Tíminn - 12.10.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.10.1968, Blaðsíða 14
•Wjr«"""!-r ---- TIMINN TRÚLOFUNARHRINGAR — afgreiddir samdægurs Sendum um allt land. H A L L D Ó R Skólavörðustig 2 TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu. GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. OBIJNADARBANKINN er banki fólksins Veglegar gjafir til Hallgrímskirkju Nú er svo komið að hin íslenzka þjóð er farin að sjá veru- leg verksummerki þess, að minn- ingarkirkja Hallgríms Pétursson- ar sé að rísa á Skólavörðu'hæð. Senn er fulllokið byggingu turns ins, sem með tíð og tíma verð- ur talið veglegasta helgitákn höf- uðstaðarins, hion ljósprýddi kross o>far öllu öðru. Sá viti mun eiga eftir að vísa mörgum far- manninum leið inn á höfnina á hina réttu lífsins leið. Margar rausnarlegar gjafir halda áfram að berast, t.d. hefur Ólaf- ur Árnason á Hrafnistu fært kirkj unni kr. 10.00000 gjöf Aðrir sem nýlega hafa sýnt góðvild til kirkjunnar eru þessir: SÞ. af kr. 2000.00, N.N. kr. 200.00, Þorv. Bj. fcr. 200.00, Ó. Sigurðsson for- stj. kr. 500.00 þakklát kona kr. 1000.00 velunnari „K. R.“ kr 100.00, H.G. kr. 500.00. Samtals kr. 14.500.00. Öllum þessum gefendum þakka ég af heilum huga fyrir þá rækt arsemi, sem þeir vilja sýna minn- ingu sálmaskáldsins Það er fag- ur siður að láta góð málefni njóta þess, þegar forsjónin gefur gjaf- ir eða happ fellur í hlut. Og oft láta þeir, sem færa Hallgríms- kirkju gjafir, orð falla, sem bera vott um þakklæti sitt fyrir heyrð ar bænir eða uppfylltar óskir. Jakob Jónsson. OLYMPÍULEIKAR Framhaíd af bls 13. hávegum höfð. Framfarir i íþrótt um eru örar. Við' megum eiga von á fréttum af Olympíumetum og heimsmietum frá Mexíkó. Sjálf keppnin hefst ekki fyrr en á morgun (sijá annars staðar á síð unni), og birtast því fyrstu fréttir í blaðinu eftir helgina. Vegna tímamismunar verður erfitt fyrir morgunblöðin að birta fréttir af kepprii næsta dag á undian, því að ÞAKKARÁVÖRP Hugheilar þakkir til allra er glöddu mig á áttræðis- afmæli mínu. Kristján Jóhannesson, Háteigi, Patreksfirði. Hjartans þakkir sendi ég ættingjum og vinum fjær og nær, sem með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum sýndu mér vináttu og gerðu mér áttræðisafmælisdaginn 5. október sl. ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Sigurður Kristjánsson, Hrísdal Fa5ir okkar Hálfdán Halldórsson, fyrrum verzlunarmaður í Viðey, lézt að Sólvangi hinn 10. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Sveinn B. Hálfdánarson, Örlygur Hálfdánarson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hjörleifur M. Jónsson, bifreiðastjóri, Efstasundi 56, sem lézt 6. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánu- daginn 14. þ.m. og hefst athöfnln kl. 13,30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra. Vegna vandamanna, Jón Ó. Hjörleifsson. [keppni verður oft ekki lokið fyrr ! en um og eftir miðnætti að ísl. tíma. — alf. IÐNÞING Framhalri af bls 3 víik, og Bijörgivin Frederiksen, for stjóra, Reykjavík. Að því loknu sleit forseti þings ins, Eyþór Þórðarson, formaður Iðnaðarmannafélags Suðurnesja iðnþinginu. Að loknum þingslitum var þing fulltrúum boðið að skoða Glugga verksmiðjuna Ramma hf í Ytri- Njarðvík. MAGNÚS Á. Framhaid af bls. 3 Aðsókn að fyrri hluta sýning- ar Magnúsar var góð og seldust um þriðjungur myndanna. Myndirnar sem verða til» sýn- is næsta hálfan mánuðinn í Hlið- skjálf eru fl'estar gerðar á þessu ári, en verð þeirra er frá 3300 kr. upp í 25 þús. Myndirnar fást méð beztu kjörum og fara afborg unarskilmálar eftir samkomulagi. Sýningin er opin frá því kl. 2—10 daglega en henni lýkur 24 október. HLJÓMLEIKAR Framhald af bls. 3. mesta tónverkið að frátöldum ballettinum eru 3 sönglög við kvæði eftir Jón Óskar, eftir Atla Heimi Sveinsson. Auk strengja, blásturs og slaghljóðfæra, koma fram fjórir pianoleikarar í þessu verki, þau Gísli Magnússon, Guð- rún Kristinsdóttir, Halldór Har- aldsson og Þorkell Sigurbjörns- son. Þorkell leikur þá tvö piano- verk Etyðu eftir sjálfan sig, og Svítu eftir Gunnar Reyni Sveins- son. Þessi tvö verk frumflutti hann á tónleikum í Stokkhólmi fyrir skömmu .Verk Leifs Þórar- inssonar heitir ,,Ég á lítirih skrýt- inn skugga" os er tilbrigði fyr- ir klarinett, cello og píanó, samið að tilhlutan skóladeildar Rikskon serter í Svíþjóð. Pá'll Pampiehler Pálsson á þarna verk, sem hann nefnir „Hringspil 11“ og var það samið á s.l. sumri. fyrir þá hljóðfæra- leikara sem flytja það nú í fyrsta sinn: Trompetleikarana Jón Sig- urðsson og Lárus Siveinsson. Stef- an Þ. Stephensen hornleikara, og básúnuleikarann Björn R. Einars son .Þetta kvöld í Þjóðleikhúsinu er hið síðasta á afmælishátíð Bandalags íslenzkra listamanna, en áður hafa verið leiksýningar, myndlistarsýningar, upplestra og tónlistarkvöld o.fl. SÝNING Framhald af bls 3 nokkrum sinnum styrk frá Kostfack. Hún sýndi muni á Svensk Form 1967, og áfti eins og fyrr segir muni í Norræna húsinu. Sýningin í Umuhúsi verður opin til 20. október, og eru sýningarmunirnir til sölu. INNRÉTTINGAR Framhald af bls. 1 anna. Trébitarnir á grunni húss- ins bera þess líka greinileg merki að vera frá fyrri tímum. Eru á þeim greiniieg merki um trénegl ingu, og bitar sem komu í Ijós síðari hluta dags í dag, hafa greimi lega verið notaðir sem loftbitar fyrr á timum. Vera má, að enn eigi eftir að verða „afhjúpaðir" viðir sem notaðir voru á tímum Innréttinganna, því húsið Aðal- stræti 9. sem sett hefur svip sinn á Aðalstræti frá því laust eftir aldamótin, hefur enn ekki verið rifið að fullu. Þá má geta þess, að í húsinu fannst trélega, sem notuð hefur verið i einhverri vél fyrir lc."gu síðan, og vera má að legan sé úr spunavélum Innrétt- inganna, en eftir er að athuga hana. LAUGARDAGUR 12. októher 1968. MARKAÐSHORFUR Framhald af bls. 1 haft áihrif á þróun þessara mála, en soyabaunamijöl keppir við fiskimjölið á fóðurefnamönkuðun- um. Einnig hlaðast nú upp birgð- ir af þurrmjólk, einkum í löndum Bfnahagsbandalagsins, en hún er einnig seld í samkepipni við fisk- mjöl til suimra nota. Þarna komu einnig fram áætl- anir um framleiðslu og eftirspurn eftir lýsi, og bentu þær til, að mankaðshorfur fyrir þessa vöru vœru nú nokkru betri en verið hefuir. Talið er að lýsisframleiðsi an minnki á árinu 1968 um 50— 100 þús. tonn niður í 960 þús. tonn, og er hivallýsið þá ekki talið mieð. AðaJlega verður þessi sam- dráttur í Norogi og hér á landi, en talsverð aukning verður í S- AfHku og nokkur í Perú og Ghile. Talið var, að lýsisbirgðir í Perú vœru nú orðnar mjög litlar og sama máli gegndi um Noreg. — Hins vegar eru geymsluibirgðir af lýsi í Rotterdam talsvert miklar. Eins og kunnugt er hefur verð- la,g á lýsi verið mjög lágt um hníð og mun lœ,gra en notagildi þess gefur tilefni til. Ein af ástæð unum fyrir þessu er sú, að fram leiðendur er geysimargir og sam- vinna með þeim ekki eins mikil og skyidi. Hins vegar eru kaup- ur sárafáir og sá stærsti þeirra notar frá 70—80% af heildarfram leiðsiunni. Þetta færa kaupendur sér í nyt, þegar framboðið er mik ið og þvinga verðið niður. En fleira kemur hér til. Heita má, að l'ýsið sé nær eingöngu notað í smjörlíki og matarfeiti. Fyrst verður þó að herða það, eins og það er nefnt, en herzlu- verksmiðjur eru ekki nærri alls staðar til og dreguir það úr lýsis- notkuninni. í Bandaríkj'unum leyf ir matvælalöggjöfin heldur ekki, að síldarlýsi og aðrar líkar lýsis- tegundir séu notaðar í matvæli og kemur það hart niður á þessum iðnaði, enda eru Bandaríkin mesti sm'jörlíkisframleiðandi í heimi. Eitthvað er þó að rofa til í þessuim málum, og hafa herzlu- verksmiðjU'afköst aukizt til muna upp á síðkastið og ákveðnar til- raunir ^ru nú gerðar í Bandaríkj unum til þes« að fá mafcvælalög- gjöfinni þar breylt þannig, að leyft verðUað nota lýsi í smrjör- líki. Síðan fundinum lauk fór makr- íll að veiðast í Noregi í stórum stíl og fer hann nær allur í bræðslu. Þar sem hann er mjög feituir urn þetta leyti árs, gietur það haft óheppileg álhrif á þróun lýsisverðsins, verði framihald á þessum afilabrögðum." GEIMFERÐ Framhald af bls. 1 unar sem mun ljúka með lendingu mannaðs geimfars á tunglinu, lík lega á næsta ári. Stuttu eftir að annað þrep flaug arinnar var losað frá flauginni 2 tímum og 55 mínútum eftir skotið tilkynnti Walter Schirra að „það væri dálítið ókyrrt í loftinu“ en nokkrum mínútum síðar tilkynnti Schirra: „Hún er eins og hugur manns." Schirra hefur tvisvar áður farið í geimför, fyrst í okt. 1962 í Sigma 7 geimfari og fór hann þá 6 hringi um jörðina og var rúma 9 tíma á lofti. í seinna sinn ið fór hann ásamt Stafford í Gem ini 6 geimfari 15 umferðir um jörðina og tók sú geimferð rúm an sólarhring en hún var farin í desembet 1965. Þetta er fyrsta geimferð Gunningham og Eisele. Sambandið við geimfarið var í fyrstunni ekki gott en batnaði smámsaman Vísindamenn í geimferðamiðstöð inni á Kennedvhöfða voru að vonum mjög ánægðir yfir hinu veíheppnaða geimskoti, en þetta er fyrsta mannaða geimferð Banda ' ríkjamanna í næstum 2 ár. Þeir v lýstu því yfir að geimfarið hefði J farið á braut, sem væri mjög lík \ þeirri er ráðgerð hafði verið. Jarð } firð geimfarsins er 224 km en jarð > nánd 174 km en jarðfirð hinnar I ráðgerðu brautar var 281 km og • jarðnánd 142. I Sambandið varð smám saman' svo gott við geimfarana að vísinda J mennirnir á jörðu niðri sögðu að ’ það væri eins og áhöfnin væri, á meðal þeirra. \ Æðaslög Walters Sehirra við J geimskotið mældust 87 á mínútu \ en þegar annað þrep geimflaug J arinnar var sett í' gang jukustt þau upp í 100 á mínútu. Það mun \ vera eitt hættulegasta stig geim \ ferðar þegar annað þrep geimflaug' ar er losað. Talsmenn bandarísku, geimferðarstofnunarinnar segja < að þetta sé óvenjulega lág tala, æðaslaga á slíkri hættustund,' enda er Seirra enginn nýliði í-i geimförum eins og áður er getið.' Ekki er getið um æðaslagafjölda'j á mín. hjá ferðafélögum hans i tveimur, sem báðir eru nýliðar. ’ Takist þessi Apollo geimför að. óskum gera bandarískir geim' vísindamenn sér vonir um að i „Saturn 5“ eldflaugin, sem er enn þá stærri en risaflaugin Apollo; 7“ lyfti geimfari með þriggja^ manna áhöfn upp frá jörðu um J hverfis mánann og til baka aftur,- um næstu áramót. Eldflauga-vísindamaðuriinn, Di\ Wernher von Braun, sem stjórn' ar amerísku Marshall gcimferða' miðstöðinni, sagði fyrr í þessari viku að hann liti á „ZOND-5". geimskot Sovétríkjanna sem loka æfingu fyrir sendingu mannaðs geimfars kringum tunglið. Walter Schirra tilkynnti að geimfarið hefði verið komið á; braut sína um tíu mín. eftir að\ því var skotið á loft. • Hann sagði ennfremur að glugg; ar geimfarsins væru kristallstær' ir en í Gemini geimförunum áttu geimfararnir í stöðugum erfiðleik um við að sjá út úr geimfarinu. Sex mínútum áður en eldflaug inni var skotið upp í dag var skot- talningin stöðvuð í 3 mín. til þess. að hægt væri að kæla helium-elds neytið í öðru þrepi flaugarinnarí en það hafði ofhitnað. Geim skot; ið tafðist í þrjár mínútur. ' TÉKKAMÁL i Framhald af bls. 1 kárni í fjársikuldbindin'gum og stuðla að því að treysta giidi víxla í viðskiptum. Ennfremur vill fundurinn hvetja til þess, að Upplýsingaskrifstofa Verzlunarráðsins hefji sem fyrst upplýsingastarfsemi fyrir innlenda lánveitendur, sem aukið gæti að hald í þessum efnum.“ I Þ R Ó T T I R ! Framhald af bls. 13. i Henni er fynst og fremst beint, gegn stjórn H.S.Í. vegna ráð-i leysis hennar og fálms. Hins- vegar hafa menn látið álit sitt; í ljós á hæfileikum Hilmars og' er það vel. Honum er enginni greiði gerður með bakmagi. . . í vandamáli dagsins er að- eins eitt hægt að gera. Þeir menn sem valdir verða til lands liðsæfinga á komandi vetri, verða að koma til móts við hinn nýskipaða þjálfara og hjálpa honum til þess að valda því erfiða hlutverki, sem hann\ hefur tekizt á herðar, þannig, 1 að öllum, og þó fyrst og fremst íslandi, verði sómi af þeim ár- angri sem landslið okkar nær á komandi vetri. Af stjórn H. S.í. verður að krefjast, að þessi mál verði tekin til gaumgæfi- legrar at.hugunar. þannig að skipulag og dugur ríki í stað ráðleysis og fálms. Gunnlaugur Hiálmarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.