Tíminn - 19.11.1968, Síða 1
ir f byggingariðnaðinum
eru yfirleitt smáir, og sam
starf lítið. Það er fyrst
með framkvæmdum Fram
kvæmdanefndar bygginga-
áætlana, að stórfram
kvæmdir á sviði byggingar
iðnaðar hófust hér á
landi, en fyrsta áfanga
þeirra framkvæmda er nú
að Ijúka.
★
Stóriðja hér á landi
grundvallast að miklu leyti
á raforku þeirri, sem lands
menn fá úr fallvötnum. Til
stóriðjufyrirtækja teljast
yfirleitt Áburðarverksmiðj
an f Gufunesi, Sements
verksmiðjan á Akranesi,
Kísilgúrverksmiðjan við
Mývatn og Álbræðslan í
Straumsvík, en síðast-
nefnda verksmiðjan á að
hefja framleiðslu á næsta
ári. Jafnframt leiða menn
hugann að nýjum stóriðju-
greinum.
★
Samvinnumenn á íslandi
hafa um langan tíma stund
að margvíslegan iðnað á ís-
landi og verið oft í farar-
broddi. Kunnastar eru verk
smiðjur Sambands ísl. sam
vinnufélaga á Akureyri, en
framleiðsluverðmæti þeirra
nemur hátt í 300 milljónir
á ári. Samvinnumenn flytja
út iðnaðarvörur fyrir 50
til 60 milljónir á ári, og er
það svo til eini útflutning
ur iðnaðarvara héðan fyrir
utan fiskiðnaðinn.
★
■Hl II1111II il!HTTTT°“-^'
Húsgagnaiðna$urinn er
þýðingarmikil iðnaðar-
grein á íslandi, en við
smíði húsgagna og innrétt-
inga fást nú hátt í 250 fyr-
irtæki. Talið er, að hús
gagnaframleiðendur verði
brátt að aðlagast síminnk-
andi tollvernd og jafnvel
samkeppni á erlendum
mörkuðum, og sé því tiltölu
lega stutt f, að húsgagna-
iðnaðurinn verði að útflutn
ingsiðnaði.
í þessu aukablaði um
iðnaðinn er aðallega fjall-
að um fjóra þætti íslenzks
iðnaðar.
★
Talið er, að um 10%
þjóðarinnar hafi framfæri
sitt af byggingariðnaði, og
fjármunamyndunin í hon-
um er mjög mikil. Þessi
iðnaður hefur þó átt í
nokkrum erfiðleikum und-
anfarið, að minnsta kosti
sá þáttur hans, sem er á
vegum einkaaðila. Aðilarn