Vísir - 04.08.1977, Page 8
8
Fimmtudagur 4. ágúst 1977 VISIR
FERÐAFÓLK!
Verið velkomin til
Akraness.
Njótið dvalar í fallegum
kaupstað með
fagurt umhverfi
Akranesskaupstaður
FERÐAMENN!
Við höfum ó boðstólum
allskonar ferðavörur,
fatnað, rafmagnsvörur,
bœkur og ritföng.
Lítið við.
Ávallt til þjónustu
reiðubúin.
Bókabúð Grönfeldts
Borgarnesi
Séftyfir AkraneskaupstaO. Greinilega má sjá turn Sementsverksmiöjunnar á miOri mynd, en hráefni til
hennar er unniO úr Faxaffóa. t baksýn er Akrafjall.
t dag kynnum viö Akranes og
Borgarnes. Þetta eru fjölsóttir
feröamannastaöir á Vesturlandi,
i tiltölulega lftilli fjarlægö frá
Reykjavik, og á milli þessara
staöa og höfuöborgarinnar eru
mjög greiðar og tíöar samgöngur.
Frá Akranesi og Borgarnesi er
skammt að fara til að sjá ýmsa
fagra og fornfræga staði, allur
Borgarfjörðurinn er raunveru-
lega eitt stórt ævintýri fyrir þá
sem hafa gaman af að ferðast og
skoða náttúru landsins.
Þarna er að finna allstór
þéttbýlissvæði, með tilheyrandi
iðnaði og þjónustustarfsemi. Þá
er Borgarfjörðurinn eitt blómleg-
asta landbúnaðarhérað landsins.
Þarna er að finna stór hraun,
skóga og ár, og allt þar á milli.
Hér á eftir verður skýrt frá þvi
helsta sem ferðamönnum mætti
að gagni koma, þegar þeir ferðast
um þennan hluta landsins — og
getið þess sem markverðast er að
sjá.
Akranes.
Akraneskaupstaður stendur á
Skipaskaga, sem gengur út i
Faxaflóa, mitt á milli Borgar-
fjarðar og Hvalfjarðar. A
Akranesi búa nú manns,
og hefur kaupstaðurinn vaxið
nokkuð ört hin siðari ár.
Allmikil útgerð hefur jafnan
Verið af Skaga, og hinn frægi
kútter Haraldur var hvorki fyrsta
skipið né hið siðasta sem reri það-
an.
Þá hefur mikill fjöldi Skaga-
manna atvinnu af ýmiskonar
þjónustustarfsemi, þar eru bank-
ar, lögreglustöð, sjúkrahús og allt
þar á milli.
Enn má nefna að iðnaður fer
vaxandi á Akranesi, og veitir
hann mörgu fólki atvinnu.og -næg-
ir i þvi sambandi að minna á
Sementsverksmiðjuna.
Akranes liggur vel við sam-
göngum, og þvi ekki annað liklegt
en bæjarfélagið muni á næstu ár-
um vaxa enn og dafna. Það hefur
allt til þess að bera.
Hótel og svefnpokapláss.
A Akranesi er eitt hótel, Hótel
Akranes. Þar er rúm fyrir 22 gesti
i ellefu eins til fjögurra manna
herbergjum.
A hótelinu er ekki svefnpoka-
rými, en hópum hefur oft verið
veitt svefnpokaaðstaða i skólan-
um.
A Hótel Akranesi er matsalur
sem opinn er allan daginn. Þar er
bæði hægt að fá brauð og kökur,
heitan mat og hvers kyns grill-
rétti.
Þá eru vinveitingar á hótelinu,
þó einungis á laugardögum.
Er yfirleitt stiginn dans i sal
hótelsins á laugardagskvöldum,
og eru þá vinveitingar á dans-
leikjunum.
A föstudagskvöldum eru hins-
vegarhaldnir unglingadansleikir,
að sjálfsögðu án áfengis.
Ferðir til Akraness.
En áður en ferðamenn ganga til
náða á Akranesi þurfa þeir að
sjálfsögðu að komast þangað, og
er það ekki erfiðleikum bundið.
Þangað er um klukkustunda-
rakstur frá Reykjavik, ekið fyrir
Hvalfjörð. Þangað er þvi fljótlegt
ab komast á einkabilum. Einnig
eru þangað ferðir með langferða-
bilum frá Umferðamiðstöðinni i
Reykjavik, og Norðurleiðarútan
sem ekur til Akureyrar fer fram-
hjá afleggjaranum, sem og aðrir
rútubilar sem aka vestur eða suð-
ur Vesturlandsveginn.
Einnig er unnt að komast til
Akraness sjóleiðina frá Reykja-
vik, þvi að ferjan Akraborg geng-
ur þar á milli fjórum sinnum á
dag. Tekur siglingin um það bil
eina klukkustund, og er unnt að
aka bifreiðum inn i lest skipsins.
Þar er um borð veitingasala,
þannig að engum ætti að leiðast á
meðan á siglingunni stendur.
Að lokum má svo nefna, að litill
flugvöllur er við Akranes, og er
hægt að lenda litlum flugvélum
þar, en ekki er um að ræða áætl-
unarflug þengað.
Ef veikindi eða slys ber að
höndum.
Þá er sjúkrahús á Akranesi,
nýtt og fullkomið, og er það fjórð-
ungssjúkrahús fyrir allt Vestur-
land.
Þar er lika að finna lækna, og
eru flestir sérgreinalæknar stað-
settir á Akranesi.
Þá er þar lika apótek, þannig að
ekki er þörf á að fara með lyf-
seðla til höfuðborgarinnar.
FERÐAFÓLK!
Notið ferðamöguleika m. M.s. Akraborgar
Sifellt vaxandi fjöldi ferðafólks styttir aksturinn og notar Akra-
borgina á leið sinni vestur, norður eða austur á land —
eða á leið til Reykjavikur.
Áfgreiðsla Akraborgar er i Reykjavik að Tryggvagötu 8, simi
16420 Og 16050
Ferðir frá Akranesi kl. 8,30 11,30,14,30 og 17,30
Ferðir frá Reykjavik kl. 10.00 13.00 og 19.00
Afgr. Akranesi simi 2275 — skrifstofa simi 1095.
Við veitum sérstakan afslátt fyrir ferðahópa.
Notið Akraborgina og njótið ferðarinnar.