Vísir - 10.02.1978, Page 3

Vísir - 10.02.1978, Page 3
VISIR Föstudagur 10. febrúar 1978 v 3 „Gráa skýrslan", tillðgur fiskifrœðinga: HÁMRKSAFLI VERÐI 270 ÞÚSUND TONN ÁRIÐ1978 Skyndilokanir ef 20% aflans er undir 58 sm „Erfiðasta vandamál okkar I dag er ofnýting þorskstofnsins, en veiöin á s.l. a'ri fór langt fram úr tiilögum stofnunarinnar. Af þeim sökum verður að ieggja til frekari takmörkun þorskaflans á þessu ári og því næsta, til þess að byggja upp hrygningarstofn- inn”, segir Jón Jónsson for- stöðumaður Hafrannsóknar- stofnunarinnar i formála skýrslu stofnunarinnar um á- stand nytjastofna á islandsmiö- um og aflahorfur árið 1978. 1 skýrslunni er bent á að við séum nú svo til einir um að nýta efnahagslögsögu okkar en við verðum þó að fara aö öllu með gát þvi náttúran sjálf réði miklu um sveiflur i aflabrögðum. Það sé nauðsynlegt að vera vel á verði og endurmeta stöðuna á hver ju ári og jafnvel oftar. Tillaga stofnunarinnar um hámarksafla á þorski á árinu 1978 er 270 þúsund ton n o g er þaö 20 þúsund tonnum hærra en meðalafli íslendinga á siðast- liönum h'u árum en hins vegar er áætlaöur þorskafli á árinu 1978 að óbreyttri sókn 350 þús- und tonn eða 80 þúsund tonnum meira en Hafrannsóknarstofn- unin leggur til. Lagt er til að hámarksafli á ýsu á árinu 1978verði 40 þúsund tonn en i lok nóvember s.l. nam ýsuafli okkar tæpum 33 þúsund tonnum. Að þvi er varöar sild- veiðar þá er lagt til að hámarks- veiði verði 35 þúsund tonn á þessu ári og yrði það 6 þúsund tonna aukning frá veiðinni á s.l. ári. Þá er lagt til að hámarks- aflinn á loðnu fari ekki yfir eina milljón tonna. Skyndilokun ef smá- fiskur fer yfir 20% aflans Heildarþorskstofninn hefur minnkaö úr 2.6milljónum tonna árið 1955 i 1.2 milljónir tonna ár- ið 1978. Hrygningarstofninum hefur hrakað enn meira eða úr 1 milljón tonna árin 1957—59 i 180 þúsund tonn áriö 1978. I skýrslunni er gert ráð fyrir eins og fyrr segir að aflatak- mörkinverði 270 þúsund tonn á þessu ári. Tilgangur þess er að vernda þá árganga sem eru i uppvextisvo þeir geti byggt upp hrygningarstofninn á allra næstu árum og ennfremur þurfi að tryggja með áframhaldandi friðunaraðgeröum enn frekari stækkun hrygningarstofnsins. Ef þessum ráðum yröi fylgt eft- ir yrði stofninn kominn i 400 þúsund tonn i ársbyrjun 1980. Arið 1977 giltu þau viðmiðun- armörk við friðunina aö gripiö var til skyndilokunar svæöis þegar 40% af fjölda þorska I afla var undir 58 sm að stærö. Var gert ráð fyrir þvi að ný við- miðunarmörk giltu frá 1. júli en Sjávarútvegsráðuneytið ógilti þau mörk þannig að upphafleg mörk giltu allt árið 1977. Nú er gert ráö fyrir þvi i skýrslu Hafrannsóknastofnun- arinnar aö ný viömiðunarmörk verði þannig að gripið veröi tíl skyndilokunar ef 20% af afla er undir 58 sm fram til 1. júli en ef 20% af afla er undir 62 sm það sem eftir er ársins. —KS Beðið við búðardyr eftir að komast að til að syngja. (Vfsism. Matt- hfas Gestsson). Öskudagur er dagur barnanna á Akureyri öskudagurinn er dagur barn- anna á Akureyri og er þá mikið um dýrðir. Börnin fara á fætur fyrir allar aldir, klædd litrikum búningum og máluð i andliti. Kötturinn er sleginn úr tunnunni við hátiðlega athöfn á Ráðhús- torgi. Þessu erlokiö um það leyti sem verslanir og fyrirtæki eru opnuð og nú fara öskudagsflokkar i heimsóknir þangað. Allir ösku- dagsflokkar sem taka daginn al- varlega hafa komið saman nokkrumsinnumogæftsöng fyrir þennan merkisdag og lögin eru flutt af innlifun í búðum og stofn- unum. Að launum fá börnin sæl- gæti eða peninga sem oft eru þá gefnir Rauða krossinum. Á hádegi fer lif að færast I eðli- legt horf á nýjan leik eftir að börnin hafa ráöið rikjum i miðbæ Akureyrar um morguninn. Marg- ir fullorðnir eiga ljúfar bernsku- minningar fra þessum degi og hafa jafnan mikla ánægju af að fylgjast með búningum barnanna á öskudaginn. Myndirnar tók Matthias Ó. Gestsson á Akureyri á miðvikudaginn þegar öskudag- urinn var haldinn hátiðlegur. —SG Bannið á „Veldi tilfinninganna" fréttaefni dagblaða í París: Thor mótmœlir ákvörðun fram- kvœmdanefndarinnar Á fundi fram- kvæmdanefndar lista- hátiðar i gær lýsti Thor Vilhjálmsson rithöf- undur, sem á sæti i nefndinni,þeirri skoðun að hann væri algjör- lega mótfallinn þeirri ákvörðun nefndarinnar að hætta við sýningar á „Veldi tilfinninganna”. Thor mótmælti og kraföist þess að ákvöröuninni yrði rift, en tillaga hans um það efni var felld með öllum greiddum at- kvæðum gegn einu. Dagblöð i Paris hafa nú birt frétt þess efnis að myndin hafi veriö bönnuð á kvikmyndahá- tiðinni, en hún er einmitt komin hingað til lands fyrir milligöngu franska menntamálaráðuneyt- isinsog franska sendiherrans á tslandi. „Með þvi aö banna myndina sem klám”, sagði Thor „þá eru yfirvöld ekki aöeins aö segja að aðstandendur hátfðari- ar séu klámhundar, heldur er sömu skoðunlýstá menntamálaráðu- neytinu franska og franska sendiherranum”. Thor sagði ennfremur, að ef það væri ekki framkvæmda- nefndar listahátiðar að láta reyna á hvort kvikmyndir væru bannaðar á hátiðum hér, þá vissi hann ekki hverra það væri. ,,Ef þetta er réttarriki, þá er það dómstólanna að ákveða um þessa hluti”, sagöi Thor. —GA Sólargeis/inn frá Fiorida ER ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA Miðbænum er lokaö fyrir bilaumferð meðan hátiðin stendur og nú var blfðskaparveður og mikill mann- fjöldi á ferli.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.