Vísir - 01.02.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 01.02.1978, Blaðsíða 2
 Hver urðu viðbrögð þin vegna árangurs íslands i heimsmeistarakeppn- inni i Danmörku? KristjánG Jóhannsson, vclstjóri: Þau voru slæm. Óneitanlega átti maöur von á betri árangri. Það væri gaman aö fá aö vita hvaö hafi gerst. Guöni Þórir Walderhaug: Sár vonbrigöi. Þaö reiknuöu jú allir meö betri árangri. Hinsvegar getur allt gerst i iþróttum. Guðmundur Pétursson, húsa- smiöur: Ég varö fyrir geysileg- um vonbrigöum.Maöur átti von á allt ööru. Magniis M Norödahl, laganemi: Þaö var leiðinlegt aö svona skildi fara eftir allan þennan undirbún- ing. Þaö veröur aö stokka upp i landsliösnefnd og fá þá Is- lendinga sem keppa erlendis, heim. Þuriöur Siguröardóttir, nemi: Ég veit þaö ekki. Mér stendur eigin- lega alveg á sama um þessar boltaiþróttir. Miövikudagur 1. febrúar 1978 VISIR Vísir birtir útreikninga vegna heimsmeistara-einvígisins í skók: ,, Kostnaðarhliðina við einvígishald nú er ekki erf- iðara að yfirstíga en það var 1972". Þessi ummæli Heimis Hannessonar formanns Ferðamálaráðs, í Vísi á dögunum hafa vak- ið verðskuldaða athygli. „Ég er enn á þessari skoðun, sagði Heimir Hannesson í gær. „Vissu- lega hefur krónutalan vax- ið en til að fá eitthvert raunhæft mat verðum við að miða við t.d. byggingar- vísitölu eða vísitölu fram- færslukostnaðar. Þá fáum við út tölur sem við getum notað til samlíkingar. Það er einmitt þetta sem við höfum gert. Samkvæmt þeim dæmum er það ódýr- ara að halda einvígi nú en það var 1972." Ættum að tefla varkáran sóknarlejk ,,Ég held að við Islendingar ætt- um i þessu tafli að leika varkáran sóknarleik, og hafa i huga að ef vel tekst til að leikslokum — jafn- vel þrátt fyrir að hið tölulega dæmi gagni ekki upp þessa stund- ina, og jafnvel þó það komi ekki til með að ganga upp — verður aldrei metið til fjár hiö mikla gildi sem viöburöur sem þessi hefði fyrir islenska hagsmuni, Þá á ég við i sem viðustum skilningi frá sjónarmiði almennrar land- kynningar, útflutningsatvinnu- vega og menningar. Jákvæð kynning er ekki mæld í peningum t kynningu yrði lögð á það þung áhersla að á þessu landi býr sjálf- Heimir Hannesson formaöur Feröamálaráös á skrifstofu sinni i gær. Vlsismynd: JEG stæð þjóö sem stundar og sinnir hinni göfugu iþrótt hugans — skákinni — og er e.t.v. á góðri leiö með að verða höfuðborg hins alþjóðlega skákheims. Með slikri kynningu skapast jákvæð kynn- ing, jákvætt traust sem aldrei verður mælt i neinu peningaverð- mæti. Þetta verða menn að skilja þegar þeir ætla að taka afstöðu til þessa máls. Kynning undirbúin Hér verða þeir aðilar sem þetta má skiptir fyrst og fremst að taka höndum saman. Ferða- málaráð vill verða þar virkur aðili ásamt öðrum. Ef ákvörðun verður tekin um að halda einvigið hér, munum við setja af stað eins virka og áhrifarika kynningar- og auglýsingastarfsemi og okkur er ÞAÐ ER ÓDÝRARA AÐ HALDA EINVÍGIÐ NÚ EN1972 Ó, hafið lógt við litlu kofana Nýlega var efnt tii fundar i einni af stofnunum rithöfunda. Þar voru til umræðu skrif út af fréttatilkynningu frá bókaút- gáfu i Reykjavik, þar sem til- kynnt haföi veriö aö tiltekiö leikrit yröi tekiö til meöferöar I framhaldsskólum. Einn kennari fékkst til aö vitna um, aö hann ætlaöi aö fara yfir leikritiö meö nemendum sinum. Þaö þótti nóg til að sanna, aö útgáfan heföi haft rétt fyrir sér um fram- haldsskólana. Stofnunin virtist mjög miöur sín út af þessu máli. Ekki var minnst á hina heimskulegu og ótimabæru fréttatilkynningu bókaútgáf- unnar á fundinum, en rætt um þau skrif sem hún leiddi af sér. Fór þar allt á einn veg, en niður- staða fundarins varö á þá lund, aö rithöfundar mættu ekki skrifa um rithöfunda. Þýöir þetta i raun og veru, aö þeir sem eru rithöfundar, en skrifa samt að jafnaði i blöö, eru tilneyddir aö segja sig úr rithöfundasam- tökunum til aö komast hjá þeirri ritskoöun, sem núverandi ráöa- menn rithöfundasamtakanna virðast sammála um aö eigi aö gilda i málum höfunda. Itefur líka komiö á daginn, aö eftir fundinn I fyrrgreindri stofnun hefurekki heyrst orö úr herbúö- um rithöfunda, hvorki meö eöa á móti því, sem þeir eru aö bralla. Viröist þvi sem ritbannið sé i fullu gildi. Þessi fundur og furöuleg niöurstaöa hans kom i hugann viö lestur gagnrýni Jóns As- geirssonar, tónskálds, á flutn- ingi tónverks eftir verðlauna- tónskáldiö Atla Heimi Sveinsson viö kvæöi verölaunaskáldsins Ólafs Jóhanns Sigurössonar. Gagnrýni þessi birtist i Morgun- blaöinu i gær og mun vera sú fyrsta sinnar tegundar, sem freistar þess aö skýra tónlistar- smiö eftir verölaunatónskáldið. Aö visu munu fæstir hafa notið tónsmiöa verölaunaskáldsins aö nokkru gagni, sem er i sam- ræmi viö viöhorfin til velflestra nýrri tónsmiða. Aftur á móti hefur Atli Heimir fengiö Noröurlandaráösverölaun fyrir tónverk og auðvitað á þaö aö vera þungt á metunum hjá okk- ur heimóttunum. Einhverntima var flutt verk eftir Atla Heimi i sjónvarpiö, en þar sem undirritaöur varð aö bregöa sér frá, spurðist hanr þeirra fyrir um verkið hjá þekktu tón- skáldi hér i borginni. Ég varö nefnilega að bregöa mér frá meöan veriö var aö stilla hljóö- færin, sagöi undirritaöur. En þaö var tónverkið, sagöi tón- skáldið. Siöan hefur undirritaö- ur orðið þeim mun hrifnari fyrir lslands hönd, sem meiri viöur- kenning hefur hlaöist á hin nú- timalegri tónskáld. Viö erum þó engir smalar. Jón Asgeirsson segir i Morgunblaöinu um tónverk Atla Heimis, aö hlustendur séu alltaf aö biða eftir því aö eitthvaö fari að gerast, og segir því til árétt- ingar: ,,t Þögn og brunnur (nr. 4) var bryddað upp á vinnu- brögðum, sem voru i tisku fyrir 10 til 20 árum, að slita sundur tcxtann, þannig t.d. að seinni hluti orðs var klofinn frá fyrri hlutanum meö þögn, eins og þaö heföi kafnað en siöan brjótist út I öðru registri. Þetta voru einu vinnubrögöin, sem komu fram á þessum 75 minútna tónleikum. Kóróna flatneskjunnar var þó eftirspiliö.” Sem sagt Jón As- geirsson er hvergi nærri nógu hress. Nú er eftir aö vita hvort þau tónskáldin fara aö dæmi rit- höfunda og lýsa því yfir aö ekki sé heimilt fyrir tónskáld aö gagnrýna tónskáld. Stéttar- tryggingin veröur náttúrlega aö vera einhver fyrst þeir, sem eru mest áberandi, láta svo lengi biða eftir þvi aö eitthvað fari aö gerast. Svarthöföi / 3 VÍSIR Miövikudagur 1. febrúar 1978 kleift. Við höfum þegar haft sam- band við sérhæfða aðila i Banda rikjunum, bæði i gegnum sérstak- ar skrifstofur okkar i New York og Los Angeles, svo og að sjálf- sögðu aðila á helstu markaðs- svæðum íslands i Evrópu. Ferða málaráð i samráði við Skáksam- bandið hefur haft samband við breska sjónvarpiö BBC. Þau mál eru öll á athugunarstigi ennþá en væntanlega munu linurnar skýr- ast fljótlega, sagði Heimir Hannesson að lokum. —JEG Mismundur kr. 4.892þús. Visir hefur fengiö leyfi til aö birta samanburöarútreikn- inga Feröamálaráös á kostn- aði við einvigið 1972 og 1978. Þaö skal tekið skýrt fram aö sú tala sem nefnd er vegna einvígisins i ár er áætlun. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um upphæö verölaunafjárins, sem er stærsti liðurinn i þessari tölu. Vísitala byggingarkostnaðar Visitala byggingarkostnaöar 1. júli 1972: 683 stig 1. jan. 1978: 3.490 stig Kostn. einvigis 1972 kr. 37.000 þús. Aætl. kostn. einv. 1978 kr. 171.00 þús I.: Kostnaður viö einvfgi 1972 færður til verölags 1978 miöaö viö hækkun á visitölu byggingarkostnaöar frá 1. júll 1972 til 1. jan. 1978. Einvigi 1972 kr. 189.063 þús. -fAætlun 1978 kr. 171.000 þús. Mismunur kr. 18.063 þús. II.: Aætlaður kostnaöur við einvigi 1978 færöur aftur til verðlags 1972, miðaö við visitölu byggingarkostnaöar 1. júli 1972 og 1. jan. 1978. Einvigi 1972 kr. 37.000 þús. -r-Aætlun 1978 kr. 33.465 þús. Mismunur kr. 3.535 þús. Vfsitala framfærslukostnaöar l.ág. 1972: 175 stig Aætluð vísit. framfærslukostn. 1. feb. 1978: 932 stig 1.: Kostn. viö einvigi 1972 færður til verölags 1978 miöaö viö hækkun visitölu framfærslukostnaöar frá 1. ág. 1972 til 1. feb. 1978. Einvfgi 1972 kr. 197.051 þús. -í- Aætiun 1978 kr. 171.000 þús. Mismundur kr. 26.051 þús. II.: Aætlaður kostnaður við einvigi 1978 færöur aftur til verð- lags 1972, miðaö viö visitölu framfærslukostnaöar 1. ág. 1972 og I. feb. 1978. Einvígi 1972 kr. 37.000þús. -t-Aætlun 1978 kr. 32.108 þús. Bobby Fischer sprengdi upp verðlaunin í einvíginu 1972 sem þá voru miklu hærri en áður hafði þekkst. Hér er Fischer að stíga út úr bíl við höllina og að sjálfsögðu er Sæmi honum til aðstoðar. ,-------------, ...—^-4 is-fc. «... Frá isakstrinum á sunnudaginn. Einn keppenda kemur þversum út úr einni beygjunni. —Mynd B.F. Austin Allegro nr. 1 Úrslit ísalcsturskeppninnar Ijós: Siðastliðinn sunnudag hélt Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykja- vikur isaksturskeppni á Leir- tjörn i Mosfellssveit. Tókst keppnin mjög vel þó að veðrið hafi ekki verið sem best. Keppnin fólst i þvi, að aka þrjá hringi á hringlaga braut á eins stuttum tima og unnt var. Átti aö aka tvær umferðir, og láta betri timann ráða, en engum tókst að ná betri tima i siðari umferðinni vegna þess að veðr- ið versnaði til muna þegar liða tók á daginn. Keppendur voru 17 á ýmsum gerðum bifreiða, nýjum og gömlum, og voru þeir með alla- vega dekjabúnað, allt frá slétt- um sumardekkjum upp i keðjur. í fimm fyrstu sætunum voru eftirtaldir: i fyrsta sæti varð Bragi Þór Haraldsson á Austin Alegro. Hann ók brautina á 3,25 minútum. Annar varð Hrafnkell Guðmundsson á Saab 96 með timann 3,28 minútur. Þriðji varð Halldór Olfarsson á Mersedes Benz diesel með timann 3,38 minútur. Fjðrði varð Jóhann G. Eiriksson á Pord Escort ’73 með 3,43 minútur. í fimmta sæti varð Birgir Guðmundsson á Ford Escort ’77 með timann 3,44 minútur. Verðlaun keppninnar verða afhent á félagsfundi BÍKR næst- komandi mánudag að Hótel Loftleiðum. —ÓG. Skró yfir íslensk skip 1978: Tólf nýjir skuttogorar og ellefu ný fiskiskip Aöeins fimm siöutogarar eru eftir á landinu. Fyrirhugaö er aö breyta tveim þeirra I nótaskip og sá þriöji liggur ónotaöur i höfn og var siöast skoöaöur I byrjun árs 1975 Þannig^aö I rejnd eru aöeins tveir siöutogarar á skrá yfir islensk skip en þeir eru /\<'sæll Sigurösson 11 HF og Rán GK. Þessar upplýsingar koma fram i Fréttabréfi frá Siglingamála- stofnun rikisins, en jafnframt er komin út hjá Siglingamálastofn- uninni skrá yfir islensk skip 1978. í árslok 1977 voru skuttogarar á landinu 73 alls og stærð þeirra var samtals rúmar 35 þúsund brúttó- lestir. Skuttogurum fjölgaði um 12 á árinu. Fjöldi og rúmlestatala islenskra skipa 1. jan 1978 eru i skránni og eru niðurstöður þær að þilfarsskip undir 100 brúttólestum að stærö eru 598, samtals tæpar 18 þúsund brl. Fiskiskip 100—499 brl. eru 271 um 64 þús brl. og fiskiskip 500—999 brl. eru 24, samtals um 19 þúsund brl. að stærð. Engin islensk fiskiskip eru mæld 1000 brl. eða stærri. Þilfarsskipum hefur fjölgað um 11 skip á árinu 1977 og fiskiskipaflotinn stækkað um 4083 brl. KS. Aldraður maður fyrir bíl ó Akureyri Áttatíu og sex ára gam- a11 maður varð fyrir bil á Hörgárbraut á Akureyri rétt eftir klukkan fimm í f yrradag. Maðurinn var að fara yfir á gangbraut þeg- ar hann varð fyrir bílnum. Hann var fluttur á sjúkra- húsið og reyndist hafa hlotið áverka á höfði og fótbrotnað. Líðan hans var eftir atvikum þegar síðast fréttist. — EA Góð ryðvörn tryggir endingu og endursölu VINNUFATABUÐIN Iðnaðarmannahúsinu Mikið úrval af: Gallabuxum Verð frú kr. 1500.- Flauelsbuxum Verð fró kr. 1500.- Sjóliðajökkum Verð kr. 7.900.- Vinnuskyrtum Verð kr. 1400.- ósamt miklu úrvali af öðrum fatnaði a Stórlœkkoð verð — Aðeins í nokkra dago I VINNUFATABÚÐIN í Iðnaðarmannahúsinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.