Vísir - 02.01.1978, Page 4

Vísir - 02.01.1978, Page 4
Umsjón: Guömundur Pétursson Mánudagur 2»janúar 1978 vism VINNUGUÐIN, : hinn vanreiknaði þóttur framleiðninnar Uppgangur Japana í al- þjóðaviöskiptalíf i og mörkuöum hefur veriö hreint lygilegur síðustu tiu árin, og svo komið/ aö þeir hafa skákað flestum iðnaðarstórveldum vest- urlanda aftur fyrir sig í mörgum greinum. Hver ríkisstjórnin á eftir annarri biður í dag Japani vægðar í sam- keppninni. útflutnings- iðngreinar þeirra sjálfra grátbiðja um innflutn- ingshöft og styrki um leið norska ritsins „Farmand” telur skýringarinnar að leita i öðru en tæknimun. I nýlegri grein skrif-, ar Sven Rydenfelt, að það sé fyrst og fremst vinnugleði starfsfólks japanskra iðnfyrir- tækja, sem geri gæfumuninn. Hann tekur dæmi úr bila- framleiðslunni og ber saman tvö fyrirtæki, sem bæði séu á heimsmælikvarða i nýtingu nú- timatækni. Annarsvegar Volvo i Sviþjóð og hinsvegar Toyota i Japan. Bæði eru tæknilega á svipuðum vegi stödd. Bæði hafa svipaðan fjölda starfsmanna eða um 45 þúsund manns hvort um sig. — Arið 1976 framleiddi Volvo 200.000 bila. Toyota fram- i gott samband atvinnurekanda og starfsmanns hans. Hann tel- ur að kjarninn i kenningum Karls Marx hafi verið mótmæli við þeim kærleiksskorti, sem gætt hafi i samskiptum atvinnu- rekenda og launþega i kapital- isku samfélagi þess tima. Kuldi og tilfinningaleysi hafi einkennt samband þeirra. Vinnan hafi verið keypt og seld eins og hver annar varning- ur. Kaupandanum var efst i huga að fá sem mest verðmæti fyrir peningana/launin. önnur tengsl voru ekki á milli en þessir nöktu hagsmunir, hrein pen- ingaspursmál. I sliku andrúmslofti skilar „Mundu, að heföi ég ekki unnið i þessari hræðilegu verksmiðju, sem allt og alla ætiar að drepa, hefðum viö aldrei haft ráð á þvi aö ferð- ast hingaö til að flýja hana.” og lagt er að Japönum að draga úr útflutningi sín- um og hækka söluverð. Eðlilega hafa sérfræðingar lagt sig fram við að leita skýr- ingar á þessari velgengni Jap- ans, meöan hálfgert kreppuá- stand rikir i iðnaðarrikjum vest- urálfu. Ráku þeir sig strax á einn reginmun. Afkastageta og framleiðsla Japana tók langt fram sambærilegum iðngrein- um vesturlanda. Það hefur komið fram, að reiknimeistarar fundu út, að ekki tæki Japana nema 60 min- útur að framleiða hlut, sem Vestur-Þjóðverjar og Frakkar voru 150 minútur að gera, og Bretar 250 minútur. — Hvað veldur? Meiri tækni máske? Toyota og Volvo. Einn af dálkahöfundum leiddi hinsvegar 2.500.000, nær ellefufalt meira. Tilfinningaþátturinn Rydenfelt vill deila rekstri upp i tvo þætti. Annan tæknileg- an og hinn tilfinningalegi þáttur hefur lent á eftir. Að hans mati hafa atvinnurekndur i auð- valdsþjóðfélögum i kappi sinu við aö auka framleiðnina lagt allar sinar gáfur, þekkingu og reynslu i að auka tæknina. En á meðan hafi þeir vanrækt það til- finningalega, svo að sambandið við starfsfólkið er kuldalegt og jafnvel fjandsamlegt. Afleiðing- in sé litil framleiðni og léleg nýting á framleiðslugetunni. Eins og vændi Rydenfelt vitnar i marga spaka menn til stuðning þvi mikilvægi, sem hann vill ieggja //Hjálp! Enn einn, sem veit ekki að stríðinu er lokið." verkamaðurinn sinni vinnu ein- vörðungu greiðslunnar vegna. Rydenfelt likir þvi við vændi, niðurlægjandi fyrir seljandann, sem fyrr eða siðar fær óbeit á þvi, sem hann hefur fyrir stafni. Að þvi reki, að starfsmaðurinn gerir ekki meira fyrir atvinnu- rekanda sinn, en það sem hann er neyddur til, ef honum stendur á sama um atvinnurekandann, eða það sem verra er, fyrirlitur hann og jafnvel hatar. Franski snilldarkokkurinn, Fernand Point, orðaði þennan sannleika þannig: „Maður getur ekki búið til góðan mat fyrir þann, sem manni likar ekki við. I slikum rekstri skilar starfs- maður ekki nema broti af þvi sem hann getur afkastað. Frumskilyrði Til þess aö hefja starfið upp úr slikri niðurlægingu til samvianu með gagnkvæmri virðingu og vinnugleði, þar sem starfsmað- urinn nýtir vinnugetu sina, verður að uppfylla ákveðin skil- yrði: skrifar Rydenfelt. At- vinnurekandinn verður að vinna sina „fyrri óvini” á sitt band. Hann verður að ávinna sér virð- ingu þeirra, „kærleika þeirra”. Eitt er vist — heldur Ryden- felt áfram — þessa tryggð starfsmannsins er ekki hægt að^ kaupa með peningum, eða góð- um launum. Svo einfalt er það ekki. Clarence Francis, banda- riskur forstjóri, útskýrði þetta þannig: „Maður getur keypt tima starfsmannsins og maður getur keypt nærveru hans á vinnustað. En maður get ur aldrei keypt eldmóð hans, frum- kvæði og tryggð. Það verður maður að ávinna sér.” Aðbúnaður í Japan Rydenfelt telur sýnt, að Jap- anir kunni þessa list. 1 Japan hafi atvinnurekendum tekist að vinna trúnað og velvilja starfs- manna sinna, og það svo vel, að starfsmennirnir sjái sjálfa sig i rekstrinum og gangi að störfum með ákafa og vinnugleði. Arangurinn sé þvilik afköst og hæfni, að öðrum tjói vart að etja kappi við. Hinar háu tekjur, sem af þvi fást, fara að nokkru i tæknivæðingu, en að stórum hluta til að bæta aðstöðu starfs- fólksins. Laun hafa hækkað i hlutfalli við tekjuaukninguna, og fyrirtækin hafa fest miklu fé i heilbrigðisþjónustu, vistarver- ur, menningu, og fristundir starfsfólksins. Slikar fjárfest- ingar hafa svo komið þjóðfélag- inu i heild til góða. Japanskur metnaður Rydenfelt treystir sér ekki til þess að skýra það, að hve miklu leyti öðruvisi þjóðmenning Jap- ana og önnur trú, heldur en á Vesturlöndum, geti verið orsök þessa. En mönnum kemur strax i hug nær ofboösleg kurteisi Japanans, vingjarnlegt viðmót og tillitssemi i samskiptum við tveir góóir! bitterblock, suóusúkkulaói milkablock, mjólkursúkkulaói r S náungann. Upp rifjast um leið stöðugur ótti Austurlandabúans I við að biða álitshnekki, eilif þörf I hans fyrir virðingu náungans, [ og vakandi gát hans á þvi að valda ekki öðrum álitshnekki, [ svo að hann „tapi ekki andlit- inu”. Areiðanlega á það sina skýr- ingu á þvi stolti, sem japanski I stárfsmaðurinn finnur til iðju sinnar. Honum þykir um fátt annað skemmtilegra að tala og jafnvel gortar af henni. — Hve- nær heyrir maður verkamann á Vesturlöndum gorta af verk-| smiðju sinni? 8. júli 1976 fór Toyotabill núm-1 er 20 milljón út úr verksmiðj-l unni. Þann dag var sigurhátið i[ allri Toyotaborginni og tók þáttl i henni ekki aðeins starfsfólkið, [ heldur allir ibúarnir 250 þúsund [ talsins. Hvenær ætli Gautaborg-1 arbúa færu að dansa á götun-| umvegna velgengni Volvo? Orkulind sem segir sexl Rydenfelt telur, að Japanir[ hafi fundið þarna orkulind, sem [ skáki gufuaflinu, oliunni, raf-| orku og kjarnorku. Það sýnistj nokkuð hæft i þvi, ef litið er á [ nokkur dæmi um þróunina i| Japan. Fyrir tiu árum var bilafram-| leiðsla Japans 10% af bilafram-| leiðslu Bandarikjanna. Arið| 1976 var hún orðin 90%. Fyrir- sjáanlega stendur Japan jafn- fætis USA eftir örfá ár. 1 bíla- eign hafa Japanir náð V- Evrópumönnum, og eykst hún | jafnt og þétt. Þegar árið 1956 voru Japanirj orðnir stærstu skipasmiðir| heims, og hafa aukið forystu| sina allan timann siðan. Arið| 1976 runnu 90% af öllum pöntun- um á nýjum skipum i heiminum | til japanskra skipasmiðastöðva. Skipasmiðastöðvar Vesturlanda [ hafa verið slegnar algjörlega út| i þessari samkeppni. Liberia hefur stærstan versl- unarskipaflota heims á sinni| skrá, eða 66 milljónir smálesta.J 1976 komst Japan upp i annað| sætiðmeð40 milljónir smálesta.[ Fornar siglingaþjóðir eins og| Bretar og Norðmenn verða aðj láta sér nægja þriðja og fjórða [ sætið. Þrátt fyrir auðlindaskort og I hörgul á hráefnum er Japan[ þriðji stærsti stálframleiöandi | heims i dag á eftir Sovétrikjun- um og Bandarikjunum (136, 1321 og 117 milljónir smálesta 1974). En stálframleiðslan i smálest-1 um á hvern starfsmann japönsku stálverksmiöjanna er tvöfalt eða þrefalt meiri en hjá þeim evrópsku. Svo harða sam- keppni veita japanirnir aö stál- iöjuver annarra ianda berjast i bökkum. Framleiðendur á kúlulegum og reiknivélum hafa lent langt I aftur úr Japönum. Sjálfir höfuð- | snillingar úraframleiðslunnar, Svisslendingar, mega bita i það | súra epli að sjá Japani sigla hraðbyr'upp að hlið þeirra. út-1 flutningur Sviss á úrum hefur minnkað um 25% vegna sam- keppni Japana. 1 vöggu sjón- varpsins, Bandarikjunum, hafa japanskir sjónvarpstækjafram- leiöendur náð 40% markaðarins undir sig. Bandarisku verk- smiöjueigendurnir reita hár sitt | i örvæntingu,- Og þetta eru aðeins örfá dæmi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.