Tíminn - 12.10.1968, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.10.1968, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 12. október 1968. TÍMINN Þjóðleikhúsið: Púntila bóndi og Matti vinnumaður eftir Bertolt Brecht - tónlist Paul Desseau - aðalþýðandi Þorst. Þorsteinsson - Leiktjöld Manfred Grund - Leikstjóri Wolfang Pintzka Róbert Arnfinnsson og Brfet HéSinsdóttir f hlutverkum sinum. Bertolt Brecht skilur hlutverk leikskálda nýjum skilningi. Ekki finnur hann til í straumum sam- tímans, þótt hann láti berast með þeim. Tilfinningar sínar bælir hann vægðarlaust niður, enda er það honum kappsmál að láta skynsemi ráða viðhorfum manna og gjörðum. Verk hans endur- spegla samtímann í skæru ljósi, vekja forvitni, þvinga menn til að hugsa og mynda sér skoðanir hvort sem þeim er þáð ljúft eða leitt. Stéttabarátta og lífskjör lít- ilmagnans lætur hann stöðugt til HLAÐ RUM Hlaltrúm henta allstaHar: t bamaher* bergiS, vnglingaherbergUl, hjónaher- bergið, nmarbústaBinn, veiBihúsiB, bamaheimili, heimavlstarskóla, hótel. Helztu koatir hlaðrúnumna rru: ■ Rúmin mi nota eitt og eitt lér eða hlaða þeim upp i tvaer etfa þijir habSir. ■ Hzgt er aS fá aukalega: Náttborð, stiga eða hliðarborð. M ImuuUnál rúmanna er 73x184 «m. ftíjp er að fá rúmin með baðmull- ar og gúmmldýnum eða án dýna. ■ Rútnin hafa þrefalt notagildi þ. e. kojur.'eimtaUingtrúmoghjónarúm. ■ Rúmin eru úr tekki eða úr brénni (brennirúmin eru minni ogódýrari). ■ Rúmin eru öll l pðrtum og tekur aðeins um tvsr mlnútnr að setja þau Bman eða taka i sundur. HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVtKÚR BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940 sín taka. Róttæk söguskoðum er hafin, gömul vandamál og ný til mergjar brotin, skurðgoðum vana þankans varpað af stalli úreltum hugmyndum kollvarpað og bylt- ing boðuð: Boðberi marxismans kveður sér hljoðs. Nú væri kannski ekki úr vegi að vitna í Brecht sjálfan og smá- kynnast listkenningum hans. Á einum stað segir hann t.d.: „Lít- um inn í leiksal og sjáum hvern- ir leiklist orkar á sýningargesti. Allt í kringum okkur eru hreyf- ingarlausar skuggaverur í annar- legu ástandi. Þessir áhorfendur virðast ýmist taka á af öllum kröftum eða vera að lognast út af. Engin orðaskipti eiga sér stað þeirra á meðal Það er engu lík- ara en hér sé samain kominn hóp- ur sofandi fólks, sem dreymir illa .... Það horfir ekki, það étur með augunum. Það hlustar ekki, það gleypir orðin með eyr- unum. Það ætti þó að vera á- nægjulegt að horfa og hlusta við slíkt tækifæri, en þessu fólki virð ist vera hlíft við allri áreynslu og haft að leiksoppum án þess að hafa hugboð um það.“ Menn hrifast á leiksýningum, þar sem þeir eru sljóir og atkvæða lausir þiggjendur. Brecht vill aft- ur á móti frelsa þá og hvetja til að nota dómgreind sína ó- spart og hann eggjar þá sannar- lega lögeggjan. Samkvæmt forn- um fræðum standa menn einir og óstuddir andspænis örlögum sínum. Brecht er á annarri skoð- un. Hann vill heldur að þeir horf- ist í augu við sögu mannkyns og þróun. Á vorum vísindatímum ber öllum leikhúsmönnum, hváða nafni sem þeir nefnast, að beita vísindalegum aðferðum og tækni. Leiklist á að vera þjóðmálalist, grundvölluð af félagslegri gagn- rýni, sem stuðlar að frjálsri skoð- anamyndun og virkri þátttöku og gerir mjönnum kleift að dieila sj'áifistætt á það, sem gerist á leik- sviði. Lærdómurinn liggur þar ekki á lausu. Það er áhorfend- ans að draga lærdóm af sjónleik, meta hann og vega eftir eigin vitund. Til þess að það megi takast, er fjarlægð eða fráhvarf nauðsyn leg: Höfundur þarf að vera í hæfi legri fjarlægð frá þeim veruleika sem verk hans grundvallast á, leikendur í hæfilegri fjarlægð frá þeim persónum, sem þeir leika og áhorfendur í hæfilegri fjarlæg frá þeim leik, sem sýndur er á sviðinu .Blátt bann er ekki að- eins lagt við innlifun leikenda, ■ heldur líka við sefjun áhorfenda | og dáleiðslu. Hljóti leikari til að nynda þann dóm, að hann hafi ekki leikið Hamlet. heldur verið íHamlet, þá bemdir allt til þess, að honum hafi orðið á skelfilegt glappaskot og nálgast slík um- mæli áfellisdóm eða -jafnvel níð li ljósi þeirra kenninga, sem Brecht boðar. Leikarans er ekki að' holdgast og „sálast" (notað hér í tvöfaldri merkingu, bæði nýrri og gamalli) í leikpersónu, í\ /1/^JSvl —i SKARTGRIPIR i t Modelskartgripur er gjöf sem ekkj gleymist. — • SIGMAR OG PÁLMI • í Hverfisgötu 16 a. Simi 21855 og Laugaveg 70. Simi 24910 heldur að sýna hana umbúðalaust og segja á henni kost og löst. Enginn sannur Breehtsinni mundi því leyfa sér þá ósvinnu, að leika ; sér að tilfinningum þeirra hrekk lausu sálna, sem í leiksalnum sitja, hleypa þeim í geðshræringu, svæfa þar með dómgreind og slæva hugsun. Forðast skal sem heitan eldinn að falla í stafi og gleyma sér. Sjónleikur verðux því áðeins réttilega metinn og skilinn, að tilfinninga- og hluttekningarlaust sé á hann horft og skynsemin ein fái að starfa köld og óröskuð. ! Skynsemisvera gerir sér ekki áð- eins ljósa grein fyrir „örlögum" leikpersóna, heldur líka sínum e’gin. Örlög okkar, ef örlög skyldu kallast, verða ekki rakin til guðs almáttugs, þaðan af síður verða þau skýrð með háspekilegum út- listunum né sálfræðilegum glós- um. Af hvers konar toga eru þau þá spunnin? Því er fljótsvarað, af þjóðfélagslegum og sögulegum toga, sú er að minnsta kosti skoð- un Brechts. Þau eru nátengd I þjóðfélagsskipan og sögulegri þró un mannkyns. Örlög okkar eru því ekki yfirnáttúruleg og óáþreif anleg fyrirbæri, heldur áþreifan- leg vandamál, sem má leysa með ýmsum róttækum meðulum eins og t.d. þ j óðf élagsbreytingu, ef annað bregzt. Séu sjónarmið Brechts annars vegar og Aristótelesar hins veg- ar borin saman, þá kemur undir eins í ljós, hversu ólík og önd- verð þau eru Forngrikkinn ger- ir ráð fyrir, að viðureign manna við örlög sín séu eilíf og óum- breytileg. Á þeim gamla og trausta grunni hafa harmleikir hvílt frá fornu fari Það er þeirra kjarni og styrkur. Brecht lætur sér hins vegar ekki nægja að gera róttæka formbyltingu, held- ur ræðst hann líka á kjarnann sjálfan og klýfur hann. í stað harmleikja skulu koma „epísk“ verk. Brecht afneitar örlögunum. Hann leggur allt kapp á að leiða sannleikann í ljós. bjóða blekk- rngum ðyrginn og skirrist ekki við að skera upp herör gegn þeim öflum. sem hann telur kúga aðra og arðræna .Auðvaldi og pótintátum þess eru ekki vand- aðar kveðjurnar. Enda þótt Brecht hafi haldið þeirri skoðun eindregið og óspart á loft, að vinnubrögð hans og leikstjórnarhættir séu þeir einu, sem fullnægi vísindakröfum nú- tímans og henti framsýnum bylt- ingarskáldum, sem vilja flest gam alt og gróið feigt, þá stendur hann þrátt fyrir það í þakkar- i skuld við ýmis leikskáld fyrri alda. Hann vílar t.d. ekki fyrir 1 sér að beita sömu brögðum og starfsbræður hans gerðu endur fyrir löngu austur í Indlandi, Kína og Japan. Starfsaðferðir og tækni leikhúsmanna þeirra, sem voru uppi á dögum Elísabetar I. hafa líka reynzt honum frjó fyrir- mynd. Sitt hvað hefur hann líka sótt til trúða og annarra skrípa- leikara, sem leika listir sínar í fjölleikahúsum eða í almennum skemmtigörðum. Svo notar hann „kór“ á svipaðan hátt og Grikk- ir gerðu forðum og svona mætti lengi telja. Brecht virðist þvi ekki hafa verið við eina smiðjuna bund inn, ef svo má að orði kveða. Eftir því að dæma er bylting hans og „kjarinaklofning“ ekki jafn- algjör og hann sjálfur vlll vera láta. í leikskránni rita þeir félagar, Wolfang Pinízka og Manfred Grund athugasemdir í tilefm af sviðsetningu í R-vík 1968. Þar stendur m.a.o.: „Við höfum lagt sérstaka áherzlu á framsetningu þeirra atriða, þar sem Matti ræð ur gangi mála. Til dæmis í eld- húsi-nu, á búgarðinum og eins er dömurnar frá Kúrgela koma í heimsókn til Púntila, eða þegar Eva gengst undir hjúskaparpróf- ið og einnig í Saunabaðinu.“ En þrátt fyrir þráláta viðleitni og fagran ásetning Þjóðverjanna, þá virðist sú sérstaka áherzla þeirra missa víðast hvar marks. Ef frá eru talin nokkur vel valin orð, þá er Matti vinnumaður jafnflat- ur og fjalirnar. sem hann hefur undir fótunum. Sannleikurinn er sá, að Brecht tekst sjaldnast að gera aðal málpípur sínar mann- eskjulegar né ljá þeim persónu- töfra Heldur eru þeir nú ó- skemmtiiegir og ófélegir bessir fulltrúar dyggðar’inar og réttra þjóðfélagshátta, þegar til lengri kynna kemur Mér segir svo hug- ur um, að þeir tvímenniingar,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.