Tíminn - 12.10.1968, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 12. öktóber 1968.
Wolfang Pintzka og Manfred
Grund séu illu heilli trúrri boð-
skap Brechts heldur cn innra list-
gildi verksins sjálfs. í beinu fram
íialdi af fyi-ri tilvitnuninni segja
þeir: Breoht krafðist þess, að
hlutverk Matta yrði þannig skip-
að að rétt jafnvægi næðist á milli
aðalpersónanna“. Með öðrutn orð-
um, að hinir andlegu yfirburðir
heyrðu Matta til. Og (Sic!) „Slá
sem fer méð hlutverk Púntila,
verður að gæta þess í þeim atr-
iðum, sem Púntila er undir áhrif-
um víns, að áhorfendui' hrífist
ekki svo af fjöri hans og sjarma,
að þeir glati frjálsræðinu til að
gagnrýna hann.“
Það er ekkert áhlaupaverk aö
ná slíku jafnvægi, einkum þegar
þess er gætt, að aðalpersónurnar
t\'ær eru eins og dagur og nótt
svo misjafnlega eru þær gerðar
af höfumdi, önnur hvimleitt stumd
arfyrirbæri, hin eilífðarvera á
heimsbökmenntalegan mæli-
kvarða. Þessar kröfur Brechts
stangast illþyrmilega á hugmynd-
ir hans urn frjálsa skoðanamynd
un sýningargesta og gagnrýni.
Mér er spurn hvernig þeir eiga
að hugsa heila hugsun til enda
eða draga lærdóm af þeirri lexíu,
sem á sviðinu er flutt, ef þeir
verða einl'ægt að luta andlcgii
harðstjórn og kúgun áróðurssinn
aðs skálds.
Enn skal vakm athygli á eftir-
farandi atlhugasemduim Þjóóverj-
anna í leikskránni: „Nú um stund
ir, þegar hvarvetna í heiminum
er' verið að ieitast við að binda
enda á arðrám manns á manni,
gildir þvi þefcta um Púntila-upp-
færslor: að sýna hve úreltir, hve
fárántegir, en eimnig hve villi-
maonstegir þessir Púntilar eru,
og a@ nauðsynlegt sé að losa sig
v*ð þá hvar sem þeir fyrirfinn-
ast.
SviSsetningin ætli því að grund
vaHast á satíru, bifcru og hlífðar-
fensu báði, þá tiltrú á framgang
Écamfana í heiminum, „að einn
góðan veðurdag verði ekki fleiri
Púmtílar á ve,gi manns.“ Mikil er
barnatrú ykkar og bjartsýni, bræð
sr. Arðúán manns á manni verð-
ur ekki afnumið mcð pennastrik-
inu einu saman. Mannlegt eðli
mætti mikið breytast á skömm-
um táma, ef á það ætti að binda
skjótan enda. Arðrán hefur fylgt
mannkyninu frá alda öðli og fylg-
ir enn, og þekkist meira að segja
í marxískri mynd, þótt furðulegt
megi heita. Að leikskrá Þjóðleik-
fiússins skuli vera orðin vettvang-
ur fyrir svona róttækar skoðanir
hlýtur að telijast skemmtileg ný-
brcytni hér norður í andlegu
kreppunni.
Þegar öllu er á botninn hvolft
þá er það Púntíla, sem stendur
með pálmann í höndunum og
mun það vera þvert ofan í ætl-
un höfundar. Lærifaðirinn Breclit
hefur ekki í fullu tré við leik-
skáldið Brecht. Það er ekki í
fyrsta sinn, sem leikpersóna tek-
ur fram fyrir hendurnar á höf-
undi sínum og segir honum fyrir
verkum. Sannleikurinn er sá,
að fullsköpuð leikpersóna verður
ekki bundin á bás né gerð að
andlausri málpípu höfundar. Hún
liggur ekki í læðingi heldur brýt-
ur hún af sér hlekki og kærir sig
kollótta um kennisetningar og
þjóðfélagslegan boðskap. Hún er
manneskja svo orðalag Brechts sé
notað.
Púntila er efnaður bóndi og öl-
kær. Hann er barmafullur af
mannkærleika og góðvild, lífsfjöri
og galsa, þegar hann er undir á-
hrifum, en ósvífin og andstyggð-
in, níz’kan og harkan sjálf, þegar
hann er ailsgáður. Svo er guði
fyrir að þakka að skammt er
drykkjulotanna á milli og er það
í sjálfu sér ekki svo lítið gleði-
efni fyrir hjúin á Púntila.
f viðtali sem var nýlega í rík-
isútvarpinu í tilefni af frumsýn-
TIMINN
ingunni var Róbert Arnfinnsson
m.a. spurður hvort Púntila hefði
ekki verið erfiður viðureígnar.
Ekki neitaði leikarinn því, en
bætti síðan við, að sér vœri ó-
hætt að fuillyrða, að þeir Púntila
væru orðnir „dús“. Hafi hann lög
að mæla hefur hann ekki þar
með brotið helgasta boð.orð i
Brechts-biblíu? Er það ekki höfuð-
synd að gera sér hlutverk sitt
innlíft? Hvar er hú öll þessi
brýna frálifun? (Verfremdung —
Dómarinn, Rúrik Haraldsson er
slíkt afbragð að óþarft er að fara
út í einstök atriði því til frek-
ari skýringar. Þótt dómari þessi
sé hvonki kernpa né stéttarsómi,
þá er hann engu að síður metfé
á sinn skringilega hátt. Sög'ur
hans eru að sama skapi skemmti-
legar og fyndnar sem finnsku
dæmisögur Kúrgela-kvennanna
eru óskemmtilegar og utangátta-
legar. Vcl á minnzt ólíkt skemmti
lcgri og snjallari eru Kúrgela-
Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjelefc
frálifun, andstætt innlifun). Sé
um mistök éða mistúlkun hjá
Róbert að ræða, þá verða þessi
dýrlegu mistök hans scint ofþökk-
uð .Siíkt hefur hent bézta fólk,
meira segja Helenu Weigel sjálfa
í Courage gömlu.
Þótt fjöldi hástigslýsingarorða
fljúgi nianni í hug vegna frábærr-
ar frammistöðu aðallei.kandans,
þá ætla ég samt sem áður að
láta eftirfarandi ummæli nægja:
Púntila gæti ekki verið bctur borg
ið en í höndum Róberts Arn-
finnssonar.
Erlingur Gíslason skortir ein-
urð og skýrleika í leik sinn. Um
eitt mikilvœgt atriði er honum
einkum áfátt, þ.e. skýra framsögn
og hnitmiðaða. Þumbarahátt
Matta og bókstafstrú lætur hon-
um betur að túlka. Hlutverkið
veitir lítið svigrúm til stórra til-
þrifa og geldur Erlingur þess ó-
hjákvæmlega Bezt tekst leikaran
umi upp undir lokin, þegar Matti
snýr baki við Púntila.
Kristbjörg Kjeld leikur á als
oddi í hlutverki Evu, dóttur Pún-
tila. Leikkonan hefu: valið þann
kostinn að leika þetta dekurbarn
í lífsglöðum og einföldum anda,
og er það áreiðanlega farsælasti
leikmátinn. Evu kippir sannarlega
í kynið Hún geislar bókstaflega
af lífsorku og lífsgleði Hvort
heldur Kristbjörg sýnir barna-
skap Evu eða stolt, frygðarlæti
eða viðvaningsbrag í ástanválum,
þá gerir hún ailt jafn vel.
piparmeyjarnar .þegar þær kynna
sig fyrir sýningargestum og rekja
sinn fábrotna æviferil. Þar nýtur
hin nýja tækni Brechts, ef nýja
skyldi kalla, sín til fulls. Nína
iSveinsdóttir Þóra Friðriksdóttir
Sigríður Þorvaldsdóttir og Guð-
björg Þorbjarnardóttir voru hver
annarri betri í trúlofunaratrið-
inu kostulega.
Að mínu viti eru þær Bríet
Héðinsdóttir og Brynja Benedikts
dóttir trúastar listkenningum Br&
ehts og komast næst því að sýna
leikpersónur hans umbúða- og
samúðarláust. Þetta er ekki sagt
þeim til hnjóðs, öðru nær, enda
mun það ekki vera á' margra
færi að tileinka sér þau vanda-
sömu vinnubrögð sem bezt hæfa
„brecihsuim" leikvenjum.
Ekki bregzt Bessa Bjarnasyni
bogaiistin frekar en fyrri daginn.
Sprenghiægilegur út í fingur-
góma. Ekki sópar minna að Her-
dísi Þorvaldsdóttur í litlu hlut-
verki. Furðulegt má heita hversu
sjaldan þessi ágætisleikkona sést
á íjölum Þióðleikhússins, Nýting
starfskrafta Þjóðleikhússins er
saga út af fyrir sig, sem ekki
verður rakin hér. Fleiri leikarar
verða ekki nefndir i þetta skipti,
enda er bessi upptalning þegar
orðin ærið löng.
Þorstemn Þorsteinsson hefur
þýtt leikritið á kjarngott mál og
óaðfinnanlegt. Þeir Þorgeir Þar-
geirsson og Guðmundur Sigurðs-
son íslenzk'iiðu „pról'&gus“ söngva
og lokaorð. Leiktjöld og búninga-
teikningar Manfreds Grunds eru
vandvirknislega og smekklega
gerðar. Hversu heillegan svip
eðlilegan stígandi og ferskan blæ
sýningin á Púntila bónda og
Matta vinnumanni hefur, er ef-
laust mest að þakka prýðilegri
leikstjórn WoMgangs Pintzka.
Ljót eyða yrði i bókmennta-
sögu 20. aidar, ef Bretolts Brecihts
væri ekki getið þar, svo miklir
og margslungnir eru hæfileikar
hans svo óþrjótandi er hug-
kvæmni hans, svo frumleg er hugs
un hans, svo dýrlegur er skáld-
skapur hans í einu orði sagt.
OKUMENN!
Látið stilla í tíma.
Hjólastillingar
Mótorstillingar
Ljósastillingar
Fljót og örugg þjónusta.
BÍLASKOÐUN
& STILLING
Skúlagötu 32
Sími 13-100
Vörubílar -
Þungavinniivélar
Höfum mikjð úrval aí vöru
bílum og óðrum þunga-
vinnutækjum Látið okkur
s.iá um söluna
Bíla- og búvélasalan
v/Miklatorg
Sírni 23136. heima 24109
Laugaveg 38
Skólav.st. 13
Mjög vandaðir og fallegir
undirkjólar með áföstum
brjóstahöldurum
Verð frá kr. 290.—
PÓSTSENDUM
Þótt Púntila bónda og Matta
vinnumanni verði tæplega skinað
í flokk með öndvegisverkum Bre-
chts eins og t.d. Courage gömlu
Túskildin.gsóperunni, Kákasíska
krítanhringnum, Galileó og Góðu-
sálinni frá Sezuan svo nokkur séu
nefnd þá er hann samt sem áður
ósvikin skemmtanaleikur, sem hef
ur þann kost íram yiir morg
'önnur leikrit að eiga einni ó-
gleymanlegustu leikpersónu í bók
menntum þessarar aldar á
að skipa og á ég þár vitaskuld
við Púntila bónda. Að lokum óska
ég honum langra lífdaga á leik-
sviði Þjóðleikhússins.
Halldór Þorsteinsson.
Sjónvarpstækin skila
afburða hljóm og mynd
FESTIVAL SEKSJON
Þetta nýja Radionette-sjón-
varpstæki fæst einnig meS
FM-útvarpsbylgju. — Ákaf-
lega næmt. — Með öryggis-
læsingu.
ÁRS ÁBYRGÐ
Radionetíe-verzlunin
Aðalstræti 18, sími 16995.
Hemlaviðgerðir
Rennum bremsuskálar. —
slípum bremsudælur.
Límum á bremsuborða og
aðrar almennar viðgerðir
HEMLASTILLING H.F.
Súðarvogi 14 Sími 30135
FASTEIGNAVAL
Skólavörðustíg 3 A II. hæS
Sölusími 22911
SELJENDUR
Látið okkur annast sölu á fast-
eignum yðar. Áherzla lögð
á góða fyrirgreiðislu. Vinsamleg
ast hafið samband við Skrif-
stofu vora er þér ætlið að
selja eða kaupa fasteignir sem
ávallt eru fyrir hendi í miklu
úrva'li hjá okkur.
JÓN ARASON, HDL.
Fasteignasala - MálHutningur