Vísir - 01.02.1978, Blaðsíða 7
VISIR Miðvikudagur 1. febrúar 1978
Alþýðubandalagið vill niðurfœrsluleiðina*
„VILJUM FELLA NIÐUR SÖLUSKATTSSTIG
OG LÁTA LÆKKA ÁLAGNINGU"
— segir Ólafur Ragnar Grimsson, formaður framkvœmdastjórnar
Alþýðubandalagsins í viðtali við Visi
„Á landsfundi Alþýöubanda-
lagsins var kosin ellefu manna
nefnd til aö vinna að itarlegum
efnahagstillögum. Á undanförn-
um mánuðum hefur verið unnið
mikið starf að mótun tillagna,
sem miða að þvi að hamla gegn
verðbólgu, án þess að fara kjara-
skerðingarleiðina” sagði Ólafur
Ragnar Grimsson, formaður
framkvæmdastjórnar Alþýðu-
bandalagsins, f samtali við Visi.
A fundi miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins nú nýlega var með-
al annars samþykkt ályktun um
efnahagsmál og brýnustu aðgerð-
ir á þvi sviði.
„Kjarninn i tillögum okkar er
sá að farin verði niðurfærsluleið,
sem felst i stórum dráttum i
tveim atriðum.í fyrsta lagi verði
verölag lækkað niður með þvi að
fella niður ákveðinn fjölda sölu-
skattsstiga og að álagning verði
lækkuð. Þessi ráöstöfun gæfi
samtals sjö til tiu prósent heildar-
lækkun á verðlagi i landinu. A
móti komi skattar á þann verö-
bólgugróða og þá veltu sem ekki
hefur borið neinn skatt á undan-
förnum árum. Einnig og ekki sist
tilteknar niðurskurðaraðgerðir i
rikisrekstrinum”, sagði Ólafur.
í ályktun miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins segir m.a.: Efna-
hagsstefnunni þarf að breyta i
grundvallaratriðum og einnig
þarf að skipuleggja betur fjár-
festingar, gjaldeyrissparnað,
virkt verðlagseftirlit og viðtækar
aögerðir i hiisnæöismálum. Mið-
stjórnin telur það nauðsynlegt aö
ná sem viðtækastri samstöðufag-
legra og pólitiskra samtaka
launafólks um sérstakar ráðstaf-
anir til niðurfærslu verölags um
sjö til tiu prósent nú þegar. I þvi
sambandi bendir miöstjórnin á
verulega lækkun söluskatts sem
nú hækkar verðlag um tuttugu
prósent, og lækkun á verslunar-
álagningu.
Þvi tekjutapi sem rikissjóður
yrði fyrir af lækkun söluskatts
segir í ályktun miðstjórnar aö ná
megi aftur með skatti á brúttó-
tekjur fyrirtækja þannig að þau
1600 fyrirtæki, sem eru skattlaus
verði skattlögð.
Innheimta söluskatts verði
stórbætt og sérstakt eftirlit tekið
upp með gjaldeyrisskilum og
skattframtölum.
Lögð verði áhersla á að draga
úr rikisútgjöldum og framlag til
járnblendiverksm iöjunnar á
Grundartanga verði fellt niður.
— KP.
Þetta lltt friða dýr er ekki eins stórt og myndin gefur tii kynna,
sem betur fer mundu kannski sumir segja. Myndin er stækkuð
148,2 sinnum og heiðurinn af myndinni á David nokkur Scharf frá
Los Angelles. Dýrið er annars trjámaur sem finnst aöallega i
vesturhluta Bandarikjanna. Eins og nafnið bendir til heldur það
sig i trjám, meðal annars undir berkinum, og þaðer ekki hægt að
segja að hann sé sérlega fríður.
BILAGARÐUR
ó fullri ferð
nú sem fyrr
Subaru st. 1977
Galant 1600 d.I. 1974
Oldsmobile 1971
Um glœsilegu
bilana þrjó verður
svo slegist
Slegist
1. febrúar,
1. april og
1. júni nk.
■■
§J|
IÉJ |
. .
i
i
- K
Takið 1. apríl samt ekki alvarlega
Gerist úheyrendur hjú BÍLAGARÐI
IÁheyrendasímar 29750 og 29480 5
Stóri Visirinn er á sifelldri hreyfingu
hjá okkur.
^^Bílasalan Bílagorður Borgartúni 21
NYTT ■ NYTT_^
SKÁPASAMSTÆÐA í LJÓSRI FURU
Sendum í póstkröfu