Vísir - 09.12.1977, Qupperneq 5
réttar rikisins á rekstri útvarps
hefur hlotið fylgi i öllum flokk-
um. Mynduð hafa verið samtök
heirra, sem fylgjandi eru frjáls-
um útvarpsrekstri, — undir for-
| ystu eins frammámanna i flokki
I Giscard D’Estaings forseta.
Gaullistar eru að þvi er virðist
fylgjandi frjálsari afnotum á
öldum ljósvakans. En þeir
mundu þó krefjast þess, að haft
yrði tæknilegt eftirlit með þvi,
að ekki yrði alltof mikill erill i
! loftinu.
Lýðveldissinnar vilja gefa út-
varpsrekstur frjálsan. Mið-
flokkarnir eru á þvi, að timi
einkaréttarins sé útrunninn, þar
sem hann hafi gert sitt gagn.
Socialistar vilja gjarnan, að
byggðarlöginkomisér uppeigin
heimaútvarpsstöðvum. Og
kommúnistar hafa lengi verið
andvigir einkaréttinum.
Meðal fyrstu umbótanna, sem
D’Esaing forsetibeitti sér fyrir,
þegar hann náði forsetakjöri
fyrir þrem árum, var skipta
rikisútvarpinu upp i fimm sjálf-
stjórna deildir. Þrjár sjón-
varpsstöðvar með eigin rásir,
hljóðvarpið og TDF, sem býr til
dagskrár fyrir hina.
Hugmyndin var sú, að þetta
nýja skipulag mundi vekja upp
samkeppni milli deildanna, án
þess að grafa undan rikiseinka-
réttinum. Reyndin varð hins-
vegar sú, eins og sýndi sig i um-
ræðum i franska þjóðþinginu i
siðasta mánuði um fjárveiting-
ar til útvarpsmála, að allir
ilokkar af ýmsum ólikum
ástæðum eru mjög óánægðir
með þetta skipulag.
Niðurstöðunni i máli Radio
Fil Bleu hefur verið vel fagnað
if ýmsum, sem rekið hafa smá-
itöðvar, eins og til dæmis hópar
jfgasinnaðra vinstrimanna,
itúdentar. og fleiri. Slikar stöðv-
ir hafa sent út af og til allt þetta
ir. Það er ein starfandi á Mont-
nartre i Paris, önnur er i Lille
og hefur sent út hamingjuöskir
ilRadioFilBleu), ogaf sölu lit-
lla senditækja, sem kosta 240
júsund krónur, má vænta að
'leiri smástöðvar séu i uppsigl-
ngu.
Jean Autin, formaður út-
/arpsráðs (TDF), lét eftir sér
íafa um helgina, að þetta kynni
;kki góðri lukku að stýra. Taldi
aann hættu á þvi, að endurtæki
sig i Frakklandi sama sagan og
gerðist á ttaliu. En þar eru i
gangi um 2,000 sjóræningja-
stöðvar.
S.Þ. for-
dœma
morðið á
Biko
Allsher jarþingið for-
dæmdi harðlega i gær-
kvöldi //ólöglega handtöku/
varðhald og pyndingar#
sem leiddu til morðs" á
Stephen BikO//af erindrek-
um minnihlutast jórnar
kynþáttahatara í Suður-
Afríku".
í ályktuninni, sem samþykkt
var, var jafnframt krafist þess að
..minnihluta aðskilnaðarstjórn-
in” léti lausa alla pólitisk? fanga
skilyrðislaust, og aflétti öllum
bönnum og stofufangelsunum
andstæðingá aðskilnaðarstefn-
unnar. Ennfremur að þegar yrði
bundinn endi á „ofbeldisaðgerðir
gegn friðsamlegum mótmælum
gegn aðskilnaðarstefnunni og ei-
lifum pyndingum á pólitiskum
föngum”.
Sú sannfæring kom fram i
ályktuninni. að ..pislarvætti Step-
hen Biko og annarra þjóðernis-
sinna, sem myrtir hefðu verið i
fangelsum Suður-Afriku” og þær
hugsjónir, sem þeir hefðu barist
fyrir, mundu efla ibúa Suður-
Afriku og annars staðar i heimin-
um i baráttu þeirra gegn að-
skilnaðarstefnunni og fyrir jafn-
rétti kynþáttanna.
Norðmenn reka
útlenda togara
úr Barentshafí
Breskum togurum
var fyrirskipað i gær að
verða á brott úr norska
hluta Barentshafsins,
og hafði þó EBE áður
sagt þeim, að Norð-
menn hefðu fallist á, að
þeir mættu veiða þar
áfram.
„Þetta er rétt eitt klúðrið enn
hjá þeim i skrifstofunum i
Brússel,” sagði talsmaður
breskra útgerðarmanna við
Reuter i Hull.
Útgerðarmenn i Hullsegja, að
milli fimmtán og tuttugu togar-
ar séu verkefnalausir eftir
þessa ákvörðun Norðmanna, og
kosti það útgerðhvers skips um
2.000 sterlingspund á dag.
Norðmenn létu hætta veiðum i
Barentshafi 1. nóv., þegar þeir
sögðu að fiskveiðiþjóðir EBE
hefðu fiskað upp i kvóta. Siðar
sögðust Frakkar hafa misreikn-
að afla sinna skipa, svo að Norð-
menn leyfðu veiðar að nýju (allt
að 2.650 smálestum) með þvi
skilyrði, að ekki yrði sótt á mið-
in við Spitzbergen og Bjarnar-
eyju. Frakkar afþökkuðu sinn
hluta af kvótanum og var hon-
um þá skipt milli Bretlands og
V-Þýskalands.
Hartling
yfírmaður
fíótta-
manna-
hjálpar
Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna valdi i gær Poul Hartl-
ing, fyrrum forsætisráðherra
Dana, til þess að gegna næstu
fimm árin embætti yfirmanns
flóttamannahjálparinnar. Tekur
hann við starfi 1. janúar.
Það var Kurt Waldheim fram
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna sem stakk upp á Hartling til
embættisins. Hartling leysir af
hólmi Sadruddin Aga Khan, prins
sem gegnt hefur þessu embætti
siðan 1966. — Aðalskrifstofur
flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna eru i Genf.
Soares Ijœr
ekki máls á
nýrri stjórn
fyrir sig og ríkisstjórn
sina hjá Eanes forseta
Portúgals i gær.
Eanes ráðfærði sig við leið-
toga þriggjá stærstu stjórnar-
andstöðuflokkanna i gær, en
þeir felldu traustsyfirlýsingu til
handa stjórninni á þingi i fyrra-
dag, og bundu þannig enda á
stjórnarferil sósialista.
Dr. Soares féllst á, að fara með
stjórn áfram, þar til ný rikis-
stjórn hefði verið mynduð. Hann
sagðist ekki mundu taka boði
um að mynda aðra rikisstjórn
sjálfur, fyrr en stjórnartilraunii
annað hvort hægri-manna eða
kommúnista hefðu mistekist.
Og þá mundi hann þvi aðeins
taka slikt að sér, að hann gæti
reitt sigá stuðning þingsins við
þær sparnaðarráðstafanir, sem
hann og stjórn hans höfðu á
prjónunum.
Mario Soares for-
sætisráðherra lagði
fram lausnarbeiðni
Mario Soares forsætisráöherra
kunngerir afsögn sina, en fer
áfram með stjórn til bráða-
birgða.
COLOMBO GIFTUR
Eins og skýrt var frá í fréttum/ gekk leikarinn
Peter Falk (aöalhetja Colombo-leynilögregluþátt-
anna) aö eiga leikkonuna, Shera Danese, á dögun-
um. — Myndin hér var tekin, þegar þau voru á leið
út úr kirkjunni í Beverly Hills að lokinni vígsluat-
höfninni.
Er nó dýfing-
armeistari
Sergei Nemtsanov,
ungi rússneski dýfingar-
meistarinn, sem vakti
heimsathygli á ólympíu-
leikunum í Montreal ’76
þegar hann strauk, en
snéri svo heim til Sovét-
rikjanna aftur, ávann
sér i fyrradag meistara-
titil Sovétrikjanna i
dýfingum.
Timaritið SovétSportskýrir frá
þvi að Nemtsanov, sem nú er
átján ára, hafi unnið sovéska
meistaramótið i dýfingum i
Elektrostal (skammt austur af
Moskvu). — Ekkert var minnst á
brotthlaupið i Montreal.
Þegar Nemtsanov snéri á sin-
um ti'ma aftur til Sovétrikjanna,
sex vikum eftir að hann strauk Ur
búðum sovésku iþróttamannanna
og bað um landvist i Kanada,
sögðu sovéskir embættismenn að
honum yrðu veittar ákúrur en
ekkert alvarlegra mundi gerast.
Hér birtist síöari hluti hins
mikla ritverks um sævík-
inga fyrri tíma viö Breiöa-
fjörð, sannar frásagnir
mikillar sóknar á opnum
bátum við erfiðar aðstæður,
sem stundum snerist upp í
vörn eða jafnvel fullan ósig-
ur. Nær hvert ár var vígt
skiptöpum og hrakningum,
þar sem hinar horfnu
buðu óbliðum örlögum byrg
inn, æðru- og óttalaust. Afl-
raunin við Ægi stóð nánast
óslitið árið um kring og
þessir veðurglöggu, þraut-
seigu víkingar, snillingar
við dragreipi, tóku illviðrum og sjávarháska með karl-
mennsku, þeir stækkuðu í stormi og stórsjó og sýndu djörf-
ung í dauðanum, enda var lif þeirra helgað hættum. — Um
það bil 3000 manna er getið i þessu mikla saf ni.