Vísir - 12.12.1977, Side 8

Vísir - 12.12.1977, Side 8
8 Mánudagur 12. desember 1977 visœ „ALDRAÐIR ERU EKKERT AFMARKAÐ Leikur, söngur og félagsfræði virðast i fljótu bragði ekki eiga mikið sameiginlegt. Samt fer þetta saman hjá þeim Asdisi Skúla- dóttur leikara og félags- fræðingi, og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, söng- konu og félagsfræðingi. Þær hafa nýlokið ýtarlegri rit- gerð um aðstæður aldraöra á Is- landi, jafnframtþvisem þærhafa stundað störf sin á sviðinu. Visir ræddi við þær um ritgerðina, sem var lokaverkefni þeirra til B.A. prófs i þjóðfélagsfræði, önnur störf þeirra og fleira og fer það viðtal hér á eftir. Tvær hliðar sama penings Við spurðum þær fyrst hvernig þessi óliku störf færu saman. „Mjög vel” sagði Asdis. „1 leik- húsinu er maður i nánd við lifið sjálft en i Háskólanum er fjállað um það Ut frá fræðilegum kenningum. Bæði leikhUsið og félagsfræðin fjalla um sam- félagið, þótt önnur markmið séu höfð i huga. Annars var það frekar starf mittviðUtvarpið en leiklistin sem vakti áhuga minn á félagsfræð- inni. Égvann við þátt sem nefnd- ist A,B,C. og i þvi viðfangsefni varð ég að horfast i augu við fá- fræði mina i þvi hvemig ætti að nálgast hlutina.” „Það hljómar kannski dálitið undarlega að vera að skrifa fræðilega ritgerð um aldraöa og vinna fyrir sér með þvi að syngja á öldurhúsi,” sagði Ingibjörg. ,,En ég hef margt lært af þvi að koma fram með hljómsveitinni. I þannig starfi kynnist maður sam- skiptum fólks undir margs konar krin|umstæðum.” Alhr þvingaðir i sama kerfið Þær Ásdis og Ingibjörg eiga /#Þ6ttO fÓlk 6T ökkl SVO sem sagt ýmislegt sameiginlegt fyrir utan samstarfið við ritgerð- „Fyrst eftir stúdentsprófið var ég óráðin i þvi hvað gera skyldi,” sagði Ingibjörg. ,,Ég kenndi einn vetur og var þá jafn- framt innrituð I tungumál við Há- skólann eins og algengt er um kvenfólk. En kennslan féll mér ekki, sér- staklega vegna þess að öllum krökkum á sama aldri eru ætluð sömu verkefni. Það er verið að þvinga alla inn i sama kerfið, sama hvernig þeir eru á vegi staddir. Við kennsluna vaknaði hjá mér áhugi fyrir félagslegu umhverfi og sá áhugi óx þegar ég slysaðist til að lesa dálitið i félagsfræði. Svo var ég um tima á sam- yrkjubúi i ísrael og kynntist þar annarri uppbyggingu samfélags- ins en ég hafði alist upp við. Það vakti mig til umhugsunar um.að til væru fleiri lausnir i þessum efnum en þær sem við þekktum. Þetta ýtti á eftir löngun minni til að skoða þessa hluti nánar. Þvi varð það ofan á hjá mér að fara i félagsfræðinámið.” ina. Meðal annars það að þær hafa báðar komið fram I flestum samkomuhúsum hringinn I kring- um landið. Auk þess hafa þær báðar stundað kennslu um tima. Vanmetið starf Asdis fór i Kennaraskólann eftir stúdentspróf og kenndi siðan nokkur ár við bamaskóla. ,,Ég komst að þvi að kennsla er erfitt starf og vanmetið. Þegar frá leið sá ég að ég myndi ekki treysta mér til að vinna við það til frambúðar. Þegar sami kennar- inn þarf að hafa umsjón með 60 börnum á hverjum degi, er hætt við að hann sé alla daga að geraalla hlutiilla. Ef hins veg- ar væri hægt að haga þessu svo að hver kennari hefði aðeins um 25 nemendur, þá væru aðstæðurnar allt aðrar. Þá gæfist tækifæri til að sinna nemendum vel og hafa gott samband við foreldrana. Það má eiginlega segja að það hafi verið viss uppgjöf hjá mér að hætta að kenna.” Brauðið fékkst með leik og söng. Eins og áður sagði vann Ingi- björg fyrir sér á námsárunum með þvi að syngja með dans- hljómsveit. Sú hljómsveit er þekkt undir nafninu B.G. og Ingi- björg. Hún sagði að söngurinn ætti langa sögu hjá sér. Frá þvi að hún var krakki dreymdi hana um að verða dægurlagasöngkona. Sú ósk rættist þegar hún var 17 ára og siðan hefur hún sungið meira og minna, aðallega þó á sumrin. Ásdis vann hjá Leikfélagi Reykjavikur með náminu og nú er hún þar nánast i fuilu starfi. ,,Ég var i leiklistarskóla Leik- félagsins með náminu I Kennara- skölanum og lék siðar i leikritum Húsbyggingasjóðs Leikfélagsins. Eftír að ég byrjaði i Háskdlanum fjölgaði verkefnunum. Fyrsta hlutverkið mitt i almennum sýningum var i Minkunum eftir Erling Halldórsson. Þar lék ég karlmann.” Leysum engin vanda- mál — Svo við snúum okkur nú að ritgerðinni, hvers vegna völduð þið að fjalla um gamla fólkið? Ein af þeim fáu skáldsögum, sem er svo spennandi að það er varla hægf að leggja hana frá sér ____________ fyrr en við alveg ^ óvænf sögulok.,. Verð kr. 4.920 fixim Jfir miónœtti Skáldsaga eftir Sidney Sheldon Vel skrifuð, hispurslaus og berorð ástarsaga... Lesandinn stendur því sem næst á öndinni / þegar hámarkinu / ernáð... s NOELLE PAGE, CONSTANTIN DEMIRIS, hinn hræðilega sannleika um þetta franska leikkonan, sem er víðfræg griskur auðjöfur, sem hefur hvers fólk og það sem er að gerast á fyrir hæfileika og fegurð en alræmd manns ráð í hendi sér, ef honum grísku paradisareyjunni sem hún er LARRY DOUGLAS, myndarlegur og aðlaðandi flugstjóri, sem er jafnframt ómótstæðilegur kvennabósi... CATHERINE, hin unga, ameriska eiginkona hans, sem hrekkur upp úr sælukenndri ástarvímun þegar hana fer að gruna hinn hræðilega sannleika um þetta fyrir ástalíf og óseðjandi losta . . . býður svo við að horfa ... 0 orðin fangi á .. . FYRIRBRIGÐI segja þœr Ingibjörg Guðmundsdóttir og Ásdís Skúladóttir í spjalli um söng, leik og félagsfrœði

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.