Vísir - 11.01.1978, Page 24

Vísir - 11.01.1978, Page 24
- ÞEGAR ALLT ER REIKNAÐ MEÐ Skiljonleg aðgerð — segir annar fulltrúi „Þetta er skiljanleg aðgerð, það er alveg hreint frá minum bæjardyrum séð,” sagði Óskar Vigfússon, um ákvöriðun loðnu- sjómanna við Visi i morgun. Óskar var annar fulltrúi selj- enda i yfirnefndinni og greiddi atkvæði gegn þvi verði, sem á kveðið var. ,,Ég hef lengi gagnrýnt verðá- kvarðanirnar, bæði utan og inn- seljenda í yfirnefnd an verölagsráðs. Meðan viður- kenndar eru þær reglur, sem verðlagsráði eru settar er ekki við öðru að búast en óánægju gæti meðal sjómanna”. Visir hafði einnig samband við Guðmund Kr. Jónsson, ann- an fulltrúa kaupenda i yfir- nefnd, en hann sagði stutt og iaggott: ,,Ég vil ekkert láta hafa eftir mér um þetta”.\ __________________________ Heildarverð á loðnu til bátanna nú er rétt tæpar tólf krónur. Jóhann Þor- steinsson, hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnað- arins, sagði Visi i morg- un, að fyrstu sýnin, sem tekin voru, sýndu að fituinnihald loðnunnar væri 12,5 prósent og 15,5 prósent af fitufríu þurr- efni. Ólafur Davfðsson, oddamaður I yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút- vegsins sagöi, að samkvæmt þvi væri verðiö fyrir hvert kg. kr. 9.40. Þar við bætist 30 aura gjald úr flutningasjóði fyrir hvert kg. og 94 aurar úr stofnfjárgjaldssjóði og er þá verðið oröiö kr. 10,64 alls fyrir hvert kiló. Ef hlutur útflutningsgjalda i hráefnisverði er svo reiknaður með er verðið fyrir hvert kiló rétt tæpar tólf krónur. Munurinn á þessu og þvi sem færeyskir sjómenn fá greitt fyrir sinn afla er þvi rétt rúmlega þrjár og hálf króna. Viö þetta má bæta þvi, að reynslan hefur sýnt, að eftir tf- unda janúar lækkar fitumagniö I loðnunni um eitt prósent á viku, eða nærri þvi. Samkvæmt ákvöröun yfirnefndar breytist loönuverð um 77 aura til hækkun- ar eöa lækkunar fyrir hvert eitt prósent sem fituinnihald breytist frá viðmiðun. Inn I þetta dæmi ætti lfka að taka, aö færeysku skipin veiða sina loðnu hér við land og þurfa að sigla með hana til Færeyja, sem kostar töluvert i oliu. — ÓT. Óhfí Nilssyni falin yfírumsjón rannsóknarí Landsbankanum ... w_m Smáauglýsing í Vísi er engincfift Óauglýsing Opið virka daga til kl. 22.0, „ . Ol I ICi 86611 Laugardaga kl. 10-12 Sunnudaga kl. 18-22 Borgarstjóri: Ólafi Nilssyni/ endur- skoöanda, hefur verið falin yfirumsjón með rannsókn Landsbanka- málsins svokallaða. Til að taka af allan vafa um það, að rétt sé staðið að rannsókninni innan bankans, hefur bankaráð og bankastjórn Landsbankans farið fram á það við Hallvarð Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóra, aö hann tilnefni óháðan, löggiltan endurskoðanda til að hafa yfir- umsjón með rannsókninni. Hann hefur orðið við þeirri beiðni og mun Ólafur taka verk- ið að sér. Ólafur Nilsson,sem var skatt- rannsóknarstjóri á árunum 1967 til 1975, mun síðan hefja störf i þessari viku. Rannsóknin hefur hingað til verið i höndum endurskoðunar- deildar bankans i samvinnu við endurskoðanda þess fyrirtækis, sem málið snertir mest. Og siðan misferlið var kært, 22.des- ember hefur rannsóknarlög- reglan haft forræði i málinu. —GA Kristján A fundi f imm hundruð loðnusjómanna á Akureyri í dag verður úr því skoriö, hvenær loðnuveiðarnar geta hafist að nýju. LOÐNUVERÐIÐ ER TÆPAR 12 KRÓNUR Ólafur Nilsson, fyrrum skatt- rannsóknarstjóri. Jarðskjálftarnir í Kelduhverfi: VATNSBÓL HAFA ÞORNAÐ UPP Á TVEIM BÆJUM Frá Viðari Jóhanns- syni, fréttaritara Visis i Kelduhverfi: — Hér hefur verið frekar ró- legt i nótt, en aftur á móti gekk á ýmsu I gærdag og gærkvöldi. Komu þá allsnarpir jarðskjálft- ar hvaö eftir annaö og stóðu þeir lengur yfir en áður. I gærkvöldi kom hér mjög snarpur kippur. Var hann svo haröur, að myndir duttu af veggjum og hús rugguöu óhugn- anlega. Þótt fólk sé orðið vant skjálftunum hér fannst því þessir snörpu kippir sem komu i gærdag og gærkvöldi, ónotan- legir enda standa sumir þeirra lengi yfir. Gamlar sprungur i útveggjum húsa halda áfram aö stækka. Þá hefur yfirborð vatnsins Brunna, þar sem eru upptök Litlár, hækkað um 30 til 40 sentimetra. A bæjunum Framnesi og Keldunesi hafa vatnsból þornað með öllu. Er talið að það hafi gerst u klukkan sjö á mánu- dagskvöldið er stóri skjálftinn kom. —klp— Vek athygli á Iðngörðum og Framkvœmdasjóði Kristján Benediktsson: Gamlar minnihlutatillögur „Þaö er reynt aö horfa til nokk- uö langs tfma meö þessum tillög- um”, sagöi Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri um til- lögur sfnar aö stefnuskrá borgar- innar í atvinnumálum, í samtali viö Visi I morgun. „Þetta er röö af nokkuð mörg- um atriðum, stórum og smáum, en það sem ég vildi helst vekja at- hygli á sem nýjungum er bygging Iðngaröa og rýmra hlutverki Framkvæmdasjóös”, sagði borgarstjóri. ,,Þá má nefna lækkun gatna- gerðargjaldanna og hækkun lóö- arleigu og nýja stefnu í innkaup- um, þar sem viðskiptum er beint að innlendum aðilum”. Visir hafði samband við Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins og spurði hann álits á tillögunum. „Þaö er að minni hyggju merkilegast við þær”,sagöi Kristján „er aö ef Sjálfstæðis- flokkurinn stendur á bak við borgarstjóra I þessu máli sem aö visu hefur ekki komiö fram, þá er það I fyrsta skipti sem hann tekur þátt I að móta einhverja stefnu í atvinnumálum, eða yfirleitt skiptir sér af þeim. Um tillögurnar sjálfar er það að segja aö þær eru að hluta sam- safn tillagna sem ýmsir borgar- fulltrúar hafa flutt og Sjálfstæöis- menn fellt.” „Borgarstjóri dregur þetta saman, bætir nýju við og gerir að stefnu sinni. Það sem er nýtt er t.d. að hagfræðideildin er efld og að framkvæmdasjóðurinn er efld- ur.” „En ef þetta á aö vera eitthvað meira en græna byltingin á sínum tima verður aö fylgja þessu eftir með fjármagni og á það hefur ekki reynt. Nánari grein er gerð fyrir til- lögunum á blaðslðu 111 Vísi I dag. — GA VÍSIR

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.