Vísir - 11.09.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 11.09.1977, Blaðsíða 13
VISIR Sunnudagur 11. september 1977 13 safnið eigi að veröa Sjóminja- safn Noröurlands, enda hafa velflestir þættir sjvarútvegs á Norðurlandi, ef ekki allir, verið stundaðir héðan frá Siglufirði”, segir Frosti. „Eru einhver önnur rök fyrir þvi, að safnið verði fjórðungs- safn en ekki bæjarsafn?” „Til dæmis það, að Siglufjörð- ur, Siglunes og nágrenni var á sinum tima miðstöð hakarlaút- gerðar fyrir öllu Norðurlandi. Svo var Siglufjörður ekki aöeins aðalmiðstöð sildarútvegs á Norðurlandi, heldur höfuðborg sildarinnará íslandi öllu og þótt viðar væri leitað. Ennfremur má svo benda á, að Sigluíjöröur liggur miðsvæðis á Noröurlandi og hentar' að þvi leyti .vel aö hér risi Sjóminjasafn Norður- lands”. Sérhæfð söfn en ekki minjagrautur. Frosti segist telja nauðsyn- legt, að sérhæfa minjasöfn á Norðurlandi, og koma á fót Safnastofnun fyrir þennan landshluta, þannig að söfnin geti unnið saman á ákveðnum grundvelli. Með þvi móti gæti ferðamað- ur, sem hefði sérstakan áhuga á að kynna sér sjóminjar heim- sótt safnið á Siglufirði, en ef hann hefði aftur á móti meiri áhuga á landbúnaðarsafni ætti að vera hægt að visa honum á slikt safn til dæmis i Eyjafirði, þar sem landbúnaður hefur verið þungamiðja atvinnulifs- ins. A þetta leggur Frosti mikla áherslu: „Ef ekki verður komiö skipu- lagi á þessi safnamál á Norður- landi er hætt við að söfnin sem dreifð eru um landshlutann veröi aðeins með minjagraut hvert um sig. Eftir þvi sem söfn eru fleiri i hverjum landshluta verða þau veikari og minna beinlínis eru tengdir sjávarút- vegi hér á Siglufiröi til þess að hægt væri að varðveita þá og lána til dæmis á sýningar eða til annarra safna, þótt þeim yrði ekki komið fyrir i sjóminjasafn- inu?” „Það er ekkert vafamál, að mikils virði getur ver'ið að bjarga frá glötun ýmsum oðrum gripum hér á Siglufirði en sjó- minjum og mér finnst rétt aö minjasafn bæjarins vinni að þvi. Það er þó ekki ætlunin aö stilla út gömlum saumavélum á sjóminjasafninu, en ef slfkir gripir eru til i bænum er rétt að varðveita þá. Ef til dæmis þjóð- minjasafnið eða einhver annar aðili hyggst setja upp sýningu á gömlum saumavélum væri þá hægtað lána þær úr bænum, svo að dæmi sé nefnt”. Safnastofnun á Norðurlandi „Þú nefndir nér áðan að koma þyrfti á fót á Norðurlandi safna- stofnun sem stuðlaði að sam- vinnu sog sérhæfingu minja- safnanna i fjórðungnum. Hef- urðu ákveðnar hugmyndir um það atriði? „Megintilgangur slikrar stofnunar yrði sá að koma á dreifingu safna á svæðinu með skipulegri og skynsamlegri verkskiptingu á milli þeirra. Nú starfa landbúnaðarsöfn i hverri sýslu hér á Norðurlandi en ekk- ert sjóminjasafn, nema sá visir, sem kominn er aö sliku safni hér á Siglufirði nú á þessu ári. Ég skrifaði menningarmálanefnd Fjórðungssambands Norður- lands og viðraði i þvi bréfi hug- myndir minar um Safnastofnun Norðurlands og gerði ráð fyrir að hún yrði hiiðstæð Safnastofn- un Austurlands, sem starfað hefur i sex ár og hefur þegar orðið austfirskum söfnum mikil Söltun á "sfldarpalli’' á Siglufirði 1907. Þá var sfldin kverkuð, sem kallað var, með þar til gerðum töngum, en ekki hausskorin og sióg- dregin eins og siðar varö. virði hvert um sig, og fjárhags- grundvöllur þeirra lélegur.” Menn vilja hafa munina heima „En þarf ekki hugarfars- breytingu til þess að hægt sé aö koma á þessu safnaskipulagi, sem þig dreymir um?” „Jú það má segja með nokkr- um sanni. Menn vilja hafa allt heima, alla gamla muni úr byggðarlaginu, og eru tregir til þess að senda þá á söfn annars staðar. Þetta er að vissu leyti skiljanlegt þar sem skipulag þessara mála hefur verið i mol- um. En mér finnst til dæmis eðlilegt að við gætum sent muni tengda landbúnaði á Siglufirði inn i Eyjafjörð, ef þá vantar þar til þess að fullkomna safn land- búnaðarverkfæra, en svo mynd- um við aftur á móti fá þaðan hluti tengda útgerð á ýmsum timum, sem gætu orðið mun meira virði i sérstöku sjóminja- safni.” Að bjarga öðrum gripum „Væri þá ekki æskilegt að safna saman ýmsum gömlum munum öðrum en þeim, sem lyftistöng. Vonandi verður hug- myndin um norðlenska saína- stofnun tekin fyrir á þingi fjórð- ungssambandsins i haust og óskandi væri að hún hlyti þar já- kvæða aígreiðslu. Skipulagsmál hafa setið fyrir „Nú ert þú á förum til náms i Sviþjóð að nýju. Hvað gerist þá næst i safnamálunum á Siglu- firði?” „Starf mitt á Siglufirði i sum- ar hefur fyrst og fremst verið fólgið i þvi að skipuleggja ýmis atriði, sem eru forsenda þess að ég geti staríað að þvi verkefni, sem mér var raunverulega fal- ið. Ég er þeirrar skoðunar að minjasafn, skjalasafn og myndasafn séu grundvallar at- riði, ef framhald á að verða á rannsókn og varðveislu sögu sildaráranna á Siglufirði og sögu staðarins yfir höfuð. Ætlunin er að ráða mann i vetur til þess að vinna að gróf- flokkun á þeim skjölum og gögnum, sem ég hef fundiö i yfirgefnum húsum á söltunar- stöðvum. Þá vonast ég til að nótabátarnir verði lagfærðir og þeim komið i hús f vetur, hægt verði að byrja skráningu ljós- mynda og þá sérstaklega i eigu áhugaljósmyndara á Siglufirði og svo er óskandi að gengið verði frá kaupum á eignum Samvinnufélags Isfirðinga á þvi svæði, sem við hyggjumst gera að safnvettvangi undir Hafnar- bökkum á Siglufirði.” Upplýsinga umsild- arárin leitað ytra „En verður þú ekki eitthvað með hugann við sjóminjasafnið á Siglufirði i vetur?”. „Ég ætla nú að vinna nokkuö að þessum málum samhliða námi mínu i Uppsölum og undirbúa starfið næsta sumar. Meðal annars ætla ég að kynna mér sjóminjasöfn á hinúm Noröurlöndunum og athuga er- lendar spurningaskrár um hlið- stætt efni með tilliti til þess að hugmyndin er að safna márg- vislegum upplýsingum á Siglufirði og reyna að aðlaga þær skrár sigl- firskum aðstæðum,” segir þessi áhugasami þjóðhátta- fræðingur og bætir við. „Svo hef ég. hugsaö mér að reyna aö komast i samband við Svia og Norðmenn, sem kynnu að búa yfir upplýsingum um sfldarárin á Siglufirði, og leita fyrir mér um kvikmyndir og ljósmyndir frá sildarævintýrunum á Siglu- firði, og þá fyrst og fremst frá fyrstu siidarárunum fyrir og um aldamótin þegar Norðmenn voru helsta driffjöður þessara nýju veiða.” —ÖR ÞRJÚ HÚS FRÁ FYRSTU SÍLDARÁRUNUM FRIÐUÐ liúsliiðunarnefnd rlkisins, byggðasafnsnefnd og bæjar- stjórn Siglufjaröar hafa orðiö sammála um að friöun þriggja gamalla húsa á Siglufirði, sem talin eru hafa menningar- siigulegt gildi. Þar er um aö ræða fyrrum miöstöö Norö- manna og sjúkraskýli sem gengiö hefur undir nafninu Norska sjómannaheimiliö; vöruskemmu, sem uin leið var iveruhús sildarfólks, en þaö hús er nefnt Itoaldsbrakkinn og þriöja húsið er Ibúöarhiis frá öldinni sem leiö, sem kallaö er Sæby-húsiö. Ryggöasafnsnefnd Siglufjarö- ar hclt fund þar nyröra meö Þór Magnússyni, þjóöminjaverði, i sumar og skoöaði hann meö nefndaimönnum og Frosta Jó- hannssyni, þjóöháttafræöingi göinul hús i bænum. I Iramhaldi af þvl var sanyn greinargerö um friðun'áöurnefrtdra þriggja húsa og hún send húsfriöunar- nefnd rlkisins til umfjöllunar. Var afstaöa nefndarinnar já- kvæð og tók siöan bæjarstjórnin á Siglufiröi endanlega ákvöröun iim friðunina. ROALDSBRAKKINN: Geymsluhús og bústaður síldarfólks í óratugi Koaldsbragginn var byggöur 190(1. Teikning: Bragi Magnús- son. Flest elstu tiúsiri/ sem starfsfólk viö sildarverk- unina bjó i< eru nú að niðurlotum komin og hafa hrörnaö fljótt eftir að þau slitnuðu úr tengsl- um við mannlifið en það gerðist eftir að síldin hvarf fyrir Norðurlandiog sildarsöltun lagðist niður á Siglufirði. Eina verbúðin af þessu tagi, sem enn stendur uppi og er i þokkalegu ástandi er svonefnd- ur Roaldsbrakki. Hann er næst elstur þeirra norsku brakka, sem til eru á Siglufirði, og er talinn gefa mjög góöa hugmynd um, hvernig aðbúnaður sildar- söltunarfólks var þar allt frá upphafi sildarútvegsins og til loka hans á Norðurlandi. Húsið er númer 'ellefu við 'Snorragötu og er einmitt á þvi svæði sem fyrirhugað er að verði framtiðarsvæöi fyrir sjó- minjasafnið á Siglufirði, og mun það standa óhreyft á þessum stað áfram. Roaldsbrakkinn er kenndur við norskan mann, Elias Roald, sem byggði húsið áriö 1906, en það er tvær hæðir með risi. Við skoðun i sumar kom i ljós, að brakkinn er að mestu ófúinn. Talið er þó þörf á að dytta að húsinu innan tiöar. Neðsta hæð Roaldsbrakkans er geymsluhúsnæði og gæti það hentað vel til þess að varðveita fremur fyrirferðamikla sildar- muni og áhöld, sem ekki væri hægt að koma fyrir i norska sjómannaheimilinu. Þá yröi væntanlega komið fyrir ýmsum munum, sem tileyrt hafa sildar- söltunarfólkinu sjálfu, i ibúöar- húsnæöi þess i brakkanum. N'orska sjómaniiaheiniilió var' reisl 1915. Mynd: ltG Norska sjómannaheimífið: Aðalmiðstöð norðmanna og fyrsta sjúkrahúsið Norska sjómannaheimiliö á Siglufiröi gegndi uin árabil þýöingarmiklu hlutvcrki i nán- um tengslum við slldarævintýr- in. Það var aðalmiðstöö. sjúkra- skýli og samkomustaður síid- veiðisjómanna og þá fyrst og fremst Norömanna. Húsiö var byggt á vegum „Den indre Sjö- mandsmisjon” f Noregi árið 1915 fyrir fé, sem aðallega var safnað meðal norskra skip- stjóra og útgeröarmanna, sam- talssex þúsund krónur norskar. Timbur i húsið var sagað niður i Haugasundi veturinn 1914 til 1915 og eftir að steyptur hafði verið kjallari undir húsiö var þaö reist á skömmum tima. Með tilkomu norska sjó- mannaheimilisins batnaöi feiki mikið aðstaða norskra sjó- manna á Siglufirði, en áður höföu til dæmis oft orðiö vandræði ef veikindi eða slys bar að höndum. Héraðslæknar Siglfirðinga voru læknar húss- ins, sem var eina sjúkraskýlið á Siglufirði i rúman áratug, eða þar til Sjúkrahús Siglufjarðar kom til sögunnar árið 1928. Siöustu árin starfaði tré- smiðaverkstæði i húsakynnun- um, sem norsku sjómennirnir gæddu lifi hér á árum áöur, en nú hefur Siglufjarðarkaupstað- ur keypt húsið og er ráðgert að þar verði meginkjarna sildar- minjasafnsins komið fyrir, þannig að það tengist að nýju sildarárunum. Norska sjómannaheimilið stendur við Aðalgötu á Siglu- firði, en samkvæmt aðalskipu- lagi bæjarins á það aö vikja fyr- ir einni álmu ráöhúsbyggingar. Er þvi fyrirhugað aö flytja húsiö á safnsvæðiö, sem skipulagt hefur verið sunnar i bænum, undir svonefndum Hafnarbökk- um. SÆBY-HUSIÐ: ÍBÚÐARHÚS ALÞÝÐUFÓLKS FRÁ LOKUM 19. ALDAR Sæbyhúsiö var smiöaö 1886. Teikning: Bragi Magnússon. Ilús þaö, sem i daglegu tali Siglfiröinga er nefnt Sæhyhúsiö er ekki taliö liafa sérstakt list- rænt gildi, en hins vegar eru sérfræöingar sammála um aö þaö hafi talsvcrt menningar- sögulegt gildi. Danskur beykir, Andreas Christian Sæby byggöi þetta hús 1886. Upphaflega mun húsiö hafa verið torfbær, en um 1890 gerir Sæby það að timburhúsi. Fyrir nokkrum árum voru út- veggir klæddir bárujárni, en húsinu hefur ekki veriö breytt meira en svo, aö auövelt er aö átta sig á, hvernig þaö hefur lit- ið út i upphafi, bæöi ytra og innra. Húsið er um 10 metrar á lengd ogtæpirfjórir á breidd. 1 bruna- bótamati frá 1916 eru þessar upplýsingar meðal annars aö finna um Sæbyhúsið: „Ibúðar- hús úr timbri. 1. hæö meö háu risi, kvistur i gegnum húsiö. Hlaðinn kjaliari úr grjóti undir húsinu. Herbergi niöri: 2 stofur og eldhus. Herbergi uppi: 3 her- bergi og framloft.” Sæbyhúsið stendur viö Norðurgötu á Siglufirði og er það þriðja elsta húsiö i bænum. Það er taliö gefa mjög góða mynd af þvi hvernig alþyða manna bjó i litlu sjávarþorpi á ofanverðri nitjándu öld, og má geta þess, að húsið hefur frá upphafi haldist i eigu sömu ætt arinnar og bjuggu ’afkomendur og ættingjar Andreasar Sæby óslitiö i húsinu fram til ársins 1968. Rætt hefur verið um aö flytja Sæbyhúsið á safnsvæðið austan Hafnarbakka, þegar framtiðar- skipulag þess fer að taka á sig mynd. Munu safngestir þá geta skoð- að þetta húsnæði og gengiö um vistarverur þær, sem aldamóta- kynslóðin ólst upp i viö sjávar- siðuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.