Tíminn - 19.11.1968, Blaðsíða 14
\
14 .
HÚSBYGGJENDUR ATHUGIÐ!
VELJUMISLENZKT <H> ÍSLENZKANIÐNAÐ
veljum punlal
OFNINN HEFUR
ÞEGAR SANNAÐ YFIRBURÐI SINA:
VERÐIÐ HVERGI LÆGRA
RUNTALOFNAR HF.
mmi
PLASTLAKK
gljáir llkt
og olíulakk
þornar fljóit
Gljdtcx samcinar kosti olíulakks
og plastmálningar, gulnar ckki, er
auðvclt í mcðförum, cr auffvclt aff
]>riía «g cndist Ycl.
STÓRIÐJA -
Framhald ai bls. 9
ur til 20 ára, sem hinir samn-
ingarnir. Er áætlað, að fram-
leiðslumagn verksmiðjunnar
hækki smátt og smátt upp í
30 þúsund tonn á nokkrum ár-
uin. Johns-Manville sér um
sölu framleiðslunnar, og var
sérstakt sölufélag stofnað í því
sambandi.
Kostnaður við gerð verk-
smiðjunnar var áætlaður 142
milljónir, þegar Kísiliðjan tók
til starfa í október 1967. Ýmis
konar byrjunarörðugleikar
komu í ljós á fyrsta rekstrar-
árinu, og varð framleiðslan
nokkru minni en áætlað var.
Forráðamenn Kísiliðjunnar
telja nú aftur á móti, að byrj-
unarörðugleikarnir séu að
mestu yfirstignir og ætti fyrir-
tækið því að geta framleitt
samkvæmt áætlun.
Álbræðslan
Samningurinn við Alusuisse,
svissneska álfyrirtækið, um
byggingu á lbræðslunnar í
Straumsvík, var gerður árið
1966, og felur í sér, að sér-
stakt dótturfyrirtæki Alusuisse,
íslenzka álfélagið, sjái um
rekstur álbræðslunnar. Er
þetta fyrsti samningur íslenzka
lýðveldisins um stofnun fyrir-
tækis hérlendis að öllu leyti í
eigu erlends aðila, og það atr-
iði, og ýmis forréttindi hins
erlenda aðila, voru orsakir
þeirra miklu deilna, sem um
þetta fyrirtæki urðu.
Framkvæmdir við álbræðsl-
una í Straumsvík hófust á síð-
asta ári, en samhliða fram-
kvæmdum við verksmiðjuna
sjálfa eru einnig í gangi fram-
kvæmdir við mikil hafnar-
mannvirki vegna verksmiðj-
unnar.
Álbræðslan á að hefja starf-
semi sína á næsta ári — um
svipað leyti og Búrfellsvirkj-
un hefur framleiðslu raforku
— en þá á að vera risin í
Straumsvík verksmiðja, sem
framleitt getur um 30 þúsund
tonn af áli á ári.
Full afköst verksmiðjunnar
samkvæmt samningunum frá
1966 eru 60 þúsund tonn á
ári, og átti upphaflega að auka
afköstin úr 30 þúsund tonnum
í 60 þúsund tonn í tveimur
áföngum. Skyldi miðáfangan-
um lokið í september árið
1972, en síðasta áfanganum í
júní 1975.
Þetta hefur nú breytzt, að
beiðni íslenzkra yfirvalda. Eft-
ir viðræður íslenzkra aðila við
Alusuisse var ákveðið, að tveir
síðustu áfangarnir verði sam-
einaðir í einn áfanga, og skal
þeim áfanga lokið á þremur
árum. Mun álbræðslan sam-
kvæmt því ná fullum afköst-
um, 60 púsund tonnum á ári,
árið 1972, og þá kaupa helm-
ing raforkuframleiðslu Búr-
fellsvirkjunar-
Nýjar sfóriðjugreinar
Nú hin síðari ár hefur mik-
ið verið rætt um möguleikana
á nýjum stóriðjufyrirtækjum
til viðbótar þeim, sem þegar
hafa hafið framleiðslu, eða eru
í byggingu, og nefnd hafa ver-
ið. Hefur margt verið nefnt,
en allar athuganir eru samt á
byrjunarstigi.
Þannig hefur til dæmis ver-
ið minnzt á byggingu vítissóda
verksmiðju, og hafið máls á
þeirri hugmynd við Alusuisse.
Einnig hefur verið rætt um
möguleika á vinnslu á silikon
og ferrókróm málmum. Er hér
um mjög orkufrekan iðnað að
ræða. Er talið, að til silikon-
vinnslu þurfi 2—40 megavött
raforku, en allt að 200 mega-
vött fyrir ferrókrómvinnsluna
— eða jafn mikla raforku og
heildarframleiðsla Búrfells-
virkjunar, er hún verður full-
gerð.
Baldur Líndal, efnaverkfræð
ingur, hefur kannað nokkuð
ítarlega möguleikana á svo-
nefndri sjóefnavinnslu, sem er
mjög dýrt fyrirtæki. Þannig er
áætlað, að saltverksmiðja
myndi kosta nokkur hundruð
milljónir, en heilsteypt fram-
leiðslukerfi á þessu sviði jafn-
■vel allt að 2000 milljónum
króna.
Ef allar aðstæður eru full-
nægjandi, er þó ekki óhugs-
að sjóefnavinnsla verði næsta
stóriðjuframkvæmd hér á
landi. E.J.
BYGGINGARIÐNAÐURINN -
Framhald aí bls. 5
atvinnuleysi hjá þessum (þ. e.
þeim sem atvinnuleysi var hjá
sl vetur; og fleiri stéttum
byggingariðnaðarmanna Þá er
einnig yfirvofandi væruleg-
ur verkefnaskortur í bygging-
ariðnaðinum víða utan Reykja
víkur og ekki horfur á að úr
rætist í náinni framtíð Af
þessu er ijóst, að horfur eru á
verulegum samdrætti í bygg
ingariðnaðinum á næstu mán-
uðum, ef efnahagsþróunin og
um leið þróun tekna einstak-
linga breytist ekki til batnað-
ar á næstunni“.
Lánamálin.
Verri kjör almennings eiga
auðvitað verulegan þátt í þess
um samdrætti. En erfiðleikar
þeirra stofnana, sem lána fé
til íbúðabygginga, eiga einn-
ig verulegan þátt í honum.
Húsnæðismálastofnunin hef
ur átt í allmiklum erfiðleik-
um síðustu árin einfaldlega
vegna þess að hún hefur ekki
nægjulega tekjustofna til að
veita lán út á allar lánshæfar
umsóknir svo fljótt sem æski-
legt væri. Hefur þetta valdið
fjölmörgum íbúðakaupend-
um miklum erfiðleikum, og
mörgum byggingarmeistar-
anum að sjálfsögðu um leið.
Á síðasta ári, 1967, veitti
Húsnæðismálastofnunin alls
2519 lán að upphæð 291.4
milljónir króna, en 2452 lán
að upphæð 360.4 milljónir
króna árið áður. Nema lán
Húsnæðismálastjórnar nú um
395 þúsundum króna. en voru
380 þúsundir í fyrra 340 þús-
undir árið 1966 og 280 þús-
und árið 1965. Efna minni með-
limir verkalýðsfélaganna inn-
an Alþýðusambandsins eiga
einnig rétt á 75 þúsund króna