Vísir - 11.09.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 11.09.1977, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 11. september 1977 VISIR plötvútgáfa í dag er að eyðHeggja tónlistar- smekkþjóð- !____arinnar" Núna nývcriö koin á markaöinn ný hljómpiata meö hijóm- sveitinni Kik. Ber hún nafniö, Hrfslan og Straumurinn. Þar sem útkoina nýrrar plötu markar alitaf tfmamót á ferli hijómsveitar brá Helgarblaöiö sér á fund þeirra Kikarmanna til þess að fræöast um plötuna og rabba við þá um lif þcirra og starf. Kik var stofnuð áriö 1972 og er ein eista starfandi hljóm- sveit landsins. Hefur hún tekið nokkrum breytingum síöan þá, en ekki verður fariö út i aö rckja þær hór. i Kik starfa núna þeir Haraidur Þorsteinsson bassaleikari, Lárus Gríms- son hijómborðs- og flautuieikari, Þorsteinn Magnússon gltar- ieikari, Pélur Hjaltcsted hljómborösieikari, Tryggvi J. Híibner gitarieikari og Magnús Finnur Jóhannsson söngvari. Haustiö 1975 leit fyrsta platan dagsins ljós. Var þaö 45sn. plata meölögunum Ilotel GarbageCan og Mr. Sadness. Fyrir siðustu jól kom síöan 3:isn. platan Speglun. Nú er sú þriöja komin út og viö erum ekkert aö orölengja þetta meira, en berjum aö dyrum hjá Kik. Spilamennska. Eikarmeðlimir hafa nú um langt skeið haft atvinnu af hljóöfæraleik og fer þvi vel á að byrja samtalið með þvi að spyrja þá hvernig þeim liki at- vinnumennskan og biðjum þá að nefna kosti hennar og galla. Haraldur: ,,Það gefur auga leið, að eigi einhver árangur að nást kemur ekkert annað til greina en að helga starfinu allan kraft sinn og tima. Atvinnu- mennskan veitir manni tækifæri til að gera ýmsar tilraunir, finna sjálfan sig og þar með vinna að sjálfstæðri tónlistar- sköpun en ella. Hitt er svo annað mál, að starf þetta er, og hefur reyndar ávallt veriö, illa laun- að.” Pétur: „Island býður ekki upp á marga möguleika fyrir hljóm- sveit að lifa af þvi aö leika ein- göngu þróaða tónlist. Til þess að þjóöin of fámenn. Hér þurfa all- ar hljómsveitir að miða lagaval sitt við fjöldann, hvort þeim lík- ar það betur eða verr. Samt sem áður er þaö staðreynd, að þó hljómsveit komist á toppinn verður hUn ekki rik af þvi. ts- land elur ekki auðuga hljóm- listarmenn.” — En hvernig er aðstaðan til tónlistarflutnings á skemmti- stöðunum? Þorsteinn: „Engin, það er ekk- ert til sem heitir aðstaða. Dans- hUsin eru yfirhöfuð með eld- gamlar innréttingar, sviðin hönnuð fyrir trió og þar fram eftir götunum.” Lárus: „A sumum stöðum ligg- ur við, að við þurfum að sitja undir hver öðrum. Einnig má nefna sem dæmi um aðstöðu- leysi, að baksviðsaðstaða fyrir hljómsveitarmeðlimi er nánast óþekkt fyrirbæri á skemmti- stööunum. fþróttafólk og leikar- ar geta farið i sturtu til að skola af sér svitann að starfi loknu, en við verðum að láta okkur hafa það að yfirgefa staðina svita- stokknir, svo óhollt sem það nU er i hinni íslensku kalsaveð- ráttu.” — Teljið þið að fyrir- komulag skemmtihUsanna sem slikt eigi sinn þátt i að skapa hina slæmu vinmenningu sem hér rikir? Lárus: „Alveg hikstalaust, ásamt hinni bjánalegu vinlög- gjöf. Það miðast allt við að ná sem mestum peningum af fólk- inu á sem skemmstu tima. Yfir- leitt er litið lagt upp Ur þægind- um samkomugesta t.d er alltof mörgu fólki pakkað i hUsin i einu. Maður stendur i sifelldum troðningi allt kvöldið, berst bara með straumnum fram og til baka um staðinn og hefur i rauninni ekki hugmynd umhvað er aö gerast, sér litið annað en hnakkann á næsta manni.” Pétur: „Einnig vantar til- finnanlega staði til að taka við fólki eftir böllin þ.e.a.s. nætur- klUbba. Sumir eru kannski ekki bUnir að fá nóg kl. 2, langar i meira fjör en lenda bara á göt- unni eða i partium i ibúðar- hverfum sem valda oft á tiðum miklum óþægindum þeim sem ekki höfðu farið Ut. Ég er ekki i nokkrum vafa að tilkoma næt- urklUbba, ásamt blessuðum bjórnum, myndi hafa mikil áhrif til batnaðar. Lárus: „Hinn gamli góði draumur um litla huggulega staði þar sem hægt væri að komai miðri viku til afslöppunar og hlustunar á góðri tónlist hef- ur ekki ræst enn.” — Hvernig lika ykkur is- lenskir áheyrendur? Þorsteinn: „Þeir eru ágætir edrU eða örlitið i „kippnum”. En það er oft hreint og beint hræðilegt að leika á þessum fylliriissamkomum sem þvi miður eru algengastar.” Pétur: „Misjafn sauður i mörgu fé. Mér finnst þó áheyrendur upp til hópa alveg ágætir og ekkert verri Uti á landsbyggð- inni en i Reykjavík, eins og svo oft hefur verið haldið fram. Mér er enn i fersku minni dansleikur sem viö héldum i Stykkishólmi fyrir nokkrum vikum. Þar rikti frábær stemmning og áttu áheyrendurnir ekki minnstan þátt i henni.” Lárus: „Verst er að spila á böll- um þar sem ekkert samband er á milli hljómsveitarinnar og ballgesta, en þannig er það oft ef um mikla ölvun er að ræða. Þá læðist að manni sU tilfinning að maður sé að gera eitthvað sem er einskis virði.” Plötuútgáfa. NU taka samræðurnar að beinast inn á aðra braut, sem er islensk hljómplötuUtgáfa og hið mikla plötuflóð sem staðið hefur nU um nokkurt skeið. Pétur: „fslensk plötuUtgáfa takmarkast nær eingöngu af af- þreyingartónlist. Það telst til undantekningar ef Ut kemur plata sem ekki er af þeim toga spunnin. Þetta er þó i sjálfu sér ekkert skritið, þvi eigi plata að standa undir sér fjárhagslega, verður hUn að ná til meginþorra almennings. Hér kemur fólks- fæöin enn til sögunnar.” Lárus: „Það vantar tilfinnan- lega frumleika. fslensku plöt- urnar eru mjög flatar, og hrein- lega leiðinlegar, ef á heildina er litið. Fólk er lika að mestu hætt að kaupa innlendar plötu, þvi salan á þeim hefur dofnað stór- lega upp á siðkastið. Aftur á móti er mikil sala i erlendum plötum. Segir þetta ekki sitt?” Pétur: ,„Ég er mjög óhress yfir hinni gifurlegu misnotkun sem hér er á „Country and Western” tdnlist. Mér finnst sjálfum hUn mjög góð og þykir leiðinlegt, að vegna þessarar misnotkunar er þorri manna bUinn að stimpla hana lélega og einskis virði.” Þorsteinn: „tslensk plötuUt- gáfa, eins og hUn er i dag, miðar frekar að þvi að eyðileggja tón- listarsmekk lándsmanna en hitt. Sem betur fer koma þó stundum Ut plötur sem risa upp Ur moðinu, en alltof sjaldart. Hlutfallið þyrfti að snUast við.” Haraldur: „Sökin er kannski hjá tónlistarmönnunum sjálfum að láta hafa sig Ut i þennan ósóma.” — Hvaö með textana, eiga þeir að vera á islensku eða ensku? Haraldur: „Mér finnst, að sá sem semur lögin eigi að ráða þessu. En það segir sig sjálft, aö sé textunum ætlað að flytja ein- hvern boðskap, þá verða þeir að vera á islensku eigi þeir aö ná eyrum almennings. Afturá móti finnst mér, að lélegur texti sé þó skömminni skárri á ensku en is- lensku”. Hrislan og Straumurinn Meðan við höfum verið að spjalla saman hefur nýja platan Eikarinnar Hrislan og Straum- urinn, snúist á grammófónin- um. Platan er tekin upp og hljóðblönduð i Hljóðrita, á lið- lega 150 timum. Útgefandi plöt- unnar er hljómplötuUtgáfan Steinar h.f. og er hUn jafnframt sautjánda platan er það fyrir- tæki gefur Ut. 011 lög plötunnar eru eftir Eikarmeðlimi og allir textar á islensku. Lengsta lag hennar og jafnframt titillagið, Hrislan og Straumurinn, er samið af Lárusi Grimssyni, en textinn eftir Halldór Gunnars- son. Asgeir Óskarsson á tvö lög, DiskósnUðinn og Atthaga, og hefur Gunnar Gunnarsson (öðru nafni Gunther, og er hirðskáld Eikarinnar) samið texta við þau. Þorsteinn MagnUsson legg- ur til tvö lög, Eitthvað almenni- legt og FUnk, sem eru •'oæði „instrumental” þ.e. ekki sung- in. Tryggvi J. Hubner á einnig tvö lög, I dvala og Fjöll, textann við f dvala gerði Gunnar Gunnarsson og Halldór Gunnarsson textann Fjöll. Plöt- unni lýkur svo með litilli hug- leiðslu Haraldar Þorsteinsson- ar, I stuttu máli. Eik sér um all- an hljóðfæraleik á plötunni og var stjórn upptöku i höndum þeirra og Sir Antony Malcolm Cook upptökumanns Hljóðrita. — Eruð þið ánægðir með plöt- una? Þorsteinn: „Við erum mjög ánægðir með hana, með þeim formála að sU næsta verði betri. Maður má vist aldrei vera ánægður með það'Sem maður hefur gert, þvi það er talið merki um stöðnun.” Pétur: „Við viljum koma þvi fram, að Sir Tony á mikinn þátt i plötunni og vann ómetanlegt starf i sambandi við Utsetningar og fleira þess háttar. A hann miklar þakkir skildar. — Flytur platan einhvern sérstakan boðskap? Lárus: „HUn speglar viðhorf okkar til ýmissa mála sem hafa verið ofarlega á baugi i sam- ræðum manna á milli, en ég held að það sé best að láta hana skýra sig sjálfa hvað þetta snertir.” Haraldur: „Við viljum einnig eindregið hvetja fólk til þess að gefa sér tima til að pæla i plöt- unni, þvi við teljum, að hlusta þurfi á hana nokkrum sinnum til þess að skilja hana.” — Hafið þið eitthvað hugleitt að koma hljómsveitinni á fram- færi erlendis? Þorsteinn: „Við höfum i raun- inni verið að biða eftir þessarri plötu, þvi með henni og Spegl- um höfum við eitthvað i höndun- um. Við fylgjum allavega nýju plötunni eftirhérna heima til að byrja með. Hvaö siðan gerist, mun timinn leiða i ljós. —PP Texti: J Póli í Pólsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.