Vísir - 01.02.1978, Blaðsíða 24
VÍSIR
gffrift Qáaáj'
Opið virka daga til kl. 22.00
Laugardaga kl. 10-12
Sunnudaga kl. 18-22
Smáauglýsing í Vísi er enginQfft óauglýsing s™!
oZ virka daga til k>. 22.00 Ol I Id 86611
Verður glerverksmiðja reist
hér í samvinnu við Belga?
,,Það stendur til að
reisa glerverksmiðju
hér á landi, en hvenær
það verður get ég ekki
sagt um ennþá. Það
gæti orðið á seinni
hluta þessa árs eða i
byrjun þess næsta”,
sagði Magnús Ingi-
mundarson, forstjóri
Kexverksmiðjunnar
Fróns, i samtali við Visi
i morgun.
„Ég hef flutt inn Thermo-
pane-gler frá Belgiu”, sagði
Magnús. „bað er framléitt eftir
amerisku einkaleyfi og við höf-
um fengið leyfi tií að framleiða
það hér á landi. Þetta verður is-
lenskt fyrirtæki, en övist hvort
Belgarnir hafi einhverja
eignaraðild að fyrirtækinu eða
hvort þeir veiti eingöngu tækni-
lega aðstoð og hafi eftirlit með
gæðum framleiðslunnar”.
Magnús sagði, að hámarks-
framleiðslugeta verksmiðjunn-
ar yrði um 50 þúsund fermetrar
af tvöföldu gleri á ári en talið er
að hér á landi sé markaður fyrir
um 110 þúsund fermetra á ári.
— KS.
„Frestur er á illu bestur" segir máltækið og það
voru margir sem biðu á Skattstofunni í gær eftir að
fá frest til að skila skattskýrslu. Hinir voru þó í
miklum meirihluta sem höfðu skýrsiuna tilbúna
fyrír miðnætti og komu henni þá i póstkassa Skatt-
stofunnar þar sem nú ríkir mikið annríki. (Vísism.
Jens)
Skóksambandið býð-
ur ekki í einvígið
— heldur þó fund með hugsanlegum fjórmögnunaroðilum
Skáksamband íslands
telur ekki ástæðu til að
leggja áherslu á það
fyrir sitt leyti að heims-
meistaraeinvigið i skák
fari fram hérlendis. Það
mun hins vegar ekki
skorast undan þvi að
skipuleggja einvigið ef
aðrir aðilar vilja halda
það og ábyrgjast fjár-
málin.
Þetta kom fram á fundi sem
stjórn Skáksambandsins hélt með
fréttamönnum i gær. Sambandið
telur einvigið oröið slikt risafyrir-
tæki, að það sé ekki á valdi þess
að gangastfyrir því. Auk þess sé
pólitiskt moldviðri i kringum ein-
vígið sem ekki sé skáklistinni til
framdráttar. Aætlaður kostnaður
er hátt i 200 milljónir króna og vill
stjórn Skáksambandsins ekki
biðja neinn aðila að skrifa upp á
svo háan vi'xil.
Eins og Visir skýrði frá I gær
verður fundur á morgun þar sem
aðilar er hafa áhuga á að fá ein-
vígiðhingað ræða þær hugmyndir
við Skáksambandsmenn.
Þar verður væntanlega tekin
ákvörðunum hvort boðið verður i
einvigi þeirra Karpovs og Korts-
nojs sem á að hefjast um miðjan
júli.
—SG
REIKNINGSEIGENDUR KÆRÐIR?
Seðlabankinn hefur enn ekki
tekið ákvörðun um hvort lagðar
verða fram kærur á hendur þeim
er átt hafa peninga i dönskum
bönkum á laun.
I samtali við Visi I morgun
sagði Sigurður Jóhannesson, for-
stöðumaður gjaldeyriseftirlits
Seðlabankans, að þessi mál væru
i athugun. Seðlabánkinn hefur
skrifað velflestum reikningseig-
endum og sagt þeim að flytja pen-
ingana heim og skipta þeim i is-
lenskar krónur.
— SG
30 þús. hafa séð
ABBA-myndina!
Platan rennur út og prýðileg sala ó bókinni
Þrjátiu þúsund
manns hafa séð
ABBA-myndina, fleiri
en fimm þúsund eintök
af plötunni hafa selst
og þrjú þúsunda ABBA-
bækur. Hljómsveitin
ABBA eru þvi greini-
lega vinsæl á íslandi.
Arni Kristjánsson, forstjóri
Austurbæjarbiós, sagði þegar
Vísir hafði samband við hann i
gær að þrjátiu þúsund manns
hefðu séð myndina, en síðasta
sýning hennar var I gærdag.
Hann sagði að á einu ári i
Reykjavik næöu aðeins fjórar
eða fimm kvikmyndir svo mik-
illi aðsókn. Metaðsókn I Austur-
bæjarbló var þegar My Fair
Lady var sýnd, enhana sáu tæp-
lega 40 þúsund manns.
ABBA-myndin er þvl ein af
„topp-myndunum”. TIu til tólf
þúsund manns þykir ágæt að-
sókn á eina mynd.
Halldór Astvaldsson,
verslunarstjóri hljómplötu-
deildar Fálkans, sagði að þar til
nú hefðu um 5500 eintök nýjustu
plötunnar selst. Fálkinn hefur
flutt plötuna inn og fimm þús-
und og fimm hundruð eintök
hafa þvi selst á landinu öllu. I
gær var von á þúsund plötum og
sagði Halldór að fimm hundruö
eintök hefðu þegar verið seld af
þvi upplagi. Platan hefur selst
upp eins og skot, og sagöi Hall-
dór hana vinsælasta þessa dag-
ana.
Arinbjörn Kristinsson h já Set-
berg, sem gefur ABBA-bókina
út sagðist ekki hafa nákvæma
tölu yfir seld eintök en giskaöi á
að þrjú þúsund bækur hefðu
selst. Sagði hann að prýðilega
sölu og enn selst bókin eitthvaö.
—EA
llla brunninn
Verulegar skemmdir urðu á
Jóni Agústi GK 60 frá Garði,
þegar kviknaði I honum á
fimmta timanum i gærmorgun.
Báturinn kom til Njarðvikur I
gærdag og kom varðskipið Týr
meðhann I togi. Varðskipið kom
að bátnum og einnig Muninn
frá Sandgerði. Á niunda tlman-
um i gærmorgun tókst að ráða
niðurlögum eldsins.
Mikill eldur var I bátnum og
breiddisthann óðfluga út. Tókst
skipstjóranum að vekja menn
slna og björguðust allir heiiir á
húfi.
Skipstjórinn, Kristján Al-
bertsson, sagði i viðtali við eitt
blaðanna, að hann byggist fast-
lega við að báturinn væri nú
ónýtur.
— EA/IjósmHB.
Þúsundir seðla hafa borist
i óskrifendagetraun Vísis
Hver fœr bílinn í kvöld?
Það er klukkan 18 i kvöld, sem
einn getraunaseðill verður
dreginn úr réttum sýarseðlum I
áskrifendagetraun Visis, og sá
sem þar er skráður, hlýtur að
launum fyrsta bílinn I þessum
nýstárlega getraunaleik.
Fyrsti billinn er Volkswagen
Derby, nýjasti blllinn frá
Volkswagenverksmiðjunum,
arftaki gamla sigilda fólks-
vagnsins. Þetta er bill að verð-
mæti 2,2 milljónir króna.
Ef þú hefur enn ekki komið
janúarseðlinum þinum til Visis,
ættirðu ekki að bíða með það
lengur, hann gæti riðið bagga-
muninn fyrir þig. Hann eykur
vinningslikur þínar i kvöld. Við
tökum á móti getraunaseðlum i
dag, en einsogfyrr sagði verður
ljóst I kvöld hver verður hinn
heppni áskrifandi.
HV*D HIITK " ”
NVJASTA BÓKIN , .....
_ MANSTU EFTIR MYNDUNUM?
t.
1