Tíminn - 19.11.1968, Qupperneq 9

Tíminn - 19.11.1968, Qupperneq 9
Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn í „vetrarklæðum". eða 22 mánuðum eftir að bygg ing hófst, gat Áburðarverk- smiðjan síðan hafið fram- leiðslu á Kjarnaáburði (amm,- oniak nitrat), sem er 33,5% köfnunarefnisáburður. 'Framleiðslugeta Áburðar verksmiðjunnar, sem er stað- sett í Gufunesi sem kunnugt er, nemur 24.000 smálestum af kjarna á ári, sem samsvai-ar 800 smálestum af hreinu köfn unarefni til áburðarnotkunar. Verksmiðjan framleiddi 24 þús und smálestir á síðasta ári, eða hámarksafköst, en frá upp hafi til ársloka 1967 hefur verksmiðjan framleitt 285.000 smálestir af kjarna. Á fyrstu framleiðsluárum Á- burðarverksmiðjunnar var framleiðsla köfnunarefnis- álburðarins meiri en notkun- arþöffin í landinu, og var því sá áburður, sem framleiddur var umffam innanlandsþörfina fluttur út. Var þó framleiðsl- an í upphafi mun minni en t.d. á síðasta ári. í dag er aft- ur á móti svo komið, að fram- leiðslugeta Áburðarverksmiðj- unnar fullnægir aðeins um % hlutum af köfnunarefnisþörf- inni innanlands. Það hafa því verið um nokk urn tíma uppi ráðagerðix um tvöföldun á framleiðslugetu verksmiðjunnar. Jafnframt þessu er gert ráð fyrir breytt- um framleiðsluháttum verk- smiðjuonar, þannig að fram- leiddur verði alhliða eða þrí gildur áburður, auk kjarnans, þegar verksmiðjan hefur ver- ið stækkuð. Er þetta gert til þess að fylgjast með almennri þróun í áburðarnotkun og auka hagræði fyrir notendur, en einnig hefur kjarninn ver- ið mjög gagnrýndur af ýmsum bændum. Er kjarninn kalk- laus og ókornaður, og hafa bændur lýst hvoru tveggja galla- Auk áburðarframleiðslu hef ur Áburðarverksmiðjan á sinni könnu Áburðarsölu ríkisins, en rekustur hennar tók verk smiðjan í sína umsjá árið 1961. Söluverðmæti áburðar á síðasta ári nam 110,5 milljónum kr. Eins og áður segir, voru full afköst hjá verksmiðjunni í fyrra, og var söluverðmæti kjarnans þar ár um 100 millj- ónir króna. Rafmagnsskorturinn hefur orsakað, að Áburðarverksmiðj- an hefur undanfarin ár orðið að flytja inn verulegt magn af ammoníaki — á síðasta ári tæpar 700 smálestir. Það ár voru 64% af heildarframleiðslu kjarna unnin úr innfluttu ammoníaki, en 36% úr amm- oníaki, sem framleitt var í verksmiðjunni sjálfri. Tölur um rafmagnsnotkun verksmiðjunnar sýna einnig vandamálið. Árið 1963 keypti Áburðarverksm. alls 136.925 mwst (megawattstundir) raf- orku, og árið eftir rúmlega 142 þúsund mwst- En á síð- asta ári, árið 1967, var raf- magnsnotkunin aðeins 73.722 mwst, en fast að helmingi minni en árið 1964. Lengi hafa verið upiú um það háværar kröfur, að Áburð- arverksmiðjan yrði gerð að al- gjöru rikisfyrirtæki. Þykir það að flestu leyti eðlilegast, og hefur Alþingi veitt ríkinu leyfi til að kaupa hlutabréf annarra hluthafa. SementsverksmiSjan Næsta stóriðjufyrirtæki. sem landsmenn réðust í, var bygg- ing Sementsverksmiðju — en byggingarnefndin var reyndar skipuð sama ár og lögin um áburðarverksmiðju voru sam- þykkt á Alþingi, árið 1949. i En þótt byggingarnefndin væri skipuð 1949, hófst verk- smiðjureksturinn fyrst níu ár- um síðar, eða 14. júní 1958- Var kostnaður við gerð verk- smiðjunnar um 150 milljónir króna, og var hún gerð fyrir 75.000 smálesta afköst á ári. Með breyttum framleiðsluað- ferðum síðan hefur tekizt að auka afköstin svo, að þau nema nú um 110.000 smálestum ár- lega. Mun verksmiðjan hafa framleitt rúmlega eina milljón smálesta frá upphafi, en fram- leiðslan nam í árslok 1967 958.504 smálestum. Verðlag um mitt árið 1968 var um 1660 krónur smálest- in, þannig að á því verðlagi hefur verksmiðjan framleitt fyrir rúmlega 1660 milljónir króna. Um nokkurn tíma flutti Sem entsverksmiðjan út nokkurt magn af framleiðslu sinni, en ekki hin síðari ár. Hefur þó framl-eiðslan stöðugt a-ukizt. Framleiðslan fyrir innlend- an markað nam fyrsta árið, 1958, 30 þúsund smálestum. Árið 1963 fór framleiðslan á innlenda markaðinn fyrst yfir 100 þúsund smálestir, og það ár var einnig síðast flutt út sement frá ver-ksmiðjunni. Af heildarframleiðslunni frá upphafi til ársloka ‘67, hefur framleiðslan til innanlands- notkunar numið rúmlega 908 þúsund smálestu-m, en útflutn- ingur hefur numið rúmlega 50 þúsund smálestum. Sementsverksmiðjan ffam- leiðir aðallega venjulegt port- landsement, en einnig allmik ið magn af hraðsementi og faxasementi, og svo dálítið af kslki til áburðar og f fóður- blöndur. Til ársframleiðslunnar þarf verksmiðjan nú um 120.000 rúmmetra af skeljasandi, sem er sóttur á 35—40 metra dýpi. um 10 sjómílur vestsuðvestur af Akranesi, um 20 þúsund smálestir af líparíti úr Hval- firði, um 11 þúsund lestir af olíu, 6000 lestir af gibsi, sem er innflutt frá Póllandi, og um 12 milljón kwst- rafmagns. Sementsverksmiðja ríkisins hefur nokkuð fært út kvíam- ar síðustu árin. Verksmiðjan hefur keypt eigið skip til sem- entsflutninga, Freyfaxa, og er það skip mjög fullkomið. Þar er sjálfvirkni svo mikil, að að- ein$ þarf tvo menn í vélar- rúm, og hægt er að ferma skip ið 1240 lestum á 14—16 tím- um, og afferma á um 20 tím- um. Er þá 1 maður við krana, og 1—2 í lestinni. Sementið er nú flutt laust í tvo 4000 smálesta geyma á Ár- túnshöfða, en þeir hafa nýlega verið reistir, og er þaðan hægt að afferma 130 smálestir á klukkustund með einum manni. Til flutninga á laus-u sementi á verksmiðjan þrjá bíla, sem taka 21.5 smálestir hver, og tekur aðeins 15 mínútur að fer-ma hvern bíl, en 20 mín- útur að afferma og gerir bfl- stjórinn það sjálfur. Þessir stóru flutningabílar eru notað ir til að flytja sement að Búr- felli, til Straumsvíkur og í steypustöðvar í Reykjavík og víðar. Starfsmenn Sementsverk- smiðjunnar munu vera um 140 talsins, þegar allt er saman talið. Kísilgúrverksmiðjan Aðdragandinn að byggingu Kísflgúrverksmiðjunnar við Mývatn, sem er þriðja stór- iðjufyrirtækið, sem hefur haf- ið framleiðslu hér á landi, var nokkuð langur. Kom þar bæði til ítarlegrar vísindalegar athug anir á möguleikunum á nýt ingu kísilgúrnámunnar á botni Mývatns, og bar Bald-ur Lín- dal hita og þunga af þeim at- hugunum, og taldi mikla mögu leika á að kísilgúrverksmiðja gæti orðið hagkvæmt fyrirtæki. I annan stað var svo ítarleg könnun á markaðsmöguleikum fyrir framleiðslu verksmiðj- unnar, ef reist yrði. Áttu ís- lendingar m.a. sams-kipti við hollenzkt fyrirtæki, AIME, við undirbúning málsins, áður en að því var horfið að gera samn ing við bandaríska fyrirtækið Johns-Manville, ef-tir ítarlegar rannsóknir fulltrúa þess fyrir- tækis á öllum aðstæðum við Mývatn, árið 1966, en það sama ár hófust raunverulegar framkvæmdir^ við gerð verk- smiðjunnar. í raun voru þrír samningar gerðir við Johns- Manville, aðalsamningur um þátttöku í fyrirtækinu (íslenzk ir aðilar eiga m-eirihluta hl-uta- fjár), um sölu framleiðslunn- ar og um tækniaðstoð. Aðalsamningurinn er um verksmiðjuna sjálía, eða Kísil- iðjuna, og gildir sá samning- Framhald á bls. 15. Sementsverksmiðjan á AkranesL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.