Tíminn - 12.10.1968, Blaðsíða 16
220.
RJÚPNAVEIÐIN HEFST Á ÞRIÐJUDAGINN
Þann 9. október er dagur Leifs
heppna í Bandarík.iunum. í til
efni dagsins kom út 6 centa frí
merki í Bandaríkjunum með mynd
af Leifsstyttunni í Reykjavík.
Sama dag afhenti sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi, Karl F.
Rolvaag, forseta ísland frímerkja
möppu með frímerki hessu.
Frímerkið var gefi'ð út í Seattle
á vesturströnd Bandaríkjanna, en
á því svaeði býr fjöldi fólks af
íslenzkum ættum og ö'ðrum nor
rænum ættum.
A myndinni eru talið frá vinstri :
Dr. John C. Fiske, menningarmáia
fulltrúi Upplýsingaþjónustu Banda
ríkjanna, forseti íslands Kristján
Eldjárn, og sendiherra Bandaríkj
anna Karl F. Rolvaag.
Rjúpan ekki far-
in ai þétta sig
manna sé ekki minni mi en endra
nær, því þegar er upppantað í
þrjár fyrstu næturnar á hótelinu í
Fornahvammi.
— Það er allt upppantað fyrstu
þrjár næturnar, sagði Gunnar Guð
mundsson í Fornahvammi, þegar
við hringdum í hann í dag og
spurðum hvernig rjúpnaveiðin
legðist í hann. Ég er með um
30 rúm, en svo kemur alltaf tölu
vert af veiðimönnum hérna úr
nágrenninu og fólk, sem ekki ætl
Framhaid a ois 15
r
Forseta Islands
afhent frímerki
Leifs heppna
FB-Reykjavík, föstudag.
Rjúpnaveiði hefst á þriðjudag
og allt bendir til þess að áhugi
Útför Jóhannesar
Jósefssonar
fer fram í dag
Útför Jóhannesar Jósefssonar
verður gerð í dag. Hefst athöfnin
kl. 10.30 í Dómkirkjunni
Jóhannes fæddist árið 1883 í
Hamarskoti á Oddeyri. Árin 1909
til 1927 dvaldist hann lengst af
eríendis og sýndi íslenzka glímu,
siálfsvörn og kappglímur í fjöl
léikahúsum í Evrópu og Amer
Framhald a bls 15.
Páll Isólfsson
75 ára í dag
Páll Isólfsson tónskáld á 75 ára
afmæli í dag og í tilefni af því
gengst Tónlistarfélagið fyrir há
tiðatónleikum í Austurbæjarbíói.
Páll er fæddur á Stokkseyri son
ur ísólfs Pálssonar organleikara
og Þuríðar Bjarnadóttur. Páll
Framhald á bls. 15.
Viðskiptamálaráðherra gagnrýnir harðlega lögin um verðlagningu búvara:
Segir löggjöfina óhæfa
- boðar breytingu á henni
EJ-Reykjavík, föstudag.
í ræðu, sem Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, hélt á aðalfundi Verzlunarráðs í
dag, sagði hann, að nauðsynlegt væri að breyta núgildandi lögum um verðlagningu land-
búnaðarafurða á þessu Alþingi, þar sem núgildandi löggjöf um þetta efni væri óhæf —
um það hefði úrskurður yfirnefndarinnar í síðasta mánuði um verðlag landbúnaðaraf-
urða tekið af öll tvímæli.
Um landbúnaðarmálin og stefn
una í þeim málum sagði Gylfi
m. a. eftirfarandi: — . rekstur
íslenzks landbúnaðar og stefna sú
sem í áratugi hefur verið fylgt
í landbúnaðarmálum, er mjög með
þeim hætti, að heildarstyrkur þjóð
félagsins til landbúnaðarins er
langt úr hófi fram og honum beitt
þannig að í því er bókstaflega ekk
ert vit lengur . . Það er algjör
óþarfi af íslenzkum landbúnaði að
framleiða landbúnaðarvörur til
útflutnings. Og það er beinlínis
fráleitt að grundvallarstefnan í
íslenzkum landbúnaðarmálum
skuli vera sú, að stefna stöðugt
a'ð aukinni framleiðslu og það
meiri framleiðsluaukningu en
fólksfjölguninni nemur, eftir að'
um greinlega offramleiðslu er|
orðið að ræða miðað viö þarfir]
innanlandsmarkaðsins. Það, sem
hægt er að spara af styrkjum til
landbúnaðiarins ,eru útflutniings-
bæturnar og þeir beinu styrkir,
sem hann fær úr ríkissjóði og
beinlínis hvetja til síaukinnar land
búnaðarframleiðslu.“
,Öfugstreymið í landbúnaðar-
framleiðslunni kemur ekki aðeins
fram í hinni stórauknu fjárfest-
ingu, — sagði Gylfi síðar — held
ur einnig í hóflausri aukningu á
fóðurbætisnotkun og áburðarnotk
un . . . Af hinni stórkostlegu
auknu notkun á áburði og fóður
bæti stafar síðan framleiðsluaukn
ing sem selja verður úr landi fyrir
hluta af framleiðslukostnaði"
Og hann hélt áfram: — Mér er
ljóst, að öfugstreymi í málefnum
íslenzks landbúnaðar er orðið svo
langvinnt og á sér svo djúpar ræt
ur að torvelt er að ráða þar bót
á nema á lönguni tíma. En ein-
hvern tíma verður aðhynjia á endur
bótunum. í haust þarf án efa að
gera ráðstafanir, sem verða laun
þegum ekki léttbærar. Ég tel ó-
hugsandi að þeir geti sætt sig við
þær byrðar sem óhjákvæmiiegar
munu reynast, nema jafnframt
verði hafizt handa urn skynsam-
legri stefnu í landibúnaðarmálum
en hér hefur verið fylgt . . . Þegar
hliðsjón er höfð af þeirri þungu
byrði sem launþegar og skattgreið
endur hafa af ástandi landbúnaðar
málanna, verður það enn þungibær
ara fyi;ir þá að þola þá miklu
hækkun á innlendum landbúnaðar
vörum sem gerðardómur um
ákvrörðun landbúnaðarverð hef
ur nú nýelga ákveðið. Ég tel, að
gerðardómur sá um verðlag land
búnaðarafurða, sem nú nýlega var
kveðinn uipp, taki af öll tvímæli
um það, að gildandi löggjöf um
þessi efni er óhæf og að henni
verður að breyta á þessu Alþingi.
I ræð'u sinni kom Gylfi einnig
inn á viðræður stjórnmálaflokk
anna og hugsanlegar ráðstafanir í
haust. Sagði hann að þær ráð-
stafanir yrðu að auðvelda ís-
lendingum samningaumleitanir um
hagstæða aðild að EFTA.
Þá lýsti hann sig andstæðan inn
flutningshöftum, en sagði þó að
vel gæti komið til mála ,,að beita
innflutningshöftum og þá sérstak
lega algjöru banni á innflulningi
einstakra vörutegunda í stuttan
tíma til þess að mæta skyndileg
um áföllum og þó einkum meðan
verið er að undirbúa varanlegri
gagnráðstafanir gegn þeim.“
Jakob Guðjohnsen
látinn
SJ-Reykjavík, föstudag.
Jakob Guðjohnsen, rafmagns-
stjóri andaðist í dag í Reykjavík.
Jakob fæddist á Húsavík 1899 son
Framhald á bls 15
Vildu ekki flytja skuldakónginn í burtu!
KJ-Reykjavík, föstudag.
Þegar einn af .skuldakóng-
um“ landsins fluttist frá ísa-
firði fyrir skömmu brá svo við
að hann varð að fá vöruhifreið
alla leið frá Patreksfirði. til
að flytja búslóðina, því að hann
mun hafa skuldað vörubílstjór
um þriin á Tsafivði seni til
greina komu með flutning,
svo mikið, að þeir neituðu
að flytja búslóðina.
„Skuldakóngurinn,' hefur rek
ið fyrirtæki á ísafirði um nokk
urt skeið en áður var hann
m. a viðriðinn glerverksmiðju
ævintýrið. Er nú verið að
rannsaka starfsemi fyrirtækis
ins á ísafirði, en mikill hávaði
varð ' samhandi við það i vor
og var talað um misferli í
sambandi við rekstur þess, en
hið sanna í því máli mun koma
i ljós fyrir dómstólum.
Það finnst mörgum táknrænt
um viðskilnað ,,skuldakóngs“
þessa við byggðarlagið þar sem
hann hefur búið að undanförnu
að enginn af vörubifreiðarstjór
unum sem eiga bíla er henta til
búslóðaflutninga. vildu flytja
„skuldakónginn" í burtu og
auka bannig við skuldir hans
við þá, en hann mun hafa skuld
að þeim öllum meira og minna.
Varð ,,skuldakóngurinn“ því
að fá vörubifreið frá Patreks
firði til að flytja búslóðina i
burtu og við skulum vona. að
bifreiðarstjórinn hafði fengið
eða fái greitt fyrir flutninginn.