Vísir - 29.06.1977, Qupperneq 2
Mi&vikudagur 29. júni 1977 VISIR
yiSIR
?pyp
SOLUKEPPNI BLAÐSOLUKRAKKA VISIS
HEFJAST:
( í Reykjavik )
" 'Y
Hvað finnst þér um unga
fólkið í dag?
GuOny Uuomundsdóttir. Það er
latt i vinnu. Ég held þó að þaö sé
að mestu leyti miðaldra fólkinu
að kenna þvi að það stjórnar unga
fólkinu ekki nógu vel. Annars er
misjafn sauöur i mörgu fé hjá
unglingunum eins og öðrum og ég
held að þaö sé ekkert verra en hér
áður fyrr.
Rannveig Einarsdóttir. Mér
finnst margt af þvi ágætt. Margt
æskufólk er mjög fallegt og
skemmtilegt. Þó finnst mér alltof
mikill drykkjuskapur á unga fólk-
inu og mikið meiri en þegar ég
var ung. Þá drakk unga fólkið
mjög litið og aldeilis ekki kven-
menn.
Bergljót Bjarnadóttir. Mér finnst
það mjög misjafnt og flest af þvi
ágætt. Þaö er afskaplega fallegt
og vel af manni gert. Unga fólkiö
nú til dags á svo óskapiega góða
framtið og möguleika til alls, sem
viö höfðum ekki. Mér finnst það
ekki fara eins vel með þá og það
gæti.
Helgi Pálsson, fyrrverandi verk-
stjóri: Þaö er nú ákaflega elsku-
legt fólk. Mér finnst það þó ekki
fara rétt með sinar gáfur og
þekkingu. Unga fólkið notfærir
sér ekki hæfileika sina sem
skyldi.
Óskar Arnason, fyrrverandi sjó-
maöur: Unga fólkiö er alveg eins
og þaö var þegár ég var ungur.
Þetta hleypur um og skemmtir
sér. Þaö held ég aö maður hafi
verið i siglingum i gamla daga og
haft það fjörugt. Unglingarnir
hafa það nú samt miklubetraen
viö höfðum. Þaö er liklega eim
munurinn.
Sölukeppni meöal blaösölu-
krakka Visis hefst um næstu
mánaöamót og stendur I tvo
mánuöi. Að sögn Siguröar R.
Péturssonar dreifingarstjóra
VIsis veröa verðlaunin til sölu-
hæstu krakkanna mjög rlfleg,
eöa alls um þaö bil 160 þúsund
króna virði.
„Fyrstu verðlaun fyrir hæstu
sölu i júli verða Sharp ferðaút-
varpstæki með kasettu frá
Karnabæ, en það er um það bil
fjörutiu þúsund króna viröi”
sagði Sigurður. „Þessi tæki eru
framleidd hjá hinu geysistóra
Sharp fyrirtæki, sem Karnabær
hefur umboð fyrir á Islandi.”
„önnur verðlaun veröa
Sharp vasatölva, sem kostar i
kringum fimmtán þúsund
krónur, einnig frá Karnabæ.
Tvær plötur verða veittar i
þriðju verðlaun og enn er það
Karnabær sem útvegar verö-
launin. Þau börn sem lenda i
fjórða og fimmta sæti i sölunni
fá eina plötu frá Karnabæ hvort.
I ágúst hefst svo hringurinn
aftur og þá verða fimm sölu-
hæstu börnunum veitt sams-
konar verðlaun og I júli.
Útburöarbörnin fá líka
sinn skerf.
„Þá veröur dregið vikulega
þessa tvo mánuði um plötur úr
Karnabæ handa þeim útburöar
börnum á Reykjavikursvæ&inu,
sem bera blaðið út óaöfinnan-
lega og fá engar kvartanir” hélt
Siguröur áfram. „Aður voru
útburðarbörnum i Reykjavik
veittar fimm þúsund krónur ef
þau báru blaðið út án þess a&
nokkur kvartaði, en þau verö-
laun eru nú á ferð um landið og
voru veitt á Akranesi i siöasta
mánuði”.
Nánar veröur greint frá sölu-
keppninni, gang mála i henni og
verðlaununum, siðar. —AHO.
Páll Steinarsson sýnir okkur þarna I Karnaoæ þá hluti sem sigurvegarar I sölukeppni blaösölukrakka
VIsis fá I verölaun. Fyrstu verölaunin, fjörutiu þúsund króna Sharp feröaútvarpstæki meö kasettu úr
Karnabæ, eru fyrir miöri mynd, en auk þess veröa veitt 1 verölaun Sharp vasatölva og fjöldinn allur af
hljómplötum.
Ljósm. Loftur.
FrostDÍnni
inni eða
svo
Vísir hefur alltaf lagt mikla áherslu á að launa þeim
börnum sem duglegust eru að selja blaðið# og er það
gert með ýmsum hætti.
Sigurður R. Pétursson dreifingarstjóri blaðsins
tjáði okkur að í hverjum mánuði fengju þrjú sölu-
hæstu blaðsölubörnin verðlaunapeninga til eignar. „Á
hverjum degi er svo þeim sem ötulastir eru við söluna
gefinn is að loknu erfiðu rölti og kalli um allan bæ"
sagði Sigurður. „Börnin fá frostpinna fyrir að selja
tuttugu blöð, fspinna fyrir að selja þrjátíu og toppa ef
þau komast upp i f jörutíu blöðog þar yfir."
ókeypis aðgöngumiðar að þeim landsleikjum sem
leiknir verða hér á landi i knattspyrnu í sumar falla í
skaut þeim tuttugu krökkum sem söluhæstir eru dag-
inn fyrir landsleikina. Vísiskrakkarnir láta þó ekki við
það sitja að horfa á landsliðsmennina sparka bolta.
„Nú eru bla&sölukrakkarnir hjá
VIsi meira aö segja búnir aö
stofna knattspyrnuliö” segir
Siguröur R. Pétursson'
dreifingarstjóri blaösins.
Visismynd: L.A.
Knattspyrnulið, skipað
sölustrákum Vísis.
Nú er búið aö koma á fót
knattspyrnuliöi, sem aöeins
veröur skipaö sölustrákum
VIsis. Stelpurnar hafa ekki enn
sýnt knattspyrnunni mikinn
áhuga, en ef nógu margar
stelpur fást mælir ekkert gegn
þvi aö þær sparki líka af lífi og
sál. Þegar hefur veriö
útvegaöur þjálfari og búningar
handa strákunum og er ætlunin
aö æft veröi einu sinni I viku.
Æfi liöiö vel og dyggilega er
• ekkert þvi til fyrirstööu aö þaö
keppi seinna viö önnur liö og
fari jafnvel út á land til aö
keppa viö jafnaldra sína þar.
Auk fótboltaæfinganna er svo
bló i Laugarásbiói annan hvern
laugardag fyrir sölu- og
útburðarbörn. Um páskana
fengu öll útburðarbörn og föst
sölubörn send páskaegg frá Visi
og I sumargjöf fengu þau risa-
stóran penna. Ekki má heldur
gleyma visis húfunum,
pennunum, buddunum og visis-
þrautunum.
Þaö er augljóst af þessu aö
visiskrakkarnir hljóta aö vera
mjög dugleg aö selja og ekki er
að efa aö þeir munu leggja sig
alla fram um aö standa sig vel i
sölukeppninni fyrirhuguöu sem
greint er fra hér á siöunni.f
—AHO.