Vísir - 11.02.1978, Blaðsíða 10
10
Laugardagur 11. febrúar 1978
VÍSIR
utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdarstjori: Daviö Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm.
Olafur Ragnarsson
Ritstjornarlulltrui: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð
mundur G. Petursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þorarinsson. Blaðamenn:
Edda Andresdottir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónina
Michaelsdottir, Katrin Pálsdottir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefansson, Oli
Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Björn Biöndal, Gylfi Kristjánsson.
Ljosmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guðjónsson. Utlit og hönnun: Jón
Oskar Hafsteinsson, Magnus Olafsson.
Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánssor
Dreifingarstjóri: Sigurður R Pétursson
Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8
simar 86611 og 82260
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sími 86611
Ritstjórn: Siðumula 14 simi 86611 7 linur
Askriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands.
Verð i lausasolu kr. 90 eintakið.
Prentun Blaöaprent h/t.
Allt undir framhaldinu komið
Rikisstjórnin hefur nú ákveðið
brýnustu aðgerðir í því skyni að
treysta rekstur útflutningsat-
vinnuveganna og hamla gegn
frekari verðbólgu. Hér er um
óhjákvæmilegar ráðstafanir að
ræða, sem í öllum aðalatriðum
miðaí rétta átt. Þær eru viðbrögð
við afleiðingum ringulreiðar-
verðbólgu, en höggva ekki að rót-
um hennar.
Með þessum ráðstöfunum er
aðeins tjaldað til einnar nætur.
Brýnt er því að þegar í stað verði
lagt á ráðin um aðgerðir, er miði
að því að koma á varanlegu jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum. I
greinargerð verðbólgunef ndar-
innar má f inna ýmsar leiðir, sem
unnt er að fara í þessu skyni. Ef
ekki á að síga á ógæfuhliðina á
nýjan leik, þurfa stjórnmála-
flokkarnir og ríkisstjórnin að
svara spurningunni um næsta
leik án tafar.
Þó að hliðarráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar með gengislækk-
uninni miði að því að koma verð-
bólgunni rétt undir 40% á þessu
ári að meðaltali, sjást samt sem
áður engin merki þess að hverfa
eigi frá ríkjandi verðbólgustefnu
í þjóðfélaginu. Hún verður rekin
áfram á flestum sviðum.
i fyrsta lagi er Ijóst, að for-
ystumenn verkalýðsfélaganna
ætla að halda áfram þeirri verð-
bólgustefnu, sem þeir hafa fylgt
í kjaramálum. Ýmislegt bendir
jafnvel til þess að þeir muni á
næstu mánuðum fylgja verð-
bólgustefnunni fastar fram en
oftast nær áður. Krafa þeirra er
enn sú, að laun verði greidd með
verðbólgukrónum, sem eru
einskis virði, og verðbólgunni
verði viðhaldið með vísitölukerf i.
[ öðru lagi er á það að líta að
ekkert hefur komið fram, sem
bendir til þess að þingmenn ætli
aðhverfa frá ríkjandi verðbólgu-
sfefnu í f járfestingarmálum. En
öllum er Ijóst, að svigrúm til
kjarabóta á síðustu árum hefur
verið minna en ella fyrir þá sök,
að fjárfesting hefur farið langt
fram úr aukningu þjóðartekna.
Loks er á það að líta, að með
föstu gengi og tæplega 40% verð-
bólgu verður ekki séð að Verð-
jöfnunarsjóði verði á næstunni
beitt að nokkru marki í þvi skyni
að draga úr áhrifum verð-
sveiflna á erlendum mörkuðum.
Virk beiting jöfnunarsjóða er þó
ein af forsendum þess að takast
megi að koma á jafnvægi í
þjóðarbúskapnum.
Rikisstjórnin hefur nu ‘hvað
sem öðru líður brugðist nokkuð
skynsamlega við afleiðingum
verðbólgunnar síðustu mánuði.
Veiki hlekkurinn er e.t.v. sá, að
gengið hafi verið of langt í mild-
andi ráðstöfunum af hálfu ríkis-
sjóðs. Veruleg hæta er því á
hallarekstri ríkissjóðs á þessu
ári, þó að dæmið gangi upp á
paapírnum nú. Verðbólgunef ndin
sá sérstaka ástæðu til að vara við
því að gengið yrði of langt í þessu
ef ni.
I framhaldi af þessum aðgerð-
um skiptir mestu máli að knýja
þingmenn og verkalýðsforingja
til að hverfa frá ríkjandi verð-
bólgustefnu. Gerist það ekki fer
allt á hausinn á nýjan leik. Þær
aðgerðir, sem nú hafa verið
ákveðnar, opna hins vegar mögu-
leika til endurreisnar efnahags-
lífsins í því skyni að koma á
varanlegu jafnvægi.
En vandséð er að endurreisn-
araðgerðir af því tagi hefjist
fyrir kosningar. Stjórnmálabar-
áttan næstu mánuði mun því
örugglega snúast að einhverju
leyti um ólikar hugmyndir flokk-
anna til þess að koma á varan-
legu jafnvægi. En því miðursýn-
ist flest benda til þess, að verð-
bólgustefnan verði ríkjandi í
kosningabaráttunni bæði af
hálfu þingmanna og forystu-
manna verkalýðsfélaganna.
Ef vel ætti að vera þyrfti að
ákveða næsta leik endurreisnar-
aðgerðanna fyrir kosningar.
Þessar ráðstafanir duga skammt
verði verðbólgustefnunni fram-
haldið í f járfestingar- og launa-
málum eins og flest bendir til.
Ríkisstjórnin hefur að vísu reynt
að takmarka verðbólgustefnu
verkalýðsforingjanna með vísi-
töluskerðingunni. Það er skref í
rétta átt. En eftir sem áður er
allt undir framhaldinu komið.
EITT 1 EINU
1 eftir
Steinunni Sigurðardóttur
AÐ
HALDA
MEÐ
Skoöanir eru alls staöar og á
öllu. Þeir eru ekki ófáir sem
,,mundu nú segja það” eða jafn-
vel ,,telja” og „hyggja” þegar
málin ber á góma. Jón þjónn og
Guðnín fræðingur eru til dæmis
vis með að hafa bullandi skoðanir
á húllsaumi og spiritisma.
Og hvaðan skyldu svo
skoðanirnar koma og byggjast á
hverju? Þar fór í verra, þvi þær
eru sjaldnast byggöar á heil-
brigöri skynsemi og úthugsun,
heldurá einhverri tilfinningu úti i
bæ, sem siast hefur inn i viðkom-
andi af aðskiljanlegum ástæðum,
oft vegna þess að einhver nákom-
inn annað hvort hefur þessa skoð-
un eöa hefur hana ekki. Óháðir og
þaulhugsaðir dómar um hvað
sem vera skal eru mjög sjaldgæf-
ir og út af fyrir sig efunarmál,
hvortþeirerubaranokkuð til. Við
skyldum reyna að hugsa okkur
óháöan dóm um trúmál, stjórn-
mál, bjórinn, herstöðvamálið,
fæöingar, támjóu tiskuna.
Sú var tiöin að allir gengu i tá-
mjóum skóm. Ef það kom ekki til
af öðru, þá þvi, að öðru visi skór
fengust ekki. — Þetta þótti manni
fallegt, örmjóar skótær, sem
hlykkjuöust um sali. Og ekki var
núsútað, hversu óþægileg blessuð
farartækin voru — sumar eru
meö ónýtar lappir fyrir lifstiö —
hiá öörum aflöguðust kannski
bara eitt bein eöa tvö — Eítir aö
feitu skórnir komu var ekki til
neitt hallærislegra en mjóir skór
og þegar maður er loks orðinn
öruggur um sig og sina skoöun,
faratámjóirskóraftur að hlykkj-
ast um sali og pinnahælar skrúfa
sig á ný tigulega oni parket og
gólfdúka, og verða jafnvel eftir i
heilu lagi. Þessuhefði maður ekki
trúað árum saman, og hneykslast
yfir þvi að þessi óheyrilega tiska
er aftur komin; samt mun maður
sjálfur ganga i ormaflokkinn á
næstunni.
Eöa þá fæðingar. Fyrir nokkr-
um árum þótti fráleitt og var
jafnvel bannað! þótti að minnsta
kosti bera vott um undarlegheit ef
feður vildu vera viðstaddir fæð-
ingu (sinna eigin barna). A þeim
árum var það einnig svo, að kon-
ur urðuaðkomai sjúkrabil til at-
hafnarinnar, það var jafnákveðið
og það aö innanbæjarliki er ekiði
likbil til og frá hinstu kveðju, en
ekki I fólksvagni. — Nú mega
konur koma i strætó á fæðingar-
deildina, i leigubil eöa á hjóli. Og
nú er fæðing annars flokks ef
faðirinn er ekki nærri, og talinn
ræflarokkari fyrir vikiö. —
Herstöövamálið. Ég þekki eng-
an, sem hefur myndað sér óháða
og skynsamlega skoðun á þvi, en
það er kannski afsakanlegtj óvist
aðslik skoðun á herstöðvamálum
sé yfirleitt hugsanleg.
Trúmálin. Ekki er maður nú
Lúterstrúar af þvi maður hafi
viðaö að sér materiali um helstu
/,Og nú er fæðing annars f lokks ef faðirinn er ekki nærri, og talinn ræflarokkari
fyrir vikið."
trúarbrögð heims og vinsað úr
þau bestu. Maður er bara fæddur
hérna.
Stjórnmálaskoöanir eru fengn-
ar á svipaðan hátt og aðrar
skoðanir. Margir voru arfleiddir
aöþeim, aðrir geröu kannski upp-
reisn gegn skoðun heimilisins.
enn aðrirgátu ekki annað en haft
sömu skoöun og kunningjahópur-
inn. — Þetta er sama sagan og h já
svindlurunum i barnaskóla. Þeir
kiktu fyrst i svörin og reiknuöu
svo dæmin út frá þeim.
Hér er fólki ekki boriö á brýn,
að þaö hugsi ekki um stjórnmál,
það gera margir, sumir lesa
meira að segja þykkar bækur og
eyða tima i málefnalegar umræö-
ur (við skoðanabræður sina og
systur) Gallinn er semsagt sá ao
fóik hugsar með flokknum sinum,
ekki óháð, það les blaöiö sitt, en
ekki önnur, þaö lætur sannfærast,
en af hlutdrægni, og sannfæring
þess er ekki nokkurs viröi. Það
kemur Saman meö flokknum sin-
um, eránægt meö viðurkenningu
flokksins, og fer þangað sem
flokkurinn fer með það, hvort
sem það er rétt eða rangt.
Það verður nú einu sinni ekki af
fólki skafiö að þaö vill vera vel
liðið, og fá uppörvun frá öðrum.
Þessari tilfinningu má likja við
áfengisböliö, hún er svo sterk, að
hún verður að hafa sinn gang.AÖ
ekki sé minnst á öryggisþörfina
sem er af svipuðum toga — það er
þægilegt að tilheyra, og vera ekki
einhvers staðar einn á báti (með
skoðun). Þessi þörf hefur rekið
marga að landi.
Það er raunar þvi likast sem
háttvirtir kjósendur haldi með
stjórnmálaflokkum á sama hátt
og menn halda með fótboltalið-
um. Aödáendur Fram fara ekki
að breyta um liö, þótt Fram sé
burstað i hverjum leiknum eftir
annan. Það svissar enginn yfir
nema fótboltastrákarnir sjáifir,
og stjórnmálamennirnir. En
skoöanir áhangendanna eru
nokkuð óumbrey tanlegar. A
sama hátt og menn hætta ekki að
halda með liði, þótt það falli i
aöra deild eöa þriðju, hættu ,
endur ekki að halda með flokki,
þótt hann værifailinn i aðra deild,
ef hann væri fótboltaliö. Þess
vegna er hvaða stjórn sem er
óhætt aö gera hvaö sem er, nema
það eitt aö hlaupa i sjóinn og
hengja sig. Það breytti engu um
skoðanir kjósenda, þótt stjórnin
léti taka gengið af lifi og fýrir-
skipaði aö Dalvikingar skyldu
siga um 140 prósent á einum degi
(álikamikiöogkrónanhefur sigið
siðan 1974).
Þess vegna mætti alveg eins
prenta Fram, KR og fleiri góð liö
á kjörseðlana. Kjósendur yrðu
bara að varast að skrifa Afram
Island á seðlana. Bæði er nú, að
það væri kannski ekki viðeigandi,
eins ogstaðaner i þessum leik, og
svo, að þá yrði seðillinn ógildur.
Stærsti leyndardómurinn,
Skoðun Fólksins, er ótalin. Al-
menningsálitið. Hvað er það? Er
það ýtustjóri i vesturbænum eöa
húsmóðir við Tjörnina? Nei það
er hinn mállausi meiri hluti, og
hvað hann hugsar, veit enginn,
nema sá sem kann fingramál.