Vísir - 03.02.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 03.02.1978, Blaðsíða 13
Föstudagur 3. febrúar 1978 vism VISIR Föstudagur 3. febrúar 1978 íslendingarnir voru í miðjum hópnum Þrir islendingar voru ineftal keppenda i störsvigi heimsmeistarakeppninnar á skiðuin iGarmich Partenkirchen i V-Þýskalandi i gær, Þeir Siguröur Jónsson frá isafirði, Hafþór Júliusson frá isafirðiog Haukur Jóhannsson frá Akureyri. Frammistaða þeirra í gær var þokkaleg, og ekki mun lakari en búist hafði ver- ið viö fyrirfram, Sigurður náði bestum árangri þeirra, fékk timann 3.15.81 inin. og hufnaði i 51. sæti, Hafþór fékk timann 3.20.86 inin. og varð i 59. sæti og liaukur sem var ineö timann 3.22.16 min. varð i 61. sæti, en keppendur voru alls 103. gk-. Dennis Tueart fer til New York Cosmos Forráðamenn bandariska knattspyrnuiiðsins New York Cosmos eru greinilega komnir af stað með peningabudduna sina til að kaupa menn i stað „konungsins” Pele sem hefur hætt að leika meö iiöinu. i gær tókust samningar með Manchester City og Cosmos um kaup á Dennis Tuert fyrir 250 þúsund sterlingspund, en Tuert sagði sjáifur viö fréttamenn I gær að hann ætti eftir að ná persónulegu samkomulagi við Cosmos áður en hann myndi undirrita. Tuert hefur lengi verið á sölulista, og hefur hafnað boðum frá Nottingham For- est og Manchester United sem bæði vildu ráöa þennan snjalia leikmann tii sin. gk-. Hvað gerir Fram gegn Valsmönnum í Körfunni Þrir leikir verða leiknir i 1. deild Islandsmótsins i körfuknattieik um helgina, tveir þeirra fara fram i Reykjavík, einn á Akureyri. A Akureyri leika á morgun liö Þórs gegn UMFN og eflaust vcrður róðurinn þungur þar fyrir heimamenn þótt menn skyldu ekki afskrifa neitt I sambandi við þennan leik. Hann hefst i „Skemmunni” kl. 14.30. A sunnudaginn fara fram i Hagaskóla tveir leikir sem verða án efa spennandi. Sá fyrri scm hefst kl. 15 er á milli Vals og Fram, og veröur fróðlegt að sjá hvað hinir ungu Framarar scm eru i mikilli sókn þessa dagana gcra gegn Val sem er i baráttu toppliöanna. Siöan leika KK og ÍK, og þótt staða KK sé nú mun betri þá skyldi menn ekki bóka auðveldan sigur þeirra i þessum leik. lR-ingarnir eru til alls liklegir á góö- uin degi og KK-ingar hafa veriö eitthvað miöur sin aö undanförnu, hvað sem veldur. Semsagt, hörkuleikir i Hagaskólanum á sunnudaginn. gk- Bretinn ólöglega til fara og vísað fró! Það er vitað mál. að i skiðaiþróttinni nota mcnn öll ráð til þcss að ná sem best- um árangri. Sifellt er verið að endurbæta skiðin sem notuö eru, og fötin taka einnig breytingum. All't miðar þctta að ná betri og betri árangri. Kn suniir geta seilst of langt i þessari viöleitni sinni, og eftir stórsvigskcppnina iGarmich Partenkirchen i gær var Bretinn Alan Stewart rekinn úr keppninni þar sem föt lians höföu veriðallt of þröng og úr einhvcrju efni sem geröi það að verk- um að liann fékk allt of litla loftmótstööu. gk-. Enn ekkert að frétta af kœru KR-inganna Þrátt fyrir að nú séu tæpir tvcir mánuöir slðan Þórsarar fengu sér dæmdan sigur i lcik gegn KK i 1. deildinni I körfubolta og KR hafi strax kært þau úrslit vegna þess að þeir komust ekki til leiksins þvi að ekki var flogiö til Akureyrar, þá hefur cnn ekki tekist aö afgreiöa það kærumál. Kæra KK-inga fór fyrst fyrir dómsótl á Akureyri sem dæmdi loks i henni eftir áramótin, og siöan hefur máliö verið I höndum dómstóls KKl um nokkurn tima. Menn eru orðnir ansi langeygðir eftir að botn fáist I þetta mál, og vonandi verður nú fariðað vinna I því að koma þvi I höfn strax. gk-. Brunkappinn Russi hœttir nú keppni Einn frægasti brunmaður heimsins um langt árabil, Svisslendingurinn Bernard Ilussi, lýsti þvi yfir í gær aö hann væri hættur keppni. „Nú er timi tii kominn að draga sig I hlé. Þetta var stórkostlegt á meöan á þvi stóð, en þetta tekur enda eins og allt annað”, sagði þessi snjalli brunmaður seni hefur oröiö Oiympiumeistari i bruni — I Sapparo 1970 — og heimsmeistari þaö sama ár. Siðasta keppni hans var i Garmich Partenkirchen s.l. sunnudag, og þá hafnaöi hann í 14. sæti I bruninu, sér til mikilla vonbrigöa. gk-. íTvi 17 V J Danir hafa oft fengið ástæðu til að fagna að undanförnu þótt þeir hafi sennilega ekki verið svona kátir á svipinn f gærkvöldi.þeir Anders Dahl Nilsen og Leif Mikkelsen þjálfari. Sovétmenn og V-Þjóð- verjarnir í úrslit! — Morkamunur réð sœtum efstu liðanna í bóðum milliriðlunum — Danir og A-Þjóðverjar leika um 3. sœtið Einhverri mest spennandi handknattleikskeppni sem nokk- urn tima hefur farið fram fer nú senn að ljúka, en þetta er auð- vitað heimsmeistarakeppnin sem stendur yfir i Danmörku. Það var markamunur sem réö þvi i lokin að það verða Sovét- menn og V-Þjóðverjar sem leika um gullverðlaunin i keppninnhen Danir og A-Þjóðverjar sitja eftir með sárt ennið og leika um brons- verðlaunin. Þar var sannarlega injótt á mununum, Sovétmenn höföu tveimur mörkum betri markatölu en Danir og V-Þjóð- verjar þremur mörkum betri stöðu en A-Þjóðverjar. En snúum okkur þá að leikjun- um i gær: Sovétrikin Pólland 18:16 Pólverjum hefur gengið vel i siðustu leikjum sinum gegn Sovétmönnum og i gærkvöldi virtist engin breyting ætla að verða á þvi. Pólverjarnir höfðu yfir i hálfleik 9:7 og allt virtist stefna i sigur þeirra. En i siðari hálfleiknum sýndu „sovésku birnirnir” hvers þeir erumegnugir. Þeir unnu upp for- skot þeirra pólsku og komust fjögur mörk yfir en Pólverjarnir skoruðu tvö síðustu mörkin úr vitaköstum. Danmörk — Svíþjóð 18:14 Von Dana um sæti i úrslita- leiknum byggðist á þvi að sigra sina „erkióvini” Svia með sem ailra mestum mun og byrjunin lofaði góðu. Þeir komust i 5:2 en i hálfleik öfðu Sviarnir minnkað muninn i eitt mark 10:9. En Danirnir voru ekki á þvi að gefast upp og þrátt fyrir að þeir léku án Thomas Pazyj sem meiddist i leiknum gegn Póllandi komust þeir vel yfir og sigruðu með 18:14 — En það dugði Dönum ekki, Sovétmenn eru með hag- stæðara markahlutfall og fara i úrslitin. V-Þýskaland — Rúmenfa 17:17 Og ekki var hasarinn minni i þessum riðli. Leikur V-Þjóðverj- anna og. heimsmeistaranna Rúmena sem fengu nú siðasta tækifærið til að bjarga andlitinu var æsispennandi. Raunar voru Rúmenar nær sigri, þeir jöfnuðu úr vitakasti er ein minúta var til leiksloka og fengu boltann siðan aftur. En þeim tókst ekki að skora og V-Þjóðverjarnir sluppu þvi með skrekkinn. A-Þýskaland — Júgó- slavia 16:16 Sami hasarinn var þarna. Júgóslavarnir voru yfir allt fram undir lok leiksins að A-Þjóðverjar jöfnuðu. En það fór fyrir þeim eins og Dönum, þeir töpuðu efsta sætinu á markahlutfalli og leika þvi um brons-verðlaunin við Dan- ina. gk-- BÍLAVARAHLUTIR Plymouth Belvedere '67 Opel Kadett '69 Taunus 17 M '67 Saab '66 BILAPARTASALAN Hotðatuni 10, simi 1 1397. Opið fra kl. 9-6.30, laugardaga kl. 9-3 oy sunnudaga kl 13 Bifreiðaeigendur athugið Við lagfærum hemla á öllum gerðum bif- reiða. 17 ára starfsreynsla tryggir yður góða þjónustu. Framkvæmum ennfremur almennar viðgerðir, ef óskað er. Höfum á- vallt fyrirliggjandi hemlahluti i allar gerðir ameriskra bifreiða á mjög hag- stæðu verði. STILUNG HF. Skeiían 11 simar 31340-82740. Dunbar með 42 stig gegn ÍR! Stúdentar sigruöu íslands- meistara ÍK í 1. deild islands- Spánverjar koma á óvart Spánverjar hafa heldur betur komið á óvart i HM keppninni i Danmörku. Þeir unnu Tékka i gærkvöldi með 24:21 og munu leika um 9. sætið i keppninni gegn Ungverjum. Ungverjar unnu Japan I gærkvöldi með 30:26. Leikur Spánverja og Ungverja um 9. sætið fer fram i kvöld, og sömuleiðis leikur Tékka og Japana um 11. sætið. gk-. Lokastaðan í riðlinum Úrslit leikjanna i milliriðlun- um á HM í handbolta i Kaup- mannahöfn i gærkvöldi og loka- staðan i milliriðlunum: Sovétrikin-Pólland 18:16 Danmörk-Sviþjóð 18:14 V-Þýskaland-Rúmenia 17:17 A-Þýskaland-Júgóslavia 16:16 Lokastaðan: A-RIÐILL: V-Þýskaland A-Þýskaland Júgslavia Kúmenfa B-RIÐILL: Sovétrikin Danmörk Pólland Sviþjóð Liðin sem leika til úrslita um helgina eru þvi þessi: 1.-2. sætið: Sovétrikin-V-Þýskal. 3.-4. sætið: A-Þýskaland-Dan- mörk 5.-6. sætið: Júgóslavia-Pólland 7.-8. sætið: Sviþjóð-Rúmenia 3120 49:44 4 3120 48:46 4 3110 46:50 3 3012 49:52 1 mótsins i körfuknattleik með 98 stigum gegn 88 eftir skemmtilega baráttu þar sem ekki var séð fyrir hvorum megin sigurinn myndi lenda fyrr en rétt fyrir leikslok. tslandsmeistarar 1R komu mjög á óvart i fyrri hálfleiknum og héldu alveg i við stúdentana. Að loknum fyrri hálfleik leiddi ÍR með 43 stigum gegn 38, og ljóst aö allt gat gerst. En það eina sem gerðist var það að Dirk Dunbar fdr virkilega i gang, og hann raðaði niður stig- um á IR-inga sem voru mjög mislagðar hendur á sama tima. Dunbar skoraði 10 fyrstu stigin i siðari hálfleik og staðan var þvi oröin 48:43 fyrir Is. Ekkivorumeistararnir þó á þvi að gefast upp, og um miðjan hálf- leikinn munaði aðeins einu stigi fyrir tS, 71:70. En þá kom annar kafli hjá 1S og komu 16 stig i röö, og það var meira en IR-ingarnir þoldu og sigur ÍS var tryggður. Dirk Dunbar sýndi allar sinar bestuhliðar gegn IR-ingum i gær- kvöldi, og sannast sagna er erfitt að ímynda sér tS liðið i toppbar- áttunni án hans. Hann skoraði 42 stig stúdenta, en þeir sem komu næstir i stigaskorun voru Bjarni Gunnar með 15 stig, Jón Héðins- son með 13 og Steinn Sveinsson Hjá tR var Þorsteinn Hall- grimsson langbestur, og hefur ekki i langan tima leikið jafn vel. Stighæstur IR-inga var hinsvegar Kristinn Jörundsson með sin 22 stig, Erlendur Markússon skoraði 18 og Þorsteinn Hallgrimsson 16. gk-. ( STAÐAN ) Buxnaklaufin galopin en samt sigraði Ingimar Stenmark Þegar sænski skiðakóngurinn Inimar Stenmark I V-Þýska- landi i gær með opna buxna- klauf var Ijóst að þar fór maö- ur sem erfitt var að sigra. Sten- mark vann glæsilegan sigur i stórsvigi heimsmeistarakeppn- innar, var með bestan brautar- tima i báðum ferðum og vann glæsilega — var rúmlega tveim- ur sekúndum á undan næsta manni. „Buxnaklaufin var einfald- lega opin vegna þess að buxurn- ar voru of litlar. Það háði mér ekkert og hefur vonandi ekki hneykslaö neinn”. Aö venju tók Stenmark sigri sinum með hinni mestu still- ingu, hann er óvenjulega hóg- vær af afreksmanni l iþróttum að vera, og sagði eftir keppnina I gær að blaöamannafundir „hræddu” sig meira en að taka þátt i keppninni sjálfri. Sigurinn i gær markar vissu- lega tímamót á ferli Stenmarks, þessa frábæra skiðamanns. Þrátt fyrir að hann hafi 27 sinn- um unniö keppnisgrein i heims- bikarkeppni, þá haföi honum aldrei tekist að sigra í heims- meistarakeppni frekar en á Ólympiuleikum. En I gær var ekkert vafamál hver var bestur, og þráttt fyrir mjöggóða frammistööu tveggja kappa frá Lichtenstein, þeirra Andraz Wenzel og WiIIy Frommelt var sigurinn aldrei i hættu, Og nú álita menn að það verði erfittaðstöðva Stenmark I sviginu á sunnudag. Lichtenstein, þetta litla riki, mátti vel við sinn hlut una I gær, Wenzel i 2. sæti og Frommelt þriðji. gk-. # ~»v Metþútttaka hjú unglingunum Eitt fjölmennasta badminton- mótsem fram hefur farið hér á landi veröur um helgina i húsi TBR viö Gnoðarvog. Þctta er unglingameistara- mót tslands, og eru þátttakend- ur hvorki færri né fleiri en 150 talsins, og leikirnir á mótinu verða alls 208. Mótið hefst kl. hálf tiu i fyrra- máliðog þá verður leikiö fram á kvöld, en á sunnudag hefst keppni kl. 14 og þá veröur leikiö til úrslita. gk- Staðan i 1. i körfubolta UMFN Valur KR ts tR Þór Fram Armann deild tslandsmótsins er nú þsssi: 8 7 1 762:617 14 Stigahlið Grænahlið Bogahlið Kóp. Aust.b. Hólmar Hjallar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.