Vísir - 12.08.1977, Page 23

Vísir - 12.08.1977, Page 23
VISIR Föstudagur 12. ágúst 1977 um hópi svo mig langar að vita við hvaða hóp er átt. Er ekki hver einasti texti sem saminnerpólitiskur, speglarekki hver hugsun mannsins einhverja (misljósa) pólitik? Þú segirað ef textar séu ekki pólitiskir þá séu plötur ómögulegar að dómi fyrr- nefnda hópsins. Er kanski pólitik að þinu mati bara textar sem segja hreint út Herinn burt, Varið land, Island í eða úr NATO, niður með Ihaldið, kratana eða komm- ana? Þú vilt ekki leggja tónlistina undir áróður, en er ekki tónlistin eins og öll önnur list áróður sem speglar hugsun mannsins að mis- miklu leyti? I sambandi við það t að artistar eigi ekkfað gefa skit i aðra nema þeir geti eitthvað sjálfir, þetta er að visu óljós setn- ing hjá þér, en að flestra áliti má taka þetta á þann veg, að dútlarar megi ekki gagnrýna stórkallana og þá langar mig að spyrja: Eru þá Yes og Herbie Hancock hafnir yfiralla gagnrýni? Skora ég á þig að svara þessu. ER EKKI HVER EIN- ASTI TEXTI PÓLI- TÍSKUR, BJÖGGI? Jónas H. Eiríksson skrifar: Það fyrsta sem mér datt i hug eftir að hafa lesið viðtaliö við Bjögga Halldórs i Helgarblaði Visis var að maðurinn ætti ekki aðopna munninn til annars en að syngja. Allavega ætti hann ekki að segja neitt til alþjóðar i fjöl- miðlum þar sem hann gerir sig ætið að minni manni I hvert sinn sem hann lendir I viðtölum. Mig langar til aö biðja Björgvin að svara nokkrum spurningum sem vöknuðu hjá mér við lestur við- talsins. Hvaða ákveðinn hópur manna er haldinn þeirri meinloku, að ef eitthvað er vinsælt og fólk hafi gaman af þvi, þá sé eitthvað að? Ég þekki margt fólk sem ég ræði við um tónlist en hef aldrei orðið var við neinn sem tilheyrir þess- Svo hafa i lesendadálkunum verið smárifrildi út af Dr. Hook og langar mig að láta álit mitt i ljós. Dr. Hook eru aumingjar tón- listarlega en með frábæran húmor og sviðsframkomu. Skora ég á sjónvarpið að endursýna þáttinn með þeim. Um aðrar hljómsveitir sem hafa dregist inn I rifrildið vil ég segja, að Uriah Heep, Deep Purple og Led Zeppelin eru allt löngu staðnaöar hljómsveitirsem verða horfnar úr sviðsljósinu inn- an tveggja ára. Þetta eru innan- tómar öskur hljómsveitir sem eiga þó til góöa punkta en þó ekki sterkari en það að plötur þeirra eru allar undir meðallagi miðaað við árið 1977. Þeirra tlmi og músik var uppá sitt besta á árun- um 1970-72. Pink Floyd hafa þó fylgt þróuninni og eru ásamt Jeff Beck ein af fáum popphljómsvit- um sem í meira en 10 ár hafa sloppið við þá stöðnun sem drepur hverja súperhljómsveitina á fætur annarri. M0T0RHJ0L Óhöpp á borð við þetta eru allt of algeng. — kveikið Ijósin! M.H. hringdi: „1 guðanna bænum, þiö sem ? akið mótorhjólum og skellinöðr- um — hafið kveikt á ljósunum p hjá ykkur! Þiö stofnið ykkur i allt of mikla hættu i umferðinni annars. Mótorhjól og skellinöðrur eru | ekkert of fyrirferðarmikil, svo það er ekki auðvelt að koma auga á þau i umferð. Þar að auki eru flestir bilstjórar vanir þvi að sjá ekkert annað en aöra blla á götunum. Þeir eru hrein- lega lokaðir fyrir minni farar- tækj um. Þau eru ekki svo fá slysin, þar sem ekiö hefur verið i veg fyrir mótorhjól, vegna þess að bíl- stjórar komu ekki auga á þau I tæka tið. Helsta ráöið til að bægja frá þessari hættu er aö láta mikið á hjólunum bera. Frumskilyrðið er að hafa kveikt á ljósunum, jafnt á nóttu sem degi. Viða erlendis er það lagaleg skylda að aka mótorhjólum með kveikt á ljósunum. Einnig ættu ökumenn mótor- hjóla að klæðast skærlitum klæðnaði, helst sem endurskln. Þannig minnkar hættan á þvi að ökumenn bifreiða komi ekki auga á hjólin. Mér blöskrar alveg hve oft er svlnað á mótorhjólum, en ég held að I f lestum tilfellum sé þaö ekki ásetningur aö svina svona. Menn bara koma ekki auga á hjólin. ökumenn mótorhjóla mættu hafa það sem reglu, að gera aldrei ráð fyrir að aðrir öku- menn hafi tekið eftir þeim. Þannig sýna þeir sjálfir meiri varkárni, og eiga sterkari möguleika á að sleppa óhappa- laust frá akstrinum”. UPP MEÐ BORGARMIÐSTÖÐINA Vesturbæingur hringdi: Ég var að lesa i Vísi um nýstár- legar hugmyndir Gests Ólafsson- ar arkitekts og hans manna varö- andi endurbyggingu á svæöinu fyrir enda Austurstrætis. Þetta voru mér mikil gleöitlð- indi þvi umrætt svæði hefur verið að drabbast niöur á undanförnum árum. Hallærisplaniö er sálar- laust bllastæði á daginn og þar híma veglausir unglingar á kvöldin. Þarna hefur ekki einu sinni verið komiö fyrir bekk til að tylla sér niður á og umhverfið óyndislegt meö þessum gömlu hjöllum sem væri bæjarhreinsun aö rífa, að undanteknu Hótel Vlk. Ég skora á borgaryfirvöld og almenning að kynna sér vel og rækilega þessar merku hug- myndir og slðan þarf bara aö drlfa framkvæmdir á stað. Við getum raunverulega ekki kallað Reykjavik borg fyrr en við fáum þann punkt I borgina sem I raun og veru er einhver borgarbragur yfir, en á þeim myndum sem fylgdu greininni I VIsi sýnist mér þessi miöstöö geta oröiö ákjósan- legur samkomustaöur. UTSALA 20% afsláttur TjSld ■ Tjalddýnur Svefnpokar TÓmSTUflDflHÚSIÐ HP Laugauegi 154-Roqfciauit $=21901 Super kaup — á super 8 fílmu! 12% afsláttur ef keyptar eru fjórar í einu Austurstræti 7, s: 10966.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.