Tíminn - 08.09.1968, Page 2

Tíminn - 08.09.1968, Page 2
I TIMINN SUNNUDAGUR 8. september 1968. NORRÆNA HÖSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS BÓKAVÖRÐUR Ungur íslenzkur bókavörður, karl eða kona, með fyrsta flokks hæfni, verður ráðinn að Norræna húsinu frá 1. nóvember n.k. Verður fyrsta árið skoðað sem gagnkvæmur reynslutími. Umsóknar- frestur: 1. október 1968. í samráði við framkvæmdastjórann og ráðunauta á þessu sviði á bókavörðurinn að ★ annast uppbyggingu hins norræna bóka- safns Norræna hússins ★ annast pantanir á tímaritum og dagblöð- um. ★ annast kaup á hljómplötum og öðrum út- búnaði ★ byggja upp hagkvæmt kerfi fyrir bóka- safnið ★ stjórna daglegum rekstri bókasafnsins, lestrarsalarins og útlánastarfseminnar ★ aðstoða framkvæmdastjórann við önnur störf ★ vera staðgengill framkvæmdastjórans, þeg- ar hann er fjarverandi vegna ferðalaga, sumarleyfa o.þ.h. NORRÆNA HÚSIÐ BÝÐUR: ★ góð laun ★ skemmtilegt starf ★ vinalegt umhverfi. Umsóknir skulu stílaðar til stjórnarformanns, Ármanns Snævars, háskólarektors, og sendar til IVAR ESKELAND, framkvæmdasfjóra Norræna húsinu, Reykjavík. Skrifstofustúlka Stúlka óskast til starfa á skrifstofu í miðbænum. Yngri stúlka en 20 ára kemur ekki til greina. Þær sem áhuga hefðu á starfi þessu, leggi nöfn sín og símanúmer, ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun, inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Skrifstofustúlka". STAKIR ELDHÚSSKÁPAR MIKIÐ URVAL Á LAGER EINNIG VASKBORÐ, KÚSTASKÁPAR OG ÝMSAR GERÐIR EFRI OG NEÐRI SKÁPA. HÚS OG SKIP HF. Laugavegi 11. Simi 21515. Bændur - Einhleypingar Ég er 24 ára með tvö börn og óska eftir að komast á rólegt heimili, í sveit eða í kaupstað. Uppl. um fjöl- skyldustærð, kaup og fl. sendist Tímanum fyrir 12. sept., merkt: „Vön“. JOHNS-MANVILLE Glerullareinangrun FleirJ og fleíri nota Johns- Manville glerullareinangrun- tna með álpappanum. Enda eitt bezta etnangrunar- efnið og lafnframt t>að langódýrasta. Þér greiðið álíka fyrlr 4" J-M glerul) og frauB- plasteinangruD og fáið auk þess álpappir meðl Sendum um land ailt — afnvel flugfragt borgar sig Jód Loftsson hf. Hringbraut 121 — Slmi 10600 Akureyri: Glerárgötu 26. Slml 21344. HESTAMENN Kaupið reiðtygin í SMYRLI Ármúla 7, sími 12260. TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs. Sendum um allt land. H A L L D 0 R SkólavörSustlg 2 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Gleyma - muna „Gleymskunnar hnoss ei hlotið fær neitt hjarta, sem gleymsku þráir“, segir spekingurinn lífsreyndi fótsár af ævinnar eyðimörk. Að gleyma og muna eru líkt og tvær hliðar tilverunnar. Og oft erum við gjörn á að gleyma því og þeim, sem við ættum helzt að muna. Og þá getur orðið synd ag gleyma. Og oft munum við helzt, það sem við teljum okkar eigin af- rek og forréttindi og ennfrem- ur móðganir og mistök ann- arra. Og þá getur orðið synd að muna. „Gleymdu misgjörðum og mistökum annarra, en mundu vel þín eigin mistök“ á ein- hver spekingurinn að hafa sagt. „Mundu vel góðvild og hand leiðslu vina og samferðafólks, en gleymdu þínum eigin góð- verkum“ mundi einnig vera þörf áminning til okkar margra. Minningar eru dásamlega lif andi. Þær geta verið síðan í gær, en líka margra áratuga og þó ekki síður áhrifamiklar. Aldurinn verkar ekki á dýr- mætar minningar. Þær eru í eðli sínu eilífar, brot af sjálfri eilífðinni, verða oft þeim mun bjartari og skýrari, sem þær eru eldri. Þetta er okkur öllum sam- eiginlegt, hluti af lífinu sjálfu. Samt eru nokkrir sem segja: „Uss, við höfum ekkert með þessar minningar að gera. Það er ekki annað en gamal- dagsrómantík og tilfinninga semi að ætla sér að hafa þær með í kapphlaupi hins nýtízka lífs aldarinnar. En er hægt að varpa þeim frá sér eins og drasli í rusla- körfuna, án þess að líða tjón á sálu sinni? Minningar frá æskustöðvum minningar um mömmu og pabba, afa og ömmu vini og kunningja, skólann sinn, kirkj una sína, atvik og helgidóma hins liðna eru snar þáttur í persónuleika hverrar þrosk- aðrar manneskju. Og samt gerir hin uppreisn- argjarna samtíð á atomöld ráð fyrir að hægt sé „að losa sig við þetta dót“. eins og það mundi vera orðað. En gegn því — þessum „ný- móðins“ hugsunarhætti stend- ur eitt lítið orð: Manstu? Manstu heimili bernsku þinnar, sveitina þína eða þorp ið, og hve allt verður kært, sem því er tengt. Nær því ó- kunn manneskja, sem þekkti þau eða það, getur staðið þér margfalt nær, en hin sem aldrei hafði þekkt* heim og himinn minninga þinna. Sorg þeirra, gleði þeirra, lán þeirra eða ógæfa getur orðið þinn fögnuður eða þín óham- ingja, aðeins vegna sameigin- legra minninga ykkar. Þannig er að muna. Og það vekur ræktarsemi, fórnfýsi, trúmennsku, tryggð og vin- áttu. Þú sezt við lindir minn- inganna 'og þær veita þér svöl- un og öryggi. Eða ættum við að gegna glaumyirðum tím- anna og kasta þessari róman- tík minninganna í glatkist- una? Stöndum við þá ekki eftir l£kt og rótslitinn vísir, afskor- in blóm, sem bíða þess eins að visna. Og verður það ekki hlut- skipti þeirrar æsku, sem hirðir ekki um sögu og gjafir geng- inna kynslóða? Verður hún ekki rótlaust rekald í sínu eig- in landi og veit ekki lengur, hvað til síns friðar heyrir, treður á gróanda lífsins, atar sína helgidóma sora og lítils- virðingu, metur að litlu eða engu sína beztu menn? Hins vegar er til það, sem við ættum að geta gleymt. Orð sem hafa brennt sig inn í vit- undina á óhappastund. Athafn ir, sem urðu ósigur og sárs- auki, óvirðing og mistök. Beizkar ásakanir og svívirðing ar, sem erfitt — já ókleift virð ist að fyrirgefa. Lítil gömul helgisögn segir frá konu, sem var lífsþreytt, leið á öllu og beizk í garð allra og alls, bæði Guðs og manna. Maðurinn, sem hún elskaði yfirgaf hana. Synir og dætur. sem hún hafði fórnað öllu sínu í umhyggju og sjáLfsgleymi móðurástar sinnar, fóru burtu skyldu hana eftir einmana, gleymdu henni og gjöfum hennar. Einmana og ögæfusöm, hrygg og beygð lagði hún nú leið sína um „skuggadal dauð- ans“. Þá kom hún að breiðu fljóti. Og við fljótið stóð ferjumaður, sem bauð henni að flytja hana yfir ána. „Viltu ekki drekka af vatninu, áður en þú heldur áfram lengra?“, sagði ferju- maðurinn. „Þetta er elfur gleymskunn ar“ bætti hann við. Augu kon- unnar ljómuðu. „Jú, sannar- lega“, svaraði hún. „Leyf mér að drekka, þá gleymi ég loks- ins hörmum mínum og brostn um vonum“. „En einnig því, að þú haf- ir nokkurn tíma átt vonir“ sagði ferjumaðurinn með á- herzlu. Þú gleymir öllu. „Ég vil gleyma því, að ég hafi nokkurn tíma elskað hann, sem ég hata nú mest“ sagði konan, beizkri röddu, og kraup á kné til að drekka. Og ég vil gleyma mínum vanþakk látu börnum, eins og þau hafa gleymt móður sinni“. „Og þú munt einnig gleyma því, að þú hafir þrýst þeim að brjósti þér. Gleyma draumum þínum og vonum um þau, gleyma að þau séu til. Allar þínar glöðu og góðu minning- ar munu hverfa að eilífu“. Konan hikaði á fljótsbakk- anum. Nú sá hún það, sem henni hafði aldrei áður kom- ið í hug. Svo stóð hún upp og reik- aði að bátnum. „Róðu með mig yfir“ sagði hún. Ég vil ekki drekka af elfi gleymsk- unnar. Ég vil muna og fyrir- gefa. Ég vil taka auðlegð minn inganna með mér, og þakka Guði fyrir þann auð“. Ættum við ekki að læra af þesari helgisögu að gleyma hinu neikvæða, skuggum og myrkri mannlífsins. helga það ljósi fyrirgefningarinnar, en geyma — muna sólskinið og bera það komandi kynslóðum að gjöf? Arelíus Níelsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.