Tíminn - 01.11.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.11.1968, Blaðsíða 8
8 TIMINN FÖSTUDAGUR 1. nóvember 1968. HEIMA OG HEIMAN ÞAU ERU ORÐIN LEID Á AUÐIOG ALLSNÆGTUM Þekkt leikkona og eiginmaður hennar, auðugur forstjóri, segja skilið við samkvæmislíf Lundúna og flytja til ísrael. Leikkonan Dallia Penn og eiginmaður hennar Dr. Alec Lerner lifa í munaði. Þau aka í Rolls-Royce bifreið, og hafa í sinni þjónustu bílstjóra, barnfóstru, bryta og þjón. Dr. Lerner er fimmtugur að aldri og hefur á þriðju milljón ísl. kr. í tekjur á ári, og á auk þess dálaglegan skilding í hlutabréfum. Hin fagra kona hans Dallia er þekkt leikkona í Englandi og víðar. Eitt af síðustu hlutverkunum, sem hún hefur leikið var í sjónvarps myndinni „Forsyte-Saga“, sem gerð var á vegum brezka sjón v’arpsins og verið er að sýna hér nú. En einmitt þessa dagana eru þau hjónin að segja skilið við það Ij-úfa lif, s©m þau hafa lifað í London síðustu árin. Þau eru að selja íbúðina sína og bílinn, og segja upp þjón- ustufólkinu. Dr. Lerner hefur sagt upp stöðu sinni sem einn forstjóri hins stóra vefnaðar vörufyrirtækis Marks & Spenc er, sem hefur 157 verzlanir um allt England. Og eiginkona hans ætlar að hætta að starfa sem leikkona, því að þau eru ætla að byrja nýtt líf. Hvers vegna tekur fólk upp á því af fúsum og frjálsum vilja að fórna lífi í auði og alls nægtum líf þar sem óvissan tekur við? Dr. Alec Lerner segir: „Við Dallia ætlum að byrja nýtt líf í ísrael. Ég veit ekki enn hvað ég mun starfa. En í landi eins og ísrael er allstaðar þörf fyrir fólk. Við flytjum af því að allsnægtalíf er leiðinlegt þegar til lengdar lætur og það krefst einskis af manni. Hver dagur er öðrum líkur, maður veit í dag hvað verður á morgun, í næstu viku, eftir mánuð, að ári.“ Dr. Alec Lerner fæddist í Winnipeg í Kanada og kom til Englands með kanadíska hernum 1940. Hann er læknir að mennt. f Englandi kynntist hann Hönnu dóttur Marks lávarðar eiganda fyrirtækisins Marks & Spencer árið 1941. Þau giftust sama ár. Eftir stríð ið varð Lerner einn af forstjór um stórfyrirtækis tengdafólks síns. Þau hjónin skildu 1959 en Lerner starfaði áfram sem einn af forstjórum fyrirtækisins. Hann fór oft tii ísrael á veg um þess, en fyrirtækið rak mik il viðskipti við ísraelska aðila. Árið 1964 hafði Dallia Penn getið sér gott orð í Tel Aviv sem dansmey og leikkona. Hún er fædd í ísrael en var í skóla í Englandi. Herskyldu leysti hún af hendi við störf í her- málaráðuneytinu. Er þau Dallia og Alec Lerner höfðu þekkzt í nokkra mánuði giftust þau og fluttu síðan til Lundúna. Dallia Lerner segir, að þau hafi fyrst farið að langa til að hefja nýtt líf fyrir um einu ári.“ Það var þegar deilur Ar- aba og ísraelsmanna stóðu sem hæst. Viku áður en stríð ið brauzt út tók Alec sér frí og við flugum til ísraels. Alec fannst að návist okkar gæti e.t.v. orðið vinum okkar til sið- ferðilegs stuðnings, og að hann gæti komið að gagni sem læknir og framkvæmdamaður ef til stríðs kæmi.“ Þegar stríðið brauzt út hóf Dallia þegar að nýju upp sitt gamla starf í hernum við her- málaráðuneytið. En Dr. Lern er sá um að auka og bæta lyfjakost ísraelska hersins. „Er stríðinu lauk viku seinna, óg við flugum aftur til Englands, strönd ísraels var að hverfa við sjóndeildarhring inn, varð okkur allt í einu ljóst hvar við áttum heima — í ísrael. Þegar Alec ákvað nokkr um dögum síðar, að við skyld um segja skilið við allt og byrja nýtt líf í ísrael, varð ég náttúrulega himinlifandi. Brott förin hefur'' frestazt mánuð af mánuði, en nú förum við eftir nokkrar vikur“. segir Dallia. Hún hristir svart, sítt hárið, þegar hún er spurð hvort hún muni ekki sakns auðæfanna, veizluhalda og starfs síns sem leikkona. „Nei“. segir hún, „kainmski söknum við vina okkar í Endandi. En við getum farið til Englands þeg ar við viljum, og við eigum líka marga vini í ísrael. Við erum ekki að fara inn í eyði- mörkina op ekki heldur á sam- yrkjubúgarð." Þau hafa leigt sér hús í Tel Aviv, en hyggjast byggja sér hús síðar meir. Dallia kveðst ekki sakna leikstarfsins og ætl ar einkum að vinna að því að semja og þýða leikrit fyrir sjónvarp og leikhús. Eignir sínar, sem eru allmikl ir verða þau að skilja eftir í Englandi. Gjaldeyrislöggjöfin brezka leyfir aðeins að þau taki með sér sem svarar á sjötta hundrað þúsunda ís- lenzkra króna úr landi. Hinn hluta eigna sinna geta þau að- eins notfært sér í Englandi. Aðrir forstjórar Marks &Spenc er sakna Dr. Lerners mjög er hann hverfur frá fyrirtækinu. „En ég hef sagt þeim, hvað ég vil og þeir hafa verið afar hjálpsamir og nkilningsríkir", segir Dr. Lernej Einn munað koma Lerner hjónin til með að geta veitt sér áfram í ísrael og það er að hafa eigin bflstjóra. Banks bfl stjórinn sem hefur starfað hjá Lemer í 12 ár og er í þann veginn að komast á eftirlaun, getur ekki hugsað sér að skilja við fjölskylduna. Hann á enga nákomna að í Englandi og get ur ekki hugsað til þess að búa í London eftir að þau eru far- in. Fyrir skömmu herti hann upp hugann og spurði hvort hann mætti ekki koma með þeim, þótt hann hefði aldrei komið til fsrael áður, hann hefði eftirlaunin sín og yrði þeim ekki til byrði. Og var sú beiðni fúslega samþykkt Ein af þeim lystisemdum, sem brátt mun heyra fortíð þeirra til er Rolls-Royce bifreiðin þeirra. „Líf í munaði gerir engar kröfur til fólks segja þau. Tóbaksframfeiðsla og tóbaks neyzla hafa aukizt mikið um heim allan á síðustu árum, þrátt fyrir að læknar telji reykingar skaðlegar og vari við þeim. Og í skýrslu sem FAO, Matvæla og hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur nýlega sent frá sér, má búast v'ð að tóbaks- framileiðsla og neyzla aukist enn meir. Skýrsla þessi var samin af nefnd, sem í eiga sæti fulltrú ar 34 þjóða. og samkvæmt henni var sígarettuframleiðslan kom- in upp í 2.800 þúsundir millj óna á ári 1966, og fer vaxand'. Tóbaksneyzla jókst um 50% í þróunarlöndunum og í sósíalísk um löndum, en um 40% í þróuðum löndum. Þrír fjórðu hlutar alls þess tóbaks, sem neytt er í heiminum nú, eru sígarettur. Skýrslur lækna, sem birtar hafa verið í Bandarfkjunum, Tébaksneyzlan eykststöðugt þrátt fyrír skaisemi hennar Bretlandi og öðrum Evrópulönd um, og brýna fyrir mönnum skaðsemi reykinga fyrir heils- una, hafa ekki haft minnkandi áhrif á tóbaksneyzlu. Áhrif þeirra hafa fremur verið þau, að sala filtersísarettna hefur aukizt að miklum mun einkum í þróuðum löndum, en þar nema þær helmingi af heildarsölunni, að því er segir í skýrslunni, Þá hafa aðvaranir lækna haft annað atriði í för með sér lít ið nikótínmagn og lítið tjöru- magn í ýmsum sígarettutegund um í Bandaríkjunum. Kanada og allmörgum Evró^ulöndum. Þessar sígarettur hafa öðlazt vinsældir og margir framleiðend ur leggja áherzlu á að hafa þær á boðstólum. Þörfin fyrir tóbakslauf jókst ekki að sama skapi og sigar ettuframleiðslan, því að hrá- efnið nýtist nú betur en áður vegna tæknilegra framfara í tóbaksiðnaði. Einnig hefur auk in sala ffltersígaretta áhrif ! sömu átt Upp á móti þessu vóg hins vegar að reykingar- fólki fjölgaði og tóbaksneyzla hvers einstaklings jókst miðað við heildina. Búizt er við að eftirspurn eftir tóbakslaufi auk izt um 2—3% á ári á næstunni, og einkum veröi sótzt eftir mjög góðu tóbakslaufi með lágu nikó tíninnihaWi. Tóbak er mikilvægur liður í akuryrkiuframleiðslu heimsins og verðmæti heildarframleiðsl- unnar nemur 1100 milljónum dollara Nær allar þjóðir heims flytja inn tóbaksvörur og tekj ur af tóbaksútflutningi eru þýð ingarmikill liður í þjóðartekjum margra þróunarlanda, t. d. Ind lands, Brasilíu, Filippseyja og Ródesíu (fyrir refsiaðgerðirn- ar), Malawi, Indónesíu, Dómíni kanska lýðveldisins, Paraguy og Madagaskar. Bandaríkin framleiða mest af tóbaki og tóbaksvörum eða um 900.000 tonn og flytja þær til um 113 landa. Ródesía var ann að mesta tóbaksframleiðsluland heims fram til 1965 er verzlunar bannið gekk í gildi. Eftir 1965 fóru önnur lönd að taka aukinn bátt í tóbaks verzluninni einkum Asíulönd, en tóbaksbirgðir hafa safnazt fyrir í Ródesíu. Algegnt er að ríkiseinkasölur annist tóbakssölu og háir tollar eru á tóbaki í flestum löndum. Aðeins mjög fá lönd selja tóbak á frjálsum markaði. seg ir í skýrslum Matvælastofnunar innar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.