Vísir - 07.01.1978, Síða 15

Vísir - 07.01.1978, Síða 15
15 VISIR t,augardagur 7. janúar 1978 Hreinn Haildórsson kjörinn ,íþróttamaður órsins 1977' — Hann hlaut þann titil annað órið í röð og fékk „fullt hús" atkvœða eða 70 atkvœði af 70 mögulegum Hreinn Halldórsson var i gær sæmdur titlin- um ,,íþróttamaður árs- ins á íslandi 1977” í hófi Samtaka iþróttafrétta- manna sem haldið var að Hótel Loftleiðum var Hreini afhent stytta sú sem fylgir útnefning- unni, en Hreinn veitti henni nú viðtöku annað árið í röð. Það kom sennilega engum á óvart, og ekki heldur það að hann fékk nú 70 at- kvæði af 70 mögulegum. ,,1 raun og veru er óþarfi að fara mörgum orðum um afrek Hreins Halldórssonar á árinu” sagöi Steinar J. Lúðviksson for- maður Samtaka Iþróttafrétta- manna sem afhenti Hreini verð- launin. ,,Þau voru eðlileg þróun hjá iþróttamanni sem ætlar sér að ná alla leiðina á toppinn, og veitaö með elju og ástundum get- ur hann náð þvi takmarki. — Hreinn vann mörg afrek á árinu, en hæst ber að sjálfsögðu Evrópumeistaratitill hans i inn- anhússmótinu á Spáni s.l. vor. —• Að öðrum afrekum hans má nefna að hann bætti metið utan- húss úr 20.24 m. i 21.09 m á árinu sem er frábært afrek. Og senni- lega gleymir enginn sem á horfði er hann sigraði flesta af bestu kúluvörpurum heims tvivegis á Laugardalsvelli s.l. sumar. — gk—. Hreinn fékk gullpening í hófi samtaka iþróttafrétta- manna á Hótel Loftleiðum I gær kvaddi örn Eiðsson formaður Frjálsiþróttasambandi tslands sér hljóðs. örn kvaðst hafa verið beðinn um að afhenda Hreini Halldórs- syni gullpening frá „Stokhoim’s Stadium” en það er einhver fræg- asti frjálsiþróttavöllur á Norður- iöndum. Tilefni þess að Hreinn fékk þennan gullpcning var það að nú er unnið að miklum endur- bótum á vellinum og af þvi tilefni var ákveðið að allir þeir sem eiga vallarmet á vellinum skyldu hljóta um það minjagrip, gullpen- ing. Afhenti Örn Eiðsson Hreini siðan þennan gullpening. Ilreinn setti vallarmetið á Stok- holm’s Stadium i sumar er hann kastaði kúlunni 21.09 metra, en það er jafnframt íslandsmet I kúluvarpi i dag. gk — Hreini boðið til Svíþjóðar Ásgeir Gunnarsson forstjóri Veltis HF á Islandi sem stóö að hófi þvi er haldið var i gær i sam- bandi við útnefningu tþrótta- manns ársins ásamt samtökum i- þróttafréttamanna flutti ræðu við þetta tækifæri og bauð Asgeir fyr- ir hönd Veltis, Hreini Halldórs- syni „iþróttamanni ársins 1977” að fara til Sviþjóðar i vor og vera þar viöstaddur er „íþróttamaður Norðurlanda verður krýdur, en Hreinn verður þar i kjöri ásamt bestu iþróttamönnum hinna Norðurlandanna. — Þar sem Hreinn gat ekki komið þvi við i fyrra aö þiggja þetta boð Veltis tilkynnti Asgeir að fyrirtæki hans vildi i staðinn bjóða konunni hans með nú og var þvi vel fagnað. „Ég er ekki með nein met i Halldórsson i viðtali við Visi eftir „íþróttamaður ársins 1977” i þvi að fá mig góðan af meiðslun- huga á þessu ári” sagði Hreinn að hann hafði verið kjörinn gærdag.—„Ég stefni einungis að um sem ég hef átt við að striða, en þau hafa hrjáð mig meira og minna allt árið 1977. Jú, ég geri mér góðar vonir um að ég nái mér af þessum meiðsl- um sem eru i hné, en þetta tekur mikinn tima að jafna sig nógu mikið þannig að maður geti farið að taka á af einhverjum krafti. Það er svo gifurlegt átak á hnéð i útkastinu að þetta verður að vera orðið gott áður en maður fer að taka verulega á.” Það er ljóst að Hreinn ætlar ekki að flana að neinu varðandi þessi meiðsli sem hann hefur átt við að striða allt s.l. ár. Það kann að hljóma undarlega að hann hafi átt við meiðsli að striða þetta ár sem hann hefur sett hvert Is- landsmetið á fætur öðru og náð Evrópu-meistaratitilinum i kúlu- varpinu innanhúss, en þetta er samt staðreynd málsins og talar skýrustu máli um hverskonar af- reksmaður er þarna á ferðinni. —Menn verða þvi að slaka aðeins ákröfum sinum til Hreins á með- an hann vinnur að þvi að komast yfir þessi meiðsli, enda mun hann örugglega ekki láta sitt eftir liggja til þess að komast sem fyrst i keppni við þá bestu á nýjan leik — með það takmark eitt i huga að sigra. gk—• Ásgeir í 2. sœti og Vilmundur í 3. sœtinu — Alls hlutu 26 atkvœði Knattspyrnumaðurinn Asgeir Sigurvinsson varð i 2. sæti í at- kvæðagreiöslunni um kjör „íþróttamanns ársins 1977”. Ásgeirernúkominn i fámennan hóp bestu knattspyrnumanna sem tsland hefur átt, og hann er I röðum fremstu knattspyrnu- manna heimsins i dag. í 3. sæti varð spretthlauparinn Vilmundur Vilhjálmsson úr KR. Vilmundur vann stór afrekjj ár- inu, margjafnaði islandsmetið i 100 mctra hlaupi og bætti hið gamla met i 200 metra hlaupi, hljóp á 21.2 sek. Þar er iþrótta- maður sem seturmarkiö hátt og er i mikilli framför. En röð 10 efstu manna i at- kvæöagreiðslunni varð þessi: Hreinn Halldórss., KR ' 70 AsgeirSigurvinss.,Standard 53 Vilmundur Vilhj.s.KR 52 Geir Hallsteinss. FH 39 Gústaf Agnarss., KR 24 Gisli Þorsteinss. Arm. 21 Ingunn Einarsd. IR 20 GuðmundurSigurðss. Arm. 18 Björgvin Þorsteinss. GA 11 Ingi B. Albertsson Val 10 Aðrirsem hlutu atkvæði voru: Jón H. Karlsson Val, Janus Guðlaugsson FH, Jóhannes Eö- valdsson Celtic, Kristinn Jör- undsson 1R, óskar Jakobsson ÍR, Skúli Óskarsson ÚÍA, Sig- urður Jónsson tsafirði, Höröur .Barðdal IFR, Jón Sigurðsson Armanni, Gisli Torfason iBK, Sonja Hreiöarsdóttir Ægi, Björgvin Björgvinsson Vikingi, Ilalldór Guðbjörnsson JFR, Steinunn Sæmundsdóttir Ar- manni, Berglind Pæetursdóttir Gerplu og Þórunn Alfreðsdóttir. Alls hlutu þvi 26 iþróltamenn atkvæöi, 5 knattspyrnumenn, 4 frjálsiþróttamenn, 3 handknatt- leiksmenn, 3 lyftingamenn, 2 júdómenn, 2 körfuknattleiks- mcnn, 2 skiöamenn. 2 sund- menn, 1 fimleikamaður, 1 golf- maður og 1 fatlaöur iþróltamað- ur. Þetta mun vera i fyrsta skipti sem golfmaður, fatlaður iþróttamaður og fimleikamaöur eru á þessum lista. gk- Þeir voru viðstaddir verölaunaafhendinguna I gær. t fremri röð frá vinstri eru Guömundur Sigurðsson lyftingamaður, Hreinn Halldórsson „tþróttamaður ársins” og Ingunn Einarsdóttir frjálsiþróttamaður. t aftari röð frá vinstri eru Gisli Þorsteinsson júdómaður, Gústaf Agnars- son lyftingamaður og Ingi Björn Albertsson knattspyrnumaður. Visismynd: Einar C|#|#| IMaA I //EKKI VllvU I nei 1 nuyu gk —

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.