Vísir - 07.01.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 07.01.1978, Blaðsíða 3
vism Laugardagur 7. janúar 1978 3 4 £, * « IÞROTTIR UM HELGINA Laugardagur: KÖRFUKN ATTLEIKUR: iþróttahús Hagaskólans kl. 14, 1. deild karla ÍR:Þór, kl. 15.30 1. deild karla Ármann:Fram, og siðan leikir i yngri aldursflokk- um. iþróttahúsið f Njarðvik kl. 14, 1. deild karla UMFN-Valur og siðan 2. deild karla UMFG :KF1, íþróttahúsið I Iiafnarfirði kl. 14, 2. deild karla Haukar-iV, og siðan leikir i yngri flokkum. HANDKNATTLEIKUR: iþróttahúsið á Akureyri kl. 15, 1. deild kvenna Þór-Valur og sfðan 2. deild karla Þór-Leiknir. iþróttahúsið i Vestmannaeyjum ki. 13.30, leikir i yngri flokkum og kl. 14.40 3. deild karla Þór- Breiðablik. iþróttahúsið á Akranesi kl. 13, leikir i yngri flokkum og kl. 14.50 3. deild karla 1A-UMFA. Laugardais- höll kl. 15.30, 2. deild kvenna ÍR- KA og Þróttur-ÍBK og kl. 17.30, 1. deild kvenna Vikingur KR. Sunnudagur: KÖRFUKNATTLEIKUR: iþróttahús Hagaskólans kl. 1330. leikir i yngri flokkum, iþróttahúsið á Seltjarnarnesi kl. 20, 2. deild Breiðablik — KFÍ. iþróttahúsið i Njarðvfk kl. 14, leikir i yngri fiokkum. JUDÓ: iþróttahús Kennara- skólans kl. 14, Sveitakeppni Júdósambands islands, keppt i 7 manna sveitum. HANDKNATTLEIKUR: iþróttahúsið á Akureyri kl. 14, 2. deild karla KA-leiknir. iþrótta- húsið I Vestmannaeyjum kl. 13.30, 3. deild karla Týr-Breiða- blik. Laugardalshöll kl. 14, deild kvenna Fram-Armann og sfðan leikir i yngri flokkum. Borgin afhendir Fylki nýtt hús til afnota Birgir isleifur Gunnarsson af- henti f gær Hjálmari Jónssyni, formanni Fylkis, lykla að nýju húsi við iþróttavöll félagsins f Arbæjarhverfi. Húsið er aðallega hugsað fyrir búningsaöstööu, böð og þurrk- herbergi fyrir íþróttamenn, en þar eru einnig geymslur fyrir áhöld sem nota þarf við æfingar og til viðhalds vallarins og svo og snyrtiaðstaða fyrir áhorfend- ur að leikjum. Loks er I húsinu salur fyrir samkomur þar sem er aðstaða fyrir kaffiveitingar. Húsið er 270 fermetrar að stærð, og mun Fylkir sjá um rekstur þess i framtiöinni. Borgarstjóri afhenti Hjálmari lyklana i hófi sem haldið var I tilefni dagsins, aö viðstöddu mörgu merkisfólki. Hjálmar þakkaði siöan lykilinn með stuttri ræðu þar sem fram kom að Árbæingar vonast til að Iþróttahús verði byggt við bún- ingsklefana áður en langt um liður. —GA Eftir að borgarstjóri hafði afhent Hjálmari lyklana var fáni félags- ins hengdur upp á vegg. Visismynd JA Sjómannafélag ísfirðinga: Tekjurýrnun sjó- manng verði bœft með skattoívilnun Segja hallarekstur fiskvinnslustöðva oft vegna óstjórnar Sjómannafélag isfirðinga tel- ur að aðgerðir i fiskverndunar- málum þýði verulega tekju- rýrnun fyrir sjómenn og vill að veiöitakmarkanir verði fram- kvæmdar i samráði viö sjó- menn. Þetta kemurfram i ályktun er Sjómannafélag Isfirðinga sam- þykkti einróma nú fyrir skömmu. I ályktuninni segir að þar sem friöunaraðgerðir þýði verulega kjaraskerðingu til handa sjómönnum vilji þeir að sjónarmið starfandi sjómanna á Vestfjörðum og annarsstaðar fái að koma fram og fyrirsjáan- leg tekjurýrnun verði bættt i formi skattaivilnanna eða á annan hátt. Fundarmenn voru fylgj- andifiskverndunaraögerðum undir yfirstjórn stjórnvalda en vildu að þær yrðu gerðar meira i samráði við sjómenn. Þeir bentu á að algjör veiöistöðvun geti i sumum tilvikum verið betri lausn en timabundnar veiðitakmarkanir. Samþykktar voru yfirlýsingar um fyllsta stuðning við afstöðu sjávarútvegsráöherra til flot- vörpuveiða enda sú veiðiað- ferð hagkvæmust og skili jafnan besta hráefninu með minnstum tilkostnaöi. . I lok ályktunarinnar segir aö þar sem þorskverð hafi yerið ó- breytt siðan 30. júni s.l. sé það krafa sjómanna að annarleg röksemdafærsla ýmissa hags- munaaöila fiskiðnaöarins veröi eigi höfð að leiðarljósi við á- kvöröun fiskverös. Vilji þeir i þvi sambandi benda á að halla- rekstur fiskvinnslustöðva i viss- um landshlutum sé óumdeilan- lega fyrst og fremst rakin til ó- stjórnar og óhagkvæmni i rekstri en ekki að hlutur sjó- manna sé of mikill. —KS GREIÐENDUR vinsamlega veitið eftirfarandi erindi athygli: Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. janúar. Það eru tilmæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.