Vísir - 04.08.1977, Page 10
10
Fimmtudagur 4. áeúst 1977 VISIR
VÍSIR
C'tgefandi: * Heykjaprent hf
Framkvæmdastjóri: Davift (iuftmundsson
Hitstjórar: Dorsteinn l'álsson ábin.
olafur HaHnarsson.
Hitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guömundur G. Pétursson.
I msjón meft llelgarhlafti: Arni Þórarinsson Blaftame.nn: Anders Hansen, Anna Heiöur Oddsdóttir,
Edda Andrésdottir, Einar K. Guöfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón
Arngrimsson, Hallgrimur H. Helgason, Kjartan L. Pálsson. öli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir. Sveinn v
Guöjonsson. Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal. Gylfi Kristjánsson. t tlitsteiknun: Jón
Oskar Haíst einsson, Magnús Olalsson l.jósmyndir: Einar Gunnar Einarsson. Jens Alexandersson,
Eoftur Asgeirsson.
Siílustjori: PáU Stefánsson Auglýsingastjóri: Dorsteinn F'r Sigurösson
Dreifingarstjóri: Siguröur R Pétursson.
Auglýsinaar: Siftumúla S. Simar H22(»0. HIKill. Askriltargjald kr. i:i(MI á mánufti innanlands.
Afgreiftsla: Stakkholti 2-t simi Hlilíll \erft i Liusasölu kr. 7(1 eintakift.
Hitstjóru : Síftumúla II. Sími Xlilill. 7 liuur. Prentun: lilaftaprent lif.
--- -- . - ... ... ...___J
9
A skal að ósi stemma
Á síðustu árum hafa menn smám saman verið að
átta sig á ýmsum kaldhæðnislegum staðreyndum
varðandi heilbrigöisstefnuna. Sannleikurinn er sá/ að
allt það fjármagn, sem varið hefur verið til
háþróaðrar heilsugæslu af ýmsu tagi, hefur þegar allt
kemur til alls komið að takmörkuðum notum við að
lækka tíðni dauðsfalla af völdum svonefndra
menningarsjúkdóma.
Óhjákvæmilegt er því að móta heilbrigðisstefnu út
frá nýjum sjónarmiðum. Með fjölgun sjúkrarúma
og stækkun gjörgæsludeilda er fyrst og fremst verið
að hregðast við af leiðingum menningarsjúkdómanna.
Kjarninn i nýrri heilbrigðisstefnu hlýtur hins vegar að
byggjast á aukinni fyrirbyggjandi heilsugæslu, þar
sem reynt er að stemma stigu við sjúkdómum af
þessu tagi. o
Til að efla almenna upplýsingu um þessi efni hóf
Visir í fyrra vetur birtingu fastra þátta um kost og
þjóðþrif undir stjórn Dr. Jóns Óttars Ragnarssonar.
Greinilegter, að menn gefa heilbrigðum lifnaðarhátt-
um og fyrirbyggjandi heilsugæslu meiri gaum en áð-
ur. Vandamálið verður einfaldlega ekki leyst með því
einu að fást við afleiðinqarnar.
Prófessor Sigurður Samúelsson hefur um árabil
verið einn helsti og áhrifamesti baráttumaður fyrir
bættri heilsugæslu. Hann bendir í grein í einu morgun-
blaðanna í gær á þá hrikalegu staðreynd, að tíðni
dauðsfalla af völdum hjartasjúkdóma hefur aukist
hér á landi á sama tíma og hún minnkar erlendis.
I þessu sambandi vekur prófessor Sigurður
Samúelsson réttilega athygli á, að við erum eftirbátar
annarra þjóða í upplýsingu og herferðum gegn hjarta-
sjúkdómum. Alveg er Ijóst, að í þessu efni þarf að
taka upp ný vinnubrögð. Fjármagni því, sem til ráð-
stöfunar er, þarf í ríkari mæli en verið hef ur að ver ja
til upplýsingastarfsemi og almennrar heilsugæslu.
Það er t.a.m. ekki vansalaust, hversu mikilvægum
stofnunum á þessu sviði eins og Leitarstöð Krabba-
meinsfélagsins og Hjartavernd hefur verið sniðinn
þröngur stakkur.
Með heilsugæslustofnunum af þessu tagi er í stórum
stíl unnt að stemma stigu við hinum alvarlegu
menningarsjúkdómum.Ný heilbrigðisstefna á einmitt
að miða að því fyrst og fremst að byggja upp stofnan-
ir af þessu tagi. Lögmálið er fólgið í þeim einföldu
sannindum, að á skuli að ósi stemma.
Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra beitti sér í
vor fyrir löggjafarstarfi um varnir gegn tóbaksreyk-
ingum. Mikilvirk upplýsingastarfsemi á þessu sviði er
einn þáttur í raunhæfum heilsugæsluaðgerðum. En
prófessor Sigurður Samúelsson bendir einnig á, að við
neytum ekki fæðu í samræmi við nútíma lifnaðar-
hætti.
Segja má, að landbúnaðarframleiðslan hafi að
nokkru leyti verið verðlögð þannig, að framleiðendur
hafa verið hvattir til að framleiða óholla vöru miðað
við nútima lífsvenjur. Prófessor Sigurður segir með
réttu, að það sé tilræði við neytendur í landinu, ef nýtt
kjötmat fæst ekki afgreitt bráðlega.
Matvælaframleiðsla er þungamiðjan í atvinnu-
starfsemi landsmanna og útflutningi. Eigi að síður er
það staðreynd, að við höf um f ram til þessa látið ógert
aðsinna fræðslustarfsemi á þessu sviði. Nú hefur ver-
ið gerð bragarbót á með því að í haust hefst kennsla í
matvælafræðum við Háskólann. Er þar stigið veiga-
mikið framfaraspor.
i þessum efnum er þörf á víðtæku umbótastarfi.
Skorti fjármagn þarf að velja og hafna. Við höfum
t.d. miklu meiri þörf fyrir matvælafræðinga og
heilsugæslu- og leitarstöðvar en þjóðfélagslega
vandamálasérf ræðinga. Stjórnmálamennirnir
ákveða, hvað skuli hafa forgang, og þeir mættu í því
sambandi gjarnan minnast ábendinga prófessors Sig-
urðar Samúelssonar.
„Skotar halda að tsland sé Isi þakiö og þar búi Eskimóar,” En Hugh Martin veit betur, enda talar hann
reiprennandi islensku, og hefur búiö hér áöur. — Visismynd: EGE
Vilhjálmur Egilsson
viðskiptafrœðingur
fjallar í þessari grein
um lifseiglu rikis-
fyrirtœkja og bendir
m.a. á Skipaútgerð
ríkisins og Ríkis-
útgáfu námsbóka
Oft undrast fólk hversu lifseig
illa rekin rikisfyrirtæki eru.
Ekkert viröist geta komiö i veg
fyrir gifurlegan fjáraustur ár
eftir ár og öll mistök eru fyrir-
gefin og bætt við á kostnaö rikis-
ins, þegar þessi fyrirtæki eru
annars vegar. Til dæmis er tap
Skipaútgeröarinnar reiknaö
tæpar 200 milljónir þetta árið
(samkvæmt fjárlögum). Er það
þó smáræði hjá þvi, sem áður
geröist, þegar árlegt tap var oft
á tiðum mælanlegt i heilum
skipsverðum. Það er hætt við
þvi að einkaaðilum hefði seint
haldist uppi að reka fyrirtæki á
þennan hátt.
Eðlislæg íhaldssemi
En hvernig getur staðið á
þessari ótrúlegu lifseiglu? Sjálf-
sagt eru ástæðurnar margar, en
þær, sem skipta mestu máli, eru
tvær: Eðlislæg ihaldsemi
embættismannakerfisins og lin-
kind stjórnmálamanna, þá sér i
lagi þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins.
Embættismenn eru þvi marki
brenndir eins og allt annað fólk
að þurfa vissan stöðugleika.
Stöðugleiki þeirra felst m.a. i
þvi, að festa riki i stjórnarfram-
kvæmdum og stjórnsýslu-
störfum yfirleitt. Ekki má sifellt
vera að hringsnúast með það,
sem er rétt og rangt. Embættis-
menn hafa það ástand, sem
Halldór Laxness lýsir svo vel i
sögunni af Jóni Hreggviðssyni,
að allir, sem voru sekir i fyrra,
eru saklausir i ár, og þeir sem
voru saklausir i fyrra eru sekir
nú. Þess vegna vilja embættis-
mennirnir ekki, að verið sé að
stofna aftur rikisfyrirtækið,
sem var lagt niður i fyrra og
leggja niður rikisfyrirtækið,
sem var stofnað i fyrra.
Embættismennirnir reyna
þannig flestum tilfellum að
viðhalda þvi ástandi, sem er
hverju sinni. Þetta gera þeir
ekki i sjálfu sér af slæmum
ásetningi, heldur til að skapa
sjálfum sér betri vinnuaðstöðu.
Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa ekki fylgt
stefnunni nægjanlega vel
í lýðræðisþjóðfélagi gegnir
hins vegar öðru máli með
stjórnmálin. Þar kýs fólk á milli
hinna mismunandi stefna og
dæmis þær réttar eða rangar.
Stjórnmálamennirnir eiga svo
að framkvæma þá stefnu, sem
dæmd hefur verið rétt, annars
fara þeir ekki að vilja fólksins.
Hér 'á landi hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn það á stefnuskrá
sinni, að atvinnureksturinn eigi
að vera eins mikiö i höndum
einkaaðila og kostur er. Enn-
fremur eigi einstaklingarnir að
hafa sem mest svigrúm til þess
að kveða á um þarfir sinar og
uppfylla þær eftir vilja hvers og
eins.
Þingmenn flokksins hafa þvi
miður ekki verið þess umkomnir
að fylgja þessari stefnu eftir
eins og hægt hefði verið.
Til dæmis um þetta eru fyrir-
tæki eins og Skipaútgerð rikis-
ins og Rikisútgáfa námsbóka.
Um það siðarnefnda var á sinni
tið deilt á mörgum þingum og
loks samþykkt að stofna það,
þegar stuðningsmenn þess
komust I meirihluta. En hvað
gerist? Þingmenn Sjálfstæðis-