Tíminn - 19.11.1968, Qupperneq 15

Tíminn - 19.11.1968, Qupperneq 15
15 yiðbótarláni í samræmi við júnísamkomulagið frá 1965. Sumir gagnrýna það að Hús næðismálastjóm hefur þurft að greiða fjármagn til Breiðholts- framkvæmdanna, en benda á, að upphaflega hafi það verið skilningur flestra, að afla ætti fjármagns til þeirra fram- kvæmda utan Húsnæðismála- stjórnar, hvað rétt mun vera — þótt það hafi ekki verið tekið nægilega skýrt fram í yfirlýsingunni í sambandi við júnísamkomulagið. f áðurnefndri skýrslu stjórn ar Landssambands iðnaðar- manna er rætt um þetta atriði, og segir þar að farmkvæmdir F.B. í Breiðholti hafi .dregið til sín verulegan hluta af ráð- stöfunarfé Húsnæðismála- stjórnar eða 86.4 milljónir króna á árinu 1967, en það skerðir að sjálfsögðu lánsmögu leika annarra lánsumsækjenda, og hefur átt sinn þátt í því að draga úr byggingarhraða hjá einstökum byggingameisturu-m þar sem þessi fjármagnsskort- ur Húsnæðismálastjórnar hef- ur óhjákvæmilega haft áhrif á greiðslugetu kaupenda nýrra íbúða.“ Því verður ekki Kitað, hvað sem um þett? má deila, að lánakerfið er ulls ófullnægj- andi — tekjur Byggingarsjóðs nægja ekki fyrir þeim útgjöld- um, sem á h*nn eru lögð. Nauðsyn róttækra breyt- inga í lóSa- og lánamálum. Ýmsir byggingameistarar eru þeirrar skoðunar að nauð synlegt sé að gera róttækar breytingar á núverandi fyrir- komulagi við lóðaútblutun og fépjreitingar til íbúðfcfbygginga j? kskka á byggingakostnað- inn og auka framleiðni og hag- kvæmni í iðnaðinum. Þetta sjónarmið kom m.a. fram í grein, en formaður Meistarafélags húsasmiða í Reykjavík, Gissur Sigurðsson, ritar í „Tímarit iðnaðarmanna" fyrr á árinu. í þeirri grein seg- ir hann m.a. að til framleiðslu húsa séu frumskilyrði að hafa land til þess að byggja á og fjármagn til þesis að starfa með. En þessar forsendur hef tP skort hér mjög tilfinnan- íega, ýmist báðar eða aðra. Hér í Reykjavík hefur lóða- skortur og úthlutunarfyrir- komulag verið þannig, að ó- mögulegt hefur verið að hefja neina ákveðna framleiðslu húsa. Þeir aðilar, er hafa haft hug á sl'íkri framleiðslu, hafa á undanförnum árum ekki get- að fengið lóðir svo að þeb gætu rekið byggingarstarfsemi án stöðvunar." Hann bendir síðan á, að svo virðist sem „lánafyrirkomulag það, sem hér hefur verið í framkvæmd, sé við það mið- að að íbúðarbyggingar væru hér heimilisiðnaður.“ Átelur hann mjög, að íbúðarlán skuli „ekki veitt út á heilar bygg- ingar til framleiðenda, sem síð an fylgdu eigninni og færðust svo yfir á nöfn endanlegra eigenda við lokaafgreiðslu. Það fyrirkomulag, sem hér hefur verið ríkjandi að lóðum hefur verið úthlutað undir einstakar íbúðir iafnvel til 20—30 ein- staklinga í sömu byggingunni, og svo lán veitt á nokkurn hluta þeirra þetta árið og ann- an hluta þeirra hitt árið. hef- ur ekki verið til þess að auka framleiðni og hagkvæmni byggingariðnaðinum.“ Gissur telur, að ríkisvaldið þurfi „að stuðla að því með sínum hagstj órnartækj um að hér verði til frjáls veðlána- stofnun sem veiti byggingar- fyrirtækjum lán til starfsemi sinnar, og geri heilbrigðum 1 fyrirtækjum kleift að reka starfsemi sína án stöðvunar. Að sjálfsögðu yrði fyrir- greiðsla sú að vera bundin því skilyrði, að fyrir lægi fullkom- in framkvæmdaáætlun, bæði hvað verð og framkvæmdatíma snerti, sem veðlánastofnunin tæki gilda. Síðan væru lánin veitt í samræmi við áætlunina þegar fjársins væri þörf, en ekki bara einu sinni eða tvis- var á ári. Að sjálfsögðu yrði að hafa eftirlit með því að staðið væri við gerðar áætlan- ir og krefjast nokkurra per- sónulegra trygginga af forráða- mönnum fyrirtækja þeirra, sem fyrirgreiðsluna fengu, til þess að útiloka alla ævintýra- mennsku". Ljóst er af þessu, að bygg- ingarmeistarar eru óánægð- ir með núverandi ástand í lóða- og lánamálum, og telja róttækra breytinga þörf. Jafn- framt átelja sumir þeirra — sem reyndar flestir — þá „stór kostlegu óhagkvæmni og verð mætasóun“ sem á sér stað í íbúðahúsabyggingum vegna al gjörrar vöntunar á stöðlun svo einskorðuð við Breiðholts- framkvæmdirnar, enda þar einkaaðili með miklar fram- ir í einu og nóg fjármagn. En hversu mikið, sem um þessi mál er rætt, þá virðist erfitt að koma í framkvæmd ráðstöfunum, sem leiða muni til lækkunar á byggingarkostn aði, og þannig auðvelda fólki að komast yfir íbúð um leið og þjóðin í heild sparar verð- mæti sín. E.J. Gólfteppahreinsun vanir menn með margra ára reynslu. Einnig vélahrein- gerning. ÞRIF. Símar 82635 - 33049 Bjarni — Haukur. Samvinnutryggingar bjóða víðtæka trygg- ingu vegna slíkra framkvæmda, með hag- kvæmustu kjörum. Tekjuafgangur hefur num- ið 10% undanfarin ár. Tryggið þar sem hagkvæmast er. SAMVIIVNUTRYGGINGAR *rmúla 3 Símí 38500 VELJUM fSLENZKT(tJ)rSJiNZKAN IÐNAÐ ÖLL SMÍÐAVINNA UTANHÚSS ÁSAMT NÝSMÍÐI HÚSA OG HÚSHLUTA • Á VERKSTÆÐI VORU HÖFUM VÉR FYRIRLIGGJANDI ÚTIHURÐIR OG SVALAHURÐIR AFGREIÐUM MEÐ STUTTUM FYRIRVARA ALLA SÉRSMÍÐI LEITIÐ UPPLÝSINGA ÖNDVEGI H.F. Lyngási 8, Garðahreppi Símar 52374 og 51690

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.