Vísir - 11.02.1978, Síða 11

Vísir - 11.02.1978, Síða 11
vism Laugardagur 11. febrúar 1978 11 - Stíkloð á efni 34 óra gamals pésa um Island og íslendinga ályktun ef íslensku dagblaði væri flett að ísland væri eitt- nvert hið mesta sérfræðinga- land í heiminum. Og oft hefur manni fundist það liggja beinast við að bæta neðan við skjaldar- merkið þeim orðum sem öðrum fremur mætti kalla einkunnar- orð islensku þjóðarinnar: „Sitt sýnist hverjum”. Hitt er svo annað m ál hvort hægt er að fall- ast á orð Bouchersnokkru siðar, þegar hann lýsti islenskri menningu sem aristökratiskri. Það sem suður i Grikklandi til forna hefðuorðið ljiifmannlegar rökræður er orðið að freðnu Það var fyrir skömmu að ég sat yfir kaffibolla i eldhúsinu. Hjartað sló i takt við diskó-tón- listina i rikisútvarpinu og les- endur Dagblaðsins voru nýbúnir að kjósa „Undir sama þaki” besta sjónvarpsþátt ársins. Þá kom allt í einu bók fljúgandi inn um gluggann. I sjálfu sér er það ekkert til- efni umræðu, þótt bókarræfill komi fljúgandi inn um gluggann manns. Við Islendingar erum, eins og heimsbyggðinni er kunnugt, mesta bókmenntaþjóð semheiðrað hefurplánetu þessa með nærveru sinni, og höfum meira að segja orðið uppvis að þvf að borða handrit i öll mál (það var að visu fyrir tima hins seiga sósialrealisma). Nei, —■ ástæða þess aö ég tókst allur á loft var nafn bókarinnar. „Ice- land — some impressions” stóð skýrum stöfum utan á henni. Ég kyngdi kaffinu og fór að blaða i þessum forvitnilega pésa. Pésa segi ég þvi að þetta var ósköp litil bók. Hún reyndist skrifuð af Alan E. Boucher, og var greinilega frá árinu 1944, þótt hvergi sæist það ártal á titilsiðum. I stuttum formála gerði höf- undur grein fyrir tilurð og gerð bókarinnar. Hann kvaðst ekki vilja gerast viðhlæjandi ts- lendinga, heldur teldi hann það skyldu sina að benda bæði á kosti og galla hjá landi og þjóð. Ég skrúfaði niður i diskóinu og byrjaði að stikla á fáeinum 34 ára gömlum hrós- og hnjóðsyrðum um land og þjóö. Kaffið kólnaði. Boucher drap fljótt á það að efnahagsleg og menningarleg framsækni siðasta árhundraðiö hefði nú (’44) skipað íslandi sess á ■ meðal hinna fremstu „siðmenntuðu þjóða” hvaö varðaði menntun, lifsþægindi og lifsgæði á háu stigi. Einhvern veginn varð þessi athugasemd vinarins hálf-kaldhæðnisleg þennan dumbungslega verö- bólgumorgun. Hann hélt áfram: ,,A sama tima hafa tslending- ar ekki gleymt fortið sinni og á timum, þegar svo margt er metið eftir stærð er það upph'fg- andi að rekast á litla þjóð sem heldur enn áfram að meta ágæti einstaklingsins og þar sem iðnaðarstaðlar og fjöldafram- leiðsla hafa ekki algjörlega út- rýmt krafti og sjálfstæði hvers og eins.” Nokkru siðar sagði vinur okk- ar Boucher að Islendingar nú- timans hefðu erft frá fornum, islenskum skáldum áhuga á menntun hvers konar, og þeir sýndu mikla virðingu fyrir öllu andlegu atgervi. „Það er eðli- legt”, sagði Boucher, „að litil þjóð sem er ófær um að keppa við aðrar hvað varðar stærð og fjölda leggi sérstaka áherslu á gæði og ágæti hvers og eins.” „ , vissuiega mætti draga þá Texti: Hallgrimur H. Helgason karpi hér norður i Atlantshafi. Og þá gengur oft illa að greina virðingu fyrir andlegu atgervi einstaklingsins sem er á hinni skoðuninni. Hann vill verða ansi fljótur að ummyndast i asna, þorskhaus eða bregða sér i ótrú- legustu kvikinda liki, allt eftir alvöru deilumálsins. Sennilega var öllu nær sanni stutt og lag- góð lýsing Bouchers á islensk- um stjórnmálum: „Islensk stjórnmál eru þröng- skoðuð flókin og einstaklega persónulegogyfirleitt algerlega óskiljanleg fyrir utanaðkom- andi.” Og þetta var sagt árið 1944! Boucher varð tiðrætt um mik- inn bóklestur Islendinga og hann hrósaði þeirri göfugu bók- mennt sem lægi óslitið frá forn- ritalestri i baðstofum til vorra daga. Oghann kvað mikla bóka- eign vera eitt helsta sérkenni flestra islenskra heimila. Og svo er vissulega enn. Og þegar erlenda gesti rekur inn á hér- lend heimili nú leggur heimilis- fólkið óðara frá sér eldhúsróm- anana, dustar rykið af skraut- bundnum Islendingasögunum i hillunni og segir með andakt: „Og þetta erusvo islenzku forn- ritin. Þau ættu allir að lesa.” Annars er þetta eitthvað blandið með fornritalestur Is- lendinga nútimans. Um eina konu vissi ég, hún var á besta aldri og hafði átt Islendinga- sögurnar uppi i hillu allt sitt lif. Svo einn dag heimsótti hana fullorðinn sonur hennar, kominn i Háskólann, og þurfti að fá lánaða Eglu. Hann teygði sig i Eglu i hillunni en þá var hún gróin föst við Njálu. Og þegar sonurinn rykkti skelltu Is- lendingasögurnar honum i gólfið. Og um leið hrundi hillan saman. Nei, annars — ég lýg þessu. En það munaði að minnsta kosti litlu. Um sérislenska menningu sagði Boucher meðal annars: „Þvi hefur verið haldið fram að þáttur erlendra hugmynda og áhrifa i menningarlegri endurnýjun á tslandi frá siðustu aldamótum hafi orðið til þess að draga niður hið sérislenska i menningarvenjum, en fátt virðist bera þessu vott. Þvert á móti sýnirislensk menning ein- stakan hæfileika til þess að yfir- vinna erlenda þætti og almenn og góð menntun hefur komið i veg fyrir þennan klofning á milli þess vitsmunalega og þess vin- sæla sem verður þjóðlegri menningu svo oft skæð.” Ég slökkti á diskótónlistinni. Svo fyllti ég bollann af kaffi sturtaði þvi ofan í mig og drekkti öllum efasemdum um séríslenska menningu. Boucher var hissa á þvi hvað listamenn alls konar væru margir á Islandi miðað við fólksfjölda. Ekki hefur þeim fækkað. Það væri nóg tii að gera hvern þjóðfélagsfræðing grá- hærðan að ætla sér að skýra aö- ferðir við ræktun listamanna hér á landi. A klukkustundar- fresti sprettur haus upp úr mannhafinu og klingir glað- hlakkalega: „Hæ, hér er ég.” Þá kemur labbandi til hans maður frá ónafngreindri styrktarstofnun: „Nafn?” „Sigurður örn Hafstað Egils- son.” „Listgrein?” „Ha? — Málverk, maður, ég mála. Ég hef að visu ekki enn haldiðsýningu en mamma er að vinna að þvi. Þú hefur kannski heyrt...” „Nei. Þú færð styrk i pósti.” Með um það bil árs millibili kemur upp sú rödd að gaman væri að vita hvaða sjónarmið réði við úthlutun listamanna- styrkja á Islandi. Það gaman lætur litt á sérkræla. En hvert er svo almennings- viðhorfið? Það kemur ef til vill hvað berlegast i ljós fyrst eftir frumflutning islenskra sjón- varpsleikrita.Þá er spurt hvort i þessu skáldverki hafi nú verið sagt alveg satt og rétt frá, hvort verkið sé góð eða slæm land- kynning o.s.frv. En hvað um listrænt gildi? Höfum við gengið til góðs? Jú þetta var ansi skemmtilegt hjá skáldinu, og þetta var örugglega nokkuð gott.Merking orðsins gott i þessu samhengi getur þá verið hvaö sem er milli himins og jarðar. Er það furða þótt hér drjúpi listamenn af hverju strái? Gripum undir lokin niður i fá- einum fleiri einkennum sem vinur vor Boucher kvaðst greina á tslendingum árið 1944. „Eins og Englendingar eru tslendingar að eðlisfari feimnir og vilja halda ókunnugum i ákveðinni fjarlægð þar til þeir þekkja hann betur.” en ef Is- lendingar á annað borð kynnast ókunnugum, tekur annað við. Boucher sagði: „Islensk gest- risni geiur reyndar verið óþægi- leg fyrir þann sem vill lifa eðli- legu og reglubundnu lifi og er litill afreksmaöur i kökuáti og drykkju kaffis og annarra sterkari drykkja.” „Einn er sá þáttur i eðli Is- lendinga sem gesti er nauðsyn- legt að virða ef hann vill forðast misskilning. Það er gifurleg viðkvæmni fyrir utanaðkominni gagnrýni.” „Eftirlit foreldra er ekki strangt og gefur börnum frjáls- ari hendur enflest enskbörneru vön svo að þau læra snemma að standa á eigin fótum og eru oft lausbeisluð en alltaf sjálf- stæð og vingjarnleg við ókunn- uga.” Þessi mynd er sennilega eitthvað að breytast nú. Is- lendingar hafa flutt inn og ræktað sjálfir svo mikið af for- eldravandamálum og barna- sálarflækjum undanfarin ár, að blessuð börnin eiga fúllt i fangi með þau öll. En að einu leyti hefur þó að minnsta kosti ekki orðið aftur- för ef borið er saman við frá- sögn Alan Boucher. Hann segir að kvenieg fegurð á Islandi sé og verði umræðuefni erlendra ferðamanna. Og er vel. —HHH

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.