Vísir - 27.11.1977, Side 4

Vísir - 27.11.1977, Side 4
„Það var hryllileg tilhugsun" - b Dirk Dunbar varð fyrir þvi óhappi aö slasa sig illa á æfingu og hefur verið i gifsi i langan tíma. En nú er þessi snjalli ieik- maður kominn á fulla ferð aftur og eins gott fyrir mótherjana að vara sig á honum. Dirk Dunbar, leikmaðurinn sem lið 1S fékk til sin „hefur ekki átt sjö dagana sæla” sfðan hann kom hingað til lands. Að visu gekk allt vel til að byrja með, og Dunbar setti tslands- met i stigaskorun i sinum fyrsta leik hér, skoraði hvorki meira né minna en 58 stig i leik gegn Fram. En siðan varð hann fyrir þvi óhappi að slasa sig illa á æf- ingu, og allt framundir þennan dag hefur hann gengið um í gifsi upp að hné og hvorki getaö æft né spilað. „bað var erfið hugsun að þurfa e.t.v. að fara heim vegna meiðslanna; ég gat varla hugs- að þá hugsun til enda. Hér var mér tekið opnum örmum strax og ég kom, allir vildu allt fyrir mig gera. Ég get nefnt sem dæmi að ég fékk ekki ibúð strax, en var þá bara tekinn inn á heimili leikmannanna og þar borðaði ég og hélt mikið til fyrstu vikurnar. Ég var yfir mig hrifinn af öllu sem fyrir augu og eyru bar, og mig hryllir við þeirri tilhugsun að ég hefði þurft að fara heim. Út að skemmta mér? — Jú ég hef gert talsvert af þvi, farið bæði f Óðal og Klúbbinn. Ég kunni vel við mig á þessum stöðum, og varð ekki var við þetta margumtalaða áfengis vandamál sem ég hafði heyrt svo mikið talað um. Að visu drekka Islendingar mikið, og sérstaklega hratt, en ég tel það af og frá að hér sé eitthvert gif- urlegt áfengisvandamál. Svo er það lika tvennt ólikt hvort menn eru að sulla i áfengi i tima og ó- tima eða hvort menn fá sér i glas um helgar af og til eins og mér virðist þið Islendingar gera. „Standardinn” i körfuboltan- um hérna er mun hærri en ég hafði gert mér i hugarl.und. Að visu hafði ég ekki hugsað mikið um körfubolta á íslandi, en eftir að ég ákvað að koma hingað og hafði rætt við þá Kolbein Páls- son og Bjarna Gunnar sem komu i æfingabúðir okkar i Bandarikjunum fór maður að gera sér ýmsar hugmyndir um hvernig körfuboltinn væri hérna. Mérhefði t.d. ekki dottið i hug að breiddin væri svona mikil sem raun ber vitni, eða að hér væri jafn góðir leikmenn og þeir Jón Sigurðsson og Simon Ólafs- sontþeir eru báðir mjög sterkir. En við höfum þó tvo bestu mið- herjana, þá Bjarna Gunnar og Jón Héðinsson, og ég hlakka mikib til leikjanna sem i hönd fara’’ „ALLTAF EINHVERJIR SiM SKILJA MANN" — Segir Rick Hockenos þjálfari og leikmaður Vals „Ég lít svo á aö ég hafi komið hingað til þess fyrst og fremst að hjálpa til við uppbyggingu körfuboltans, og ef merkja má framfarir og aukinn áhuga al- mennings er ég ánægður” sagði Rick Hockenos þjálfari og leik- maður með Val. „Strákarnir i Val hafa gaman af þvi sem við erum að gera og leggja sig alla fram á æfingum og það gerir mitt starf að sjálf- sögðu mun auðveldara og skemmtilegra en ella. Mér er sagt að nú komi mun fleira fólk á leikina en áður, og það tel ég vera sönnun þess að við erum á réttri leiö, enda koma betri leik- ir strax i kjölfar þess að menn leggja meira á sig á æfingum en áður. Hockenos er sá eini banda- risku leikmannanna hérna sem er með fjölskyldu sina með sér, eiginkonu og 6 mánaöa gamlan son. „Við kunnum mjög vel við okkur, fólkið er vinsamlegt og hjálplegt i alla staði og okkur er farið aö finnast að við séum heima hjá okkur þótt við höfum ekki dvalið hérna lengi. Við höf- um ekki farið mikið út á skemmtanir, förum i göngu- ferðir daglega og litum i kring- um okkur og kunnum vel við þaö sem við sjáum. Auðvitað söknum við okkar fólks i Bandarikjunum, en þó er bót i máli að félagarnir i Val eru svo vinsamlegir að okkur leiðist alls ekki. bað kemur þó fyrir að okkur langar heim, sérstaklega konuna. Við erum hérna með ungan son okkar, og við vitum að afar hans og ömmur eru spennt að sjá hann, enda er hann eina barnabarnið þeirra”. Við víkjum nú talinu aðeins að körfuboltanum á ný. „Ég er sannfærður um að Is- landsmótið verður mjög jafnt og spennandi og mörg liö eiga möguleika á sigri, og að sjálf- sögðu stefna allir á toppinn. bað verða þó lið Vals, KR, 1S og UMFN sem ég held að berjist um tslandsmeistartitilinn. Jú, ég hef séð marga mjög góða leikmenn hérna. Ég get nefnt Jón Sigurðsson, KR, sem er mjög góður, Kristin Jörunds- son 1R sem er ákaflega erfiður andstæðingur, Bjarna Jóhann- esson KR og Einar Bollason og fleiri mætti að sjálfsögðu telja”. Rick Hockenos þjálfari og leik- maður Vals: „Ég lít svoá að ég sé fyrst og fremst kominn hingað til þess að hjálpa til við uppbyggingu körfuboltans”. Hockenos sagðist hafa mjög gaman af þvi að fást við þjálfun yngri flokkanna i Val, og þrátt fyrir ungan aldur þeirra yngstu væru engin teljandi vandræði að fá strákana til að skilja sig. „bað eru alltaf einhverjir sem skilja það sem ég er að segja og þeir túlka þá bara fyrir hina” sagði Rick Hockenos að lokum. Tveir spenntir. KR-ingurinn Andrew Piazza og ArmeB Wood fylgjast hér spenntir með vitakasti i leik liðanna á» HVAÐ SEGJA ÞEIR? Við fengum nokkra leikmenn og forráða- menn þeirra félaga sem hafa bandariska körfuknattleiks menn innan sinna raða til að segja okkur af reynslu sinni i þvi efni. Kolbeinn Pálsson KR: — Ég er mjög ánægður með Andrew Piazza, bæði sem leik- mann og þá ekki siður sem þjálfara. Hann hefur aö visu átt misjafna leiki með okkur, en sýnt að hann er frábær þjálfari. bessir menn hafa flutt með sér nýtt blóð'i körfuboltann hérna ef svo má segja. Nú er lika að koma hér upp allt önnur tegund af körfubolta en var, miklu meiri hraði og pressuvörn leik- in, og þetta er skemmtilegasti körfubolti sem hægt er að leika fyrir áhorfendur. begar við réðum Piazza til okkar var það fyrst og fremst vegna reynslu hans sem þjálf- ara. Hann hefur lika sýnt að hann á eftir að skilja eftir sig djúp spor hérna hjá okkur, þar er svo sannarlega á feröinni maður sem kann sitt fag. Sigurður bórarinsson formaður Körfukn. dcildar Vals: — Ég er sannfærður um aö þetta er það sem koma skal i körfuboltanum, enda likar okk- ur mjög vei við Hockenos, bæði sem leikmann, þjálfara og fé- laga. Staðreyndin er sú, að það hefur reynst mjög erfitt að fá þjálfara fyrir meistaraflokkslið okkar undanfarin ár, hvað þá fyrir yngri flokkana, en þessir menn þjálfa alla flokka. Að visu er kostnaðurinn mik- ill, en miðað við aðra þjálfara, t.d. i knattspyrnu og handbolta, er þetta ekki dýrt fyrirtæki. betta eru peningar sem skila sér aftur og þessu á skilyröis- laust að halda áfram. Rick Hockenos er mjög góður þjálf- ari og auk þess frábær leikmað- ur. Hann spilar sem einn af lið- inu, og litur ekki stðrt á sjálfan sig. Hann mun án efa rifa körfu- boltann upp hjá okkur i Val. Bjarni Gunnar IS: — Ég hef aldrei farið leynt með það að það er mikill kostur að hafa hér leikmenn og þjálf- ara, jjessir menn flytja með sér nýtt blóð i körfuboltann hérna. En það sem skiptir e.t.v. mestu varðandi veru þeirra hérna er

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.