Vísir - 25.06.1977, Qupperneq 10

Vísir - 25.06.1977, Qupperneq 10
10 VÍSIR t’tgefandi: lt«*ykjaprnit hf Krumkvæindastjúri: Davíh (•uhinundsson Itilstjorar: l>orsti‘inn l’álsson ábm. Olafur ItaKnarsson. Ititstjórnarfullt rúi: Bragi Guömundsson. Króttastjóri rrlondra frótta: Guðmundur G. Pétursson. l'msjón meA llelgarhlahi: Arni Dórarinsson. BiaAamenn: Anders Hansen. Anna HeiÖur Oddsdóttir, Edda Andrésdottir. Einar K Guöfinnsson. Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson. Guöjón Arngrimsson. Hallgrimur H. Helgason. Kjartan L. Pólsson. öli Tynes. Sigurveig Jónsdóttir. Sveinn Guöjónsson. Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blondal. Gylfi Kristjánsson. i tlitsteiknun: Jón öskar Hafsteinsson. Magnús ölafsson Ljósmyndir: Einar (iunnar Einarsson. Jens Alexandersson. Lol tur Asgeirsson. Sölustjori: Páll Stefánsson \uglvsingastjnri: Porsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Sigurhur H Pótursson Anglysingar: SiAumúla M. Simar ML'2«o. MBfill. \skriftargjald kr. -Ilioo á mánuAi innanlands. Afgrelósla: Stakkholti 2-1 simi Hfifill \ erft i Liusasölu kr. 70 eintakiA. Hitstjórn: Sióumula It. Sfmi Hfifill. 7 Ifnur. I'rentun: Blaóaprent lif. Tvœr Búrfellsvirkj- anir í höfuðborginni Heita vatnið í iðrum jarðar er ein þeirra auðlinda, sem skapa okkur íslendingum nokkra sérstöðu meðal þjóða Evrópu. Á vissan hátt má segja, að það sé okkar olía, og með skynsamlegri nýtingu heita vatnsins get- um við sparað okkur miklar upphæðir í erlendum gjaldeyri. Á síðustu árum hefur verið lögð aukin áhersla á að virkja þessa auðlind til hitunar í þéttbýli víða um land, yfirleitt með góðum árangri. Rannsóknir íslenskra visindamanna hafa þar gegnt þýðingarmiklu hlut- verki við undirbúning þessara framkvæmda og verið ómetanlegar varðandi leit að jarðhitasvæðum. Hitaveita Reykjavfkur sem er langstærst þessara jarðvarmavirkjana hefur átt víðtæka samvinnu við Orkustofnun um slíkar rannsóknir undanfarin ár og hefur hún borið góðan árangur. Borgarbúar hafa eflaust ekki gert sér grein fyrir hve gífurleg orka hefur verið virkjuð á vegum Hita- veitu Reykjavíkur á undanförnum árum. Orkuvinnsla fyrirtækisins nemur nú um 420 megavöttum, en til samanburðar má geta þess, að Búrfellsvirkjun fram- leiðir nú um 210 megavött og fullbúin mun Sigöldu- virkjun framleiða 150 megavött. Jafnast því Hitaveita Reykjavíkur á við tvær Búrfellsvirkjanir. Því ber að fagna, hve vel hefur tekist til um upp- byggingu hitaveitunnar og er ástæða til að vekja at- hygli borgarbúa á þessari starfsemi. Fólki hættir oft til þess að líta á þjónustu sem vel hefur tekist sem sjálfsagða, en til þess má ekki koma. Við verðum að gera okkur grein fyrir þýðingu heita vatnsins fyrir okkur og meta þessa auðlind okkar að verðleikum. Þá þarf einnig að gæta þess, að verði á þessari innlendu orku sé stillt svo f hóf, sem unnt er, þannig að ávinn- ingurinn af því að eiga þessi hlunnindi sé mönnum Ijós. Frá því var skýrt í f rétt í Vísi í gær, að f rá árinu 1970 hafi Orkustofnun unnið að heildarrannsókn á jarð- hitamöguleikum á svæðinu frá Esju og Skálafelli í norðri og Bláf jöllum og Straumsvík í suðri. Þannig er hægt að gera nákvæm jarðfræðikort af svæðinu og rannsókn á jarðsögu þess. Enn hefur aðeins verið borað á einu þeirra svæða, sem talin hafa verið heppileg til virkjunar á grund- velli þessara athugana í Helgadal í Mosfellssveit. úr þeim sjö holum, sem þar hafa verið boraðar hefur fengist mikið magn af heitu vatni. Enn eru talin vera stór svæði i nágrenni höfuðborg- arinnar heppileg til virkjunar, og auk þess benda rannsóknirtilaðhægtsé aðafla mun meira vatns inn- an borgarmarkanna, en nú er gert. Þessi tíðindi sýna, hve þýðingarmikið er að fram fari nákvæmar jarðvísindalegar forrannsóknir þegar nýta á varmaorku hér á landi í stað þess að byrjað sé á byggingu mannvirka löngu áður en niðurstöður en niðurstöður visindalegra rannsókna liggja fyrir, eins og við höfum dæmi um í þessu landi. Bitur reynsla frá Kröflusvæðinu, þar sem sorglega litill árangur hefur orðiðaf borun f jölda hola ætti enn að undirstrika þýð- ingu itarlegra ranrv og kenna okkur að kapp er Hest með forsjá. Laugardagur 25. júnl 1977 VÍSIR Milton Friedman gefur rúð sem hann segir heppilegus* í barátt- unni við verð- bólguna: ,JVIINNKIÐ RÍKISUMSVIF- IN OG STÖÐVIÐ AUKNA SEÐLAPRENTUN" „1 stað þess að hafa svo mikl- ar áhyggjur vegna greiðslujafnaðarins ættuð þið heldur aö gefa rikisfjármálun- um meira gaum. Ef þið leyfið krónunni jafnframt aö fljóta, minnkið rikisgeirann og prentið minna af seðlum, veröið þiö fljótir að komast út úr efna- hagslegum vandamálum ykk- ar.” Þetta leggur hinn kunni hag- fræðingur og Nóbelsverðlauna- hafi Milton Friedman til i við- tali við danska blaðið Börsen nú í vikunni, og er ekki ósenni- legt, að við islendingar getum eitthvað af þessu lært. Þar sem skoðanir Friedmans á efna- hagsmálum hafa vakið athygli þykir Visi rétt að gera þessu viðtali nokkur skil. „Ef þiö óskið raunverulega eftir að halda uppi sjálfstæöri peningapólitik, verðið þið að hætta aö hnýta dönsku krónuna viö þýska markiö,” segir Fried- man. „Sé hið gagnstæða upp á teningnum, getiö þiö lokaö seðlabankanum. Ef þið ætliö að láta dönsku krónuna fylgja þýska markinu veröur dönskum peningamálum ekki stjórnað af danska seðlabankanum, heldur yfirvöldum i Bonn. Sé þaö ósk dana að hafa sjálfstæöan þjóö- banka, þá er það augljós afleið- ing þeirrar óskar, að þiö hættið samvinnunni um samræmingu EBErikja um gengisskráningu og þaö mun einnig fara svo að öllum likindum.” Börsen spyr: „En allt bendir til að það muni leiða til gengis- lækkunar dönsku krónunnar og þar með aukinnar veröbólgu.” Friedmann svarar: „Alls ekki. Að halda sliku fram, má likja við að selja skinnið af birn- inum áöur en hann hefur veriö skotinn. Gengislækkun orsakar ekki veröbólgu. Þvert á móti er það veröbólga sem knýr til gengislækkunar. Hinsvegar get- ur gengislækkun vegið upp á móti misvægi i verðmyndun landa á milli. Og ef þið krefjist þess áfram að halda uppi meiri veröbólgu en Vestur Þýzkaland, þá neyöist þið blátt áfram til aö fella gengið. Spurningin við þessar kringumstæður er aðeins hvort gengisiækkunin er bein eöa dulin.” „Ég þekki danskt efnahagslif ekki mjög mikið, ég hef aðeins verið hér i einn dag og það tekur mig tvo daga að verða sérfræð- ingur i dönskum efnahagsmál- um,” heldur Friedmann áfram. Þá segir nóbelsverölaunahaf- inn ennfremur I viötalinu: „Mörg smáriki eru haldin tveimur alvarlegum „sjúkdóm- um” sem eru skyldir innbyröis. Annar er of stór rikisgeiri og hinn er verðbólga, sem ekki er hægt að sætta sig við. Ráð mitt er mjög einfalt. Einasta ástæð- an fyrir verðbólgunni er of mikil rikisumsvif en hið opinbera leggur á þegnana er einnitt hin umfangsmiklu rikisútgjöld, en ekki, eins og svo margir halda, skattheimtan sjálf. Þessvegna er lækningin einfaldlega að minnka rikisumsvifin og um leið aö stöðva aukna seðlaprent- un.” „Hverja álitiö þér höfuð- ástæðu þeirrar alheimskreppu, sem viö nú búum viö?” spyr blaðamaöur Börsen. ,,Það er engin efnahagsleg al- heimskreppa, heldur efnahags- leg vandamál i ýmsum rikjum” svarar Friedman. „Hið marg- umtalaða atvinnuleysi er i raun og veru spurning um skilgrein- ingu. Hið mikla atvinnuleysi i Bandarikjunum t.d. stafar m.a. af þvi aö viö höfum innleitt ýmsar „velferöarráðstafanir” sem gera þaö mjög áhugavert aö vera atvinnulaus. Þaö er efnahagslegt náttúrulögmál, aö ef fólki eru boðnir peningar fyr- ir að vera atvinnulaust, þá verða margir atvinnulausir. Þessvegna held ég aö hjá okkur sé i rauninni ekkert atvinnuleysi og að svipað sé ástandið i mörg- um öörum rikjum.” „Hvað meina þá stjórnmála- menn þegar þeir tala um at- vinnuleysi?” ,,Þeir fara á atkvæöaveiðar.” „Hvernig er þá hægt aö koma i veg fyrir misnotkun á félags- legri aðstoð?” „Það er ekki hægt I þeim heimisem við búum I nú. Ég hef lagt til við bandarisku rikis- stjórnina að hún láti skattaiviln- anir koma I stað atvinnuleysis- bóta. Þannig fengi fólk hvatn- ingu til aö vinna.” ,,En er það ekki staðreynd að eftir hinar miklu hækkanir á oliuveröinu hafi heimsverslunin dregist saman og þar með haft i för með sér minnkandi fram- leiðslu ýmissa rlkja?” „Sú hefur oröiö raunin i nokkrum rikjum, en ég held ekki að hægt sé aö kenna oliu- kreppunni um þaö. Kjarni vandamálsins kom i ljós á árun- um eftir heimsstyrjöldina, er tókst að leika á fjölda fölks langtimum saman með hjálp verðbólguhvetjandi aðgerða. En smátt og smátt hafa augu fólks opnast fyrir blekkingunni og það gerði sér grein fyrir hvað var að gerast. 1 raun og veru hefur veröbólguhvatinn, og þar meö hinn falski kaupmáttar- auki, tapað gildi sinu. Fram- undan er timabil umskipta, áö- ur en efnahagsmálin komast á raunhæfan grundvöll, og áður en almenningur kemst að hinu rétta.” „Hvað um framtiö bandarisks efnahagslifs og áhrif þess á um- heiminn?” „Þaö sem einkennir efna- hagslif bandarlkjanna er mikil þensla og útlit er fyrir vaxandi veröbólgu. Framkvæmd orku- sparnaðaráætlana Carters for- seta mun hinsvegar hafa niður- drepandi áhrif á framtiðina og þar með lifskjörin. Þessvegna geta riki heims ekki treyst á örvandi áhrif frá amerisku efnahagslifi. Hvert riki verður að leysa efnahagsleg vandamál sin sjálft.” Friedman, segir í viðtali við blaðið Börsen að meginástœðan fyrir verðbólgu séu of mikil ríkisumsvif

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.