Vísir - 12.12.1977, Síða 2
2
Mánudagur 12. desember 1977 VISIR
SPEGLAR
ÁSTRÍKUR
GRUND-
VALLAR-
BOÐSKAP
sér á eigin'spýtur. Þannig sér
hinn dæmigeröi Fransmaöur
sjálfan sig helst, og það er ein-
mitt það, sem útlendingar dá
hvað mest i fari hins dæmigerða
Frakka.
Goscinny brást venjulega
hart við og þverneitaði, þegar
fólk færði i tal við hann, að það
sæi siðapredikanir og pólitiskan
boðskap i sögunum um Astrik.
,,Ég er aðeins að reyna að hafa
ofan af fyrir fólki,” sagði hann
sjálfur.
Óvist er þó hvort hann hefði
andmælt Alain Peyrefitte,
dómsmálaráðherra, i eftirmæl-
um um höfund Astriksbókanna,
þegar hann sagði að Astrikur
speglaði grundvallarboðskap de
Gaulle hershöfðingja. Nefnilega
að Frakkar verði umfram allt
að vera áfram af öllu hjarta
Frakkar.
DEGAULUE?
De Gaulle hershöfðingi
sagði eitt sinn að sá eini<
sem veitti honum ein-
hverja keppni um hylli al-
mennings í frönskumæl-
andi löndum# væri teikni-
söguhetjan Tinni.
Þetta var misskilningur hjá
Frakklandsforseta. Það var
ekki Tinni, þótt frægur væri.
Það Var önnur teiknimynda-
hetja þó. Lltill skeggjaður Galli
með vængjahjálm á höfði,
belgiskrar ættar og kallaður
Astrikur af milljónum barna um
allan heim.
Þeir félagar Astrikur og
Steinrikur hinn digri vopna
bróðir hans, eru nú sennilega á
hátindi frægðar sinnar. En i sið-
asta mánuði fóru tryggir aödá-
endur þeirra að taka eftir þvi
við lestur framhaldsteikniþátt-
anna i blöðum álfunnar að það
var eins og skærasti neistinn
hefði slokknað i ævintýramynd-
unum, sem á tæpum tuttugu ár-
um hafa áunnið sér sess við
hliðina á Mikka mús, Súper-
manni og öðrum hetjum teikni-
myndanna.
Það lá að. Þeir félagar misstu
nefnilega föður sinn og skapara
René Gbscinny, i byrjun siðasta
mánaðar.
Belginn Goscinny fæddist i
Paris en var flest ungdómsár
sin i Argentinu og Bandarikjun-
um. Hann var fimmtiu og eins
árs þegar hann lést af hjarta-
slagi, þar sem hann var að stiga
þrekhjól við lækniseftirlit og
heilsugæslu.
Skömmu fyrir dauða sinn
hafði Goscinny gert samninga
um að Astrikur birtist i 115 ame-
riskum blöðum, sem eiga sér
daglegan lesendahóp nálægt 50
milljónum. í fyrra framleiddi
hann sina fyrstu Astrikskvik-
mynd. Gefnar hafa verið út
tuttugu og þrjár Astriksbækur
siðan Giscinny gekk i félag með
listamanninum Albert Uderzo
árið 1959. Þær hafa verið þýddar
á tuttugu tungumál, þar á meðal
islensku og japönsku. Hver út-
komin Ástriksbók selst i að
minnsta kosti l,5milljónum ein-
taka i fyrstu útgáfu og allt að
þrem milljónum eintaka I
endurprentunum.
Astrikur og félagar eru allir
Gallar sem búa i Gaulverjabæ á
Bretaniuskaga eina blettinum á
jarðarkringlunni sem hinum
sigursælu Rómverjum hefur
ekki tekist að leggja undir sig.
Þaö er að þakka seiðkarlinum,
Sjóðrik, sem lumar á mögnuð-
um seið. Kyngimagnaður
kjarnadrykkur hans gæðir
Gallana slikum fidonskrafti að
hersveitir Sesars verða eins og
fis i höndum þeirra. Inn i þessar
frásagnir frá fornöld fléttaði
Goscinny nútimanum með góð-
látlegu spéi, sem höfðar jafnt til
fullorðinna sem barna.
Hvað gerir þennan smávaxna
ófriða Galla svona vinsælan? —
Þegar René Lévesque, forsætis-
ráðherra Quebec, kom i heim-
sókn til Parisar fyrir nokkru,
kynnti hann sig fyrir franska
þinginu sig sem vestanhafs Ást-
rik umkringdan enskumælandi
hersveitum. — Astríkur hefur á
sér hið sjálfsörugga yfirbragð
Frakkans sem kann að bjarga
ATT ÞU
GAMLA MYNDAVÉL?
VIÐ SÖFNUM GÖMLUM MYNDAVÉLUM
í ÞVÍ SKYNI AÐ KOMA UPP SAFNI SEM
SEGIR SÖGU M YNDA VÉLARINNAR
Á ÍSLANDI
Við bjóðum þér nýja AGFA Autostar instamatic
myndavél og fílmu að auki fyrir aðeins kr. 4000,
ef þú leggur inn gömlu myndavélina.
Hún má vera skemmd og/eða biluð.
Keyptu jólagjöfina með
mvnrlnvplSnnni
Sjónvarpsfœtur
SUÐURLAIMDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVlK