Tíminn - 13.02.1969, Side 1

Tíminn - 13.02.1969, Side 1
 Augiýsing í Tímanum feemtrr daglega fjTÍr augu 80—100 þúsund lesenda. <vV tMnwn 36. tbl. — Fimmtudagur 13. febr. 1969. — 53. árg. Gerizt áskrifendur að Tknannm. Hringið í síma 12323. Litla-Hrauns málið rætt á Alþingi í gær LL-Reykjavík, miðvikudag. Á fundi sameinaðs Al- þingis í dag bar Ágúst Þor- valdsson fram svohljóðandi fyrirspurn til dómsmálaráð- herra: 1. Hvað hyggst dómsmála ráðherra gera viðvíkjandi kæru, sem honum hefur borizt frá nokkrum starfs- mönnum á Litla-Hrauni um meint misferli forstöðu- manns vinnuhælisins, Markúsar Einarssonar? 2. Er það álit fangelsis- nefndar, sem skipuð var og falið að rannsaka þessi mál, að lausn þeirra sé fengin með því, að Sigurði Krist- mundssyni, bryta vinnuhæl- isins, hefur verið sagt upp starfi, án nokkurra viðhlít- andi skýringa? Pramhald á bls. 14. FIB ítrekar: afnema ber leyfisgjald, hækka benzín Sjómannafélag Reykjavíkur hélt fund í Iðnó, þar sem samkomulagið við útvegsmenn var útskýrt. Atkvæða greiðsla fer fram í félaginu í dag um samkomulagið. (Tímamynd—GE). Verkfalli sjómanna mun sennilega aflýst á kvöld EJ — Reykjavík, miðvikudag. Klukkan eitt í nótt var undirritaður samningur milli undirmanna á bátaflotanum og útgerðar- manna, og var samkomulagið lagt undir fundi í nokkrum sjómannafélögum í dag, en í öðrum á morgun. Er almennt búizt við að það verði samþykkt. Samkoinulag náðist ekki milli yfirmanna og útgerðarmanna, og lagði sáttasemjari því fram mála iniðlunartiUögu, sem atkvæði verða greidd um í félögum yfirmanna og útgerðarmanna í dag og á morgun. Verði samkomulagið og málamiðlunartil- lagan samþykkt af viðkomandi aðilum, ætti verkfallinu á bátaflotanum að ljúka annað kvöld. Samkomulagið við undirmenn á bátaflotanum náðist á samninga- fundi, sem stóð frá kl. 20,30 á mánudagskvöldið til klukkan fimm í nótt. Meginatriði þess samkomu-: lags eru þessi, að því er bezt verður vitað: 1. Myndaður skal sérstakur sjóð ur, sem í reimi 1% af útflutn-1 ingsverðmæti, til greiðslu á fæði' sjómanna. Skal greiða í fæði 851 krónur hvern úthaldsdag á fiski-: bátum, sem eru innan við 150 tonn að stærð, en 100 krónur á j dag til sjómanna á bátum, sem j eru 151 tonn eða stærri. 2. Bátasjómenn skulu fá aðgang að iífeyrissjóði, en greiðslur í hann skulu fyrst hefjast á næsta ári, og þá aðeins vera 40% vænt anlegra Iífeyrissjóðsgreiðslna. Ár- ið eftir, 1971, skal greiða 80% en árið 1972 fullar greiðslur, sem eru í heild 10 af hundraði — þ.e. en atvinnurekendur greiða 6% launþegar 4%. Þegar ljóst var, að yfirmenn töldu sig ekki geta ritað undir samkomulag þetta, var sáttafundi slitið, en nýr fundur boðaður með yfirmönnum og útgerðarmönnum klukkan þrjú í dag. Var sá fundur stuttur; sáttasemjari lagði fram málamiðlunartillögu sína, sem felur í sér sömu meginatriði og samningurinn við undirmenn. Mun málamiðlunartillagan vera upp á 50 vélritaðar síður. Klukkan 21 annað kvöld á at- Framhald á bls. 15. KJ-Reykjavík, miðvikudag Fyrir nokkru skrifaSi stjórn Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda f jármálaráðu- neytinu bréf þess efnis að innflutningsgjöld af bifreið- um verði lækkuð eða afnumin alveg, en í stað þess verði veggjald af benzíni hækkað, þannig að meira fé verði til ráðstöfunar til vegagerðar í landinu. Er þetta einskonar ítrekun á samþykkt lands- þings FÍB frá 1967. Það sem mun vaka fyrir stjórn- armönnum FÍB í máli þessu, er annars vegar að há innflutnings- gjöld komi ekki í veg fyrir eðli- lega endurnýjun á bilaflota lands- manna, en hann mun nú vera eitt hvað yfir 40 þúsund bflar, og hins vegar að meira fé fáist til vega- mála en hingað til. Á landsþingi FÍB árið 1967, sem haldið var í Borgarnesi, var samþykkt eftii*farandi tillaga undir liðnum: Tillögur í öryggis- málum: „Landsþing FÍB 1967 telur að afnema beri leyfisgjöld af bif- reiðum, en í þess stað verði veg- gjald af benzíni hækkað, sem nem ur árlegum innflutningsgjöldum. Þetta mun létta á viðgerðarþjón- ustu bifreiða, þannig að viðgerða þjónustan yrði betur unnin og einnig yrði auðveldara að útrýma úr umferðinni ýmsum gömlum og ótryggum farartækjum. Ráðstöf- un þessi væri því samtímis þjóð- hagslega heppileg og fæli í sér aukið umferðaröryggi.“ í anda þessarar tillögu, hefur FÍB farið af stað nú fyrir nokkru og mun hin gífurlega hækkun á bifreiðum vegna gengisfellinga Framhald á bls. 2. Nú vantar hjúkrunarkonur í 60-70 stöður á landinu! FB-Reykjavík, miðvikudag. Oft er rætt um hjúkrunar- kvennaskortinn í landinu, og allt bendir til, að hann sé sízt minni nú en áður. Nú vantar hjúkrunarkonur í milli 60—70 stöður af um 340 hjúkrunar stöðum alls við sjúkrahús úti á landi og á Borgarsjúkrahúsið og Ríkisspítalana, samkvæmt þeim upplýsingum, sem blaðið nefur aflað sér. I marz næst- komandi útskrifast 19 lijúkr- unarkonur úr Hjúkrunarskól- anum, en að meðaltali hafa 38 hjúkrunarkonur útskrifazt ár- lega undanfarið. Stækkun Hjúkrunarskólans hefur aftur á móti staðið yfir og árið 1970 og þar á eftir ætti að verða hægt að útskrifa helmingi fleiri hjúkrunarkonur árlega. Blaðið hafði samband við 12 sjúkrahús úti á landi og auk þess við forstjóra skrifstofu Ríkisspítalanna og framkv.stj. Borgarsjúkrahússins og fékk þær upplýsingar að nú vant- aði samtals milli 60 og 70 hjúkr unarkonur í stöður, sem þegar eru fyrir hendi samtals um 340, en auk þess er enn eftir að taka i notkun nokkrar deild ir í Borgarsjúkrahúsinu, og á þær vantar þvi einnig hjúkrun arfólk. Reyndar má geta þess. að á Ríkisspítölunum eru ljós- mæður í störfum hjúkrunar- kvenna, og lækkar það þvi nokkuð heildartöluna. Forstöðukona Hjúkrunarskól ans tjáði blaðinu, að hingað til hefðu venjutega útskrifast 38 til 40 hjúkrunarkonur ár- lega, í tveimur „hollum". Nú hefur Hjúkrunarskolinn aftur á móti verið stækkaður, og á þessu ári munu 74 hjúkrunar- nemar hefja nám við skólann. og árið 1970 hefja 88 nám og frá árinu 1970 ættu að útskrif- ast um helmingi fleiri hjúkr unarkonur en nú eru útskrifað- ar árlega. Mikil aðsókn er að Hjúkrunarskólanuen, og er t.d. þegar fullskipað í næstu þrjú „holl“. þ.e. hópa, sem hefja nám á þessu ári og sömuleiðis fyrsta hópinn 1970. Reyndar vill oft einhver heltast úr lest inni, þegar svo langt er ákveð- ið fram í tímann, eins og gerist og gengur, og er þá tekið inn í aftur, ef umsókmr berast. Þess má geta að mjög margar stúlkur leggja inn ucnsóknir löngu áður en þær hyggjast hefja nám t.d. stúlkur sem eru í menntaskólum, en ætla sér Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.