Vísir - 23.10.1977, Blaðsíða 6
6
Sunnudagur 23. október 1977 VISIR
kannski hefur þetta oftar gerst,
án þess Morgunblaðiö vilji
hreykja sér af þvi. En ef maður
hefur þetta i huga, þá er kannski
ekki svo skrýtið þó einhverjir
pólitiskir andstæðingar hafi
nokkurn fyrirvara á ást sinni á
okkur Styrmi Gunnarssyni. Hitt
er svo annað mál að það er ekki
auðvelt að hafa afskipti af þjóð-
málum i landi þar sem allt getur
tekið kollsteypu i einu vetfangi.
Ég tala nú ekki um þegar svo
drastisk endaskipti verða á hlut-
unum að Hannibal Valdimarsson
harmar það með átakanlegum
hætti i samtali við þig i Helgar-
blaðinu i fyrravetur, að það skorti
ihald i Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni
.Benediktsson hafði litlar mætur á
kerfum og kennisetningum. Hann
var mjög pragmatiskur stjórn-
málamaður og sveigði til eftir þvi
sem hann taldi þjóðinni fyrir
bestu. thald og róttækni fylgja
ekki endilega einstökum flokkum,
heldur eru þetta eðlisþættir i
hverjum manni. Það er auðvitað
einber tilbúningur þegar verið er
að setja þetta i kerfi. Það er ekki
efi i minum huga hvor er raun-
verulega róttækari stjórnmála-
maður Kosygin eða Geir
Hallgrimsson, og i þau fáu skipti
sem ég hef hitt þjóðlegan ihalds-
mann þá skal hann ævinlega vera
úr Alþýðubandalaginu. Allt aftur-
hald i heiminum er samankomið i
kommúnistaflokkum hingað og
þangaö um allar jarðir.”
„Þá átti öllu aö
vera óhætt"
Matthias hefur sem ritstjóri
Morgunblaðsins að sjálfsögðu
haft náin kynni af leiðtogum
Sjálfstæðisflokksins, sem oftar en
ekki hafa einnig verið i forsvari
rikisstjórnar. Hann hefur reynd-
ar átt þess betri kost, en flestir
aðrir að fylgjast með gangi þjóð-
mála og stjórnmála undanfarna
áratugi, ekki sist þvi sem gerist
bak við tjöldin. Þegar ég bið hann
að segja mér dálitið frá persónu-
legum kynnum sinum af bessum
forystumönnum svarar hann að
þótt hann eigi margt i huganum
sé sumt þess eðlis að hann geti
ekki tekið það upp núna. Eins og
fram kom i fyrri samtalslotu
okkar er Matthias aö skrifa þætti
úr ævi Ólafs Thors og um kynni
sin af honum, og snýst tal okk-
ar mest um Bjarna heitinn Bene-
diktsson.
„Kynni okkar Bjarna byrjuðu
ekki vel”, segir hann, „Hann
skildi mig ekki og ég ekki hann.
En eftir þvi sem þau urðu nánari
urðum við meiri vinir og svo fór
að við Hanna nutum alls þess
besta sem Sigriður og Bjarni áttu,
og þaö var meira en öðru fólki er
venjulega gefið. Það er of við-
kvæmt mál til þess að unnt sé að
tiunda það allt nú. Við Hanna vor-
um oft á Þingvöllum meðan
Bjarni var forsætisráðherra. Það
var yndislegur og ógleymanlegur
timi, og helst vildi ég geta vakið
hann upp. Ég skrifaði ýmislegt á
Þingvöllum og sat þá venjulega i
herbergi okkar uppi á lofti i Kon-
ungshúsinu. Þar og viö vatnið orti
ég Vor úr vetri og skrifaði kaflann
um Stein Steinarr sem lýkur Hug-
leiðingum og viðtölum. Sigríöi
var illa við, að við og börnin og
aðrir gestir svæfum uppi á Iofti i
.þessu timburhúsi og hafði oft orð
á þvi. Hún sagði að
það gæti verið hættulegt að
JÓHANNES HELGI: „Litli
púkinn sem var undirlægja
Bjarna Benediktssonar mun
vera horfinn úr sögunni...”
hins vegar að flækjast i bókum
annarra manna á annað borð þá
hefði ég kosið að ég væri þar með
meiri reisn, og ekki slst skáld-
legri reisn, en raun ber vitni. En
skáldverk getur ekki lotiö öðru en
eigin lögmálum og ég viröi full-
komlega það sem þessir höfundar
ætluðu verkum sinum. Ég hlýt
sem ritstjóri Morgunblaðsins að
vera sjálfrátt eða ósjálfrátt met-
inn af öðru fólki sem fulltrúi og
persónugervingur valds og kerfis
á íslandi. Þótt hvort tveggja sé
mér i rauninni framandi og ég
hafi aldrei sóst eftir þeim völdum
sem margir eigna mér. Og séri-
lagi veit ég ekki til þess aö ég hafi
beitt þeim gegn öðru fólki. Ég
man ekki betur en Borgarlif og
Svört messa hlytu hvergi veru-
lega góða dóma nema i Morgun-
blaðinu. Það gladdi mig, án þess
ég hafi þar nokkru um ráöið, en
sýndi mér jafnframt að gagnrýn-
endur Morgunblaðsins geta verið
misbrestasamir ekki siður en
aðrir, þvi báöir þessir höfundar
hafa skrifað betri verk’.’
Vinirog óvinir
Hvernig skyldi standa á þvi að
þú kemur svo mörgu fólki úr jafn-
vægi og raun ber vitni, jafnvel
mcð þeim afleiðingum aö menn fá
þig bókstaflega á heilann?
„Ég hef stundum spurt sjálfan
mig hvernig á þessu standi, að
svo friðsamur maður að eðlisfari
og hæglátur veki svo sterka and-
stöðu með sumu ööru fólki, og
ögri pólitískum andstæöingum
sýknt og heilagt án þess það sé
ætlunin, enda virði ég þá marga
og sumir eru kunningjar minir.
Ég hef ekki fengið svar við þess-
ari spurningu. En ég vona þó að
ástæðan sé sú aö ég hafi haft
sæmilega breitt bak til að axla þá
byröi sem stjórnendur Morgun-
blaðsins réttu mér þegar ég varö
ritstjóri þess 29 ára gamall, og
jafnframt að pólitiskir andstæð-
ingar hafi fundið einhverja fyrir-
stöðu þar sem ég hef verið”.
Áttu marga óvini?
„Nei, ekki svo mér sé kunnugt
um. Við Þórbergur vorum sam-
mála um, að þaö versta sem hægt
væri að burðast með yfirá astral-
planið sé hatur. Sá sem hatar fær
aldrei friö i sálu sinni. Þegar sá
grunur hefur læöst að mér, að
einhver maður hataði mig þá hef-
ur mér reynst best að biöja fyrir
honum. Þá hefur hann ævinlega
jafnað sig. Þetta er dagsatt. Ég
hef oft þurft að bita á jaxlinn,
bæði sem skáld og blaöamaður,
og ekki siður þegar ég hef þurft að
lifa af þungbæra reynslu. Ég trúi
öðru fremur á ótakmarkaöan
mátt bænarinnar og guölega for-
sjón Krists, enda hef ég reynt
hvort tveggja. Og ég hef aldrei
fariö I launkofa með þaö i skrifum
minum að Kristslaus veröld væri
mér óbærilegt vandamál”.
Hefurðu alla tiö verið trúmaður?)
„Ég er að upplagi afar vantrú-
aður, eins og allir sæmilegir trú-
menn. Ég óska ekki eftir fram-
haldslifi. Langar ekkert til aö
fara að lesa Staksteina og Klippt
og skorið hinu megin. En hjá þvi
verður vist ekki komist, a.m.k.
ekki fyrst I staðl”
Átök viö músarindla
Við snúum talinu nú að starfs-
vettvangi Matthiasar, Morgun-
blaðinu, þessum risa I islenskri
fjölmiðlun sem svo mörgum virö-
ist standa ógn af. Ég spyr
Matthias um margumrætt sam-
band Morgunblaðsins og Sjálf-
stæðisflokksins.
„Margir haida að ekki komist
hnífurinn á milli flokksins og
blaðsins”, segir hann. „En þaö er
rangt. Sjálfstæöisflokkurinn er
eitt, en Morgunblaðið annað, þótt
þessir aðilar hafi átt samleiö á
margan hátt, vegna uppruna,
arfs og sömu skoðana i mikilvæg-
um málum. En ég veit ekki betur
en blaðiö sé málgagn margra
annarra en Sjálfstæðisflokksins.
Það er aöalmálgagn Gylfa ÞGisla-
sonar og Vilhjálms Hjálmarsson-
ar, og ýmissa annarra forystu-
manna Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins, og Magnús Torfi
hefur mátt vel við una. Það hefur
oft gagnrýnt sjálfstæðismenn, og
ég tel að blaðið eigi að vera eitt
helsta aðhald þeirra, þvi sá er
vinur sem til vamms segir. Sá
sjálfstæðismaður sem virðir þaö
ekki verður að ganga i einhvern
sértrúarflokk heittrúarmanna.”
„Ég kom sjálfur inn á Morgun-
blaðið sem blaðamaöur, en ekki
sem pólitikus, og ég hef aldrei
verið I framboði i stjórnmálum. A
bak við tjöldin hafa farið fram
harðvitug átök milli þingmanna
og ráðherra Sjálfstæðisflokksins
annarsvegar og ritstjórnar
Morgunblaðsins hinsvegar,-oft
mun meiri átök en fólk veit. Ég
get nefnt dæmi. Ég skrifaöi á sin-
um tima leiðara, þar sem blaðið
gagnrýndi harðlega stefnu rikis-
stjórnarinnar i lánamálum náms-
fólks, enda er fáránlegt að refsa
stúdentum fyrir aö gifta sig eða
vinna, eins og gert er i reglum
lánasjóðsins. Sýnt var fram á
með rökum að þetta dygði ekki.
Hér skildu leiðir forystumanna
flokksins og Morgunblaðsins.
Sama dag og leiðarinn birtist hitti
ég tilfinningamesta og þess vegna
einn hreinskiptasta ráðherra
flokksins, Matthias Bjarnason.
Þá flugu hnútur um borð. Hann
sagði að þaö stæðu núna tveir
idiótar fyrir framan Alþingishús-
ið með mótmælaspjöld. Réttast
væri að ég yrði þriöja fiflið sem
stæði undir svona spjaldi. Eftir
þetta urðum viö betri vinir en áð-
ur, og hélt hvor sinu, — fulltrúi
flokksins og fulltrúi Morgun-
blaösins — og yfirleitt hafa sam-
skipti blaðsins og foringja flokks-
ins einkennst af drengskap og
vináttu. Hitt er svo annað mál, að
sá sem er margar vikur i Mið-
Evrópu og kemur svo heim úr
frii, fer ekki að horfa á islenska
sveitarstjórnar- og þingmenn
gegnum einhvern stjörnukiki.
Þegar ég mæti islenskum þing-
manni á götu hugsa ég nú ekki
hærra en til músarindils, og þykir
það verst þegar músarindlarnir
reyna aö telja sjálfum sér og öðr-
um trú um aö þeir séu komnir úr
arnarhreiðri!”
Stjórnin í hættu
Við ræöum áfram samskipti
ritstjórnarinnar og flokksforingj-
anna, og Matthias nefnir annað
dæmi um árekstra milli þessara
aðila — tilraunir flokks til að hafa
áhrif á blað.
„Árið 1967 urðu miklar umræð-
ur i Morgunblaðinu um skólamál.
Okkur likaði ekki aðgeröarleysi
Viðreisnarstjórnarinnar I
mennta- og fræðslumálum. Ég
skrifaöi mikið um málið og fór á
marga fundi, enda hélt maður þá
að hægt væri að rækta hugsjónir
sinar. Þann 18. september 1967
hringir Bjarni Benediktsson til
min og segir að Gylfi Þ. Gislason,
menntamálaráðherra sé miður
sin út af þessum skrifum Morgun-
blaðsins. Spyr hvort sé ástæða til
þessarar gagnrýni allrar. Ég
sagði að svo væri, enda vissi hann
það sjálfur að skólakerfið væri
úrelt og bitnaði á unglingum og
foreldrum þeirra. Bjarni sagði aö
stjórn sin gæti verið i
i hættu vegna þessara
skrifa, og ég fann að hann taldi
þau ekki sanngjörn. Ég sagði
honum að ritstjórar Morgun-
blaðsins væru á annarri skoðun.
Það yrði aö taka til hendi I
menntamálum, en kannski væri
ofætlan að sami maður gæti sinnt
fræðslumálum og viöskiptamál-
um. Bjarni sagði: „Þú hefur
heyrt hvað ég segi”. Ég sagöi:
„Já, en ég treysti mér ekki til að
breyta stefnu blaðsins i þessu
máli þvi við teljum hana rétta”.
Þá sagði Bjarni: „En má ég biðja
þig að vera aldrei persónulegur,
heldur einungis málefnalegur i
þessum skrifum”. „Þarftu að
biöja mig um það?” spurði ég.
„Nei,” sagði hann. Samtalinu var
lokið og við vorum jafn góðir vinir
eftir sem áöur. En það er af Gylfa
Þ’. Gislasyni að segja að hann ein-
beitti sér að menntamálum, vann
af alefli að endurbótum á fræðslu-
kerfinu meö þeim árangri sem
viö nú sjáum. Við Gylfi urðum
miklir mátar og erum nú góðir
vinir. Og pinulitli kratinn I
vinstra framhólfi hjartans I
brjóstinu á mér er stórhrifinn af
þvi með hve mikilli reisn Gylfi
ætlar út úr pólitfk. Ég vona aðeins
að afleiðingin verði ekki sú, að
Alþýðuflokkúrinn fari sömu leið.
Seinna skal ég segja þér meira af
viðskiptum okkar og Alþýöu-
flokksins, en það er trúa min að
Viðreisnarstjórnin sé það næsta
sem stjórnvöldum hér hefur tek-
ist að koma til móts við óskir
fólksins um frjálslegt og rúmgott
þjóöfélag. Kannski getum við náð
þessu takmarki aftur ef okkur
tekst að sigrast á verðbólgunni og
fjárhagserfiðleikum á næsta
kjörtimabili, — hver
veit”.
„Hitt er svo annað mál”, bætir
Matthias við, „að auðvitaö hefur
‘fjöldi fólks reynt að hafa áhrif á
ritstjórn Morgunblaðsins fyrr og
siðar, — ekki aðeins forystumenn
Sjálfstæðisflokksins, heldur bók-
staflega allir sem telja sig hafa
einhvern málstað. öll þjóðin vill
stjórna Morgunblaðinu. Ingimar
Erlendur vill stjórna Morgun-
blaðinu!” segir hann og glottir.
„Ég tel þetta einungis sýna trú
manna á áhrifum blaðsins”.
Rikisstjórn
Morgunblaösins?
Skyldi þá vera eitthvaö til i
þeirri kenningu, aö þessi áhrif
blaðsins séu svo mikil, að þótt
rikisstjórnin stjórni landinu, þá
stjórni Morgunblaðið rlkisstjórn-
inni?
„Ég reikna með þvi,” segir
hann, „að Morgunblaðið hafi oft
haft gifurleg áhrif á Sjálfstæðis-
flokkinn og þær stjórnir sem hann
hefur átt aðild aö, — ekki sist sið-
ustu tvö-þrjú árin. Og vel mætti
segja mér að ýmsum forystu-
mönnum flokksins hafi þótt nóg
um I þorskastriöinu þegar
Morgunblaðið tók forystu um það,
að ganga gegn almenningsálitinu
á Islandi og krefjast þess aö
þorskastriðinu yrði ekki blandað
saman viö aðildina að NATO og
öðrum ráðstöfunum sem við höf-
um gert i öryggisskyni. Þórberg-
ur sagöi við mig á sinum
tima:„Það biluðu margir i
ungó”, og ég segi við þig, án þess
að bera saman svo gjörólika
hluti: Það biluðu margir I þorska-
striðinu, — ekki sist sumir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, svo
ekki sé talað um almenna fylgis-
menn hans. Þá tók Morgunblaðið
af skariö og ég er ekki frá þvi aö
það hafi haft forystu um að rétta
þau hlutföll sem þá brengluðust i
islenskum stjórnmálum. Og
MATTHIAS: „Hann sagði að
þaö stæðu núna tveir idjótar
fyrir framan Alþingishúsið með
mótmælaspjöld og...”
GYLFI Þ.: „Bjarni Benedikts-
son hringir og segir að Gylfi Þ.
Gislason, menntamálaráöherra
sé miöur sin út af þessum skrif-
um Morgunblaösins...”
MEÐ EYJÓLFI KONRAÐ: „Við vorum báðir sannfærðir um
að hinn væri frekasti maður iandsins...”
MAGNÚS: „Sagðist sjáifur
vera centristi...”
ÞÓRBERGUR: „Þegar ég-
mæti stórri pcrsónu reyni ég
alltaf að vera iitil pcrsóna...”
tNGIMAR ERLENDUR: „Gat
aldrei oröið jafn iila við mig og
reynt var aö innræta honum...”
GUÐMUNDUR DAN: „Hcfur
sannarlega lagt rækt viö figúru ,
inína...”