Vísir - 12.08.1977, Page 8
Orðsending
fró Getraununum
o Getraunir hefja starfsemi sina á ný eftir
slimarhlé með leikjum ensku deilda-
keppninnar hinn 27. ágúst. Seðill nr. 1
hefur verið sendur aðilum utan Reykja-
vikur og nágrennis. Félög i Reykjavik og
nágrenni sæki seðilinn á skrifstofu Get-
rauna i íþróttamiðstöðinni.
Garðabœr —
Skrifstofuhúsnœði
Skrifstofuhúsnæði óskast i Garðabæ fyrir
fræðsluskr if stofu Reyk janesumdæmis.
Tilboð sendist i pósthólf 133, Garðabæ
fyrir 18. ágúst 1977.
Fræðslustjóri Reykjanesumdæmis.
-Hótel Borgarnes .
Nýja Pelikan: f.v. ólafur Sigurösson, Ómar óskarsson, Jón Ólafsson, Július Agnarsson, Sören Larsen
og Magnús Magnússon. Tveir þeir siðastnefndu konu ekki meö til íslands.
Nýja veitingabúðin er opin frá kl. 8.00—23.30.
V.ið minnum á okkar
rúmgóðu og
snyrtilegu hótelherbergi.
Pantanir teknar
i sima 93-7119-7219
($cvgameð
tlNN HRINGUR HJÁ PEIIKAN
OG SVO ÚT í PLÖTUGíRÐ
,,Viö vorum að leita okkur að
stil. Við teljum okkur hafa fundið
hann”, sögðu liðsmenn hijóm-
sveitarinnar Pelikan við Visi.
Þeir eru nýkomnir frá Dan-
mörku, þar sem þeir hafa dvalið i
hálft annað ár og leikið. Þeir
leggja áherslu á, að nafn hljóm-
sveitarinnar sé her eftir meðk, en
ekki c eins og áður. Aðeins einn
liðsmaður þeirrar gömlu Pelican
er enn eftir,'Omar óskarson.
„Okkur langaði bara til að
breyta um umhverfi”, sagði
Ómar um utanförina. „Við
vildum verða fyrir nýjum
áhrifum. Og við vorum með
mikla tilraunastarfsemi á músfk-
Hluti af sýningunni I Norræna húsinu. Til hægri eru nokkrar myndskreytingar úr einni bók Runebergs,
en til hægri er svo bókin sjálf. Visismynd: EGE
Finnskar bœkur í Norrœna húsinu
t Norræna húsinu stendur nú
yfir sýning á myndskreytingum
við bækur finnska þjóðskáldsins
J.L. Runebergs. Sýningin var
upphaflega sett upp IFinnlandi i
tilefni þess, að á þessu ári eru
100 ár liðin frá dauða Rune-
bergs.
J.L. Runeberg hefur skilið
minna eftir sig en hinn 33ja ára
skáldaferill hans gæti gefið til
kynna. En hann ruddi á mörg-
um sviðum nýjar brautir i
finnskum bókmenntum, og
myndskreytingar verka hans
marka timamót á þvi sviði þar i
landi.
Gildi J.L. Runebergs sem
skálds felst e.t.v. einkum i þvi,
að hann vakti i kveðskap sinum
ást Finna á þjóðerni sinu og
landi. Hann naut mikillar hylli
landa sinna frá 1854 og til
dauðadags, og jarðarför hans
var mjög fjölmenn. Og árið 1899
seldust um 75.000 eintök af
striðsljóðasafninu „Fanrik
Stals sagner”. Er það e.t.v. eitt
besta dæmið um vinsældir
Runebergs, sem enn eru miklar.
Bók Runebergs, „Dikter”,
var fyrsta tagurbókmenntalega
verkið, sem gefið var út mynd-
skreytt i Finnlandi. Það kom út
1830. Þar var hins vegar ekki
um að ræða hreina myndskreyt-
ingu bókarinnar, heldur eldri
litógrafiu eftir P.O. Goden-
hjelm.
Merkust allra myndskreyttra
útgáfa á verkum Runebergs er
skrautútgáfa á „Fanrik Stals
sagner”, sem kom út i 10 heftum
1898-1900. Þar eru 120 málaðar
eða teiknaðar myndir, 66
vinjettur og 55 skrautupphafs-
stafir eftir Albert Adelfelt.
Listamenn frá Finnlandi,
Sviþjóð, Noregi og Danmörku
hafa myndskreytt bækur Rune-
bergs, og vitað er um eina
franska myndskreytingu við
ljóð eftir hann.
Sýningin i Norræna húsinu
verður opin til 22. ágúst, og auk
hennar verður þar jafnlengi
sýning á finnskum bókum i eigu
safnsins og annarra aðila.
—HHH.