Vísir - 24.06.1977, Blaðsíða 4
Bandarískar þingnefndir:
Vilja senda
Cruise flaug-
ar til Evrópu
Bandariska varnar-
málaráðuneytið er nú
að endurskoða áætlanir
sinar um „Cruise” eld-
flaugarnar, eftir að
tvær valdamiklar þing-
nefndir hafa hvatt til
þess að hönnuð verði
sérstök útgáfa
„Cruise” flauga til
notkunar i Evrópu.
Þær eiga að vera vopn-
aðar venjulegu
sprengiefni i stað
kjarnaodds.
Þaö eru hermálanefndir öld-
unga- og fulltnladeildarinnar,
sem hér eiga hlut að máli. Þær
lögöu nýlega fram skýrslur
sinar um áætluö vopnakaup á
árinu Í978, en þá er áætlað að
verja rúmlega þrjátiu og sex
milljörðum doilara til þeirra
hluta. Nefndirnar lögðu til aö
hraðað yrði hönnun „Cruise”
flauga sem bæru venjulegar
sprengjur.
„Cruise” flaugamar eru nán-
ast litlar mannlausar þotur meö
mjög nákvæmu leiðsögukerfi
sem verið er að gera úr garði i
Bandarikjunum. Þær geta borið
bæöi venjulegar sprengjur og
kjarnorkusprengjur.
Fram að þessu hefur þingiö
lagt megináherslu á þróun
kjarnorkusprengjuútgáfunnar,
og hinni útgáfunni hefur lítiö
verið sinnt. Þingnefndirnar
tvær hafa nú alveg snúið þessari
skoöun við og telja að „venju-
lega” útgáfan geti haft miklu
meiri hernaðarlega þýðingu en
kjarnorkuútgáfan.
Erfitt að skjóta
þær niður
Það er engin tilviljun að
Evröpa er sérstaklega nefnd i
sambandi við þessar fiaugai.
Atlantshafsbandalagið hefur
talsverðar áhyggjur af hern-
Hægt er að skjóta Cruise flaugunum frá kafbátum, flugvélum og skipum og
skotpöllum á landi.
aðarlegum yfirburðum Var-
sjárbandalagsins, i Evrópu.
Varsjárbandalagið hefur þar
miklu meira lið en NATO og
meira af bæði skriðdrekum,
stórskotaliði og loftvarnaeld-
flaugum og byssum. „Cmise”
eldflaugarnar eru mjög lang-
drægar (allt að 2000 km.) og svo
nákvæmar að það er hægt að
skjóta þeim á brýr og flugvelli i
mörghundruð kilómetra fjar-
lægð. Það eru skotmörk sem
venjulegar flugvélar eiga erfitt
með að komast að vegna hins
þétta og fullkomna loftvarna-
kerfis Varsjárbandalagsins.
Cruise flaugarnar eru hins
vegar margfalt minni en venju-
legar orrustuþoturog fljúga auk
þess I m jög litilli hæð. Það er þvi
mjög erfitt að finna þær og
skjóta þær niður. Varnarmála-
ráðuneytið segir að tilraunir
sem gerðar vom i janúar sýni
að hægt sé að skjóta flaugunum
mörghundruð kilómetra að
skotmarki og vera viss um að
þær lendi ekki i nema örfárra
metra fjarlægð frá því.
Þessi árangur náðist með
nýju sjónvarps-leiðsögukerfi
sem verið er að fullkomna.
Sjónvarpslinsa i nefi flaug-
arinnar tekur myndir af lands-
laginu framundan, (flaugin er I
aðeins nokkurra feta hæð) og
ber þær saman við upplýsingar
um landslagið sem eru i tölvu,
tengdri leiðsögukerfinu.
Flaugin getur þannig
„skriðið” i nokkurra feta hæð að
skotmarki sinu, með óhugnan-
legri nákvæmni. Það skiptir
heldur ekki máli hvort er nótt
eða dagur, eða hvernig viðrar,
þvi sjónvarpslinsan getur h'ka
tekið innrauðar myndir.
„Við sprengjumfólk
ekki í loft upp"
— segir stjórn Eþíópíu
Jimmy Carter
JIMMY
GEFST
EKKI
UPP
Jimmy Carter sagði í
gær að hann myndi
halda áfram baráttu
sinni fyrir mannrétt-
indum, þótt hún hefði
valdið nokkrum deil-
um.
Hann minntist ekkert sér-
staklega á Sovétrikin, þar
sem leiðtogar eru öskuvond-
ir vegna stuönings Carters
við andófsmenn.
Forsetinn minntist á þetta
i ræöu sem hann hélt i kvöld-
verðarboöi demo'krata-
flokksins. Hann þakkaöi
bandarisku þjóöinni stuðning
hennar og sagði að samþykki
hennar þýddi að Bandarikin
væru nú eins og viti, I myrkr-
inu, fyrir pólitiska fanga
og undirokaöa menn, um
heim allan.
Upplýsingamálaráðu-
neytið i Eþíópíu hef ur sagt
að það sé svivirðileg lygi
að dynamit hafi verið
notað til að taka hundrað
og tuttugu eþiópiska stú-
denta af lífi, fyrr á þessu
ári. Frétt um þetta var í
sænska blaðinu ,,Afton-
bladet".
Aftonbladet hefur frétt sina
eftir starfsmanni sænsku Þró-
unarstofnunarinnar i Addis
Ababa. Sá heitir Stefan de Vylder
og er nýkominn heim frá Eþiópiu.
Vylder sagði við Aftonbladet að
fyrr á þessu ári hafi verið svo
mikill ^skortur á skotfærum hjá
eþiópiska hernum að hann hafi
gripiö til þess ráðs að taka fanga
sina af lifi með þvi að sprengja þá
i loft upp, eða skera þá á háls.
Hann nefndi sérstakt dæmi, þar
sem hundrað og tuttugu stúdentar
hefðu veriö reknir saman i hóp i
garði i grennd við höfuðborgina,
og sprengdir i loft upp.
Sviinn hélt þvi einnig fram að fé
sem Sviþjóð gæfi til skóla og
sjúkrahæla i Eþiópiu rynni til
hersins.
Baaiu Grima, upplýsingamála-
ráðherra Eþiópiu, sagði á fundi
með fréttamönnum að þetta væri
allt svivirðileg lygi hjá de Vylder.
Um sprengingarnar sagði hann:
„Þar sem sagt er að þetta hafi átt
sér stað um miðjan mars, gæti
þaö átt viö tvo stjórnleysingja
sem drápust þegar handsprengja',
sem annar þeirra var með á sér,
sprakk.
Grima sagði einnig að það væri
ósatt að sænsku gjafafé væri illa
varið. „Ekki eitt einasta sent af
þvi hefur farið til hermála”, sagöi
hann.
NÚ MÁ SEGJA
BLESS í BRAZILÍU
Brazilía fjöl-
mennasta land róm-
versk-kaþóiskra í
veröldinni, hefur lög-
leitt skilnað, þrátt
fyrir hatramma and-
stöðu kirkjunnar.
Þingið samþykkti þetta
með 226 atkvæðum gegn 159,
i gær. Forseti Braziliu,
Ernesto Geisel, á nú aðeins
eftir að undirrita lögin til
þess að þau taki formlega
gildi.
Geisel, sem er lúthers-
trúar, hefur gætt þess vand-
lega aö halda sig utan við
deilur um þetta mál. Vegna
skriffinnsku má þó búast við
að nokkrir mánuðir liði áður
en fyrsti skilnaðurinn verður
veittur.
„Ef þeir
vilja átök
geta þeir
fengið
átök##
Lögreglan i Suð-
ur-Afriqu gengur nú um
grá fyrir járnum og við-
búin hinu versta. Eftir
óeirðirnar i gær, sem
kostuðu þrjá lifið, sagði
lögreglustjórinn i So-
weto, Jan Visser, að
hann hefði kvatt til liðs-
auka.
„Við erum búnir að taka á
þessu með silkihönskum nógu
lengi”, sagði Visser. „Ef þeir
vilja átök geta þeir fengið átök.”
Tvennt af þeim sem létu lifið i
gær voru börn. Lögreglan segir
að þau hafi beðið bana þegar stór
flutningabifreið, sem svartir
unglingar voru að grýta, lenti á
húsi þeirra. Hinn þriðji féll þegar
lögreglan skaut á hóp ungs fólks
sem var að grýta hana.
í Soweto eru um 1200 þúsund
ibúar, en ekki taka nærri allir
þátt i óeirðunum. Lögreglan hef-
ur sýnt að hún er fullfær um að
halda óeirðamönnunum i skefj-
um, enda reiðubúin að beita tak-
markalausri hörku.