Vísir - 06.01.1978, Page 2
I'ISIK
spyr
Ertufarinn að hugsa um
skattana þina á þessu
ári?
Björn Kristjánsson kaupmaöur:
Nei, ekki get ég sagt þaö. Ég
hugsa bara um uppgjörið þessa
dagana. Annars býst ég viö þvi að
fá hlutfallslega miklu meiri
skatta i ár en i fyrra. Vantar ekki
peninga allsstaðar i þjóðfélaginu.
Reinhold Johannesson verk-
stjóri:Égbara spekúlera ekkert i
þvi. Þaö kemur i ljós.
.....V' ....
í Reykjovík
Gunnar Bjarnason fulltrdi: Já ég
er farin að hugsa um þá og mér
sýnist allt benda til þess að þeir
verði hrikalegri nú en nokkru
sinni fyrr.
Þórður G. Sigurvinsson nemi:
Nei, ég er ekki farinn að hugsa
um þá ennþá. Þaö borgar sig ekki
að vera að stressa sig á þvi.
Annars býst ég viö þvi að fá nokk-
uð mikla skatta.
Guðni Jónsson framkvæmda-
stjóri: Nei, það er ég ekki. Við
veröum allir að borga okkar
skatta undan þvi verður ekki vik-
ist.
rMjSg ónœgður
með þessi
umskipti"
— segir Sigurður Gils
Sigurður G. BjBrgvlnnon.
,,Ég á nú eftir að taka
við þessu starfi svo ég
get ekki sagt ýkja mikið
um það ennþá” sagði
Sigurður Gils Björgvins-
son sem hefur verið ráð-
inn aðstoðarfram-
kvæmdastjóri inn-
flutningsdeildar Sam-
bandsins i stuttu spjalli
við Visi.
Sigurður er Reykvik-
Björgvinsson, nýr
aðstoðarfram-
kvœmdastjóri inn-
flutningsdeildar SÍS
ingur, þrjátiu og fjög-
urra ára gamall. Hann
lauk prófi frá samvinnu-
skólanum vorið 1963 og
lauk cand. merc. prófi
frá ,, Handelshöjskolen i
Kaupmannahöfn eftir
nám þar á árunum 1968-
1973.
Sigurður var ráðinn hagfræð-
ingur Skipulagsdeildar Sam-
bandsins 1. febrúar 1974 og starf-
aði þar til 31. mars 1977 er hann
var ráöinn hagfræðingur hjá
Skipadeild Sambandsins.
Þar hefur hann starfaö siöan,
en tekur við sinu nýja starfi um
miðjan þennan mánuð.
„Ég get þó sagt að ég er mjög
ánægður með þessi umskipti”,
sagði Sigurður. ,,Bæði er þetta
stöðuhækkun og svo er þetta
meira á minu sviði. Það yrði
langt tnál að skilgreina i hverju
starf mitt verður fólgið. Þetta er
jú geysilega stórt „apparat”,
snertir allar innflutningsdeildir
Sambandsins”.
„1 stuttu máli held ég að best sé
aðsegja að þetta felist i stjómun,
eins og starfsheitið ber með sér.
Þar kemur mikið inni „oper-
ations research”, sem er á minu
sviði. Ég var t.d. mikið með
verslunarrekstur kaupfelaganna
meðan ég var i skipulagsdeild-
inni”.
„Þótt ég hafi það reyndar dá-
gott þar sem ég er, hlakka ég til
að takast á við ný verkefni”.
—ÓT.
FöRtudagur 6. janúar 1978
iVÍSIR
Keraur nýttþinghús til með að risa á lóð Alþingis?
Nýtt þinghús eða
viðbyggingar í
nokkrum úfðngum?
Húsameistari mun kynna þingforsetum
frumhugmyndir að skipulagi á lóð
alþingis ú nœstunni
Húsameistari rikis-
ins mun þegar þing
kemur saman eftir
jólaleyfi leggja fyrir
forseta þingsins
skýrslu um frumathug-
un á nýju húsnæði fyrir
Alþingi.
Að sögn Harðar Bjarnasonar,
húsameistara rikisins, er hér
um að ræða algjör frumdrög. A
siðastliðnu ári var húsameist-
ara falið að kanna byggingu nýs
húss á lóð Alþingis. Sagði Hörð-
ur að þetta væru lóðir milli
Kirkjustrætis og Vonarstrætis.
Það er ennþá verið að vinna að
skýrslunni en i henni verður
gerð grein fyrir lóðaathugunum
og gagnasöfnun ýmiskonar.
Meðal annars þarfir Alþingis
fyrir nýtt húsnæði undir þing-
starf og fleiri þætti tengda þvi.
Hörður sagði að til greina kæmi
að byggja yfir Alþingi i áföng- ;
um en engar teikningar lægju á
borðinu ennþá.
—KS. jí
Stórubrandajól hjú Þjóðviljanum
Þjóðviljinn lifir stóra daga i
fréttaflutningi um þessar
mundir. Talin eru upp fyrirtæki
og mannanöfn bæði i bak og fyr-
ir, og hringi forstjóri Bifreiða-
og landbúnaðarvéla, sem telur
eflaust að hann geti mælt Þjóð-
viljann máli, er bara gert grin
að honum og haft eftir honum
„Ég er svo arrí”, um leiö og
togað er upp úr honum allt sem
er að vita um fyrirtækið Dropa,
þar sem Haukur Heiðar er
stjórnarformaöur en forstjórinn
ritari. Þannig gengur hið hei-
laga strið út yfir öll mannleg
samskipti, enda skal nú sýnt að
„helvitis kapltalisminn” hafi
beðið eitt af slnum stærstu skip-
brotum. Skiptir þá engu þótt
einna helsti forustumaður Rúss-
landsviðskipta fljóti með I kjöl-
farinu, svona ámóta laus við
bankaábyrgðarskandalann og
aliur sá fjöldi mætra borgara,
sem Þjóðviijinn hefur verið að
birta nöfnin á, og látiö lita svo út
að þrjátlu manns eða svo hafi
veriö viöriönir bankaábyrgðar-
málið. Það eru nefnilega stóru-
brandajól I Þjóöviljanum, og
má vænta þess að næst verði
birt öll meölimaskrá
Lions-klúbbsins Njarðar, en
þegar hefur nokkur hluti með-
limaskrárinnar verið birtur
vegna þess að Haukur Heiðar er
meðlimur I þeim klúbbi.
Ekki er langt slðan það óhapp
varð innan réttarfarslns, að
fjórir menn voru hnepptir I
gæsluvaröhald, og látnir dúsa
þar I langan tlma við allskonar
og óhjákvæmilegar getsakir.
Hefði mátt ætla að Islenska
blaöamannastéttin hafi lært af
þvi máli, og er svo eflaust um
helft hennar, enda sannaðist þá,
svo ekki veröur um villst, að
fjalla ber um ákærðu sem sak-
lausa, þangað til sekt þeirra er
sönnuð. Þess vegna kom nokkuð
á óvart hve Landsbankinn var
afdráttarlaus og ákveðinn I
fyrstu fréttatilkynningu bank-
ans um fjármálamisferlið I
ábyrgðardeildinni. En þeir um
það, enda verður ekki séð á þvl
sem á eftir hefur farið, að bank-
inn hafi misgert I þeim efnutn.
Hitt cr alveg fráleitt og eng-
um trúandi til nema krossfarar-
riddurum Þjóöviljans, aðtlna til
fjölda manns og tengja þá meö
einum og öðrum hætti athöfnum
Hauks Heiðars f banka-
ábyrgðardeildinni. Til að gefa
lesendum Visis sýnishorn
fáránieika þessarar umræðu
skulu endurprentuð hér nokkur
nöfn, sem Þjóðviljinn hefur
þannig hagrætt hlémegin við
Hauk Heiðar. Alfreð Elfasson er
tilnefndur af þvf hann er hlut-
hafi I félaginu Dropa, Þóra
Hallgrlmsdóttir er tilnefnd, af
þvi hún er kona Björgóifs Guð-
mundssonar, sem aftur er f
stjórn fyrirtækja, sem hafa orð-
ið fyrir barðinu á banka-
áby rgöara thöfnum Hauks
Heiðars. Eyjólfur K. Sigurjóns-
son er tilnefndur, af þvf hann
stóð I þvl basli um tfma að halda
Alþýðublaðinu á floti, en er að-
eins varamaður I stjórn Dósa-
gerðarinnar. Mörg fleiri dæmi
væri hægt að nefna um þá sér-
kennilegu iöju Þjóöviljans að
birta nöfn manna I sambandi
við meint misferli Hauks
Heiðars.
Aftur á móti hefur Þjóðviljinn
ekkert að segja um þau innri
,,prinsip”-mál, sem hljóta að
vega þungt á metunum I
ábyrgöarmálinu og snerta m.a.
bankaráðiö, en það er hlutur
endurskoðunar bankans I gegn
um tlðina, og hvaö slfk endur-
skoðun hefur I raun verið gagns-
laus. Þá er ógetiö hvernig llta
beri á stöðu bankastjóranna,
þegar svona mál kemur upp, og
hlýtur að varöa ábyrgð þeirra á
bankanum og öllu sem þar fer
fram. Manni skilst að þessir
ágætu menn hafi um hálfa millj-
ón króna Ilaun á mánuði og frlö-
indi á borð viö ráðherra, vegna
þess aö ábyrgö þeirra sé svo
mikil. Á meðan sæmilega viti-
bornir menn velta þessum hlut-
um fyrir sér, eltist Þjóðviljinn
dag eftir dag við fólk út I bæ I
von um að geta komið þvl I
vandræði út af afbrotum, sem
ekki er vitað til að fleiri en einn
maður hafi framið. Og maður
spyr: Tii hvers? Svarthöfði
WbfflMM ABalsfmi ÞjóBviljans er 81333 kl. 9-20 múitudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og áunnuddgum.
Flmmtudagur 5. janúar 1178 menn biaBsins 1 þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527, • 81257 og 81285, UtbreiBsla 81482 og BlaBaprent 81348.
Haukur Heiðar er stjórnarformaður Dropans h.f.
JÉg er svo ARRÍ”
sagði meðeigandi hans,
sem hringdi i Þjóðviijann í gœr
tugtunarhúsisakaBur um stðrfelU
fjArmdlamisferli.
Fiskirækt og byggingar