Vísir - 11.09.1977, Blaðsíða 15

Vísir - 11.09.1977, Blaðsíða 15
15 VISIR Sunnudagur 11. september 1977 Mælirinn fyllist. Dr. Crippen virtist algjör and- stæða þessa fólks. Hann var hæglátur, hlédrægur og auð- mjúkur. Og þegar upp i rúm Cora skreið bandarfskur skemmtikraftur, Bruce Miller að nafni, varð læknirinn að launalausum þjóni i sinu eigin húsi. Til þess að standa straum af kostnaði við leikbúninga- og hárkollukaup sin leigði Cora út herbergi til leikhúsfólks af ýmsu tagi. Þar eð hún var sjálf of löt til að annast leigjendur sina og of mikil nánös til að ráða þjónustustúlku, neyddi hún eig- inmann sinn til að vakna snemma á morgnana til að sinna leigjendunum. Hann hlýddi orðalaust. Eftir að hafa séð fyrir morgunverði o.s.frv. hélt hann sfðan til vinnu sinnar. Þar naut hann sér til huggunar og hughreystingar einfaldrar, kröfulitillar ástar Ethel Le Neve, sem hann hafði ráðið til ritara- og bókhaldsstarfa. Ethel, sem var ógift, var 24 ára, skilningsrik og blið, — sem sagt andstæða Cora. Þrjú ár liðu og Crippen og Ethel hittust á laun i ódýrum hótelherbergjum til þess að njóta ásta. Cora hélt ótrauð sinu striki og i leit að frama á óperusviðinu var hún bauluð niður á fyrstu og einu söngskemmtun sinni i Bedford Music Hall i Camden Town. Þegar hana vantaði staðgengil Crippen læknir með nokkra af skartgripum konu sinnar til veðlánara og fékk fyrir þá 80 pund. Siðan skrifaði hann Tón- listarfélagi kvenna, þar sem Cora var gjaldkeri, og sagði að húngæti ekki mættá fleiri fundi þar eð hún væri farin til Banda- rikjanna að heimsækja veikan ættingja. ,,Hún lést úr lungna- bólgu...” Til að byrja með vakti þetta enga sérstaka athygli, þótt grannarnir glenntu upp augun þegar Ethel Le Neve flutti inn með Crippen i Hildrop Crescent og sást i hverfinu iklædd fötum og pelsum sem Cora átti. En iraun var frú Crippen ekki langt i burtu. Holdlegar leifar hennar a.m.k. voru grafnar i kjallaranum, vafðar i náttjakka og þaktar óleskjuðu kalki, en beinin höfðu verið brennd i mið- stöðvarofninum, sem Crippen hafði hreinsað vel og vandlega á fjórum fótum. 26. mars setti Crippen auglýs- ingu um andlát konu sinnar i timaritið Era. ,,Hún lést úr lungnabólgu”, sagði hann við þá er vottuðu samúð sina, „hátt i fjöllum Kaliforniu.” Menn tóku þetta trúanlegt, og svo virtist sem Crippen hefði getað kvænst elskunni sinni og lifað i lukkunnar velstandi til æviloka. En það sem siðan gerð- istverður vart skýrtá rökrænan Hinsta ósk Crippens var að ljósmynd af Ethel yrði grafin með honum eftir aftökuna. fyrir ástmenn sina greip Cora enn til aumingja Crippens og þar kom að mælirinn fylltist. Síðasta kvöldmáltiðin Hannfórað reyna að draga úr ástrföum hennar með hyoscine, -eiturlyfi sem notað var til að róa taugar og viö dáleiðslu. 17. janúar 1910 keypti hann dr júgan skammt af lyfi þessu. Tveimur vikum siðar bauð hann Paul Martinetti og konu hans til kvöldverðar, en þau voru vina- fólk Cora úr tónlistarlifinu. Kl. 1.30 aðfararnótt 1. febrúar lauk veislunni, Martinettihjónin kvöddu Cora, sem haföi verið upp á sitt besta allt kvöldið, smjaðrandi fyrir gestunum og skammandi eiginmanninn. Martinettihjónin áttu þess ekki kost að skiptast á leikhús- slúðri við Cora aftur. Mánuöi eftir kvöldverðarboð þetta fór hátt, nema menn liti á gerðir mannsins i' ljósi Freudiskrar löngunar i undirmeðvitundinni til þess að leiða athygli að glæpnum. Flóttinn Hann fór með Ethel á dansleik i Tónlistarfélagi kvenna. Þar . bar hún áberandi demants- br jóstnælu sem siðast hafði sést á holdmiklum barmi Cora. Fregnir af þessari „smekk- leysu” bárust til Scotland Yard, og i júli heimsótti Dew, lög- regluforingi Crippen lækni og heimili hans. Læknirinn játaði þá lágri, ró- legri röddu að Cora lægi ekki i gröf sinni á vesturströnd Bandarikjanna. Hún hefði hlaupist á brott með sinum gamla ástmegi Bruce Miller, og byggju þau einhvers staðar i Bandarikjunum. Stolt hans hefði hins vegar ekki leyft að skýrt yrði frá þessu opinber- lega. Þetta virtist skynsamleg skýring, en engu að si'ður öskaði lögreglumaðurinn eftir þvi að fá að leita i húsinu frá háalofti til kjallara. Burtséð frá gömlum fötum fann hann ekkert sem minnti á Coru, og fór burt við svo búið. Crippen lá ekki undir grun af neinu tagi, og hefði getað dvalið áfram þar sem hann var án þess að lögreglan truflaði hann frek- ar. Hins vegar gat hann ekki talið sjálfum sér trú um að Dew hefði trúað sögu sinni. Hann varð heltekinn óttanum um handtöku. Hann keypti drengja- klæðnað handa Ethel og flúði til Rotterdam meðhenni. A meðan' þau voru enn i Hollandi kom Dew, lögregluforingi öðru sinni til Hilldrop Crescent i þeim til- gangi að kanna frekar tima- setningu á flótta Cora og Bruce Millers, en kom að húsinu auðu. Handtökuheimild. Nágrannarnir sögu að ekki væri búist við Crippen og ,,ráðs- konu” hans aftur. Dew hóf nýja rannsókn og lét nú grafa I kjall- aranum. Þar fundust m.a. karl- mannsnáttjakki, hlutar úr rass- kinnum, skinntjásur og vöðva- bitar, liffæri úr br jósti og maga. Þótt ekki mætti ráða af þessum leifum hvort þau væru af karli eða konu, sýndi vefjastykki að viðkomandi hafði gengist undir kviðarholsuppskurð. Þetta kom heim og saman við það litla sem vitað var um Cora, og 16. júli 1910 var gefin út handtökuheim- ild á Crippen og Le Neve. Fjórum dögum siðar stigu þau um borð i S.S. Montrose i Antwerpen og hófu sérkennilegt en misheppnað ferðalag sitt til frelsis sem faðir og sonur. Við komuna til Kanada handtók Dew þau. Hinsta óskin. „Góðan dag, Dr Crippen”, sagði Dew hressilega þegar þau hittust I káetu Kendalls skip- stjóra. ,,Ég er Dew lögreglufor- ingi frá Scotland Yard. Ég geri ráð fyrir að þér kannist við mig”. Crippen hvitnaði en sagði: „Góðan dag, hr. Dew”. Er hon- um var sagt að hann væri hér með handtekinn fyrir morð og limlestingar á eiginkonu sinni svaraði Crippen engu. Þau voru siðan flutttil Quebec og mánuði seinna til Englands, þar sem þau komu fyrirrétt I Old Bailey. Mál læknisins var tekið fyrir á undan. Það hófst 18. október 1910 og lauk fimm dögum siðar. Frá upphafi var ljóst að hann yrði dæmdur sekur, og hann virtist engar áhyggjur hafa af örlögum sinum. Afturámóti hélt hann þvi statt og stööugt fram að Ethel væri saklaus og heföi ekkert vitaö um morö Cora. Er hann hafði verið lýstur sekur beið hann i mikilli örvæntingu eftir dómi Ethel. ótti hans var ástæðulaus. Verjandi hennar, snjall lögfræð- ingur F.E.Smith að nafni skor- aði á ákæruvaldið aö sanna sekt hennar, en það tókst ekki. Hún var sýknuð og slðan sleppt. Crippen sjálfur óskaði einskis annars en að fá að deyja, og honum varð að ósk sinni. Hann var hengdur 23. nóvember. Hinsta ösk hans var að ljós- mynd af Ethel yrði grafin með honum. Ethel Le Neve hvarf að réttarhöldum loknum og spurð- ist ekkert til hennar eftir það. (AÞ tók saman) LAIHGAIH háls? Algjör óþarfi Leiktœkin eru í þœgilegri hœð fyrir flest alla \ Leiktæki sem allir I aldursflokkar geta 1 unaö við. UNGIRSEM i AIDNIR Fjöldinn allur af margs kyns leiktækjum m.a.: Q\ — Mörg kúluspil — Körf uboltaspil )r 1 — Gjafmildur fíll ju/M — Sjónvarpsleiktæki — Byssa Járnklóin t)yíy — Djúp Box /3 - — Boxaratæki fp'Á — Helkopter \y f\ 7 — Kappakstursbíll \\\ (ios & sælgæti j, Leiktœkjasalurinn |ók«ií 3 GRENSÁSVEG 7 VISIR smaauqlvsinqar ... og textinn á aó vera svona: "Glataóur starfskraftur i boói...'' Allir þeir sem birta smáauglýsingu i VÍSI á meðan sýningin Heimilió '77 stendur yfir, veróa sjálfkrafa þátttakendurí smáauglýsingahappdrætti VÍSIS. Vinningurinn - Philips litsjónvarpstæki - veróur dreginnút 15-9 -77 ____M Smáauglýsing i VÍSI er engin sma auglýsing simi 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.