Vísir - 03.02.1978, Blaðsíða 5

Vísir - 03.02.1978, Blaðsíða 5
VÍSIR Föstudagur 3. febrúar 1978 George Brown yfirhershöfðingi USA HEFUR EKKI TRÚ Á VARN- ARMÆTTI USA ef meirihóttar innrós verði gerð i Evrópu Æösti hershöfðingi Bandarikjanna telur vafamál/ hvort Banda- rikin geti varist meiri- háttar innrás i Evrópu. George Brown, hershöfðingi og yfirmaður herráðs Banda- rikjanna, flutti skýrslu fyrir varnarmálanefnd fulltrúadeild- ar Bandarikjaþings, og Harold Brown varnarmálaráðherra um leið. Gerði hershöfðinginn það ljóst, að hann hefði kosið helst meiri fjárveitingu til varnar- mála 1979 en þá 125 milljarða dollara, sem lagt hefur verið til. Vakti hann athygli þingmann- anna á þvi, að þótt þingið sam- þykkti aukna fjárveitingu tæki það nokkurn tima, áður en þess gætti svo aftur i auknum varnarmætti. Taldi hann, að vigbúnaði Sovétmanna hefði fleygt svo áfram, að jafnvægi hins vopn- aða friðar væri hreint ekki tryggt lengur og væri enn meira áhyggjuefni i náinni framtið. Sagði hann það vafamál, hvort Bandarikin gætu komið til hjálparog varnar, ef meirihátt- ar innrás yrði gerö i Evrópu. Hafði hann þó i huga innrás, þar sem ekki væri beitt kjarnorku- vopnum. Vígbúnaðarkopp- hlaup í geimnum Harold Brown, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, segir, að Sovétrikin gefi Bandarikjastjórn fárra kosta völ aðra en taka þátt i kapphlaupi þeirra í gerð vopna og vigahnatta til notkunar i geimnum. 1 skýrslu sem hann flutti þing inu, sagði hann, að Sovétstjórn- in hefði framleitt vigahnetti, sem húnhefði átta sinnum á sið- ustu tveim árum gert tilraunir með úti i geimnum. Sagði hann þessa gervihnetti setta til höfuðs öðrum gervi- hnöttum eins og njósnahnöttum, en með áframhaldandi þróun þessarar tækni væri unnt að setja slika vigahnetti til höfuðs til dæmis flota Bandarikjanna eða nota þá til árása á önnur skotmörk á jörðinni. Sovétmenn greiða ekki sinn hiut í friðargœsl- unni Sovétrikin segjast munu neita enn að greiða að fullu sinn hlut i kostnaði Sameinuðu þjóðanna af friðargæslunni i Austurlöndum nær. 1 fréttatilkynningu, sem gef- in var út i aðalstöðvum Samein- uðu þjóðanna i NewYork i gær, er sagt, að komiö gæti til þess að Sovétstjórnin endurskoðaði, hvort hún léti nokkuð af hendi rakna tilþessaö standa straum af friðargæslunni á Sinaiskaga eða i Gólan-hæðum. Dauðadómur yfir ölvuðum ökumanni í Sovétríkjunum Rússneskur flutninga- bílstjóri hefur verið dæmdur til dauða fyrir að verða átta manns að bana, þegar hann ók undir áhrifum áfengis. Þessi flutningabílstjóri er nýjasti „skúrkurinn” i baráttu stjórnvalda gegn hinu gifurlega of- drykkjuvandamáli sem Sovétrikin eiga við að striða. Bilstjórinn, Valentin Schimko, drakk sig fullan af portvini sið- astliðið sumar meðan hann var að aka griðarstórum flutningabil sinum. Hann missti stjórn á hon- um og plægði i gegnum hóp af fólki sem var að biða eftir strætis- vagni. Yfirleitt flytja fjölmiðlar i Sovétrikjunum ekki fréttir af af- brotum, en að undanförnu hafa sést undantekningar frá þessu, þegar brotið hefur á einhvern hátt tengst tengst áfengisneyslu. Ofdrykkja hefur verið vanda- mál f Sovétrikjunum i aldaraðir og refsingar verið i senn frumleg- ar og grimmilegar. Pétur mikli, Rússakeisari, hengdi griðarmikla járnmedaliu um háls ofdrykkju- manna, svo að allir mættu vita hverjir þeir væru. En dauðarefs- ingum er lika beitt fyrir alvarleg brot sem menn gerast sekir um vegna drykkju. POIANSKI í PARÍS Leikstjórinn Roman Polanski virðist hafa sloppiö inn i Frakkland, án þess að eftir þvi væri tekið, þvi að hann hefst fyrir i ibúð sinni i Paris og hefur hægt um sig. Gefin var út handtökuskipun á hendur honum i Kaliforniu á mið- vikudaginn, þegar hann mætti ekki fyrir rétti til þess að hlýða á dómsuppkvaðningu i máli, þar sem hannhefur játaðað hafa haft kynmök við 13 ára stúlkubarn. Pólanski er franskur rikisborg- ari og þarf ekki að kviða þvi að verða framseldur Bandarikjun- um. ENN EITT TAP FYRIR HIPPANA í KRISTJANÍU „Hey, hvað ertu nú að gera?" Hipparnir og eitur- lyfjaney tendurnir i Kristjaniu i Kaup- mannahöfn hafa tapað FLUGVOLLUR HER- TEKINN í CHAD? — skœruliðar kokhraustir Frelsishreyfing Afrikurikisins Chad, sem nýtur stuðnings frá Libiu, kveðst hafa her- tekið aðalflugvöllinn i norðurhéraði landsins og sé nú i sókn á fleiri vigstöðvum. Chad nýtur stuðnings frá Frakklandi og þar eru einir þrjú hundruö franskir hernaðarráð- gjafar. Þar voru lengi staðsettar sveitir úr hinni frægu útlendinga- hersveit. Frelsishreyfingin kveðst hafa fellt hundraö stjórnarhermenn i bardögum undanfarna daga og segir að þrir franskir ráögjafar hafi látið lifiö þegar flugvél, sem þeir voru i, var skotin niður. Franska stjórnin hefur ekki verið margorð um þessi átök, en skýröi frá þvi i gær að skæruliö- arnir hefðu tekiö tvitugan Frakka i gislingu. óstaöfestar fréttir herma að svissneskur rikisborg- ari hafi einnig verið tekinn. Skæruliðarnir vilja lausnargjald og brottflutning frönsku hernað- arráðgjafanna. enn einni orrustu í striði sinu fyrir að fá að búa áfram i þessum fyrrverandi her- mannabröggum, sem eru i aðeins nokkur hundruð metra fjar- lægð frá konungshöll- inni. Hæstiréttur Danmerkur hefur kveðið upp þann úrskurð að lýð- urinnskuliá brott hið bráöasta. Ekki viröist þó striðiö endan- lega tapaö, þvi að Anker Jörg- ensen, forsætisráðherra, hefur lýst þvi yfir aö ekkert veröi gert til að losa „herbúöirnar” fyrr en málið hefur verið rætt frékar á pólitiskum vettvangi. íbúarnir i Kristjaniu eru um átta hundruð talsins. Þeir hafa hótaö skæruaðgerðum gegn rik- isstjórninni, ef reynt veröi að reka þá burt. Þeirhafa gengið svo langt að leggja fram áætlanir um hvern- ig skuli lama fjarskipti, flug- samgöngur og loka brúm fyrir umferð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.