan Garöarsson, for- maður Jassvakningar, þegar Visir ræddi viö hann um starf- semi félagsins á liönum vetri og hvaö væri framundan i þessum efnum. „Markmið okkar er að gefa sem flestum tónlistarmönnum kost á að flytja sina tónlist og reyna þannig að koma upp aö- stöðu fyrir sem flestar tegundir tónlistar, en eins og viö vitum, hafa danshúsin siður en svo sinnt þessari tónlistarþörf fólks,” sagði Jónatan ennfrem- ur. — „Jassinn situr að sjálf- sögðu i fyrirrúmi, en engin tón- list er okkur óviðkomandi, til dæmis höfum við einnig mikinn áhuga á aö efla frumsamda rokktónlist.” „I sumar verðum við með eina til tvær hljómsveitir á hverju tónlistarkvöldi og einnig munum við rekja okkur I gegn- um sögu jassins með þeim hljómplötum sem til eru frá hverjum tima.” „Jassinn var nánast dauður” „Það er greinilegt að áhugi fyrir jasstónlist hefur vaxið töluvert eftir að Jassvakning hóf starfsemi sina. Jassinn var nánast dauður hér þegar við byrjuðum og engin starfsemi af þessu tagi var i gangi. En það sýndisig þegar við byrjuðum að áhuginn var fyrir hendi og við höfum ekki þurft að kvarta yfir aðsókn i vetur.” „Við vorum með sex jass- kvöld I vetur sem öll heppnuöust mjög vel. Þá vorum við með tvö rokktónlistarkvöld og stóðum aö hljómleikum' Askels Mássonar i Norræna húsinu og Menntaskól- anum við Hamrahlið. Siöan vor- um við með jasskynningar i tveimur skólum á höfuðborgar- svæðinu sem gáfu mjög góða raun enda stefnum viö að þvi að halda áfram á sömu braut i framhaldsskólum næsta vetur.” Jónatan Garöarsson, formaður Jassvakningar: „tJtihljómleik- ar koma til greina ef veður leyf- ir i sumar. (Visismynd Einar Gunnar) „Jassmenn uppistað- an” Hljómsveitin Jassmenn var sett á laggirnar fljótlega eftir stofnun Jassvakningar og hefur hljómsveitin verið uppistaðan i starfi okkar i vetur. Þar eru saman komnir nokkrir snjöll- ustu jassleikarar okkar, þeir Guðmundur Steingrimsson og Sigurður Karlsson á trommur, Karl Möller á pianó, Pálmi Gunnarsson bassa, Birgir Hrafnsson á gitar og Rúnar Georgsson á saxófón og flautu. „Ég reikna með að starfsem- in verði með svipuðu sniði hjá okkur næsta vetur nema að við munum reyna að leggja aukna áherslu á jasskynningar i skól- um eins og ég sagði áðan. Aöal- atriðið núna er hins vegar sum- arstarfið og ég vona að þessi viðleitni okkar með að halda úti vikulegum tónlistarkynningum i sumar heppnist sæmilega”, sagöi Jónatan að lokum Sv.G. VlSIIM Helgarblaðið fylgir laugardagsblaði Vísis ó morgun að nýju og meðal efnis er: „Mannskemmandi saumaklóbbar .## sft Engström átti íslenskan hest af konungsœtt! óli Tynes, blaðamaður ræðir við Jóhönnu Kristjónsdóttur, rithöfund, blaðamann, formann Félags einstæðra foreldra sem lika er hætt að reykja, og ber þar margt hressilegt á góma. Sagt er frá hinum sænska skopteiknara Albert Engströn og birtar nokkrar teikn- ingar hans, en sem kunnugt er byggir sjón- varpsmyndaflokkurinn „Til Heklu” sem islenska sjónvarpið sýnir nú, á ferðabók hans með sama nafni. gryia en geðþekk stúlka!" Olga Guðrún rœðir um popp og pólitík i samtali við Svein Klausén

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.