Tíminn - 03.12.1968, Side 3

Tíminn - 03.12.1968, Side 3
1 nWBMGUR 3. desember 1968. TÍMINN 15 Forsetahjónin ganga inn í salinn í fylgd Háskólarektorsv Ármanni Snævar og formanns hátíðanefnd ar, Friðriks Soplmssonar stud. jur ÞEIR ÁTIU SÉR DRAUM BSnamfhald af bls. 13. Það er flestra manna mál, að þessi ' nesfind Ihafi unnið verk sitt vel, sasnntogamean íslendinga hafi þar sýná Ibæði vit og lipurð, en við- semjendur jþeirra sanngirni og manndóm. Þjóðin lagði blessun séna ytQr gerðir þessarar nefndar, jog í dag hugsum vér með virð -ingn til þessara manna, seim sum- aiið 1918 sátu á langdregnum fondi hér í Reykjavík og stóðu að lokium upp sammála um þá ftdlveldisskrá fslendinga, sem þeir höfðu tekið saman. Þeim sé heið- ur og þökk. Og heiður sé hinni gömlu samibandsþjóð vorri, Dön- rnn, sem érið 1918 mættu kröfum varum með þeim skilningi og sann gimi, að vinarhugur gagntók ís- lenzku þjóðina, vinarhiugur, sem grædrii marga gamla meinsemd og enn endist og mun vonandi lengi endast. Á þessum degi sond um vér þnóðurlegar kveðjur til dönsku þjóðarinnar. Frá því er sagt, að hinn 1. desember 1918 hafi verið dumb- ungsveður um morguninn og drungalegt yfir að lita í h'öfuðstað landsins. En þegar á daginn leið breyttist veður, og er því lýst svo, að það hafi orðið eins fagurt og fremst má verða um þetta leyti árs, skýlaus himinn, frost- laust og kyrrt, svo að það merkt ist aðeins é reykjunum upp frá húsunum, að sunnanblær var í lofti og ýtti hann móðunni, sem yfir bæinn leggst í logni, hægt og hægt norður á flóann. Sveitirnar voru auðar og mjög dökkar yfir að líta, en hrim á hæstu fjöllum, og sló á það roða við sólarupp komuna. í slíku veðri fóru fram full- veldishátíðahöldin framan við Stjórnarráðshúsið, og liggur við að þótt hafi spá góðu, að snögg veðrabrigði urðu til hins betra rétt í sama mund. En anriars er að sjá að fögnuður manna við fullveldistökuna hafi þótt við hóf, menn voru naumast búnir að átta sig, og hugirnir voru öðrum þræði bundnir við ömurlega hluti, illt árferði, vandræði af stríðs- völdum,blóðferil spönsku veik- innar. En vitaskuld fögnuðu menn þó, aðeins á hinn tómlátlega ís- íenzka hátt, og fundu um leið til vandans, sem þjóðin tókst nú á herðar. f einu blaði segir: „í dag stöndum vér augliti til auglitis við heiminn á eigdn ábyrgð en ekki annarra. f dag fá íslend ingar það hlutverk, að halda uppi sæmd yngsta ríkis í heiminum. Og vonandi finnur öll þjóðin til vandans, sem þeirri vegsemd fylg ir. Það er eigi minna um vert að gæta fengins fjár en afla þess.“ 1 þessum orðum felst stolt og von og um leið vottur af kvíða. Hvað skyldi framtíðin bera í skauti sér fyrir þessa örlitlu fá- tæku þjóð, sem nú hafði öðlazt fullveldi? Mundu draumarnir ræt- ast, draumarnir, sem bundnir voru við þetta langþráða mark, sem niú var náð? Veröldin var étrygg, heimsstyjöldin fyrri var mikið reiðarslag fyrir þá bjart- sýnu trú á batnandi heim, sem gagntók hugi manna í upphafi þessarar aldar. Hvað var fram undan? Það var von að menn spyrðu. Menn störðu fram, en störðu forgefins, eins og skáldið kvað, þá eins og ætíð skyggði Skuld fyrir. En vér sem nú höld um hátíðlegt hálfrar aldar afmæli fullveldisins spyirjum líka, spyrj um á annan veg, og til þess er þessi dagur öllu öðru fremur. Hver er reynsla vor af fimmtíu ára sjálfstæði íslenzku þjóðarinn ar? Hvernig heifur þessari litlu þjóð vegnað þessi fimmtíu ár, og hafa draumar feðra vorra rætzt um heill og hamingju henni til handa, þegar hún var orðin sjálfri sér ráðandi? Slíkum spurningum er ætið vandsvarað nema með almennum hugleiðingum. Fortakslaust er þó hægt að segja, að íslendinga hef- ur aldrei iðrað þess, að þeir stigu það spor sem þeir stigu árið 1918. Engum kemur til hugar, að vér vætum betur á vegi staddir nú, þótt vér hefðum hætt við hálfnað verk í réttindabaráttu vorri og verið áfram í einhvers konar sam bandi við Danmerkurríki eða Danmerkurkonung. Þvert á móti munu allir viðurkenna, að full- veldi þjóðarinnar og síðar algjört sjálfstæði hafi orðið henni til hinnar mestu gæfu. Það er í vor um augum og hefur lengi verið svo sem sjálfsagður hlutur, að við þetta hlutskipti eitt gætum vér unað, og ávextirnir eru auð- sæir. Þjóðinni hefur. vaxið kjark ur og sjálfsvirðing, hún finnur til þess, þótt smá sé, að hún er fullgild og þegnar hennar full- færir á borð við hvaða þjóð sem er, hún hugsar nú eins og sjálf- stæð fullveðja þjóð, sem stefnir að því sama í félagslegum og menningarlegum efnum og þær þjóðir, sem hæst stefna. Þessi vitund og hugsunarháttur er vafa laust beinn árangur af stofnun fullvalda rikis, af þeirri ábyrgð, sem því fylgir, og þeim þroska- möguleikum, sem slílkt býr þjóð og einstaklingi. Þessi fimmtíu ár hafa verið mikill umbrotatími í veröldinni og engan gat. órað fyrir því árið 1918 hvað yfir kynni að dynja og hve yrði staða íslands í heiminum, en þegar á allt er litið hafa þó draumarnir um fellveld ið og blessun þess ekki orðið sér til minnkunnar. Hitt er annað mál, að oft hefur verið vandsiglt síðastliðna hálfa öld, og um það má endalaust, deila hvort hægt hefði verið að sigla betur og meira á stundum. Um hið liðna dæmir sagan, en engum getur dulizt, að undravert er, hversu áfram hefur miðað, undraverð eru þau stakkaskipti sem þjóðin hefur tekið. Það eitt er nógu furðulegt umhugsunar- ! efni, að þjóðin hefur meira en i tvöfaldazt og almenn lífskjör stór 'lega breytzt til hins betra. Slíkt er rétt að nefna á fullveldisaf- mæli, þótt engum komi til hugar að þakka það allt fullveldinu. iÞjóðin var þegar á framfarabraut áður en hún varð fullvalda, og vitanlega hlaut nútíminn að koma til íslendinga eins og annarra. En á fleira er að líta. Sumir telja, að velgengni vor á síðustu áratugum eigi að töluverðu leyti rætur sín ar að rekja til hagstæðs tíðarfars, og satt er það, að þessi fimmtíu ár eru ef til vill lengsti hlýviðris- kafli, sem verið hefuir hér á norð urhveli síðan land byggðist. Slíkt hefur vitanlega sínar afleiðingar, sem vandasamt er að meta til hlítar, en misjöfn hafa árin verið eftir sem áður, og enn sem fyrri er ísland á sömu norðlægu slóðun um. Enda ligguir það í augum uppi, að hin mikla framvinda síð- ustu áratuga er fyrst og fremst afleiðing þess, að einmitt þetta tímabil hefur verið tími hinna miklu sigurvinninga mannsandans yfir náttúruöflunum, sem vér höfum notið góðs af eins og allir aðrir. Velgengni vor á að verulegu leyti rót sína að rekja til hinna miklu vísinda nú- tímans, sem vér getum ekki þakk að oss, þó að vonandi megi | segja að vér höfum verið nám- j fúsir og næmir lærisvednar. Tækni þróunin, vélvæðingin, læknavísind in, félagsmenningin og allt annað sem vér höfum og teljum nútím- ans einkenni, hefði komið til vor, hversu sem verið hefði um full- veldi vort og sjálfstæði, en allt j hefði það komið niður í annan jarðveg ófrjórri og borið annars konar ávexti og ósætari í þjóð- lífi voru og menningu. Vér höfum getað þegið allar þessar gjafir hins nýja tíma fagnandi vegna þess a'ð vér gátum tekið á móti þeim sem frjálsir menn, sem frjáls þjóð. Annars mundu oss finnast þær sem galli blandnar, sem betur fer segi ég, því að vonandi verðum vér aldrei slíkir efnishyggjumenn, að munnur og magi verði einir um að segja fyrir um kröfur vorar til lífsins. Á hálfrar aldar afmæli íslenzks fullveldis er eðlilegt að horft sé um öxl og svipazt yfir farinn veg. Þetta er minningarhátíð eins og öli afmæli. En jafnframt er spurt: Hvað er framundan, er vér Íeggj um á næsta hálfrar aldar áfanga? Vér höfðum mikið að verja árið 1918, en þó höfðum vér að því skapi meira að verja nú sem vér hljótum að gera meiri kröfur til lífsins og til sjálfra vor nú en þá, hvort sem er líf smárrar þjóð- ar í hættulegum heimi eða líf ein staklings á villugjarnri öld. En þegar spurt er, hvað nú sé fram undan fyrir ísl. þjóð, komumst vér ekki undan að minnast þess, hversu nú er ástatt í íslenzku þjóð lífí á þessari stundu, hveru sigi'ð hefur á ógæfuhlið í efnahagslífi voru á síðustu tímum og hvernig vér nú stöndum andspænis örðug leikum sem enginn sér enn hvern ig úr rætist. Það væri hræsnin einber að reyna að dyljast þess. að einmitt nú líta margir. eða þó öllu heldur allir, með nokkrum kvíða til framtíðarinnar vér höldum þessa hátíð í skugga þess vanda, sem vér erum í Hann set ur sinn blæ á bjóðlífið allt og hann setur að einhverju leyti sinn blæ á þessi hátíðahöld þjóð arinnar og dag stúdenta. En það er líka stundum stórhríð á sumardag inn fyrsta, og fögnum vér þó sumri. Erfiðleikarnir eru miklir, og þarf ég sízt að útmála þa'ð, en volið og vílið er meira en góðu hófi gegnir. Slíkt bætir lítið úr skák, enda mun aftur rofa til, ef til vill áður en varir og þarf engan spámann eða óraunsæjan skýjaborgamann til að fara nærri um það. Svo hefur ætíð orðið þeg ar að hefur syrt, og eins mun verða nú. Til framtíðarinnar hljót um vér að hugsa í því ljósi, en ekki drunga þessara skammdegis daga. En reyndar minna þeir oss hastarlega á, að það á sjálfu hálfr ar aldar afmæli fullveldisdns, hve höllum fæti vér stöndum me'ð atvinnuvegi vora sem eru grund- völlur tilveru vorrar í landinu, for sendan fyrir lífi, frelsi og menn- ingu landsins. í baráttunni fyrir að viðhalda því sjálfstæði þjóðarinnar, sem til var stofnað árið 1918, mun það án efa verða einn veigamesti þátturinn á næstu árum og áratug um að leitast af öllu afli við a'ð treysta þessar undirstöður, gera oss óháðari duttlungum náttúru- farsins og markaðskenjum að svo miklu leyti sem í mannlegu valdi stendur. Á því veltur hvort hér tekst að láta gróa það góða, ham- ingjusama og réttláta mannlíf, sem feður vorir trúðu a'ð hér mundi gróa, þegar stundir liðu fram, og sem vér einnig vonum og trúum staðfastlega að hér muni þrífast. Og á því byggist einnig hvort hér fær þrifizt íslenzkt menningarþjóð félag, sem hlýtur að vera markmið vort og keppikefli og oss ber sér staklega að leggja oss á hjarta á hverjum þjóðlegum minningardegi og ekki sízt stúdentatdegi. Og er þá komið að því, sem oss má aldrei gleymast í arga- þrasi og brauðstriti líðandi stund ar. Menningararfur vor og þjóð erni hefur meira en nokkuð ann- að hvatt íslendinga fram á síð- ustu tímum og sett þeim mark að keppa að. Vér værum ekki sú þjóð, sem vér erum nú, ef for- feður vorir hefðu ekki skrifað bækur þar sem þjóðarsálin lifir. Þeir glopruðu reyndar sjálfsitæði þjóðarinnar úr hendi sér, en þeir höfðu áður sýnt, hvers íslenzk menning er megnug og þeir skil uðu þeirri arfleið sem fól í sér fyrirheitið um að fyrr eða síðar mundi þjóðin vinna sig upp aft- ur. Nú er það vort að skila hvoru tveggja áleiðis, sjálfstæð- inu og menningararfleifðinni. j Minningin um gullöld íslendinga 'og afrek þjóðarinnar fyrr á tíð | var sífelldur aflgjafi í frelsls- baráttunni á 19. öld, það var hún sem var undirrót hinnar von- glöðu bjartsýni aldamótakynslóð- arinnar og ungmennafélagsskapar ins, sem sumum finnst nú hafa verið barnalegur í aðra röndina, en vissulega táknaði hann á sín- um tíma heilsteyptan og hrein- hjartaðan vilja til góðs fyrir hönd lands og þjóðar. Hinn forni tími, jsem um er skrifað á bókfelli mið- alda, á, þegar öll kurl koma til grafar, drýgstan þátt í að hér var að lokum stofnað sjálfstætt lýð- veldi. Enginn getur skilið hið mikla kapp íslendinga að vilja vera algjörlega sjálfstæðir og öðrum óháðir, nema sá sem ber skyn á sögu bjóðarinnar, upphaf hennar, vist í landinu, menning- i una sem hún hefur skapað og ! búið við. Efnaleg hagsæld er í j rauninni eins og hver annar sjálf- jsagður hlutur og óhjákvæmileg forsenda, sem allar þjóðir krefj- ast sér til handa, hvort sem þær teljast sjálfstæðar eða ekki. ís- lendingar hafa keppt að sínu marki af því að þeir vildu fá að halda áfram ævintýrinu, eða til- j rauninni, sem landnámstnenn stofnuðu til hér í öndverðu, af því að þeir hafa sérstöku hlut- verki að gegna, sem enginn ann- ar getur leyst af hendi. Það er að rækta íslenzkt mannlíf og menningu, í miðju samfélagi þjóð anna, þetta safn lífsþátta, sem allt í einu lagi ber þetta nafn og er ekki ómerkur dráttur í ásýnd heimsins. Allt ber þetta að þeim brunni, að viðurkennt sjálfstæði Framhald á bls. 22

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.