Vísir - 12.08.1977, Page 17
VISIR Föstudagur 12. ágúst 1977
17
VtSIR
Gengi og gjaldmiðlar
FALLA NORÐUR-
LANDAGJALD-
MKMARIHAUST?
Gjaldeyriskaupinenn I Lundúnum spá nú
gengisfellingu gjaldmiðla Noregs, Uanmerkur og
Sviþjóðar i september. Ástæðan fyrir þessum spá-
dómum er, að stjórnir Sviþjóðar og Danmerkur
hyggjast leggja fram tillögur um úrræði i efna-
hagsmálum um það leyti og þrátt fyrir tiltölulega
sterkan efnahag Norðmanna er lalið að þeir muni
fylgja dæmi grannþjóða sinna og fella norsku
krónuna um svipaða hlutfallstölu.
Sviar og Danir eiga við um-
talsverða efnahagsörðugleika
að striða og er töluverð vantrú
rikjandi hvað varðar gjaldmiðla
þessara landa. Talið er að þessi
gengisfelling, ef af henni i erður
muni veröa framkvæmd sam-
ráði við aðrar þjóðir sem hluti
af uppstokkun gengismála i
Evrópu,sem ýmsum þykir fylli-
lega timabær. Rætt er um
hugsanlega gengishækkun
marksins innan hins sam-
tryggða gengiskerfis sex
Efnahagsbandalagslandanna
sem kallað er „snákurinn”.
Sænska krónan felld
um 6%
Reuters fréttastofan I London
gerði könnun meðal banka-
manna þar i borg og meðal
starfsbræðra þeirra i höfuð-
borgum Skandinavlsku land-
anna og kom i ljós að flestir
búast við að sænska krónan
verði felld um 6% I haust. Sömu
aðilar töldu eilitið minni gengis-
fellingá gjaldmiðlum Noregs og
Danmerkur likiega. Talið er af
þessum aðilum, að markið verði
hækkað um 2% eða svo um
svipað leyti og gengi sænsku
krónunnar verði fellt.
Sviþjóö er aöili að sam-
try ggingarkerfi gjaldmiöla
Efnahagsbandaiagsiandanna,
sem sterkust eru efnahagslega,
„snáknum”, en talið er að
löndin sex viiji halda sænsku
krónunni innan samtryggingar-
kerfisins þrátt fyrir veika stöðu
hennar en skilji nauðsyn meiri-
háttar breytingar á gengi
hennar með haustinu.
Astæðan fyrir stöðugt veikari
stöðu sænsku krónunnar er ört
vaxandi viðskiptahalli við út-
lönd. Hallinn skánaöi litið eitt
fyrst eftir sfðustu gengisfeilingu
krónunnar en umskiptin f efna-
hagslifi Svia tii hins verra eru
meiri en flesta grunaði þá.
Dollarinn seig á ný
Eins og skýrt var frá i þessum
þætti I gær var búist viö, að
slakaö yrði á reglum um þenslu
á peningamagni I Vestur Þýska-
landi, sem hefði i för með sér
veikari stöðu marks gagnvart
doilar. öllum á óvænt var
ákveðið I gærkvöidi aö breyta
þessum reglum ekki og féll þvi
doliarinn aftur á gjaldeyris-
mörkuöum í gær.
Bandarikjamenn
versla meira
Sala á vöru og þjónustu óx um
1,5% i Bandarfkjunum i siðasta
mánuði. t mánuðinum á undan
féll heildarsala verslana og
þjónustufyrirtækja litið eitt.
Verð á vörum frá framleiö-
endum - •'iý litið eitt en féll I
mánuðinum á undan. Nokkur
timi Hður aö jafnaði áður en
þróun á heildsöluveröi hefur
áhrif á smásöluverð, sem er
grundvöllur verðbólgumælinga.
Mikil aukning i bila-
framleiðslu Vestur
Þjóðverja
Bilaframleiðsla I Vestur
Þýskalandi hefur vaxiö um 9%
frá fyrra ári og er nú meiri en
nokkru sinni. Þjóðverjar fram-
leiða nú 16.600 fólksbila á dag.
Aukning hefur verið I eftirspurn
á þýskum bilum innan lands
sem utan og er VoiksWagen
Golf söluhæstur.
i bilaiðnaði Þjóðverja vinna
nú yfir 600.000 manns og er búist
við, að allt aö 20.000 ný störf
bætist við i þessum iðnaöi þaö
scm eftir er ársins.
Bilaiðnaðurinn er undirstaða
margra annarra iðngreina og
þessi iðnaður nú ein helsta von
Þjóðverja i baráttu þeirra við
vaxandi atvinnuleysi en um 1
milljón Þjóðverja eru skráðir
atvinnulausir um þessar
mundir.
Staða sœnsku krónunnar fer versnandi
Samið víð V-Þjóðverja um
samstarf í tollamólum
Gengið hefur verið frá upp-
kasti að samningi um gagn-
kvæma aöstoö i toliamálum
milli V-Þýskalands og tslands.
Samningurinn kveður i aðal-
atriöum á um gagnkvæma upp-
lýsingagjöf samningsaðila meö
það að markmiði að vinna gegn
brotum á tollalöggjöf landanna.
Samningur þessi er jafnframt
fyrsti tvihliða samningur sem
Islands gerir við erlent rfki um
slikt samstarf.
Gert er ráð fyrir þvi að
samningurinn verði undirrit-
aður i Bonn á hausti komanda
eftir að hafa hlotið staðfestingu
löggjafarþinga beggja land-
anna.
—H.L.
Nýlega var opnað i Reykjavik nýtt bakarf sem nefnist Kökuval,
Laugarásvegi 1.
t Kökuvali er opiö alla daga vikunnar og þar er að finna ntikið
úrval af allskyns kökum og brauðgerðum.
Eigendur Kökuvals eru þau hjónin Jón Jóhannesson og Rósa
ólafsdóttir og sjást þau hér á meðfylgjandi mynd ásamt starfs-
manni sinum Hrafnhildi Arnkelsdóttur t.v.
—H.L/Þ.G.
NÚ FÁ EINHLEYPIR
TEKJUTRYGGINGU
Ný ákvæði hafa verið tekin I
lög, um sérstaka heimilisuppbót
á lifeyri allra einhleypra ein-
staklinga, sem búa einir á eigin
vegum.
Þar er kveöið svo á um aö ein-
hleypingi, sem nýtur óskertrar
uppbótar (tekjutryggingar) og
er einn um heimilisrekstur, án
þess að njóta fjárhagslegs hag-
ræðis af sambýli eða samlögum
viö aðra um húsnæðisaöstöðu
eöa fæöiskostnaö, skal greiða
heimilisuppbót kl. 10.000 á
mánuði.
Umsóknir skulu rökstuddar
t.d. meö skattframtölum og
skýrum upplýsingum um hagi
bótaþega, eftir þvi sem
spurningar á eyöublöðum veita
tilefni til.
Lögin gilda frá 1. júli 1977.
—GA
J:
PASSAMYIVDIR
feknar í lifum
tilbúnar sfrax I
barna & ffölskyldu
LJOSMYNDIR
AUSTURSTRÆTI 6 S.12644
FÉLAGSSTARF OG FUNDIR
Borgarbókasafn Reykja-
vikur:
Aðalsafn — útlánsdeild,
Þingholtsstræti 29a, sím-
ar 12308, 10774 og 27029 til
ki. 17. Eftir lokun skipti-
borðs 12308 i útlánsdeild
safnsins.
Mánud. —-föstud. kl. 9-22,,
laugard. kl. 9-16. Lokað á
sunnudögum.
Aðalsafn — lestrarsalur,
Þingholtsstræti 27, simar
aðalsafns. Eftir kl. 17
simi 27029.
Mánud. — föstud. kl. 9-22,
laugard. kl. 9-18 og
sunnud. kl. 14-18, til 31.
mai. í júniverður lestrar-
salurinn opinn mánud. —
föstud. kl. 9-22 lokað á
laugard. og sunnud.
Lokað I júli. t ágústverð-
ur opið eins og i júni. 1
september veröur opið
eins og i mai.
Farandbókasöfn. — Af-
greiðsla i Þingholtsstræti
29a, simar aðalsafns. B-
'ókákassar lánaðir skip-
um, heilsuhælum og
stofnunum.
i Sóiheimasafn— Sólheim-
um 27, simi 36814.
Mánud. — föstud. kl. 14-
21. Lokaö á laugardögum,
. frá 1. mai — 30. sept.
Bókin heim—Sólheimum
27, simi 83780.
Mánud. — föstud. kl. 10-
12. — Bóka og talbóka-
þjónusta við fatlaða og
sjóndapra.
Hofs vallasafn — Hofs-
vallagötu 16, simi
27640.
Mánud. — föstud. kl. 16-19
Lokaö i júli.
Bókasafn
Laugarnesskóla — Skóla-
bókasafn slmi 32975.
Lokað frá 1. mai — 31.
ágúst.
Bústaðasafn — Bústaða-
kirkju, simi 36270.
Mánud. — föstud. kl. 14-
21. Lokað á laugardögum,
frá 1. mai — 30. sept.
Bókabilar — Bækistöö I
Bústaðasafni, simi 36270.
Bókabilarnir starfa ekki
frá 4. júli til 8. ágúst. Viö-
komustaðir bókabilanna
eru sem hér segir:
MINNGARSPJÖLD
Minningarkort bygging-
arsjóðs Breiðholtskirkju
fást hjá Einari Sigurðs-
syni Gilsársstekk 1, sími
74136 og hjá Grétari
Hannessyni Skriöustekk
3, sími 74381.
Minningarkort Sambands
dýraverndunarfélaga ts-
lands fást I versluninni
Bellu, Laugav. 99, versl.
Helga Einarssonar,
Skólavörðustíg 4, bóka-
búðinni Vedu, Kóp. og
bókaverslun Olivers
Steins, Hafnarf.
Minningarkort Barnaspl-
tala Hringsins eru seld á
eftirtöldum stöðum:
Bókaverslun Isafoldar,
Þorsteinsbúð, Vesturbæj-
ar Apóteki, Garösapóteki,
Háaleitisapóteki Kópa-
vogs Apóteki Lyfjabúö
Breiðholts, Jóhannesi
Norðfjörö h.f. Hverfis-
götu 49 og Laugavegi 5,
Bókabúö Olivers, Hafnar-
firöi, Ellingsen hf. Ana-
naustum Grandagarði,
Geysir hf. Aöalstræti.
> •
Minningarspjöld óháöa
safnaðarins fást á eftir-
töldum stööum: Versl.
Kirkjustræti, sími 15030,
Rannveigu Einarsdóttur,
Suðurlandsbraut 95 E,
simi 33798, Guðbjörgu
Pálsdóttur Sogavegi 176,
simi 81838 og Guðrúnu
Sveinbjörnsdóttur,
Fálkagötu 9, simi 10246.
Orlof húsmæðra
Seltjarnamesi, Garöabæ
og Mosfellssveit verður i
orlofsheimili húsmæöra i
Gufudal, Olfusi. Fyrir
konur meö börn 30.7-6.8
Fyrir konur eingöngu 20-
27. ágúst. Upplýsingar í
simum 14528 (Unnur)
42901 (Þuriður 7-8 siöd.)
66189 (Kristin 7-8 siöd.)
Kirkjuturn Hallgrlms-
kirkju er opinn á góð-
viðrisdögum frá kl. 2-4
siðdegis. Þaðan er ein-
stakt útsýni yfir borgina
og nágrenni hennar að
ógleymdum fjallahringn-
um I kring. Lyfta er upp I
turninn.
Asgrim ssafniö, Berg-
stæðastræti 74, er opið
alla daga nema laugar-
daga frá klukkan 1.30-4.
tslandsmótið I körfu-
knattleik ’77-’78
Islandsmótið I körfu-
knattleik hefst I okt.-nóv.
Þátttökutilkynningar
þurfa að hafa borist skrif-
stofu Körfuknattleiks-
sambands Islands, Box
864, 121 Rvik. fyrir 1.
ágúst n.k. Þátttökutil-
kynningar verða ekki
teknar til greina nema að
þátttökugjöld fylgi en þau
eru: Fyrir meistara-
flokka kr. 20.000, fyrir
aöra flokka kr. 10.000.
Stjórn K.K.t.
Orösending frá Verka-
kvenna. Framsókn.
Sumarferöalagið er
laugard. 6. ágúst. Til-
kynnið þátttöku i sföasta
lagi fimmtudag. Pantaðir
miöar sóttir fyrir
fimmtudag. Állar uppl. á
skrifstofunni. Opið miö-
vikudag til kl. 20. (kl. 8.
Fundir AA-samtak-
anna í Reykjavík og
Hafnarfirði
Tjarnargata 3c:
Fundir eru á hverju
kvöldi kl. 21. Einnig eru
fundir sunnudaga kl. 11
f.h., laugardaga kl. 11 f.h.
(kvennafundir), laugar-
daga kl. 16 e.h. (spor-
fundir). — Svaraö er I
stma samtakanna, 16373,
eina klukkustund fyrir
hvern fund til upplýsinga-
miðlunar.
Austurgata 10, Hafnar-
firði:
mánudaga kl. 21.
Tónabær:
Mánudaga kl. 21. —
Fundir fyrir ungt fólk (13-
30 ára).
Bústaöakirkja:
Þriðjudaga kl. 21.
Laugarneskirkja:
Fimmtudaga kl. 21. —
Fyrsti fundur hvers
mánaöar er opinn fundur.
Langholtskirkja:
Laugardaga kl. 14.
Ath. aö fundir AA-sam-
takanna eru lokaðir
fundir, þ.e. ætlaöir alkó-
hólistum eingöngu, nema
annað sé tekiö fram, að-
standendum og öðrum
velunnurum er bent á
fundi Al-Anon eða Ala-
teen.
AL-ANON, fundir fyrir
aðstandendur alkóhó-
lista:
Safnaðarheimili
Grensáskirkju:
Þriðjudaga kl. 21. —
Byrjendafundur kl. 20.
Langholtskirkja:
Laugardaga kl. 14.
ALATEEN, fundir fyrir
börn (12-20 ára) alkó-
hólista:
Langholtskirkja:
Fimmtudaga kl. 20.