Vísir - 11.01.1978, Side 10

Vísir - 11.01.1978, Side 10
10 VISIR Utgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdarstjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson (ábm) Olafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Gudmundsson. Umsjon meö Helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Frettastjóri erlendra frétta: Gudmundur Pétursson. Blaöamenn': Edda Andrésdóttir, Elias Snæland Jónsson, Guðjon Arngrimsson, Jonina Michaelsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jonsdottir, Sæmundur Guðvinsson. iþróttir: Björn Blöndal- Gylfi Kristjansson. Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. utlit- og hönnun: Jon Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson. Auglysinga- og sojustjori: Pall Stefánsson. Dreifingarstjori: Sigurður R. Pétursson. Auglysingar og skrifstofur: Siöumula 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siöumula 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 1500 á manuði innanlands. Verö i lausasölu kr. 80 eintakiö. Prentun: Blaöaprent. Skömmtunarstefna en ekki byggðastefna Byggðastefna hefur verið eitt vinsælasta slagorð stjórnmálamanna um áraraðir. Enginn sómakær stjórn- málamaður hefur látið undir höfuð leggjast að veifa þvi framan í kjósendur. Og því er ekki að leyna að á undan- förnum árum hefur talsvert miklum fjármunum verið varið til aðgerða í byggðamálum. Þrátt fyrir mikinn áhuga stjórnmálamanna á byggða- málum hefur þvi sem næst ekkert verið gert til þess að dreifa valdi í þjóðfélaginu. Allar aðgerðir á þessu sviði hafa byggst á fjárveitingum úr miðstýrðum sjóðum i Reykjavík eða á hrossakaupum í fjárveitinganefnd Al- þingis. óhætt er að segja að þingmenn hafi staðið gegn því að i byggðamálum væri farin leið valddreifingar. Lands- byggðarþingmenn hafa yfirleitt talið meira virði að reka byggðastefnuna í gegnum sjóði í Reykjavík. Á þann hátt er einkar auðvelt að sýna áhrifamátt sinn í höfuðborg- inni. Og eftir því sem fjármagnsskömmtunarstjórnin hefur harðnað hefur hlutur svonefndra byggðarstjórn- málamanna vaxið. Meðan Alþingi situr er þétt setinn bekkurinn i anddyri, kaffistofu og hliðarherbergjum þinghússins. Þar fer mest fyrir sendinefndum sveitarfélaga, sem eru að leggja fram bænaskrár fyrir þingmenn sína um aðstoð við fjárveitingu í skólann, heilsugæslustöðina, gatna- gerðina, frystihúsið, dagheimilið og félagsheimilið svo dæmi séu nefnd. Fyrst þarf f járveitingu fyrir hlut ríkissjóðs í sameig- inlegum framkvæmdum rikis og sveitarfélaga. Síðan kemur byggðasjóðsframlag og viðbótarlán úr stofnlána- sjóðum og bönkum. Hlutverk þingmanna er að koma málum sveitarstjórna í gegnum frumskóg fjármagns- skömmtunarkerfisins í Reykjavík. Hver ríkisstjórn á fætur annarri hefur gefið fyrirheit um að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga með því að auka fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. I tíð núverandi fé- lagsmálaráðherra hefur starfað stór og mikil nefnd, er hefur það verkefni að skila tillögum til úrbóta á þessu sviði. Enn sem komið er hefur nefndin engu komið frá sér. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi skrifar grein í Vísi síðastliðinn mánudag og bendir á að rikið gæti auðveldlega afsalað sér tekjuskattinum til sveitarfélaganna. Á þessu ári er gert ráð fyrir að þessi tekjustofn færi ríkinu tæpa fimmtán milljarða króna. I staðinn gætu sveitarfélögin tekið að sér kostnað við byggingar og rekstur grunnskóla og á sama hátt heilsu- gæslu utan sjúkrahúsa, tónlistarmenntun, dagheimili og leikskóla, iþróttamál, æskulýðsmál og félagsheimili. Kjarni málsins er sá að sveitarfélögin fái tekjustofna til þess að standa upp á eigin spýtur undir ákveðnum verk- efnum en eigi ekki allt sitt undir velvilja fyrirgreiðslu- þingmanna í Reykjavík. Með uppstokkun af þessu tagi má raunverulega færa aukið vald til sveitarfélaganna. Það yrði byggðastefna á grundvelli valddreif ingar. Hin tvískipta f jármálaábyrgð rikis og sveitarfélaga varðandi veigamiklar fram- kvæmdir hefur dregið úr pólitískri ábyrgð. Breyting sem þessi myndi þvi hafa í för með sér stóraukið aðhald og gefa sveitarstjórnum aukið svigrúm til þess að i reka sjálfstæða pólitik á tilteknum sviöum. Greinilegt er að þingmenn vilja ekki breytingar af þessu tagi. Þeir vilja hafa sendinefndir utan af landi með bænaskrár til þess að sýna að þeir hafi eitthvað að gera sem umboðsmenn fólksins suður í Reykjavík. Þeir kalla fyrirgreiðsluna byggðastefnu en í raun og veru er hún lítið annað en miðstýrð skömmtunarstefna eins og að málum hefur verið staðið. Miðvikudagur 11. janúar 1978 vism Skólahljómsveit Laugarnesskóla ásamt stjórnandanum Stefáni Stephensen. Vísismyndir JA. Yngsta lúðra- sveitin — meðalaldur liðsmanna ekki nema 10 ár Skólahljómsveitin i Laugarnes- skóla i Reykjavik er sennilega með yngstu lúðrasveitum i „bransanum”. Meðalaldur hljóð- færaleikaranna er ekki nema um 10 ára. Og af þessum tiu árum hefur ekki nema I mesta lagi eitt fariö i tónlistarnám. Þegar Visir leit inn á æfingu hjá hljómsveitinni um daginn virtist þó frekar að krakkarnir hefðu leikiö á hljóð- færi alla ævi. Þau gáfu fullorðins- hljómsveitum litið eftir. Það var i fyrravetur sem farið var af staö með þessa sérstæðu hijómsveit. Þá voru valdir um fimmtiu krakkar sem áhuga höfðu, og síðan tekið til við kennsluna. Krakkarnir læra á hljóöfærin I ekkert sé. strik i reikninginn aö hljóm- skólanum, ein sér, i smá hópum, Að sögn Stefáns Stephensen, sveitarmeðlimir eru komnir mis og svo á hljómsveitaræfingum. kennara og stjórnanda hljóm- langt hvað getu varöar. Og þau lesa flest nótur eins og sveitarinnar setur þaö dálitið Yngsti blásarinn er til aö mynda ekki nema 7 ára gamall og aðrir voru á sinni fyrstu æfingu, einmitt þegar Visi bar að. „Það má eiginlega segja að við eigum i vök aö verjast”, sagði Stefán. Þaö vilja nefnilega allir komast i hljómsveitina. Ahugi meölimanna er lika með fádæmum — sérstaklega ef stefnt er að einhverju sérstöku. Fyrir jólin og yfir hátiöarnar voru haldnir nokkrir tónleikar, i sjúkrahúsum, elliheimilum og siðan sérstair fjölskyldutónleikar i Laugarásbiói. Hljómsveitin hefur uppundir 20 lög á valdi sinu og uppáhaldslag hennar er „March of the cadets” — þrælfjörugur og kraftmikill mars. En lifið er ekki bara dans á rós- um þó maður sé i lúðrasveit. Þaö fengu þeir aö reyna nokkrir af bá- súnuleikurunum á æfingunni. „Oj, túbuna”, sögðu þeir þegar I ljós kom að þeir þurftu aö taka að sér að leika laglinu túbuleikar- anna af þvi aö þeir voru seinir fyrir. En þó túbulinan sé heldur leiðinleg fyrir básúnuleikara, létu þeir sig hafa það. Og afgreiddu lagið með glans. Þegar túbuleikararnir voru komnir datt þeim i hug að leggja vangann að lúðrinum sinum og hlusta. Þetta voru skritin hljóð. „Hlustaöu maöur!” var sagt, og áður en varöi var hálf hljóm- sveitin búin aö snúa hljóðfærinu sinu við og hlustaði með andakt. En þá var hléið búið, höfö voru endaskipti á lúðrunum á ný og marsinn þrumaði. -GA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.