Tíminn - 12.10.1968, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 12. október 1968.
TIMINN
5
Þriggja fyrrverandi
þingmanna minnzt
Við seteiin-gu Aiþingis á fimmtudag mínntist aldursforseti þingsins, Sigurvin Einarsson,
þriggja fyrrverandi aiþingismanna, sem látizt höfðu frá því þingi var slitið 20. apríl sl.
Þessir alhingismenn voru Jónas Jónsson frá Hriflu, Jónas Þorbergsson, útvarpsstjóri, og
Sieurður Kristjánsson, forstjóri. Fara hér á eftir minningarorð aldursforseta, Sigurvins
' Einarssoöar:
Frá þm er síðasta Alþingi var
s'itið Msnin 20. april, hafa failið
Érá þrír fyirverandi alþingis-
menn, og-vil ég ieyfa mér að minn
ast þeirca í nokkrum orðum, áður
en ihorfið verður að lögtaindnum
störfum þessa fundar. Menn þessir
eru Sigurður Kristjánsson, fyrr-
verandi forstjióri, sem lézt 27. maí,
Jónas Þonbergsson, fyrrverandi út
varpsstjóri, sem lézt 6. júní, og
Jónas Jónsson, fyrrverandi ráð-
herra og skólastjóri, sem lézt 19.
júlí. Voru þeir allir 83 ára að
aidri.
Sigurður Kristjánsson var fædd
ur 14. apríl 1885 á Ófeigsstöðum
í Ljósavatnsíhreppi í Suður-Þing-
eyjarsýslu, Foreldrar hams voru
Kristján toóndi þar Árnason bónda
á Kóli í Ljósavatnshreppi Kristj-
Sigurður Kristjánsson
ánssonar og kona hans, Kristán
Ásmundsdóttir bónda í Heiðarseli
og á StJöng í Mývatnssveit Jóns-
sonar. Hann ólst upp í hópi margra
syetkina, sótti unglingaslkóla heima
í héraði og fór tvítugur að aldri í
bændaskóiann á Hólum, en þaðan
lauk hann prófi 1907. Að loknu
búfræðinámi starfaði hann um
skeið hjá Ræktunarfélagi Norður
lands, en réðst síðan tii Búnaðar-
sambands Vestfjarða og var ráðu-
mautur þess sjö ár. Jafnframt því
starfi stundaði hann á vetrum
nám í kennaraSkólanum og lauk
kennaraprófi vorið 1910. Hann
var skólastjóri barnaskólans í Bol
ungavík veturinn 1910—1911,
skólaStjóri iðnskóla á ísafirði
þrjú ár og Wfennari við þarnaskól
ann þar 1915—1930. Á ís>afirði
stofnaði hann blaðið Vesturland
og var ritstjóri þess 1923—1930.
Árið 1930 fluttist hann til Reykja
ví'kur og var ritstjóri ísafoidar og
Varðar 1930—1932 og Heimdailar
1932^-1934. Árið 1934 varð hann
framkvæmdast j óri S jálf stæðis-
flokksins og gengdi því starfi um
skeið, og um langt árabil átti
hann sæti í miðstjórn þess flokks.
Forstjóri Samóbyrgðar íslands á
fiskiskipurn var hann á árunum
1939—1956, en lét þá af störfum
fyrir aldurs sakir.
Sigurður Kristjánsson átti sæti
á Alþingi á árunum 1934—1949,
var þingmaður Revkvíkinga nema
á sumariþinginu 1942, er hann var
landskjörimn þingmaður. Sat hann
á 21 þingi alls. Hann var valinn til
ýmissa annarra fcrúnaðarstarfa, sat
í bæjarstjórn ísafjarðar 1916—
1922, 1924—1927 og 1930—1931.
Var í skattanefnd þar í sex ár og
í fasteignamatsnefnd árið 1930.
Hann átti sæti í milliþinganefnd-
um í sjávarútvegsmálum 1932—
1933 og 1938—1939, og í Þingvalla
nefnd 1937—1942.
Sigurður Kristjánsson hafði á
langri ævi náin kynni af atvinnu-
vegum þjóðarinnar og margs kon
ar þjóðmálum. Hann ólst upp við
landibúnaðarstörf, nam búfræði og
leiðbeindi um ræktun lands fram-
an af ævi sinni, á miðjum aldri
sinnti hann um langt skeið
fræðslu barna og unglimga og síð-
asta hluta starfsævi sinnar fjall-
aði hanm mikið um sjávarútvegs-
mál. Á því skeiði ævinnar var
hann lenigi alþingismaður og lét
sjávarútvegSmál mest til sín taka
á Alþingi.
Sigurður Kristjánsson naut vin
sælda í kennarastarfi. í blaða-
mennsku og annars staðar á vett-
vangi stjórnimála var hann harð-
skeyttur baráttumaður, stefnufast
ur og hreinskilinn, rifcfær vel og
djarfur í sókn og vörn. Hanm naut
mikils trausts miéðal samiherja
sinna í stjiórnmólum, en átti einn
ig við harða mótstöðu að etja á
því sviði, svo sem títt er urn slíka
málafylgjumienn. En þrátt fyrir
snarpar sennur við andsæðinga
sína í stjórnmóium um stefnumál
deildi hann geði við þá aif ljúf-
mennsku uim önnur málefni og
átti meðal þeirra trausta vini.
f
Jónas ÞorbergsSon var fæddur
22. janúar 1885 á Helgastöðum í
Reykjadal í Suður-Þingeyj arsýsiu-
Foreldrar hans voru Þorbergur
bóndi þar Hallgrímsson bónda í
Hrauinkoti í Aðaldælaihreppi Þor-
grímssonar og kona hans Þóra
Hálfdanardóttir, síðast bónda á
Öndólfsstöðum, Björnssonar.
Haustið 1906 hóf hann nám í
gagmfræðaskólanum á Akureyri
Jónas Þorbergsson
og lauk þaðan gagnfræðaprófi
vorið 1909. Að námi loknu var
hann einn vetur barnakennari í
Reykjadai, en fór til Kanada sum
arið 1910. Þar dvaldist hann sex
ár og stundaði margs konar störf.
Etftir ’heimikomuna frá Kapada var
hann um skeið við búskap á Arn-
arvatni, en fluttist til Akureyrar
1920 og varð ritstjóri Dags. Á ár-
inu 1927 fluttist hann til Reykja-
víkur og tók við ritstjórn Tímans.
Um áramiótin 1929—1930 lét hann
af því starfi, er hann varð for-
stöðumaður nýstofnaðs ríkisút-
varps og var hann sáðan útvarps-
stjóri fram á árið 1953. Hann átti
sæti á Alþingi 1931—1933 var
hann þingmaður Dalamanna og
sat á þremur þingum. í milliþinga
nefnd í kirkjumálum var hann
1929—1930.
Jónas Þorbergsson ólst upp við
þröngan efnahag, var þjáður af
berklaveiki á æisku- og ungliings-
árum og varð að sjá á bak nánum
ættingjum og ástvinum, sem berkl
ar urðu að aldurtila. Síðar á ár-
um var hann ötull forvígismaður
og féiagi í samtökum þeirra
manna, sem háðu langa og.sigur-
sæla baráttu til að vinna bug á
hinum skæða sjúkdómi. Hann átti
ekki kost iengrar skólagöngu, en
varð fjölmenntaður, og vesturför-
in mun hafa reynzt honum þroska-
vænleg. Hann var snjali blaða-
maður á tímum mikilla átaka og
hörku í ísienzkum stjórnmáium.
Kálffimmtugum var bonum faiin
florstaða nýrrar stoifnunar í þjóð-
iífinu, boðberi menningar og
sfcemmtunar um land allt. M?un
óhœtt að segja, að hann hafi unn-
ið það brautryðjandastarf af ai-
hug og tekizt vei að móta starf-
semi s'tofnunarinnar.
Jónas Þorbergsson var tæplega
sjötuigur að aidri, er hann lét af
starfi útvarpsistjóra, en starfsþrek
entist honum fram undir bana-
dægur. Á ritstjórnarárum sínum
varð hann kunnur að sniildartök-
um á rituðu miáii, og síðuistu ævi-
árin var hann afkastamikiil rit-
böfuindur, sámdi meðal annars
æviminningar sínar og ritaði um
mikið hugðarefni sitt, sálarrann-
sóknir og líf að loknu þessu.
f
Jón-as Jónsson var fæddur 1.
maí 1885 í Hriflu í Ljósavatns-
hreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. For
eldrar hans voru Jón bóndi þar
Kristjánsson bónda í Sýrnesi í Að-
aldal Jónssonar. Hann lauk gagn-
fræðaprófi á Akureyri vorið 1905,
var kennari við unglingaskóla i
Ljósavatnshreppi veturinn 1905—
1906 og stundaði síðan framhalds-
niám erlendis á árunum 1906—
1909, var í lýðháskólanum í Askov
í Kaupmannahöfn, Berlín, Oxford
London og París. Að námsferðum
þessum loknum varð hann kenn-
ari við kennaraskólann og gegndi
því starfi árin 1909—1918. Hann
átti frumkvæði að stoifnun Sam-
vinnuskóla'ns ádð 1918 og varð þá
Jónas Jónsson
skólastjóri hans og það starf hafði
hann með höndum fram á árið
1956, að undanskildum árunum
1927—1931, er hann gegndi ráð-
herrastörfum.
Jónas Jónsson átti sæti á Al-
þingi á árunum 1922—1949, var
fyrst landskjörinu þingmaður, síð
an þingmaður Suður-Þingeyinga.
Alls sat hann á 34 þingum. Hann
var dómis- og menntamiálaTáðlherra
árin 1927—1931, að undanteknum
fjórum mánuðum á árinu 1931,
eftir að þing hafði verið rofið og
meðan efnt var til alþingiskosn-
inga. Hann var kosinn í miiliþinga
nefnd um bankamál 1925, átti
sæti í dansk-íslenzkri ráðgjafar-
netfnd 1926—1939, í alþingishátíð-
arnefnd 1926—1930, — í Þingvalla
nefnd 1928—1946, í menntamála-
ráði 1934—1946, í orðunefnd 1935
—1944, og hann átti lengi sæti í
bankaráði Landsbankans. Hann
var formaður Framsóknarflokks-
ins 1934—1944. Ritstjóri Skinfaxa
tímarits uinigmennafélaganna, var
hann 1911—1917, ritstjóri Tíma-
ritá samvinnutfélaganna 1917—
1926, Samvinnunnar 1926—1927 og
1931—1946 og Ófeigs 1944—1956.
Jónas Jónsson ólst upp í héraði
þar sem menningarvakning og
meniningarstraumar, innlendir og
erlendir, áttu sér greiðan farveg
á unglingsárum hams. Hann var í
þeim efnum vel að heiman búinn,
er hann fór til náms, fyrst innan
landis, síðain erlendis. Hann var
gæddur miklum námsgáfum, at-
hugull og minn-ugur, og honum
nýttist vel til menntunar frekar
stuttur námsferill. Hann bjó sig
undir kennslu og uppeldisstörf og
kennsla og skólastjórn var aðal-
starf hans lengst ævinnar. Hann
var frábær kennari, og honum var
alla tíð lagið að umgangast ungt
fólk og miðla því af þekkingu
sinni og lífsreynslu. Við heimkom
una gerðist hann þátttakandi í
ungmennafélagshreyfingunni sem
var þá ung að árum, en átti miklu
fylgi að fagna, og hann varð brátt
ritstjóri málgagns hennar, Skin-
faxa, Samvinnuihreyfin'gunni
kynntist hann á uppvaxtanárum
sinum, tók ástfóstri við hana, varð
ritstjóri tímarits hennar og skóia-
stjóri á hennar vegum rúmlega
þrítugur og vann að eflingu henn
ar á þeim vettvangi það ævistarf,
sem lengi mun minnzt verða.
Merkasti og kunnasti þáttur í
ævistarfi Jónasar Jónssonar frá
Framhald á bls. 15.
A VlÐAVANGI
Skuldaaukning 150%
„Fyrir síðustu alþingiskosn-
kepptust ráðherrarnir við að
lýsa efnahagsmálum þjóðar-
innar og atvinnumálum, sem
einum þeim fullkomnustu í
vestrænum löndum. Ný og al-
hliða „viði'cisnarstefna“ undir
forystu vitra manna hefði kom-
ið á fót digrum gjaldeyrisvara-
sjóði, sem gæti jafnað skakka-
föll ef einhver yrðu, atvinnu-
vegirnir væru á svo traustum
grunni, að vart myndi nokkuð
getað raskað honum, verðgildi
krónunnar væri tryggara og
verðbólga minni en nokkur
hefði getað búizt við ef meðal-
menn hefðu stjóruað landinu.
AnnaS hljóð nú
Nú keppapt ráðherrarnir
hins vegar við að lýsa efna-
hags- og atvinnumálum svo, að
um neyðarástand sé að ræða og
fátt til bjargar. Þó hefur afli
verið sæmilegur, en þó minni
tvö ^íðustu ár en þegar hann
var mestur og verð sjávaraf-
urða á erlendum mörkuðum er
nú hærra en nokkru sinni áður
í sögu þjóðarinnar, að árunum
1964—1966 einum undanskild-
um. Samt er komið neyðar-
ástand, segja ráðherrarnir og
er glöggt að hafa vitnisburð
þeirra sjálfra um það.
Viðskiptahallinn
Viðskiptajöfnuðurinn vfð út-
lönd er geigvænlegur á þessu
ári. Þar erum við komnir í
blindgötu. Gjaldeyrisvarasjóður
fyrirfinnst enginn. En skuldir
íslendinga erlendis hafa á tíma
bilinu 1958—1968 aukizt um
150%, að frádreguum innstæð-
um. Hinn trausti grunnur at-
vinnuveganna er brostinn og
má segja, að allir atvinnuvegir
landsmanna séu í miklum
þrengingum og einstökum fyr-
irtækjum, sem lokað er vegna
erfiðleikanna, fer mjög fjölg-
andi. Vel stóð stjórnin á verð-
inum að lialda uppi verðgildi
hinnar íslenzku krónu! Má m.a.
marka það af því, að fyrir átta
árum var hver bandaríkjadoll-
ari skráður á kr. 16.32 en nú
á kr. 57.00.
Uppgjör þrotabús
Ríkisstjórnin hefur í haust
hagað sér eins og til stæði
uppgjör þrotabús á þjóðarbú-
inu. Hún lýsti yfir neyðar
ástandi, lagði 20% aðflutnings-
gjald á allar innfluttar vörur
og bað stjórnarandstöðuna um
viðtal um hörmungar efnahagB-
mála og að leita með sér að
úrræðum. Þegar þær umræð-
ur hdfust höfðu stjórnarflokk-
arnir ekkcrt í höndum um efna
hagsástandið, engar tillögur
fram að færa og virðast ekki
enn í dag vita, hvað þeir sjálf-
ir vilja. Þeir hafa ekki einu
sinni sinnu á því að standa upp
svo þjóðin geti valið sér aðra
forystu."
Haukur Davíðsson hdl.
iögfræðiskrifstofa
NeðstutröS 4, Kópavogi
Sími 42700.