Vísir - 04.08.1977, Qupperneq 3
VISIR Fimmtudagur 4. ágúst 1977
3
Kolmunninn er aöeins 150-160 grömm að þyngd og vegna smæöar hans þarf að nota aðrar aðferðir viö
þuiikun hans en tiðkast hafa varöandi þorsk. Hér sést hvernig kolmunnaskrcið litur út eftir tilrauna-
þurrkun hjá Kannsóknarstofnun fiskiðnaðarins.
Áforma nýja tœkni
við fiskþurrkun
— með tilliti til aukinnar nýtingar
smœrri fisktegunda en úður
Þessi gripur er úr keramiki og á að nota hann við altarisgöngu.
sambandsins til að hafa sýningar
á verkum sinum, og sýndi hún i
Stokkhólmi, Harnögand og
Vasteras. Sýningunum var tekið
mjög vel og Sigrún fékk pantanir
á skreytingum, meðal annars frá
bönkum og kirkjum.
Sigrún sagði, að það væri henni
mikið gleðiefni að tslendingar
nytu kennslu þessa fólks, sem
væri mjög hæft á sinu sviði. Sagð-
ist hún vona, að framhald yrði á
námskeiðum sem þessum á næstu
árum.
,,Sviar hafa lagt mikla rækt við
litafræði á siðastliðnum áratug-
um, og eru án efa flestum öðrum
lremri i þeirri grein” sagði Sig-
rún. „Sennilega má rekja þennan
áhuga aftur til ársins 1952, en þá
kom út gagnmerkt rit eftir
Tryggva Johansson, sem nefnist
„Litir”. Það litakerfi, sem
Tryggvi setur fram i þessari bók,
byggist meðal annars á þvi að
taka aðeins þá liti, sem heilbrigt
auga skynjar, en sleppa þeim lit-
um sem fundnir eru með mæli-
tækjum, og er það öfugt við eldri
kennslubækur. Á liðnum árum
hafa fjölmörg námskeið verið
haldin um alla Sviþjóð til að
kenna litafræði Tryggva”.
—AHO
Áhugi er á því að finna
arðbærar vinnsluaðferðir
á kolmunna og öðrum van-
nýttum fisktegundum sem
nú fara einungis í bræðslu.
Ein aðferðin við betri nýt-
ingu þessara stofna er
þurrkun, en vegna smæðar
fisksins er það mjög kostn-
aðarsamt með sömu að-
ferðum og til dæmis eru
notaðar við þorsk.
Kolmunni er til dæmis aðeins
150 til 160 grömm að þyngd, á
meöan þorskurinn skiptir nokkr-
um kilóum. Til þess að minnka
kostnaðinn við þurrkunina er
leitast við að finna upp ráö til
meiri vélvæðingar.
Hefur i þessu sambandi verið
gerður samanburður á þurrkun-
artilraunum sem gerðar voru
með hækkun lofthitastigs i Eng-
landi, þurrkun loðnu i Þörunga-
vinnslunni að Reykhólum og
þurrkunartilraunum sem gerðar
voru á loðnu, kolmunna og spærl-
ingi i þurrkunarskáp Rannsókn-
arstofu fiskiðnaðarins.
Hafa þeir Kristinn Vilhelmsson
og Trausti Eiriksson unnið
skýrslu upp úr samanburði þess-
um, auk þess sem þeir hafa gert
arðsemisathugun á þurrkstöö
sem gæti þurrkað 600 tonn af
skreið á ári.
Hafa þeir komist aö þeirri nið-
urstöðu að framleiða mætti skreið
á hagkvæman hátt i slikri stöö,
ogyrði hluti fiskins frystur til þess
að unnt væri aö vinna að þurrkun
allt áriö en ekki eingöngu þegar
nýr fiskur væri fyrirhendi.
Þurrkararnir ættu að geta
framleitt 20 tonn á dag, og yrði
unnið i 250 daga væri unnið úr 5000
tonnum af hráefni á ári. Úr þvi
kæmu 600 tonn af skreið, þar sem
nýtingin er um 12%.
Enn hafa ekki borist nein við-
brögð frá opinberum aðilum
vegna þessarar skýrslu þeirra
samkvæmt upplýsingum
Trausta. ^
Ef til vill er þess þó að vænta,
þar sem tilraunaveiðar á kol-
munna standa nú yfir og vegna
slæms ástands þorskstofna verð-
ur vafalitið lögð aukin áhersla á
veiðar og nýtingu annarra fisk-
tegunda.
— AH
EM i bridge í Danmörku:
Islenska sveitin
í ellefta sœti
Flugvél Flugféiagsins Vængja er hún lenti i fyrsta sinn I Grundarfiröi. Visismynd: Bæring Cesilsson.
Vœngir með daglegar
ferðir ó Snœfellsnes
Flugfélagiö Vængir hefur nú
tekið upp flugferöir til Grundar-
fjarðar á Snæfellsnesi. Var flogið
þangað i fyrsta skipti á þriðju-
daginn, og verða farnar þangað
tvær ferðir i viku.
Auk þess er flogiö á vegum
Vængja til tveggja annarra staða
á Snæfeilsnesi. Stykkishólms og
Rifs, þannig að nú er flogið á
hverjum degi frá Reykjavik til
Snæfelisness. Flugvöliurinn á Rifi
er notaður bæði af ibúum ólafs-
vikur og Heilissands.
— AH
Vinnufriður ó farskipunum
fram í aprílmónuð órið 1979
Samningar hafa tekist við
undirmenn á farskipum og
verður iaunahækkunin mest hjá
matsveinum eða um 32%. Þern-
ur á skipunum náðu samkomu-
lagi við vinnuveite'ndur sina um
rúmiega 28% launahækkun, há-
setar fengu að meöaltali um
30% launahækkun og bátsmenn
aukahækkun sem nam sex af
hundraði.
Allir samningarnirgilda frá 1.
ágúst til 1. april 1979 eins og hjá
yfirmönnum á farskipum.
Samningagerðin fór friðsam-
lega fram og er ekki hægt að
segja að mikil harka hafi verið i
deilunni, að þvi undanskildu að
matsveinar hófu verkfall á mið-
nætti aðfararnótt mánudags, en
það stóö aðeins i um það bil niu
klukkustundir, eöa þar til
samningar voru undirritaðir.
A tk v æða greiös 1 a um
samningana hefst I dag,
fimmtudag og stendur til 29.
þessa mánaðar.
tsland tapaði i gær fyrir Svi-
þjóð með fimm stigum gegn 15 á
Evrópumeistaramótinu i bridge
sem fram fer i Ilelsingör i Dan-
mörku. t sömu umferð kom það
mest á óvart að italska sveitin
skyldi tapa fyrir þeirri Isra-
elsku.
Aður hafði Island tapað fyrir
Hollandi, 3:17, i fjórðu umferð,
og unnið Belgiu 19:1 i fimmtu
umferð. Islenska sveitin er nú i
ellefta sæti i keppninni með 57
punkta. Röðin er annars þessi
fyrir sjöundu umferð:
1. Sviþjóð, 108, 2. Israel 107, 3.
Sviss 88,4. Danmörk 82, 5. Eng-
land 82, 6. Italia 77, 7. Belgia 68,
8. Pólland 64, 9. Holland 62, 10.
Noregur 58 og Island 11. með 57.
Næst þar á eftir koma Júgó-
slavia, Ungverjaland og Aust-
urriki, en neöstir eru Tyrkir
með 6 stig.
—AH
Skagfiröingabók, 7. árgangur,
er komið út, en útgefandi er
Söguféiag Skagfirðinga.
Meðal efnis i ritinu er grein
eftir Guðmund Jósafatsson frá
Brandsstöðum um Nautabús-
hjónin Jón Pétursson og Sól-
veigu Eggertsdóttur, og syrpa
úr visum Jóns, sem Hannes
Pétursson valdi.
Einar Bjarnason, prófessor,
gerir grein fyrir Þorsteini
prestlausa, sem var einn i and-
stæðingahópi Jóns biskups Ara-
sonar. Birt er ræða Brodda Jó-
hannessonar, er flutt var á Hól-
um þegar minnst var ellefu ald-
Rita um Þorstein prest-
lausa og Sigurð stromp
ar mannvistar i landi.
Hannes Pétursson dregur
saman hnyttnar frásagnir er
hann kallar ,,úr skúffuhorni”.
Sverrir Páll Erlendsson,
menntaskólakennari, ritar
grein. Hjalti Pálsson frá Hofi
ritar um Sigurð Jónsson
stromp, og ögmundur Helgason
ritar um Héraðsskjalasafn
Skagfirðinga.
Bókin, sem er prentuö i Odda,
er til sölu á Sauðárkróki hjá
Gunnari Helgasyni, en i
Reykjavik hjá ögmundi Helga-
syni og hjá Sögufélaginu.
—ESJ