Tíminn - 06.11.1968, Page 8

Tíminn - 06.11.1968, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 6. nóvember 1968. 3 TIMINN Þunnskipað í röðum þeirra aðila, er annast eiga geðheilsu landsmanna Sennilegt er, að augu manna séu nú að opnast fyrir hinni geysilegu vöntun á sérmennt- uðu starfsfólki á sviði geðheilbrigðismála. Hvert sem litið er, skortir sérmenntaða menn og konur. Það er þunnskipað í raðir þeirra aðila, sem annast eiga geðheilsu landsmanna. En nú virðist sem einhver skriður sé að komast á mál þessi, starfsaðstaða og launakjör til handa þessum aðilum batni og fleiri námsmenn leggi út á brautir geðlækninga, sálfræði eða félagsfræði, svo dæmi séu nefnd. Félagsfræðingar eru frekar ungir í faginu hérlendis og hafa kannski ekki látið fara mikið fyrir sér enn þá, en engu að síður eru þeir bráð- nauðsynlegir í nútíma þjóðfélagi Hulda Guðmundsdóttir er ein af fáum íslenzkum konum, sem lagt hafa fyrir sig félags- fræði, og fer hér á eftir viðtal við hana um þeirra störf. — Hversu margir félagsráð- gjafar eru starfandi hér á landi? — Sex. Ein starfar við Sálfræði deild skóla og tvær við Félags- og framfærslumálastofnun Reykja víkur. Ein starfar hjá Barnavernd arnefnd Reykjavíkur, ein við Kleppsspítalann og svo ég við Borgarspítalann, aðallega geðdeild ina. — Hve margir félagsráðgjafar þyrftu að vera hér á landi? — Það er nú erfitt að nefna úveðna tölu, en óhætt er að segja, að við mættum vera mikið fleiri, því við höfum allar meira en nóg að gera og svo eru ýmsar stofn- anir, sem æskilegt væri að hefðu félagsráðgjafa. f nágrannalöndum okkar starfa félagsráðgjafar t.d. í stjórnarráðuneytum, í fangels- um, við skóla, í uppeldisstofnun- um, í mæðrahjálp og stofnunum sem leysa alls konar fjölskyldu- vandamál (familiecentrum). — í hverju er starf félagsráð- gjafa fólgið? — Félagsráðgjöf er í því fólgin, að vinna úr sambandi einstakl- inga og félagslegu umhverfi þannig, að lögð sé áherzla á að þeir geti á sem öruggastan og árekstraminnstan hátt lifað í um- hverfi sínu. Það er þýðingarmik- ið að hjálpa einstaklingnum að verða fær um að uppfylla þær skyldur sem vænzt er að hann uppfylli, sem félagi, faðir, eigin- maður, vinnufélagi, nágranni o.s. frv., á þann hátt sem gerir hann sjálfan og þá, sem við hann eiga að lynda, ánægðan. Starf félagsráðgjafa nær yfir það svið, sem einstaklingurinn og félagslegt umhverfi hans tengist og verkar hvort á annað. '“’au vandamál, sem til þess eru fallin að leysa með félagsráðgjöf, eru vand.amál, sem hindra félags- lega rlarfsemi einstaklingsins, vandap'ál sem vfe-ka niðurbrjót- andi f vellíðan einstaklingsins sjálÍM og sambani* hans við með- bor?r*rana. Þoss vegna g%,tur félagsráðgjöf haft þýðingu fjrir samband ein- staUingá' innby rðis, eða samstarf umstaklingp v;ð hið skipulagða uruhverfi eða þjóðfélag. — Getið þér sagt okkur eitt- hvað sérstak* um þörf félagsráð- gjafar á sjúkrahúsum? — Varla er til neitt sjúkdóms ástand, þar sem félagslegir þætt- •r, eða félpgsleg vandamál koma ekki að einhverju leyti við sögu. Við vitum t.d. að sjúkdómur get- ur orsakað fátækt eða a.m-k. ninnkað tekjumöguleika. Við vit um að sjúkdómur, minnkar vinnuhæfni og ef til vill missir sjúklingurinn atvinnu sfna. Auk þessara augljósu félagslegu áhrifa sjúkdómsins, eru hinir sálrænu fylgikvillar. Hér hugsa ég eink- um um þunglyndi eða minnimátt- arkennd og sektarvitund, sem sjúklingar geta haft, svo að nefnd séu nokkur kunn atriði. Raunveru leiki sjúkdómsins kemur ekki að- eins fram í breyttum efnahag, breytingu á heimilishaldi og : barnagæzlu, heldur hefur líka áhrif á fj öisky ld u jaf n v æ g i ð, og ■hlutverk einstakra fjölskyldumeð liima breytast t.d. ef pabbi á að gæta barnanna, en mamma að vinna úti. Óöryggi kemur í stað öryggis, skilnaður í stað samlífs, söknuður í staðinn fyrir félags- 1 kennd, ölmusa í stað sjálfstæðis. Hlutverk fjölskyldumeðlimanna breytast mjög og allt þetta orsak ! ar meiri ábyrgð og álag fyrir suma þeirra, öðrum verður það til gleði að geta, eða reyna að gera svolítið meira fyrir fjö’ál.yld- una, en það getur líka leitt til tilfinningar um svik, ódugnað og til beiskju. Hinum sjúka gremst kannske, að hann getur ekki stundað skyldustörf sín á vinnustað, eða á heimili, en hann getur glaðzt yfir að vera ómissandi, eða hryggst begar hann finnur hið gagnstæða, þegar allt virðist ganga vel an hans og hann óttast að annar taki sætl hans í fjölskyldunni eða vina hópnum. Þrátt fyrir öll ný lyf og þekkinguna, eru stöðugt marg ir sjúkdómar, sem bera félagsleg einkenni, þau álög sem sjúkling- urinn sjálfe: skynjar sem byrði og uppíifíi- a mismunandi hátt, kannske iýrst og fremst þannig að hann sé sendur burt frá heimil- inu og eigi að aðlaga sig nýju umihverfi, dvelja hjá nýju, fólki, ; liggja sem sýningargripur ókunn ' ugra, klæddur í náttskyrtu sem | hann á ekki sjálfur og finna per- : sónuleika sinn rýrðan. f byrjun ; er hann kannske óttasleginn, en smám saman venst sjúklingurinn því að ábyrgðin sé tekin frá hon- um, það á sér stað afturför í hátt erni þans sem fullorðins manns, hann verður barnalegur, ósjálf- stæður, kannske sérgóður og öðr- um áhangandi. Hvernig getur hann í þessu hílitverki, haldið þeirri virðingu, sem hann telur sig verðskulda frá fjölskyldu sinni, og hvernig er hægt að hjálpa hon- um að takast á hendur fyrri ábyrgð, þegar hann á ný hverfur aftur út í þann heim, sem er utan dyra sjúkrahússins. Hver hjálpar fjölskyldunni að skilja þá afstöðu sem sjúklin-gurinn hefur tekið, þýð ingu hennar, og hvernig fjölskyld an geti sem bezt á ný aðlagast inn byrðis, þegar sjúklingurinn er kominn heim. Og ennþá ein spurn ing. Hvaða afleiðingar hefur sjúk dómurinn og sú meðhöndlun sem gerð hefur verið til að hjálpa? Hvað hefur það að segja fyrir fjölskylduföður, ef þurft hefur að taka af honum fót eða hand- legg. Hvað hefur það að segja fyrir eiginkonu að vera gift ör- yrkja. Skiptir það nokkru fyrir unga stúlku, sem lent hefur í bíl- slysi, að þurft hefur að gera skurð aðgerð á andliti hennar, þannig að um útlitsbreytingu er að ræða. Hver hjálpar þessu fólki til að virða sjálft sig og aðra eftir sjúk- dóm, sem orsakað hefur félags- legar, líkamlegar og sálrænar breytingar? Ein hlið þeirra vandamála, sem ! félagsráðgjafar þurfa að glíma við fyrir hönd skjólstæðinga sinna, er þegar sjúkdómurinn sjálf ur er sjúklingnum ekki eitthvað óæskilegt, heldur kærkomið til- efni til flótta frá lífinu. Maður getur með tilkomu sjúkdóms flúið frá þeim vandamálum sem hann veldur ekki lengur. Með aðstoð sjúkdóms getur hann áunnið sér ástúð og umhyggju, eða hegnt umhverfi sínu með því að verða veikur. Eithvað þessu líkt er sjaldan hugsað út af sjúklingunum sjálf- um, en gerist sjálfkrafa og ómeð vitað. Þannig á einstaklingur, sem álítur sjálfan sig mjög veikan Ifk amlega í raun, og við að etja fé- lagsleg vandamál, sem hann veld ur ekki einn. — Er meiri þörf fyrir félags- ráðgjafa nú en áður, hér á landi? — Þessi spurning minnir mig á, að þegar ég var við nám í Dan mörku, var ég oft spurð, hvort nokkur þörf væri fyrir félagsráð- gjafa á fslandi, hvort þjóðfélagið væri ekki ennþó svo einfalt í upp- byggingu, að lítil þörf eða mögu- leikar væru fyrir slíkt. En ég vil svara þessari spurn- ingu þannig, að íslenzkt þjóðfé- lag hefur eins og flestum er er ljóst, tekið miklum breyting- um á seinustu árum og þessar i breytingar eru ekki að öllu leyti vandkvæðalausar. Með mikilli verkaskiptingu og auknum kröfum á öllum sviðum, hafa orðið til ýmis konar félagsleg vandamál. Margir einstaklingar þola ekki þær byrðar sem sam- félagið, fjölskyldan eða þeir sjálf ir leggja þeim á herðar og þeir bila því andlega eða líkamlega eða hvorttveggja og gefast að nokkru eða öllu upp við að lifa lífinu aðstoðarlaust. Það er hlutverk félagsráðgjafa meðal annarra sérfræðinga, að veita slíku fólki aðstoð og leiða það aftur ef unnt er, til sjálf- stæðs lífs. í einföldu og fábrotnu bænda- þjóðfólagi fyrri daga þar sem and legrar og líkamlegrar sérþjálfun- ar var ekki krafizt, komu brestir af þessu tagi síður í ljós. En nú á dögum er þjóðfélag okkar, þótt ekki sé það stórt, fyllilega sam- bærilegt, á allmörgum sviðum, við þjóðfélag annarra vestrænna landa. — Hvað vilduð þér að lokum segja um störf félagsráðgjafa? — Að lokum vil ég benda á, að aðalatriðið í starfi allra félagsráð gjafa er að aðstoða skjólstæðinga sína þeirra sjálfra vegna. Það má eiginlega segja, að ein kunnarorð ráðgjafans séu: „Hjálp aðu skjólstæðingi þínum að öðl- ast innra jafnvægi og sátt við um hverfi sitt“. „Hjálpaðu honum þannig að hann verði fær um að taka þeim vandamálum, sem síð ar kunna að mæta honum". m Aparajito ' (æska Apus) Indversk frá 1956 Leikstjóri: Satyajit Ray Sýningarstaður: Litla bíó 1955 gerir Satyajit Ray fyrstu mynd sína „Pather Pan- hali“ hún lýsir berniskuórum drenigsins Apu, þá kemur Apa- rajito þessi sem sýnd verður aftur næsta miðvikudag í Litla bíói. Hún fjallar um æskuárin lofes „Apur Sansar“ sem lýsir Apu á mótum æsku — og manndómsára. Aparajito hlaut Grand Prix í Feneyjum árið 1957 og aflaði höfundi sínum alþjóðlegrar frægðar í einni svipan. Hún er þrungin mannþekkingu og austrænni rósemd og hv-irgi örlar á tilburðum til að ýkjé. Drengurinn Apu er leikinn af Pinaki Sen Gupta eðlilega og frjálslega. Mióðirin sem er leik in af Karuna Banerjee er áfeaf lega hugstæð, þar sem hún sit ur á gólfinu fyrir framan hlóð irnar og eldar eins og indversk ar konur hafa gert öldum sam an, og horfir á eftir drengnum sínum út í veröldina, en slíkt hefur jafnan verið hlutskipti mæðra. Unglingurinn Apu er leik- Michael Caine og Shelley Winters í „Alfie“ inn af Smaran Ghasol og túlk un hans á hinu óhjákvæmilega fráhvarfi barns frá móður er ógleymanleg. Strax með fyrstu myndinni skipaði Ray sér í raðir beztu kvikmyndahöfunda. Þess vegna er nafn hans nefnt í sö.mu svip an og Eisenstein, Renoir og Antonioni. Hann semur með vélinni og myndbygging hans er svo sterk að orð eru oft ó- þörf. Persónulýsingar hans sannar og minnisverðar og kvikmyndun slik að það er lífe ast þvi sem maður horfi á fagra höggmynd eða málverk. Enda hafa myndir hans borið hróður Indlands víða um heim. Það er undarlegt hvaða happa og glappa aðferð er not uð hér á landi þegar fengnar eru myndir. Ef við höfum ver ið svo heppin að fá góða mynd eftir góðan leikstjóra t.d. Tony Richardsori allar myndir hans mema tvær nýjustu hafa komið hingað. En aðrir t.d. Ray, Saura, Bertolucci, Haanstra, Framhald á 12 síðu

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.