Tíminn - 01.11.1968, Síða 14

Tíminn - 01.11.1968, Síða 14
14 FÖSTUDAGUE 1. nóvember 19G8. TIMINN Árbækur Feröafélags Islands Tvær af torfengnustu Árbókum Ferðafélagsins hafa nú verið ljós prentaðar og fást hjá félaginu. Þetta eru Árbók 1934, sem fjallar um Þingeyjarsýslur (Mývatn), og Árbók 1935, sem fjallar um Vest- ur-Skaftafellssýs'lu. Ljósprentun þessara Árbóka og Árbókar 1933, sem fjallar um leiðir að Fjalla- baki, hefir tekizt mjög vel, og væntanlega geta nú margir fyllt safn Árbóka sinna. Af eldri Ijósprentunum fyrstu Árbókanna eru nú aðeins til fá eintök af þrem fyrstu árunum 1928—1930 ,en 1931 og 1932 eru alveg þrotnar hjá félaginu. Síðdegissýning i OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Leikfélag Reyk.javíkur mun á sunnudaginn hafa síðdegissýn- ingu á Manni og konu. í haust hefur leikritið verið sýnt 15 sinn- um, ávallt fyrir fullu húsi. Sýningin á sunnudaginn hefst kl. 15. Sennilega verða síðdegis- sýningar á Manni og konu fleiri. Er þetta gert til að fólk geti tekið börn sin með í leikhúsið og gamalt fólk á auðveldara með að fara í leik'hús að degi til en vill síður sækja kvöldsýningar sem standa yfir allt fram undir mið- nætti. Er leikritið Maður og kona eins og flestir sjálfsagt vita góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna unga og gamla. Á laugardaginn verður endur- tekin skemmtun leikara LR í Aust urbæjarbíói, Þegar amma var ung. Eru þar flutttir þættir út gömlum revíum og reiinur allur ágóði sýn inganna í húsbyggingasjóð Leikfé lagsins. Borgfirðingar FUF Akranesi Kaffifundur í Framsóknarhús- inu, Akranesi, laugardaginn 2. nóv. klukkan 3. Steingrímur Ilermannsson, framkvæmdastj. ræðir um stór- iðju og fleira. Allir velkomnir. Stjórnin. Brak „Scorpions” funcðið NTB-Washington, fimmtudag. Brak bandaríska kjarnorkukaf- bátsins „Scorpions", sem hafði inn anborðs 99 manna áhöfn er hann týndist, fannst á u.þ.b. 3000 metra dýpi um 640 km. suðvestur af Azoreyjum aðfárarnótt fimmtu- dags. Yfirmaður bandarískra flotaað gerða, Thomas Moore, flotafor- Hungursdauðföllum fækkar í Biafra NTB-Kaupmannahöfn, fimmtudag. Hjálparaðgerðir í Biafra á veg- um alþjóða hjálparstofnana eins TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiSsla Sendum 'gegn póstkröfu. GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. og Rauða Krossins, Caritas og hjálparstofnunar Kaþólsku kirkj unnar hafa borið góðan árangur. Sem dæmi um það má nefna að í flóttamannabúðum einum í Biafra þar sem aðeins var hlynnt að börnum minnkúðu dauðsföll af völdum vannæringar um 40% á stuttum tíma. Rauði Ki-ossinn einn skiptir á degi hverjum matvælum milli 800 þús. Biaframanna. Blaðamaður nokkur sem í eigin persónu hefur fylgzt með hjálpar aðgerðum í nokkrum flóttamanna búðum í Biafra skýrir svo frá að dánartalan þar hafi lækkað stórlega síðustu vikurnar. Það er ekki langt síðan að af hverj- um þúsund dóu rúmlega fimmtíu á viku en nú er svo komið að ein ungis 5 af hverjum 1000 deyja á viku vegna skorts og sjúkleika. Á Umuhaia svæðinu fá 215 þús. manns daglega matvæli, af birgð um Rauða Krossins, 136 þús. í Owerri, 144 þús. I Orlus, 84 þús. í Okigwe og 120 þús. í Awka- Onitsha. ingi, skýrði frá því í dag að hafrannsóknarskipið ,Mizar“ hefði fundið leifar af kafbáts- skrokknum og voru teknar myndir af • skrokknum með aðstoð 'fjarstýrðrar neðansjávar- myndavélar. USS-Mizar mun halda áfram að hringsóla um svæðið og freista þess að ná myndum af brakinu iillu, en það virðist mjiig sundrað. Síðast heyrðist frá Scorpion 21. maí, en j»á hafði kafbálurinn lok ið heræfingum á Atlantshafi og var á heimleið til Norfolk í Virg iníu, flotabækistöðvar Bandaríkja manna. Hvarf kafbátsins olli mik illi sorg og reiði meðal Banda- ríkjamanna. Fjörutíu skip og 6 þús. sjó- menn auk heils hers af leitarflug vélum tóku þátt í leitinni að Scorpion, sem stóð í marga daga og er að sögn Moore flotafor- ingja sú umfangsmesta sem nokk urntíma hefur verið gerð á hafi úti. Aðalfundur Framsóknarfélags , Borgarfjarðarsýslu verður haldinn að Brún i Bæjarsveit sunnudaginn 3. nóv. kl. 3 síðdegis. Þingmennirnir Halidór E. Sig- urðsson og Einar Ágústsson, vara formaður Framsóknarflokksins, mæta á fundinum. IHun Einar hafa framsögu um stjórnmálaviðhorfið. Að öðru leyti eru venjuleg aðal- fundarstörf á dagskrá, og kosnir verða fulltrúar á kjördæmisþing. Ilnlldór Elnar Valdimar Benónýsson Ifrá Ægissíðu andaðist 29. október. Vandamenn. Sýning Jóhannesar FB-Reykjavík, miðvikudag. Málverkasýning Jóhannesar Jó- hanneessonar er nú í sýningarsal Húsgagnaverzlunar Reykjavíkur, Brautarholti 2. Á sýningunni er 31 olíumynd, og eru málverkin öll til sölu, en þegar hafa 10 þeirra selzt. Sýningin verður opin fram á sunnudagskvöld, og dag hvern þangað til frá kl. 9 til 22. OLYMPÍUSKAKMOTIÐ Framhaid al nls. 3 —Svíþjóð 3—1 og England— Kúba 2V2—% og ein biðskák Staðan eftir 6. umferð er þannig: 1. Holland 16V2 v., 2 Austurríki 16 v., 3. England 15 v. og bið- skák, 4. Sviss 14y2 v., 5.—6. Finn land og Spánn 14 v., 7 ísrael 13y2 v., 8. ísland 11 v., 9. Svíþjóð 9 v.. 10.—11. Kúba og Brasilía 9 v., 12.—13. Mongólía og Belgía 8'/2 v., og 14. Skotland 7Vk vinning. Aðalfundur Fram- sóknarfélags Vest- ur-Skaftfellinga og ungra Framsóknar-j manna ' * 'u Sunnudaginn 3. nóv. kl. 2 e.h. verður haldinn í Hrífunesi aðal- fundur Framsókn arfélags V-Skaft- fellinga og ungra Framsóknar- manna. Á fund- inum mætir Ágúst Þorvalds- son, alþm. I Þ R 0 T T I R Framhald af Dls 13 legan leik að ræða. Bæði liðin sýndu góða leikkafla. en undir lok in reyndust FH-ingar sterkari. — Geir og Örn áttu báðir góðan dag, þó að Geir gangi ekki heill til skógar. Dómarar í leiknum voru Björn Kristjánsson og Óskar Einarsson, og fengu að glíma við erfiðan leik. í hálfleik kepptu íþrótta- fréttamenn við kvennalið í reip- togi og re.vndust þeir ekki kven- sterkir, því að kvenfólkið sigraði glæsilega. V-ÞÝZKA NJÓSNAMÁLIÐ Framhald af bls. 1 Njósahneykslið — röð sjálfs- morða háttsettra embættismanna og herforingja, uppgötvun Nató- leyndarskjala á filmu sem fra.-n- köllúð var í venjulegri mynda- verzlun í Bonn og afhjúpun kven njósnara í Várnarmálaráðuneyt inu — náði hámarki í þessari viku þegar skýrt var frá því að útsend arar Sovétríkjanna hefðu sent stolið Sidewinder-flugskeyti með venjulegum bögglapósti til Moskvu. Að hálfu stjórnarinnar í Bonn er sagt að dr. Svereina sé grunað- ur um að hafa fengið mikilsverð- ar upplýsingar gegnum Josef Ada mek þegar hann var fréttamaður^ Cetekja í Vín 1956 og 7. Hinn hvíthærði fréttamaður^ sem er kunnur í hópi erlendra' blaðamanna sem viðmótsþýður og j gestrisinn starfsbróðir heldur því, fram að hann hafi þekkt Adamek. en aðeins eins og hvern annan talsmjann upplýsingaþjónustunn- ar, og þess vegna væri enginn* grundvöllur fyrir því að hann yrði handtekinn eða vísað úr landi. í ■ tíu daga hefur Gerhards Bo- ehm, fyrsta-ritara í varnarmála- ráðuneytinu verið saknað, en nú hefur lík hans fundizt í Rín skammt frá Köln. Boehm var 61 árs að aldri og áður en hann' hvarf lét hann eftir sig bréf þar' sem hann sagðist mundu svipta sig lífi. Lögreglan telur að um sjálfs morð hafi verið að ræða en slær loku fyrir að þetta síðasta sjálfs- morð — það sjötta í röðinni —1 standi í nokkru sambandi við njósnamálið, því ástæðan fyrir því að Boehm svipti sig lífi hafi verið vonbrigði yfir því að fá ekki stöðuhækkun við ráðuneytið. ATVINNULEYSI Framhald ai bls. 1 Eins og áður segir er nokk- urt atvtnnuleysi víða um land- ið, og hefur verið í sumar að meira eða minna leyti. Aftur á móti er við því búizt víðast hvar, að atvinnuleysi vaxi mjög í nóvember og desember, og verði orðið mjög alvarlegt um og eftir áramótin, að öllu ó- breyttu. Þeir, sem atvinnu hafa haft, hafa yfirleitt aðeins haft venju legan samningsbundinn vinnu- dag, og er erfitt að lifa af því kaupi, sem fyrir þá vinmulengd fæst. Mikið hefur verið um upp- sagnir, aðallerga kvenna, sums staðar á landinu, og er búizt við þeim í stórauknum mæli í nóvember og desember. Það eru bæði verkamenn og iðnaðarmenn sem nú óttast verulegt atvinnuleysi, eins og reyndar hefur komið fram síð ustu daga í yfirlýsingum sam- taka launþega. Er skemmst að minnast ályktana þinga málm- og skipasmiða og byggingar- manna um síðustu helgi. Hér í borginni mun-u um 40 manns hafa verið á atvinnu- leysisskrá í Reykjavík, en bú ast má við auknum fjölda í byrjun nóvember, þegar skrán ing fer fram.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.