Vísir - 11.02.1978, Side 5
áppgplpg
Ellefu vikTía fóstur Ljósm. Lennart Nilsson
r/Aukning fóstureyoinga
er alveg hrollvekjandi"
— segir Hulda Jensdóttir forstöðukona
Fœðingarheimilis Reykjavikur
,,Þegar rætt er um fóstureyöingar, vil ég taka þaö fram aö
frjóvgun er oft óvelkomin, ef hún hefur oröiö fyrir slysni, en
barn er mjög sjaldan óvelkomiö,” sagöi Hulda Jensdóttir for-
stöðukona Fæðingarheimilis Reykjavikur.
Hulda mælti á sfnum tíma mjög gegn frjáisum fóstureyð-
ingum, þegar tillaga um þær kom fram hjá nefnd þeirri sem
vann aö undirbúningi lagafrumvarps um þetta efni. Hún
sagði hins vegar að lögin, eins og þau voru i endanlegri gerö,
væru ágæt sem slik.
„Það er geysiiegur mismunur á þvi hvort fóstureyöingar
eru frjálsar eða eins og þær eru meö þessum lögum, þaö er aö
segja aö þær séu einungis leyföar þegar um gilda ástæöu er
að ræða,” sagöi hún.
„Aðalatriðið er þó ef til vill
ekki hvernig lögin eru orðuð,
heldur hvernig á þeim haldið.
Gömlu lögin voru ágæt að
mörgu leyti og það kom i ljós að
fóstureyðingum fjölgaði áður en
þau féllu úr gildi, ekki vegna
þess að þau hefðu breyst, heldur
vegna þess hvernig að þeim var
staðið.
Helsta breytingin frá gömlu
lögunum og þeim, sem nú eru i
gildi, liggur fyrst og fremst i þvi
að félagslega hliðin var tekin
meira inn í málið en áður var.
Nú þarf konan annað hvort aö
ræða við tvo lækna eða lækni og
félagsráðgjafa áður en leyfi
fæst til fóstureyðingar.”
Félagslegar ástæður
teygjanlegar
— Telur þú að lögin séu að
einhverju leyti misnotuð?
„Aukningin á fóstureyðingum
á siðustu árum er frá minu
sjónarmiði séð alveg hrollvekj-
andi. Og óhjákvæmilega verður
þessi aukning til þess að sú
spurning vaknar, hvort lögin
séu mistúlkuð eða misr^tuð.
Félagslegar ástæður er hægt að
teygja i það óendanlega.
Annars virðist það vera að
verða rikjandi skoðun hér á
landi að til þess að koma börn-
um sómasamlega til manns,
megi þau helst ekki vera fleiri
en tvö. Það er áberandi að
þannig talarfólk, sem hefur efni
á þvi að ala upp fleiri born.
Þetta er notað sem afsökun,
en við vitum að fjölmörgum
Hulda Jensdóttir: „Sú spurning
hlýtur að vakna, hvort lögin séu
mistúlkuð”.
hefur tekist með ágætum að
koma upp stórum barnahópum.
Með þessu er ég ekki að mæla
með þeim stóru barnahópum
sem ti'ðkuðust i gamla daga, en
það má nú kannski á milli
vera.”
— Hver heldur þú að sé helsta
ástæöan fyrir þessum þungun-
um, sem ekki er óskað eftir?
,,Ég er ekki i vafa um að
kæruleysi er stór þáttur i þessu
og það er ófyrirgefanlegt
ábyrgðarleysi.”
velt mál,” sagði Svava. „Þetta
er neyðarúrræði. Fóstureyöing
er andleg og likamleg röskun
fyrir konuna og er auk þess
áhættusöm aðgerð. Ég held að
ekki sé hægt að fara tilfinninga-
laust i gegnum þetta.”
t lögunum frá 1975 um fóstur-
eyðingar og ófrjósemisaögeröir
er sett það skilyrði, að þeir sem
óska slikra aðgerða tali viö
félagsráðgjafa og lækni.
„Ætlunin með þessu ákvæði
var aö gengið yrði úr skugga um
það hvort fóstureyðing sé eina
úrræðið,” sagði Svava. „Þaö
getur gripið konur örvænting i
byrjun, en svo þegar málið er
athugað nánar, kemur kannski
fram að aðstæður séu ekki svo
voðalegar. Oft þurfa konur
hreinlega að koma og tala um
vandamálið. Á eftir finnst þeim
þær svo ráða betur við erfiðleik-
ana og komast svo kannski að
þvi að innst inni langi þær til að
eiga börnin”.
Sjá ekki eftir þvi
— Er mikið um aö konur
skipti um skoðun eftir að hafa
rætt við þig?
„Það er alltaf eitthvað um
það og ég hef ekki orðið vör viö
það að þær sjái eftir þeirri
ákvörðun. Ég hef oft samband
við konurnar allan meðgöngu-
timann svo ég held að ég ætti að
verða vör við eftirsjá ef hún
væri fyrir hendi”.
— Er reynt að hafa áhrif á
konu sem óskar eftir fóstureyð-
ingu?
„Samkvæmt lögunum á að
veita rágjöf á óhlutdræg hátt
og konan er látin sjálf um að
taka sina ákvörðun. Ég held að
ákvæðið um ráðgjöf sé mjög
mikilvægt. I samtölum getur
komið í ljós viss þrýstingur frá
aðstandendum konunnar eða
barnsföður. Það er mjög- slæmt
að fóstureyðing sé framkvæmd
strax, eins og er viða erlendis,
þar sem fóstureyðingar eru
frjálsar. Þá fær konan ekki
tækifæri til að ræöa sínar til-
finningar og getur þvi vaðið út i
eitthvað sem hún seinna sér eft-
ir.
Hér ræðir konan alltaf viö
lækni og félagsráðgjafa og i
mörgum tilvikum hefur hún
þegar rætt við lækni utan stofn-
unarinnar og oft félagsráðgjafa
lika og ætti þvi að vita vel út i
hvað hún er að fara.”
Verða að ákveða sig
sjálfar
— Verðið þið vör við að konur
vilji stundum láta taka þessa
ákvörðun fyrir sig?
„Stundum eru konur
óákveðnar, en þær sem vilja
láta taka ákvörðunina fyrir sig,
geta ekki komist upp með það.
Það er heldur ekki gott fyrir
þær.
Hins vegar er hægt að veita
konunni stuðning þegar hún er
búin að taka sina ákvörðun i
hvora áttina sem hún er.”
Hörð lifsbarátta
Hvaða ástæður eru algengast-
ar fyrir beiðni um fóstureyð-
ingu?
„Mér virðist að hin harða lifs-
barátta sem er i dag sé oft
ástæðan. Mörgum konum finnst
erfitt að vera einar með fleiri
en eitt barn. Hjá giftum konum
koma lika oft efnahagsástæður
til. Bæði hjónin þurfa að vinna
úti og eins hafa margir varla
efni á þvi að vera með mörg
börn.
Framtiðarhorfur konunnar
varöandi nám og starf er stund-
um ástæðan. Ungum konum
finnst slæmt að þurfa að hætta
námi og aðrar hafa áhuga á
starfi sinu og vilja ekki þurfa aö
hætta þvi.
Samband við barnsföður hef-
ur mikið að segja. Ef engin
tengsl eru við hann eiga margar
erfitt með að sætta sig við
þungunina. Annars er þetta af-
skaplega einstaklingsbundið, en
einhvers konar félagslegar og
persónulegar aðstæður eru al-
gengastar sem ástæða.
Við reynum að ræða við
manninn lika. Afstaða hans hef-
ur mikið að segja. Ég held aö
tilfinning hans fyrir ábyrgð
aukist við það. Hann gerir sér
þá grein fyrir aö þetta er tals-
vert stór ákvörðun sem konan
er að taka. Viðhorf karlmanna
hafa lagast á siðustu árum, en
margir þeirra eru enn óskap-
lega kærulausir. Þeim finnst
konan bera ábyrgð á getnaðar-
vörnunum og finnst þungunin
þvi ekki koma þeim mikiö við.”
Færri börn
— Telur þú að auknar fóstur-
eyðingar séu ástæðan fyrir
fækkun fæðinga hér á landi?
„Þær eru aðeins brot hennar.
Fólk gerir aðrar kröfur til lifs-
ins en áður var og þvi eru marg-
ir ákveðnir i að eiga aðeins 2-3
börn og gera fyrir þau það sem
hægt er.
Hins vegar tel ég að við séum
barnaþjóð að þvi leyti að mörg
börn eru enn stöðutákn hjá þeim
sem eru vel stæðir. En það er
viss hópur sem vill takmarka
viðsig barneignir og það endur-
speglast lika i gifurlegri fjölgun
ófrjósemisaðgerða. Langal-
gengast er að konur óski eftir
þeim og þær eru allt niður i 25
ára. Þó er ófrjósemisaðgerð á
karimönnum mun einfaldari
aðgerð.
Samkvæmt nýju lögunum eru
ófrjósemisaðgerðir leyfðar að
ósk viðkomandi, ef hann hefur
náð 25ára aldri. Þó er það bund-
ið þvi skilyrði að rætt sé við
lækni eða félagsráðgjafa. Fólk
veröur aö vita út i hvað þaö er
að fara.
Það er ekki algengt að konur
óski ófrjósemisaðgerðar svona
ungar, en þó eru nokkrar innan
við þritugt. Oftast er það þá
vegna heilsufarsástæðna.”
Ekki getnaðarvörn
— Hefurðu orðið vör við að
konur noti fóstureyðingu sem
getnaðarvörn?
„Nei, þaö get ég fullyrt. Það
er ekki algengt að sama konan
komi oftar en einu sinni, þótt
þaö komi fyrir. Þegar svo er, er
það afskaplega slæmt. Fóstur-
eyðing verður aldrei annaö en
neyöarúrræði. Oftast er um að
kenna kæruleysi eða einstakri
óheppni, þegar sama kona þarf
oftar en einu sinni fóstureyð-